Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HVERAGERÐI GIMLI • 892 9330 Allar upplýsingar um eignir í Hveragerði veitir Kristinn, sölumaður okkar, í síma 483 5900. GSM eftir lokun skrifstofu 892 9330. Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali HVERAGERÐI Byggingarár: 1972. Heildst. fm: 77. Bílskúr: Nei. Svefnh: 2. Húsið er miðsvæðis í Hveragerði. Forstofa er dúklögð. Eldhús er opið inn í stofu. Eldhúsinnrétting máluð, borðplata úr furu og háfur yfir eldavél. Gengið er úr stofu út í garð. Parket á stofu, dúkur á herb. Sturta og nýleg innrétting á baði og flísalagt gólf. Þvottahús og geymsla. Herbergi rúmgóð og skipulag gott sem tryggir góða nýtingu á plássi. Íbúðin þarfnast endurbóta. Verð 8,9 millj. ÖGMUNDUR Skarphéðinsson arkitekt hallar svo réttu máli í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. september sl. um blokkabyggingar og skipulag á Seltjarn- arnesi að ekki má liggja í þagnargildi. Er engu líkara en þar tali pólitíkus fremur en fagmaður. Hér á eftir ætla ég að tíunda nokkrar rangfærslur hans. 1. Arkitektinn full- yrðir að „nýbyggingar á Nesinu [séu] nauð- syn“. Hver eru rökin fyrir því? Arkitektinn talar að- eins um „breytingu á deiliskipulagi“. Þetta er rangt. Aug- lýst var „breytt“ aðalskipulag frá árinu 1981 til þess að geta auglýst nýtt deiliskipulag. Nýtt að- alskipulag fyrir árin 2004–2024 er ekki til. 2. Arkitektinn segir „húsin verða hógvær“ og „alls ekki úr takt við þá byggð sem fyrir er. Útsýni [muni ekki] skerðast að neinu marki nema í örfáum tilvikum ....“ Þetta er rangt eins og síðar verður rakið. 3. Það var „staðnæmst við þessa lausn“, segir arkitektinn, „sem talin var sú heppilegasta miðað við for- sendur“. 4. Er arkitektinn, sem vænt- anlega er vel menntaður maður með metnað sem slíkur, sammála þess- um „pólitísku“ forsendum? 5. Arkitektinn og Grímur Már Jónsson verkfræðingur segjast undrandi á því að gagnrýni á „forsendur deiliskipulagsins hafi ekki komið fram fyrr“. Hvaða rugl er þetta? „Breyting á að- alskipulagi“ var aug- lýst 23. júlí sl. með fresti til athugasemda til 3. september sl. og „tillaga að deiliskipu- lagi“ 30. júlí sl. með fresti til athugasemda fyrir 10. september. Hvernig átti að gera athugasemdir fyrr? Er það tilviljun að auglýsingar þessar birtast á hásumarleyfistíma Íslend- inga og rúmlega mánuður gefinn til að koma að athugasemdum? Lög- mæt auglýsing er eini rétti viðmið- unartími athugasemda. 6. „Það sem kemur á óvart er að verið sé að gera athugasemdir við sjálft prinsippið, það að byggja eigi á Suðurströnd og Hrólfskálavör. Þær hafa komið seint fram“, segir Grímur. Um hvaða „prinsipp“ er að ræða og hver setti það fram, hvað felst í því og hver ber ábyrgð á því? 7. Enn sendir arkitektinn okkur Seltirningum tóninn á dæmalaust ósmekklegan hátt: „Þeir sem hafa vanist því gegnum árin að geta horft út á sundin meðan þeir drekka morgunkaffið eru ófúsir að láta það útsýni af hendi.“ Nema hvað? Ég og mín fjölskylda er í þeim hópi og borgaði milljónir fyrir. Væri arki- tektinum sama, ef fjölskylda hans ætti í hlut, að missa þessi gæði svo aðrir nytu þeirra í blokkum sem hann fær milljónir fyrir að teikna? 8. Ein óskammfeilnasta fullyrðing arkitektsins hljóðar svo: „Þrjú hús (svo!) munu missa það útsýni sem þau hafa verið með“ og „Húsin þrjú standa við Skólabraut....“. Hverjar eru svo framboðnar sárabætur íbúa þessara þriggja húsa? Þessi orð arkitektsins: „Maður skilur mjög vel að íbúar í þeim húsum skuli vera vonsviknir“! Sem sagt slétt býtti: Svipting útsýnis en „skilningur“ arkitekts í staðinn! 9. Næst segir arkitektinn: „Ef við skoðun húsin við Bakkavörina þá skerðist útsýni þeirra sumra (svo!) til austurs, en meginútsýni þessara húsa er til suðvesturs (svo!). Stof- urnar og meginvistarverur húsanna snúa þangað.“! Teikningar segja ekki allt um innréttingu húsa. Aust- an Bakkavarar eru 22 hús (par- og raðhús taldar einingar). Langflest húsanna hafa útsýni til austurs, sum alveg óhindrað en önnur minna. Flest hafa húsin nær óskert útsýni til suðausturs og öll til suðurs. Með blokkabyggingum lokast allt útsýni til austurs og suðausturs. Því fer arkitektinn hér með fleipur. 10. Og ekki vantar lítillætið hjá arkitektinum er hann segir: „Ef ein- hver hús á Nesinu eru skipulögð með tilliti til aðstæðna þá eru það í raun og veru þessi hús“! – Ég veit ekki um nokkurn mann sem er þessu sammála. Þvert á móti sjá menn fyrir sér steinkumbalda sem eru í engu samræmi við nálæga byggð eða í sátt við annað umhverfi. 11. „Útsýni úr nýju fjölbýlishús- unum verður afar gott“, segir arki- tektinn. Látið mig vita það! Þetta er einmitt útsýnið sem ég keypti og á nú að svipta mig og aðra íbúa aust- an Bakkavarar. En meðal annarra orða: Hvernig stendur á því að arkitekt fer að skipta sér af pólitískum ákvörð- unum? Hann hlýtur að hafa mikilla hagsmuna að gæta sem koma sér- grein hans ekkert við. Rangfærslur arkitekts leiðréttar Björn Þ. Guðmundsson skrifar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Hvernig stendur á þvíað arkitekt fer að skipta sér af pólitískum ákvörðunum? ‘ Björn Þ. Guðmundsson Höfundur er prófessor í lögvísindum og hefur búið í Bakkavör sl. 15 ár. Þetta er útsýnið, sem ég missi og margir aðrir, austan Bakkavarar. Efri myndin sýnir útsýnið í austur, en neðri myndin sýnir útýnið í suðaustur. Blokkirnar verða í svipaðri hæð og Valhúsaskóli, sem sest á neðri mynd- inni til vinstri. OFT hefur verið bent á að ákvarðanir, sem skipta almenning og fyrirtæki miklu máli, séu teknar í lokuðum herbergjum yfirvalda og litlu hægt að þoka eftir að niðurstöður hafa verið kynntar. Þess vegna þýði lítið að koma fram með at- hugasemdir og til- lögur enda sé allt klappað og klárt og málið afgreitt. Því miður er nokk- uð til í þessu og verð- ur það til þess að almenningur tel- ur að best sé að halda sínum skoðunum fyrir sig, fjasa kannski um málefnin í eldhúsinu við sína nánustu eða á kaffistofum við starfsfélagana, blöskra vitleysan í yf- irvöldum, skella sér á lær og segja að þetta séu allt svoddan en- demis kjánar. En þarf þetta endilega að vera svona? Er ekki hægt að láta til sín taka ef menn vilja og koma sér út úr eldhúsunum og kaffi- stofunum með skoð- anir sínar, kynna þær og ræða í stærri hópi og ná árangri? Reynsla okkar, sem stöndum fyrir átakinu „Akureyri í öndvegi, er tvímælalaust sú að þetta er hægt. Til þess þarf bara að ræða saman, bera saman bækurnar og þá kemur í ljós að almenningur, fyrirtæki og yfirvöld eiga ágæta samleið. Fyrr en varir verða margir virkir þátttakendur og til- lögur, sem annars heyrast ekki, verða gott og mikilvægt innlegg áður en ákvarðanir, sem skipta samfélag okkar máli, verða tekn- ar. Eitt slíkt tækifæri er nú að verða að veruleika fyrir Akureyr- inga. Hinn 18. september nk. verður öllum íbúum, og öðrum, sem vilja leggja orð í belg, stefnt saman til Íþróttahallarinnar í bænum. Þar verður þeim gefinn kostur á að taka beinan þátt í að móta framtíðarskipulag miðbæj- arins, allt frá Höfners-bryggju til Glerár. Þetta er kallað íbúaþing og þingmenn eru allir sem vilja kynna sér málið og leggja orð í belg. Enginn er kosinn til þessa þings, allir velkomnir og því fleiri sem koma og kynna hugmyndir sínar þeim mun betra – allt skiptir máli, stórt og smátt. Með þessu framtaki er verið að safna saman tillögum í veganesti vegna alþjóð- legrar samkeppni arkitekta sem efnt verður til um miðbæinn okkar og hvernig við sjáum hann fyrir okkur sem lifandi miðstöð kröft- ugs landshluta í framtíðinni. Það er okkar sameiginlega verkefni og áskorun. Sjáumst hress og hugmyndarík á íbúaþingi 18. september. Akureyringar skunda til íbúaþings Ragnar Sverrisson skrifar um íbúaþing á Akureyri ’Þetta er kallað íbúa-þing og þingmenn eru allir sem vilja kynna sér málið og leggja orð í belg. ‘ Ragnar Sverrisson Höfundur er kaupmaður. HJARTA hvers bæjarfélags slær taktfast í miðbæ þess. Það slær með athöfnum íbúanna, þeirri starf- semi sem heldur sam- félaginu gangandi og þar er yfirleitt skemmtilegast að vera. Í miðbænum viljum við finna fyrir hjartslættinum, upp- lifa ys og þys mann- lífsins, blanda geði við annað fólk og upplifa okkur sem hluta af heildinni. Á Akureyri er skýrt afmarkaður miðbær – eða hvað? Það má að minnsta kosti segja að Ráð- hústorgið sé miðjan – en þarf það að verða þannig um ókomna framtíð? Hversu langt nær miðbær- inn? Sumir segja norður að Glerá, suður að Upplýsingamiðstöðinni, upp að Sundlauginni og niður að sjó. Það er bærilega stórt svæði en þó er eins og eitthvað vanti upp á heildarmyndina. Stundum heyrist sagt að miðbær Akureyrar sé heldur dauflegur og mannlaus, lifni helst við þegar hlýtt er í veðri og bærinn fyllist af ferðamönnum. Þeir sem það segja hafa nokkuð til síns máls. En hvað þarf til að lífga upp á miðbæinn? Ég held að allflestir bæjarbúar hafi á því skoðun hvernig við gæt- um gert miðbæinn okkar skemmti- legri og að ólgandi suðupotti þeirr- ar blómlegu menningar sem hér þrífst. Mín skoðun er sú að það þurfi þéttari íbúðarbyggð í kring- um miðbæinn, í kjölfarið fylgja síð- an þjónustufyrirtækin, mat- vöruverslanir og meira líf. Það þarf að skipuleggja svæðið sem eina heild, þétta byggðina á besta stað í bænum og búa til heild- armynd sem allir geta vel við un- að. Það er e.t.v. ein af forsend- unum fyrir því að Akureyri vaxi enn frekar á næstu árum. Og nú er tækifærið! Laugardaginn 18. september verður efnt til íbúaþings í Íþrótta- höllinni á Akureyri þar sem lögð verður áhersla á að tengja saman skipulagsmál og atvinnumál, með það að markmiði að móta styrka framtíð- arsýn um miðbæinn sem getur stutt við at- vinnulíf og mannlíf. Mikilvægur liður í verkefninu er samráð við okkur íbúana og hagsmunaaðila til að tryggja réttar for- sendur í alþjóðlega hugmyndasamkeppni um miðbæinn sem haldin verður í kjölfar- ið. Þar gefst okkur, og raunar landsmönnum öllum, kostur á að koma spennandi hugmyndum á framfæri með skemmtilegum hætti. Þingið er öllum opið og fólk get- ur komið og farið að vild, þ.e.a.s. það er alls ekki nauðsynlegt að stansa við allan tímann og vert að minna á að margt smátt gerir eitt stórt! Á þinginu getum við tekið þátt í vinnu einstakra hópa undir hlutlausri leiðsögn fagfólks og þannig átt hlut í þeim niðurstöðum lagðar verða til grundvallar um framtíðarþróun og skipulag mið- bæjarins á Akureyri. Ég skora á alla Akureyringa og aðra áhugasama Íslendinga að taka frá laugardaginn 18. sept- ember, mæta í Íþróttahöllina og eiga þátt í því að skapa saman betri miðbæ. Akureyri í öndvegi! Ragnar Hólm Ragnarsson skrifar um íbúaþing á Akureyri Ragnar Hólm Ragnarsson ’Á Akureyri erskýrt afmark- aður miðbær – eða hvað? ‘ Höfundur starfar að upplýsinga- og kynningarmálum fyrir Akureyrarbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.