Morgunblaðið - 16.09.2004, Side 2

Morgunblaðið - 16.09.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR TEKINN VIÐ Halldór Ásgrímsson tók við emb- ætti forsætisráðherra af Davíð Odds- syni í gær. Halldór segir skattalækk- anir á dagskrá ríkisstjórnarinnar í haust, en miðað við það góða svigrúm sem virtist vera í ríkisfjármálum gerðu menn ráð fyrir að geta lækkað tekjuskattinn um 4%. Ívan ógnar Bandaríkjunum Nær tveimur milljónum manna var sagt að flýja heimili sín á suðurströnd Bandaríkjanna í gær þegar fellibyl- urinn Ívan stefndi þangað. Búist var við að miðja fellibylsins kæmi að landi í dag og lýst var yfir neyðarástandi í Flórída, Louisiana og Alabama. Stöðvarfjörður án verslunar Engin matvöruverslun verður á Stöðvarfirði þegar einu verslun stað- arins, Stöðfirzka verzlunarfélaginu ehf., verður lokað á næstu dögum vegna gjaldþrots. Skiptastjóri þrota- búsins hefur árangurslaust leitað eft- ir aðilum til að taka við versluninni undanfarin misseri. Mannbjörg við Grænland Sex mönnum, þar af fjórum kaj- akræðurum Blindrafélagsins, var bjargað úr miklum sjávarháska við Grænlandsstrendur í gær eftir að vél- bátur, sem sótti þá, sökk í ofsaveðri með öllum búnaði leiðangursins. Mikilli mannfjölgun spáð Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóð- anna spáir því að íbúafjöldi 50 fátæk- ustu landa heims þrefaldist fyrir árið 2050 og verði þá 1,7 milljarðar. Áætl- að er að jarðarbúum fjölgi úr 6,4 í 8,9 milljarða. Hafnar lýðræði í Kína Forseti Kína, Hu Jintao, er andvíg- ur því að vestrænir stjórnarhættir og lýðræði nái fótfestu í landinu. Kom þetta fram í ræðu forsetans á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins í gær. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Erlent 11 Bréf 33 Höfuðborgin 16 Minningar 34/43 Suðurnes 16 Dagbók 48/50 Akureyri 18 Listir 51/53 Austurland 18 Af listum 51 Landið 19 Fólk 54/57 Daglegt líf 20/21 Bíó 54/57 Neytendur 22/23 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 24/33 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #      $         %&' ( )***                 HEILDARLAUN félaga í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur hækk- uðu um 5% milli ára, úr 259 þúsund krónum á mánuði árið 2003 í 273 þúsund kr. árið 2004. Grunnlaun hækkuðu hlutfallslega ívið meira eða um 6% á sama tímabili, úr 231 þúsund í 246 þúsund kr. á mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í launakönnun VR, en könn- unin er nú gerð í sjötta sinn. Um er að ræða spurningakönnun og bárust 5.500 svör af rúmlega 13 þúsund sem haft var samband við. Svarhlut- fallið var því rúm 43%. Í könnuninni kemur fram að 5% hækkun heildarlauna er rúmu pró- sentustigi meiri hækkun en almenn hækkun launa á vinnumarkaði á sama tíma sem var 3,8%. Á tíma- bilinu var ekki um neinar samnings- bundnar launahækkanir að ræða og nýir kjarasamningar voru undirrit- aðir eftir að könnunin var gerð. Samkvæmt könnuninni hækkaði sölu- og afgreiðslufólk mest milli ára eða um 10% og heildarlaun þeirra sem vinna við að afgreiða sérvöru/matvöru hækkuðu um 16% milli ára. Afgreiðslufólk á kassa hefur lægstu heildarlaunin á mánuði sam- kvæmt könnuninni eða 154 þúsund kr., matráðskonur og matsveinar eru með tæp 190 þúsund og 192 þúsund eru greidd fyrir ræstingar og þrif. Forstöðumenn/sviðsstjórar eru með hæstu launin, tæp 424 þús- und kr. á mánuði, markaðsstjórar eru næstir með 389 þúsund, en for- stjórar og hærri stjórnendur eru með 371 þúsund kr. en þeir voru áð- ur með hæstu launin. 15% kynbundinn launamunur Þá kemur fram að karlar eru með 22% hærri laun en konur að með- altali, sem er sama niðurstaða og í síðustu könnun. Kynbundinn launa- munur, þ.e. þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsald- urs og starfsstéttar, er 15%, sem er nær það sama og í könnuninni fyrir ári síðan, en þá reyndist kynbund- inn launamunur vera 14%. Könnunin sýnir einnig að vinnu- tími lengist á milli ára um 1,5 klukkustundir að meðaltali og er 44,8 stundir á viku. Vikulegur vinnutími karla er að meðaltali tæp- um fimm klukkustundum lengri en vinnutími kvenna eða 47,5 stundir samanborið 42,6 stundir hjá konum þegar um er að ræða fólk í fullu starfi. Eldra fólk vinnur styttri vinnuviku en yngra fólk að með- altali og því lengri sem vinnuvikan er því óánægðara er fók í vinnunni. Þá kemur fram að hæstu heild- arlaunin eru greidd í fjarskiptafyr- irtækjum og fyrirtækjum í sölu og þjónustu á tölvum eða 315 þúsund krónur á mánuði. Þau lækkuðu hins vegar um 3% frá fyrri könnun fyrir ári. Lægstu launin eru greidd í smá- sölu eða 218 þús. kr. í smásölu með lyf, hjúkrunar- og snyrtivörur sem er 1% hækkun milli ára. Heildar- laun í stórmörkuðum námu 221 þús- und kr. á mánuði og hækkuðu um 9% milli ára. Fram kemur að þeir sem hafa farið í háskóla eru með 32% hærri laun en aðrir og þegar búið er að taka tillit til kyns, aldurs, vinnu- tíma, starfsaldurs og starfsstéttar er munurinn 19%. Þá kemur fram að 40% þáttak- enda í könnuninni eru sátt við laun sín, en 35% ósátt og að karlar eru fremur sáttir en konur. Félagar í VR eiga rétt á einu launaviðtali á ári. Hafði helmingur þátttakenda farið í launaviðtal á liðnu ári og fengu 64% þeirra jákvæða breyt- ingu á kjörum sínum eftir viðtalið samkvæmt könnuninni og þeir sem fóru í launaviðtal eru með 7% hærri laun en þeir sem ekki fóru. Niðurstöður launakönnunar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur 2004 5% hækkun heildarlauna milli ára                             !     "         #  $   %$       &'()*& &+,(-& &(-)*) &))+-. .*&+./ ,'.,&* ,)/)*. ,/*&,- ,/&)*' ,/.'-, FLUGVÉL kemur inn til lend- ingar á Reykjavíkurflugvelli í ljósaskiptunum. Greinilega má sjá hvernig er að þykkna upp en spáð var stormi víða á landinu í nótt og fram eftir degi í dag. Sennilegast má því búast við ein- hverri röskun á flugsamgöngum vegna veðurs. Flug í ljósaskiptunum Morgunblaðið/Golli VIÐBÚNAÐUR fór í gang í gær vegna tveggja fiskibáta sem hurfu út úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerf- inu og voru björgunarskip og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Bát- arnir týndu, Ólafur HF 251 og Ólaf- ur HF 200 fundust hins vegar í þann mund er björgunarleiðangurinn var að hefjast. Höfðu þeir siglt 60 sjómíl- ur út af Reykjanesi og voru því komnir út fyrir farsvið sitt, þ.e. haf- svæði sem leyfilegt er miðað við fjar- skiptabúnað sem er um borð í bát- unum. Björgunarskipin Oddur V. Gísla- son frá Grindavík og Hannes Þ. Haf- stein frá Sandgerði voru komin á fremsta hlunn með að fara til leitar þegar bátarnir komu fram og þá var áhöfn TF-SIF, þyrlu Landhelgis- gæslunnar, reiðubúin til flugs. Ekk- ert amaði að áhöfn bátanna, en þetta er í þriðja skipti á innan við mánuði sem kallað er til leitar að þessum sömu bátum á þessu sama svæði, samkvæmt upplýsingum björgunar- sveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Málið er í skoðun hjá Landhelg- isgæslunni og kemur til greina að leggja fram kæru á hendur bátsverj- um fyrir reglugerðarbrot. Viðbúnaður vegna týndra báta KARLMAÐUR var fluttur á slysa- deild vegna reykeitrunar eftir að eldur kviknaði í sjónvarpi í her- bergi á annarri hæð gistiheimilis við Dalshraun 13 í Hafnarfirði í fyrrinótt. Kona, sem einnig var í herberginu, slapp án meiðsla. Húsið hefur ekki verið samþykkt sem gistiheimili samkvæmt upplýsing- um frá Hafnarfjarðarbæ. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var það nágranni fólksins sem vakti það eftir að hann varð eldsins var. Tilkynning barst Neyðarlínu um klukkan þrjú og þegar Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins kom á staðinn stóð reykur út um gluggann. Níu manns voru á hæð- inni og hafði þeim öllum tekist að komast út úr húsinu. Talsverðar reykskemmdir urðu í herberginu og á gangi. Húsið við Dalshraun 13 er stórt og hýsir fjölmörg fyrirtæki. Að sögn Kristjáns Þorvaldssonar, talsmanns byggingafulltrúa Hafn- arfjarðar, hafði verið sótt um að breyta notkun hússins og reka þar gistiheimili. Vel hefði verið tekið í umsóknina en hún hefði þó ekki verið samþykkt. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Eðvarð Björgvinsson, hjá Harðviðarhúsum, sem reka gisti- heimilið, að öll leyfi fyrir gistiheim- ilinu væru fyrir hendi. Reykskemmdir eftir eld í sjónvarpstæki Byggingafulltrúi segir húsnæðið ekki samþykkt sem gistiheimili

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.