Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 265. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Með ýmislegt á prjónunum 12 þúsund félagar í prjónaklúbbi og prjónaföt í tísku Daglegt líf Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Í heimsókn á bílasýningunni í París  Grand Vit- ara reynsluekið Íþróttir | Sálfræðistríð þjálfara Porto og Chelsea  Magnús Gylfason þjálfar KR UPPLÝSINGAR um gereyðingarvopn Íraka voru rangar en það var rétt að koma Saddam Hussein frá völdum, að sögn Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Hann flutti í gær ræðu á flokksþingi Verka- mannaflokksins og hvatti flokksmenn til að sameinast um enn einn kosningasigurinn. Búist er við að Blair efni til þingkosninga næsta vor. „Vandamálið er að ég get beðist afsök- unar á því að leyniþjónustugögnin voru röng en ég get aldrei beðist afsökunar, að minnsta kosti ekki af einlægni, á því að steypa Saddam,“ sagði Blair. Blair ver innrásina Brighton. AFP.  Neitar/13 Efnahagssérfræðingar sögðu í gær, að héldist olíuverð áfram hátt myndi það óhjákvæmilega verða til að draga úr hagvexti um allan heim. Í gærmorgun var verðið nokkuð yfir 50 dollurum fatið á markaði í New York en lækkaði heldur er á daginn leið. Vitor Constancio, stjórnarmað- ur í Evrópska seðlabankanum, sagði í gær, að væri þessi síðasta verðhækkun ekki tímabundin yrði að færa niður hagvaxtarspár um allan heim. Undir það tekur líka Antoine Brunet, hagfræðingur hjá HSBC-bankasamsteypunni. Spáir hann því, að olíuverðið muni fara í 60 dollara fyrir lok næsta árs og kannski fyrr og segist óttast, að ný olíukreppa sé í aðsigi. Verðhækkunin er meðal annars rakin til ólgu í Nígeríu, en almennt er meginástæðan vaxandi eftir- spurn, ekki síst í Kína og Indlandi. Búist er við að eldsneytisverð hækki einnig hér á landi og spáir greiningardeild KB-banka tveggja króna hækkun um mánaðamótin. Olíuverðið veldur áhyggjum Vín, París. AFP.  Sérfræðingar/13                         RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN lagði, í sam- starfi við lögregluembætti um allt land, í gær hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafn- mörgum húsleitum vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega til annarra efni, t.d. kvik- myndum, tónlist og tölvuforritum, í gegnum Net- ið. Nokkrir voru handteknir vegna málsins í gær. Upphaf málsins er kærur frá umboðsmönnum rétthafa tónlistar, kvikmynda og tölvuforrita sem og Samtökum myndbandaleigna sem beint var til embættis efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra. Húsleitirnar voru gerðar í Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík, Árnessýslu og á Ísafirði. Tengjast aðgerðirnar rannsókn á hópi manna sem grunaðir eru um að hafa komist yfir kvik- myndir, tónlist, tölvuforrit og sjónvarpsþætti á Netinu og vistað efnið hjá sér með ólögmætum hætti og dreift því til annarra. Um er að ræða brot gegn þriðju grein höfundarréttarlaga, að sögn Jóns H.B. Snorrasonar, yfirmanns efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Jón segir lög um dreifingu á kvikmyndum og sambærilegu efni mjög skýr. „Hugverk eru lögvarin og þetta eru slík réttindi sem þarna er um að ræða. Eigandi og höfundur er rétthafi að tónlist og þau réttindi eru lögvarin. Þannig að þetta er ekki vafa undirorpið.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má gera ráð fyrir að þúsundir Íslendinga sæki kvik- myndir, tónlist og annað efni í gegnum Netið og dreifi því til annarra. Jón segist ekki geta sagt til um hvað rannsóknin muni ná til margra. Rannsókn ríkislögreglustjóra lýtur að tólf að- ilum sem taldir eru „höfuðpaurar“ í hópi þeirra sem dreifa og sækja efni í gegnum Netið með skipulegum hætti, að sögn Jóns. „Það er eðlilegt að byrja þar. Hvar [rannsóknin] endar er auðvitað ennþá óljóst. Þessi samskipti eru rekjanleg og verða rakin og sönnunargagna aflað með þeim hætti. Þetta er alls ekki óframkvæmanleg rétt- arvarsla sem við stöndum í.“ Aðgerðirnar í gær eru aðeins upphafið að sögn Jóns. Undirbúningur rannsóknarinnar hefur staðið í nokkra mánuði. Rúmlega þrjátíu manns komu að aðgerðum ríkislögreglustjóra í gær. Rannsókn er hafin á Íslandi á dreifingu kvikmynda og tónlistar í gegnum Netið Hald lagt á tölvur og gögn í tólf húsleitum Rannsóknin gæti tengst þúsundum Íslendinga Morgunblaðið/Þorkell MIKILL fögnuður ríkti í gær á Ítalíu er fréttist af lausn tveggja ungra kvenna, Simonu Torretta og Simonu Pari, úr haldi mannræn- ingja í Írak. Var flogið með þær í gær til Kúveit og þaðan til Ítalíu þar sem vél þeirra lenti í gær- kvöldi. Stigu þær brosandi út og munu vera við ágæta heilsu. Þús- undir manna söfnuðust saman við heimili Torretta í Róm til að fagna þegar fréttir bárust af því að gísl- arnir væru lausir. Auk kvennanna, sem báðar eru 29 ára gamlar, létu ræningjarnir lausa tvo Íraka, Ali Raad Ali Abdul Aziz og Manhaz Assam, sem þeir höfðu rænt ásamt ítölsku konun- um. Fjórmenningarnir unnu allir fyrir ítölsku hjálparsamtökin Brú til Bagdad og var rænt á skrif- stofum samtakanna í Bagdad. Franskir gíslar sagðir við góða heilsu Egypska símafyrirtækið Oras- com skýrði frá því í gær að fjórum af alls sex starfsmönnum þess, sem rænt var í Írak, hefði verið veitt frelsi í gær og reynt væri að semja um þá tvo sem enn væru í haldi. Konunum tveimur var rænt fyr- ir þremur vikum. Ekkert hefur enn heyrst af örlögum Bretans Kens Bigleys sem ræningjar í Írak hafa hótað að myrða. En fulltrúi breskra múslímasamtaka, sem fór til Bagdad, kvaðst í gær vongóður um að hann fengi frelsi. Franskur sendifulltrúi sem reynt hefur að fá lausa tvo franska fréttamenn sem verið hafa í haldi ræningja í Írak frá 20. ágúst, sagði í gær að hann hefði hitt gíslana og samningar hefðu náðst um að þeir yrðu látnir lausir. Kvaðst hann geta staðfest að mennirnir væru óskaddaðir. Ítölsku gíslunum fagnað í Róm Róm, Bagdad, Kaíró. AFP, AP. Reuters Simona Torretta (t.h.) og Simona Pari voru alsælar að sjá er þær komu til Ciampino-flugvallar í Róm í gær- kvöldi eftir að hafa verið fangar mannræningja í Írak í þrjár vikur. Auk þeirra lét ræningjahópurinn lausa úr haldi tvo Íraka sem störfuðu fyrir sömu mannúðarsamtök, Brú til Bagdad. GERT er ráð fyrir að ríkisstjórn sósíalista á Spáni samþykki á föstudag að samkyn- hneigðum verði heimilað að ganga í borg- aralegt hjónaband. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar taka þessari breytingu þung- lega. Eftir samþykki ríkisstjórnarinnar verður frumvarpið tekið til meðferðar á þingi Spánar en stefnt er að því að lög um hjóna- bönd samkynhneigðra öðlist gildi á næsta ári. Verði það samþykkt munu Spánverjar bætast í hóp Belga og Hollendinga sem þeg- ar hafa ákveðið slíka breytingu. Hjónabönd samkynhneigðra Deilur magn- ast á Spáni  Spænska/miðopna UNGSTIRNIÐ Wayne Rooney lék sinn fyrsta leik með Manchester United í gær- kvöld í Meistaradeild Evrópu gegn tyrk- neska liðinu Fenerbache. Enski landsliðs- framherjinn sýndi engin merki sviðs- hræðslu fyrir framan rúmlega 67 þúsund áhorfendur á Old Trafford í Manchester og skoraði þrennu í 6:2 sigri enska liðsins. Hinn 18 ára gamli Rooney hefur ekki leikið frá því að enska landsliðið lauk keppni á Evrópumóti landsliða í Portúgal í sumar. Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins sagði að „strákurinn“ hefði verið stórkostlegur í fyrsta leik sínum. Rooney fór á kostum með Man. Utd.  Rooney var/B3 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.