Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 33
hvert fóru þessir peningar, til hverra og síðan áfram? Undir þessum ásökum geta stjórnendur Orkuveitunnar ekki setið, en þessi kaup eins og margt fleira í þessu ferli, eru án nokkurrar skýringar. Eitt það undarlegasta í þessu öllu eru viðbrögð Alfreðs Þorsteins- sonar. Í grein sem hann skrifar í desember á síðasta ári kallar hann þá sem gagnrýna þetta bruðl „kverúlanta“. Það er með ólík- indum að stjórnamálamaður telji verk sín svo yfir gagnrýni hafin að þeir sem óska eftir upplýsingum og vilja ræða málið efnislega fá fúk- yrði frá stjórnarformanni Orkuveit- unnar og formanni borgarráðs. Sjaldan eða aldrei hefur valdamik- ill stjórnmálamaður sýnt kjós- endum jafnmikinn hroka eins og hér um ræðir. Maður veltir fyrir sér geðleysi annarra forustumanna meirihlutans í borgarstjórn þeirra Árna Þórs Sigurðssonar og Stefáns Jón Hafstein, að fúskara- vinnubrögð eins og hér er bent á skuli þegjandi og hljóðalaust sigla framhjá þeim báðum. Satt að segja er þögn þeirra með ólíkindum. Að selja til Og Vodafone Orkuveitan stefnir að því að selja Línu.net að mestu eða öllu leyti til Og Vodafone. Það er vel að geta náð einhverju til baka af þeim fjár- munum sem fjallað er um í fréttum þessa dagana enda væri það afar sérstakt að engin verðmæti finnd- ust í fyrirtækinu eftir allt sem á undan er gengið. En um leið kem- ur það nokkuð einkennilega fyrir sjónir að Orkuveitan vilji selja nú þegar þeir segja sjálfir að fram- undan sé hagnaður á samsteyp- unni. Það breytir þó engu um hvernig þetta ævintýri hefur gerst síðustu fimm árin og það breytir engu um að allar upplýsingar, hverjar sem þær eru, eiga að liggja fyrir. Forustumenn Reykja- víkurborgar geta ekki sagt að fólk- inu í landinu komi þetta ekkert við. Það er líka eðlilegt að hlutlausir aðilar komi einnig að þessari sölu og meti hana í ljósi þeirrar gagn- rýni sem málið fær nú í fjöl- miðlum. „Kverúlantinn“ í borg- arstjórninni á ekki að vera sinn eigin dómari í þessu uppgjöri. Alvöru fagmenn eiga að koma þar að verki því augljóst er að Alfreð Þorsteinsson er ekki hæfur til þess. Höfundur er fv. borgarfulltrúi. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 33 VIKA símenntunar stendur nú sem hæst. Athyglin beinist að ungu fólki og þeim fjölbreyttu námsleiðum sem í boði eru undir slagorðinu Ekki bara hugsa um það! Náms- og starfsráðgjafar um land allt hafa tekið þátt í átak- inu með því að bjóða ungu fólki ráðgjöf og að- stoða það við leit að námi og starfi. Hvernig getur náms- og starfs- ráðgjafi liðsinnt þér? Eins og áður sagði þá er slagorð vikunnar: Ekki bara hugsa um það! Til að hrinda hugmynd í framkvæmd er m.a. nauðsynlegt að afla sér viðeigandi upplýsinga og meta stöðu sína. Þetta á sérstaklega við um áætlanir og hugmyndir um nám. Náms- og starfsráðgjafar eru m.a. menntaðir til og eru sérfræðingar í að veita ráð- gjöf við náms- og starfsval og miðla upplýsingum um möguleika í námi og framboði á námi og störfum. Þeir veita einnig leiðsögn um notkun upplýsingamiðla og gagnabanka um nám og störf eins og er t.d. að finna á veraldarvefnum. Hvar er náms- og starfsráðgjafa að finna? Okkar fagstétt starfar víða í þjóðfélaginu. Þá er helst að finna í grunn-, framhalds- og háskólum, á vinnumiðlunum og á sí- og endur- menntunarstofnunum. Oft er það svo að þeir sem langar að hefja nám eftir eitthvert hlé eiga erfitt með að feta sig í frumskógi námsupplýsinga og gefast upp tímabundið. Löngunin er til staðar, búið er að hugsa málið fram og aftur en það vantar herslu- muninn … að koma sér af stað. Til að koma til móts við þennan hóp og aðra þá sem vilja kynna sér ýmsa námsmöguleika mun Félag náms- og starfsráðgjafa bjóða almenningi á höfuðborgarsvæðinu upp á ókeypis námsráðgjöf laugardaginn 18. sept- ember frá kl. 13–16. Náms- og starfsráðgjafarnir verða á sex bóka- söfnum á höfuðborgarsvæðinu; Borgarbókasafni Reykjavíkur (að- alsafn), Kringlusafni Borgarleikhús- inu, Borgarbókasafninu Gerðubergi, Foldasafni Grafarvogskirkju, Ár- safni í Árbæ og Bókasafni Kópa- vogs. Þeir verða tilbúnir að svara fjölbreyttum spurningum um náms- leiðir og framboð á sí- og endur- menntun. Ég hvet alla til að líta inn og ræða málin við náms- og starfsráðgjafa því eitt skref áfram getur orðið að farsælu ferðalagi um menntaveginn. Farðu af stað, ekki bara hugsa um það! JÓNÍNA KÁRDAL Lundarbrekku 10, 2D, 200 Kópavogur. Námsráðgjöf í tilefni Viku símenntunar Frá Jónínu Kárdal, formanni Félags náms- og starfsráðgjafa: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÖRUGG OG HEILNÆM MATVÆLI Ráðstefna um ÖRUGG OG HEILNÆM MATVÆLI - norrænar áherslur, verður haldin í Reykjavík dagana 14. og 15. október nk. Að ráðstefnunni standa Norræna ráðherraráðið og matvælaráðuneytin á Íslandi, þ.e. umhverfisráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Skráningarfrestur fyrir ráðstefnuna er til 20. september 2004. Ráðstefnan fer fram á ensku og er dagskrá hennar eftirfarandi: Fimmtudagurinn 14. október kl. 9.30 f.h.-4 e.h. 1. Safe and Wholesome food: Nordic Perspectives/Per Unckel, Secretary General of the Nordic Council of Ministers. 2. How the World Trade Organization (WTO) Agreements Influence Local Policy and Regulations for Food and Feed Products /Christina Schröder, Counsellor, Agriculture and Commodities Division, World Trade Organization (WTO). 3. Risk-based food safety/Geoffrey Podger, Executive Director, European Food Safety Authority (EFSA). 4. Controlling the Safety of the Food Chain/Jón Gíslason, Deputy Director, Food Safety and Environment Unit, European Free Trade Association (EFTA) Surveillance Authority. 5. Consumer trust in food - in Europe and in the Nordic countries/ Unni Kjernes, Researcher, The National Institute for Consumer Research (SIFO). 6. Traceability in Fisheries/Anthony Cox, Senior Analyst, Fisheries Division , Organisation for Economic Cooperation and Development (OECD). 7. Water for Food Processing/Roger Aertgeerts, World Health Organization (WHO). 8. Animal Health and Feed Quality/Daniela Battaglia, Animal Health Officer, Food and Agriculture Organization of the United Nations (FAO). 9. Functional Foods/ Barbara O. Schneeman, Director, Office of Nutritional Products, Labeling, and Dietary Supplements, Center for Food Safety and Applied Nutrition, US Food and Drug Administration (FDA) United States. 10.Knowledge Networks on food safety: A basis for risk analysis/Roland J Cormier, Program Officer, Fish, Seafood and Production Program Network - Atlantic, Canadian Food Inspection Agency (CFIA). 11.How do the requirements for food safety and wholesomeness relate to practices in the food industry?/Jackie Bannister, Head of Food Technology, Bakkavor Group, UK. Reception by the Mayor of Reykjavík, 18.00-20.00 hrs. Föstudagurinn 15. október kl. 9.00-12.30. Opnar umræður um ýmsa þætti er varða öryggi matvæla, tengsl næringar og öryggis matvæla, miðlun upplýsinga um öryggi matvæla, neytendavernd og rétt neytenda til upplýsinga. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar www. foodsafety.is LOKAÐ Á FÖSTUDAGINN Tengi ehf. verður lokað föstudaginn 17. sept. vegna árshátíðar starfsmanna. Við opnum aftur mánudaginn 20. sept. kl. 08.00 Viðskiptavinir athugið ! Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.