Morgunblaðið - 16.09.2004, Page 14

Morgunblaðið - 16.09.2004, Page 14
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Undirbúa íbúaþing | Ráðgjafarfyr- irtækið Alta ehf. og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hafa gert með sér samning þar sem kveðið er á um þátttöku nemenda á umhverfisbraut í undirbúningi og fram- kvæmd íbúaþinga. Markmiðið með samstarfinu er að kynna nemendum samráðsferli, einkum í tengslum við byggðaskipulag, segir í frétta- tilkynningu. Nemendur verða þannig virkir þátttakendur í verkefnum á vegum Alta. Jafnframt er samkomulag um að Alta leggi skólanum til gestafyrirlesara. Í tilkynningunni kemur fram að vonast er til að samningurinn leiði til frekara sam- starfs skólans og Alta, meðal annars á sviði ráðgjafar, rannsókna og nemendaverkefna. Þá færir Alta skólanum að gjöf bækur um samráðsferli og samráðsaðferðir. Brugðist verði við | Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins á Húsavík skorar á stjórnvöld að bregðast nú þegar við þeim alvarlega vanda sem blasir við Mývatns- sveit þegar starfsemi Kísiliðjunnar hf. leggst af. Í áskorun sem félagið hefur sent frá sér kemur fram að fyrirsjáanlegt er að málið hafi alvarlegar afleiðingar á atvinnu- og byggðaþróun um alla Suður-Þingeyj- arsýslu. Íþróttahús vígt | Ákveðið hefur verið að vígja nýja íþróttahúsið á Kirkjubæj- arklaustri laugardaginn 9. október næst- komandi. Fram kemur á vef Skaftárhrepps að íbúum hreppsins og fleira fólki verður boðið til hátíðardagskrár í íþróttahúsinu af því tilefni. Bæjarstjórn Akra-ness hefur sent frásér ályktun þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að hraða und- irbúningi lagningar Sundabrautar og að sem fyrst verði lögð fram tíma- sett áætlun verkefnisins. Bæjarstjórnin tekur undir nýlega ályktun sam- göngunefndar Reykjavík- ur um að lagning Sunda- brautar sé ein allra mikilvægasta samgöngu- bótin á höfuðborgarsvæð- inu. Sundabraut muni greiða verulega fyrir um- ferð frá Vestur- og Norð- urlandi og hafa margþætt og jákvæð áhrif á þróun byggðar. Rifjað er upp að í viljayfirlýsingu, sem Reykjavíkurborg, Akra- neskaupstaður, Borg- arbyggð og önnur sveit- arfélög í Borgarfirði hafa undirritað um sameiningu hafna er meðal annars lögð áhersla á fram- kvæmdir við Sundabraut. Sundabraut Það getur verið erf-itt fyrir fólk semer að flýta sér að komast leiðar sinnar á annatímum í borginni. Það á jafnt við um bíl- ana á helstu umferð- aræðum á morgnana og síðdegis og gangandi vegfarendur í mið- bænum þegar mann- þröngin er sem mest. Þessi kona var á fleygi- ferð á hjólinu í Austur- stræti og lét ekkert trufla einbeitinguna. Morgunblaðið/Ómar Á fleygiferð um Austurstræti Kristinn Bjarnasonhafði mikið dá-læti á hringhend- unni. Þegar hann lá í hettusótt og fannst hann mega muna fífil sinn fegri, þar sem árans sótt- in hafði hlaupið niður í honum, gerði hann vís- una: Fyrrum eltist fljóðin við, flíkum smellti sundur, en nú velt ég út á hlið eins og geltur hundur. Vísan er til í fleiri út- gáfum, en svona lærði séra Hjálmar Jónsson hana frá afa sínum. Fleiri hagyrðingar eru í ætt- inni, því Bólu-Hjálmar var langafi Kristins Bjarnasonar. Þegar Kristinn var við uppskipun á Blönduósi fyrir 1920 var stýrimaður á dönsku skipi með ein- dæmum hrokafullur, að honum fannst. Kristinn lét hann heyra það úr lestinni: Eins og rotta æsir geð er með spott í svörum. Digur hrotti dæsir með djöflaglott á vörum. Með djöflaglott pebl@mbl.is Laxamýri | Heimilisfólkið í Fagranesi í Aðaldal rak upp stór augu í gær þegar það sá að komin var dúfa á túnið hjá þeim, rétt hjá bæjarhúsunum. Reynd- ist hún gæf og auðvelt að ná henni. Ekki vissi fólkið deili á dúfunni enda engir slíkir fuglar í nágrenninu. Á fæti dúfunnar var númer og þegar hringt var í það var svar- að í Klausturseli á Jökuldal. Dúfan hafði horfið úr dýragarð- inum þar í byrjun ágúst og var talin af. Upphringingin frá Fagranesi var því ánægjuleg, að sögn Ólafíu Sigmarsdóttur í Klausturseli. Má það teljast merkilegt að dúfa skyldi komast yfir öræfin án þess að verða fyr- ir skakkaföllum eða á vegi rán- fugla á þeim vikum sem hún var á flækingi. Dúfan er í vist hjá Sigurveigu Jónsdóttur í Fagranesi, þar til hún fær far heim til sín í Klaust- ursel. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Flaug yfir öræfin og fannst í Aðaldal Egilsstaðir | Soffía Lárusdóttir á Egils- stöðum, framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu málefna aldraðra, verður í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sam- einuðu sveitarfélagi Austur-Héraðs, Fella- hrepps og Norður-Héraðs en kosið verður til sveitarstjórnar 16. október. Listinn var samþykktur á fundi fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshér- aði á dögunum. Í öðru sæti er Ágústa Björnsdóttir, skrifstofustjóri KB banka á Egilsstöðum, í þriðja sæti Hrafnkell El- ísson, framleiðslustjóri TF í Fellabæ, í fjórða sæti Guðrún Ragna Einarsdóttir, bóndi á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, og í fimmta sæti Guðmundur Sveinsson Kröyer, jarðfræðingur á Egilsstöðum. Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri í Fellabæ og fyrrum oddviti, er í heiðurssæti listans. Soffía leiðir D-listann Egilsstaðir | Samband sveitarfélaga á Austurlandi heldur 38. aðalfund sinn á Eg- ilsstöðum í dag og á morgun. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun fundurinn fjalla um eflingu sveitar- stjórnarstigsins og samstarf sveitarfélaga og ríkis í menningarmálum, þekkingarset- ur, þjóðgarð norðan Vatnajökuls og Stað- ardagskrá 21. Veita á Menningarverðlaun SSA 2004 á föstudagskvöld. Aðildarsveitarfélögin eru 15 og mun fækka um tvö eftir sameiningu Austur- Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs 1. nóvember nk. Austfirskir sveitarstjórnar- menn funda ♦♦♦ Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Langförul Góður samanburður | Grunnskólanum á Hólmavík bárust nýlega meðaleinkunnir úr samræmdum prófum síðustu þriggja ára. Sýna þær að einkunnir eru meðal þeirra hæstu miðað við skóla af svipaðri stærð- argráðu. Skólastjórnendur þakka þetta meðal annars stöðugu starfsmannahaldi, bæði meðal kennara og annars starfsfólks síð- ustu árin, en skemmst er að minnast þess að mikil fjölmiðlaumræða var um slaka frammistöðu nemenda skólans fyrir örfáum árum. Skólinn er sá eini sem skilar öllum nem- endum í öll prófin, en síðustu ár hafa nem- endur tíunda bekkjar haft val um hver af samræmdu prófunum þeir þreyta. Mývatnssveit | Í sumar var plantað um 130 þúsund birki- og lerkiplöntum á upp- græðslusvæðinu á Hólasandi, einnig lúpínu. Um tuttugu tonnum af áburði var dreift á svæði þar sem niturverksmiðjur náttúrunn- ar hafa ekki tekið við framleiðslunni. Hólasandsverkefnið er framtak samtak- anna Húsgulls og Pokasjóðs verslunarinnar auk þess sem Landgræðslan og Skógrækt ríkisins taka þátt. Verkefnið hefur nú varað í áratug og hefur það skilað góðum árangri. 130 þúsund trjám plantað ♦♦♦         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.