Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 14
Suðurnes | Höfuðborgin | Akureyri | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Arnaldur mikið lánaður | Bókin Linda – ljós og skuggar er sú bók sem Skagfirð- ingar hafa tekið oftast að láni hjá bókasöfn- um sínum frá áramótum. Bækur Arnaldar Indr- iðasonar eru í fjórum næstu sætum. Vefurinn Skagafjörð- ur.com birtir í samstarfi við Héraðsbókasafn Skag- firðinga lista yfir tuttugu vinsælustu bækurnar á bókasöfnum héraðsins. Á fyrsta listanum sem tekur til tímabilsins frá áramót- um til 22. september er bókin um Lindu, eftir Reyni Traustason, í efsta sætinu. Í næstu sætum eru bækur Arnaldar Indr- iðasonar, Mýrin, Bettý, Synir duftsins og Dauðarósir. Tekið er fram í umfjöllun á vefnum að engin bóka Guðrúnar frá Lundi sé meðal þeirra tuttugu sem oftast eru lán- aðar en haft eftir Dóru Þorsteinsdóttur héraðsbókaverði að bækur hennar séu engu að síður vinsælar meðal notenda safnsins. Úr bæjarlífinu Arnaldur Indriðason Nýr formaður Heimis | Árni Árnason var kjörinn formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, á aðal- fundi félagsins sem nýlega var haldinn. Árni er efnisstjóri Intro ehf. og er að ljúka námi í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands. Með honum í stjórn til næst aðal- fundar eru Andri Örn Víð- isson, Rúnar Már Sigur- vinsson, Hildur Bæringsdóttir, Björgvin Árnason, Margrét Sæmundsdóttir og Gunnlaugur Kárason. Árni Árnason Atlantsolía sækir um | Atlantsolía hefur sótt um lóð austan við gatnamót Suður- landsvegar og Biskupstungn- abrautar, ofan við Selfoss. Á fundi bygginga- og skipulags- nefndar var byggingarfull- trúa falið að ræða við umsækjandann. Hornfirskaskemmtifélagiðmun frumsýna tónlistardagskrána Diskó á Hótel Höfn næstkom- andi föstudagskvöld. Fyr- irhugað er að sýningarnar verði fjórar og síðan mun félagið flytja dagskrána á Broadway í Reykjavík 22. október, að því er fram kemur á Samfélagsvef Hornafjarðar. Í tengslum við sýn- inguna á Hótel Höfn er boðið upp á helgarpakka sem stendur saman af tveggja rétta málsverði með kaffi og konfekti, diskó-sýningu, dansleik og gistingu í tvær nætur í tveggja manna herbergi. Þetta er þriðja sýningin sem Hornfirska skemmti- félagið stendur fyrir en áður voru það sýningarnar Slappaðu af og Með allt á hreinu. Leikstjóri sýning- arinnar er Kristín Gests- dóttir. Diskó Íbúar á Hellissandi og Rifi hafa glaðst með JóniOddi Halldórssyni og fagnað glæsilegum afrek-um hans á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu með því að flagga á flestum fánastöngum í byggðarlög- unum. Fyrst var flaggað síðastliðinn fimmtudag fyrir silfrinu í 100 metra hlaupi og í fyrradag fyrir sama málmi í 200 metrunum. Blíðuveður var báða dag- ana. Myndin er úr Keflavíkurgötunni á Hellissandi. Æskuheimili Jóns Odds er á miðri mynd. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Flaggað og glaðst með Jóni Oddi Séra Hjálmar Jónssonvar á suðurleið áeinhvern fundinn – og var að verða of seinn. Hann ók svo hratt sem hann þorði: Á hverri stundu er voðinn vís, varkárnin af mér tálgast. Eins og húsdýr á hálum ís höfuðborgina nálgast. Einu sinni voru séra Hjálmar og Árni Johnsen voru á leið í Tungur þegar báðir voru í pólitíkinni og margir að bíða kappanna í Fjallasal Aratungu. Þeir mættu hálftíma of seint, en ekki skorti skýringuna: Vorum lengi á leiðinni, lítið þó við sungum. Hálka var á Heiðinni, hálka upp í Tungum. Séra Hjálmar segir að Árni hafi átt part í hálku- vísunni, enda geti hann átt spretti í ljóðagerð. Einu sinni var Árni að basla saman vísu og hún endaði engan veginn. Þá missti Hjálmar saman þessa: Árna Johnsen þekkir þjóð og þolir af honum hrekki. Gjarnan vill hann gera ljóð en getur það bara ekki. Seinn á fund pebl@mbl.is Blönduós | Við þurfum að fara 152 ár aftur í tímann, nánar til- tekið til ársins 1852, til að finna almanak sem er eins og alman- akið sem við búum við þetta Herrans ár samkvæmt Almanaki Háskólans. Árið 1852 féllu sömu vikudagar á sömu mánaðardaga árið um kring, páskar og aðrar hreyfanlegar hátíðir voru á sömu dögum, og dagsetningar í ís- lenska misseristalinu (þorri, sumarkoma, vetrarkoma o.s.frv.) lentu á sömu mánaðardögum, segir í Almanaki Háskólans. Hvort veðrið hefur verið með líku sniði fyrir 152 árum, stillt bjart og yndislegt, vita líklega fá- ir því elstu menn muna ekki dag- inn þann þótt Húnvetningar verði manna elstir og nægir þar að nefna Halldóru Bjarnadóttur sem hæstum aldri hefur náð á Ís- landi. Nú er nóttin orðin lengri deginum og ekki er langt í það að síðasta septembersól þessa árs hnígi til viðar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ár og dagur síðan Almanak Þingeyjarsveit | Sveitarstjórn Þingeyjar- sveitar hefur ákveðið að sækja í samvinnu við aðra aðila um styrk hjá Kristnihátíð- arsjóði vegna verkefnis sem nefnt er Þing- eyskur sagnaþjóðgarður. Á vef Þingeyjarsveitar segir að ráðgert sé að hefja hina nýbyggðu Þorgeirskirkju til vegs og virðingar sem ,,vegakirkju“ – eða ,,opið Guðshús“, með tengingu við sagnaarfinn; Goðafoss og Þingey í Skjálf- andafljóti. Þannig verði til það sem nefnt er ,,Þingeyskur sagnaþjóðgarður“ á svæð- inu. Þessir staðir eru nátengdir kristnitöku Íslendinga árið 1000 og Þingey skartar fornum þingstað, óvenjulega staðsettum á eyju í Skjálfandafljóti. Þingeyskur sagnaþjóð- garður ♦♦♦       HÉÐAN OG ÞAÐAN SAMTÖK eigenda sjávarjarða munu höfða mál á hendur íslenska ríkinu þar sem krafist verður viðurkenningar á eign- ar- og útræðisrétti sjávarbænda á sjáv- arsvæði a.m.k.115 m út frá stórstraums- fjöruborði, samkvæmt fornum netlögum. Ennfremur er krafist viðurkenningar á því að uppeldisstöðvar fisks séu að hluta til innan eignarmarka sjávarjarða. Því eigi auðlindagjald ekki að renna til ríkisins eingöngu, heldur að hluta til til sjávar- bænda. Ríkið viðurkennir þegar eignarrétt sjávarbænda á umræddu svæði en ekki út- ræðisréttinn þar sem þeir eru kvótalausir. Kveikjan að málssókninni nær tvo ára- tugi aftur í tímann með tilkomu kvótakerf- isins að sögn Ómars Antonssonar for- manns Samtaka eigenda sjávarjarða. Ekki hafi verið tekið tillit til sjávarbænda við úthlutun kvóta og hafi þeir orðið útundan með þeim afleiðingum að kerfið hamlaði þeim að róa til fiskjar. Ragnar Aðalsteinsson hrl. mun fara með málið fyrir hönd samtakanna og verð- ur útbúin stefna innan nokkurra vikna. Stefnt verður fyrir hönd Ómars og jarðar hans og málið höfðað sem prófmál. Sjávar- bændur stefna ríkinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.