Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ                         ! "       # !   $%&      '     "    ( ")  *"  ""  "  "   +,    ! , % -   .*      /    !     !    0! ! %$  1  *   2              ! ! " #$#!! %& '"&( 3  3  & --  *+ , " -   !  Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum BJARNI Finnsson, formaður Poka- sjóðs, og Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, afhentu í vikubyrjun Siv Friðleifsdóttur áður en hún lét af embætti umhverfisráðherra fjórar milljónir króna úr pokasjóði til framkvæmda við Gullfoss. Tók Siv við framlaginu úr Pokasjóði fyrir hönd Umhverfisstofnunar en friðlandið við Gullfoss er í umsjón Umhverfisstofnunar. „Þetta fjármagn mun aðallega fara í almennt viðhald og end- urgerð göngustíga í friðlandinu við Gullfoss og Sigríðarstofu, en einnig til þeirra verkefna sem Um- hverfisstofnun telur brýnt að fara í á þessu svæði,“ sagði Siv Friðleifs- dóttir í samtali við Morgunblaðið. „Það er mikill fjöldi ferða- manna, milli 300 og 400 þúsund manns, sem leggja leið sína að Gullfossi árlega, þannig að það er mjög mikilvægt að þessi aðstaða sem þarna er þoli þennan mikla ágang og auðvitað þarf að halda henni vel við. Þetta höfðinglega framlag úr Pokasjóði gerir okkur mögulegt að standa vel að því við- haldi og endurbótum sem mik- ilvægt er að gera.“ Aðspurð segir Siv ríkið árlega leggja fjármagn til framkvæmda við fjölsótta ferðamannastaði, en síðan er það í höndum Umhverf- isstofnunar að forgangsraða sínum verkefnum. „Það eru margir aðilar sem eru að hjálpast að við að bæta aðkomu og allt umhverfi á fjölsótt- um ferðamannastöðum, má þar auk Umhverfisstofnunar nefna Ferðamálaráð og Vegagerðina.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, Bjarni Finnsson, formaður Pokasjóðs, Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverf- isráðherra, og Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. Pokasjóður styrkir fram- kvæmdir við Gullfoss REYKJAVIKURDEILD Ungra vinstri grænna var stofnuð 28. ágúst sl. Hlutverk hennar er að veita fulltrúum Vinstri grænna í borgar- stjórn nauðsynlegt aðhald auk þess sem hún sér um venjulegt starf, seg- ir í fréttatilkynningu Ungra vinstri grænna í Reykjavík. Á fundinum voru almenn borgarmál rædd auk þess sem Ögmundur Jónasson, þing- maður VG, Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, Oddur Ástráðsson, formaður UVG, og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, sem að auki var fundarstjóri, ávörpuðu fundinn. Stjórn var kjörin á fundinum og hana skipa: Freyr Rögnvaldsson for- maður, Dagur Snær Sævarsson varaformaður, Auður Lilja Erlings- dóttir ritari, Sverrir Aðalsteinn Jónsson gjaldkeri, Björg Þórsdóttir, Elías Jón Guðjónsson og Guðmund- ur Björnsson. Varamenn eru: Arn- grímur Vídalín, Auður Alfífa Ketils- dóttir, Stefán Ágúst Hafsteinsson og Haraldur Þórir Proppé Hugosson. Ungliða- deild VG stofnuð F.v. Stefán Ágúst Hafsteinsson, Sverrir Aðalsteinn Jónsson, Elías Jón Guð- jónsson, Freyr Rögnvaldsson, Auður Lilja Erlingsdóttir, Auður Alfífa Ket- ilsdóttir, Björg Þórsdóttir, Dagur Snær Sævarsson og Arngrímur Vídalín. VR og Endurmenntun HÍ hafa gert með sér samstarfssamning um umsjón námskeiða á vegum VR. Þessi námskeið eru ætluð þeim sem vilja öðlast færni í að semja um launin sín og styrkja sig fyrir launaviðtalið. Einnig er boðið upp á framkomunámskeið með Eddu Björgvinsdóttur. Námskeiðin eru öllum opin en félagsmenn VR og LÍV geta sótt um styrki í starfsmenntasjóði og fengið allt að helming endurgreitt, auk þess sem VR niðurgreiðir 5.000 kr. af einu námskeiði á miss- eri fyrir sína félagsmenn. Nám- skeiðin eru haldin í húsnæði End- urmenntunar að Dunhaga 7 og geta þátttakendur skráð sig þar og á vef Endurmenntunar www.end- urmenntun.is. Endurmenntun HÍ og VR semja um námskeiðahald Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands, og Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, undirrita samninginn. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur Lionshreyfingarinnar á Íslandi, Námsgagnastofnunar og Hjálparsjóðs alþjóðahreyfingar Lions um að halda áfram samstarfi um útgáfu námsefnis í lífsleikni sem hefur verið kennt við Lions-Quest. Útgáfa lífsleikniefnisins Að ná tök- um á tilverunni hefur verið sam- starfsverkefni Námsgagnastofnunar og Lionshreyfingarinnar til margra ára og nú bætist við nýtt efni, Að vaxa úr grasi, sem ætlað er nemend- um í 1. til 5. bekk grunnskóla. Starfa áfram saman að útgáfu námsefnis Í DAG hefst á Egilsstöðum stjórnarfundur Nordiske Treb- yer. Sveitarfélög bæjanna Kar- leby í Finnlandi, Vejle og Skagen í Danmörku, Þrándheims í Noregi, Sundsvall og Växjö í Svíþjóð og Egilsstaða vinna í verkefninu saman að því að stuðla að þróun þéttbýlis sem byggist á timbri og timburbyggingum. Meginumfjöllunarefni fundar- ins nú er staða mála í þátttöku- sveitarfélögunum, þar sem stefnt er að aukinni notkun timburs og trjávöru í bæjunum. Forsendur þess eru að timbur er bygging- arefni sem endurnýjast stöðugt, aukin eftirspurn er eftir timbur- húsum vegna jákvæðra umhverf- isþátta, trjávara sem notuð er til bygginga og mannvirkja krefst minni orkunotkunar við fram- leiðslu og við byggingarstarfsem- ina en önnur byggingarefni og bæjarhlutar og hverfi með nú- tímatréarkitektúr geta boðið upp á meiri fjölbreytni, sem getur haft jákvæð félagsleg áhrif og stuðlað að aðflutningi íbúa. Þá er talið til kosta að timbur- húsabyggingar geta í dag keppt í verði við byggingar úr öðrum byggingarefnum og hafa að auki mikla þróunarmöguleika hvað hagkvæmni varðar. Auk þess bindur timbur CO2 og notkun þess því jákvætt framlag til ákvæða Kyoto-sáttmálans um að draga úr losun CO2. Um 20 manns sitja fundinn. Stuðla að aukinni viðarnotkun Egilsstöðum. Morgunblaðið. Kiwanisþing á Húsavík og í Mývatnssveit ÞING Kiwanisumdæmisins Ísland Fær- eyjar verður haldið á Húsavík og Mývatni dagana 17. og 19. september. Þingið sitja 150 fulltrúar Kiwanisklúbbanna auk maka og erlendra gesta þannig að gera má ráð fyrir um 300 manns í tengslum við þingið. Þingsetning fer fram í Húsavíkurkirkju á föstudaginn kl. 19 en þinghaldið fer fram í Íþróttamiðstöðinni við Mývatn, mökum þingfulltrúa og gestum verður boðið í skoðunarferð um Mývatnssveit á laugar- deginum. Helstu mál þingsins verður: málþing „Byggjum til framtíðar“, stefnumótun og fræðsla, undirbúningur að K-deginum sem er sala á K-lyklinum til söfnunar til styrktar geðverndarmála, menntunarátak Kiwanis, Lífs-vísis verkefnið o.fl. Erlendir og innlendir gestir munu sitja þingið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.