Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 21 UMRÆÐAN UNDANFARNA daga hafa heyrst æ háværari raddir sveitarstjórn- armanna um að kennaradeilan verði ekki leyst nema með aðkomu rík- isvaldsins með einhverjum hætti. Auðvitað eiga tekjustofnar sveitarfé- laga og verkaskipting ríkis og sveit- arfélaga að vera í stöðugri endur- skoðun og mikilvægt er að aðilar séu í sambandi og ræði uppkomna stöðu. Sveitarstjórnarmenn verða þó að líta í eigin barm. Það hefur legið fyrir í mörg ár að ríkisvaldið hefur óskað eftir sameiningu sveitarfélaga til að tryggja að þau geti tekið við auknum verkefnum. Þar hafa sveitarfélögin mörg hver dregið lappirnar og ekki verið tilbúin til að stíga þau skref sem nauðsynleg eru í átt til aukinnar hag- ræðingar og hagkvæmni. Það hlýtur að vera markmið ríkis og sveitarfélaga að flytja verkefni í auknum mæli til sveitarstjórnarstigs- ins og þannig auka áhrif fólksins á sitt nærumhverfi. Það verður þó ekki gert á meðan sveitarfélögin þráast við að reka einingar sem varla standa undir sjálfum sér, hvað þá auknum verkefnum. Ég sé fyrir mér stór sveitarfélög sem keppa um hylli íbúa og atvinnu- fyrirtækja, sveitarfélög sem semja sjálf við kennara og velja sjálf hvaða leiðir eru bestar til að uppfylla þjón- ustu við íbúa og atvinnulíf. Ég sé fyrir mér sveitarstjórnarkosningar sem snúast um markmið og leiðir, en ekki um skuldir og vexti. Ég hef þá framtíðarsýn að sveit- arfélögin fái í sinn hlut allan inn- heimtan tekjuskatt, hvort sem er ein- staklinga eða fyrirtækja og að þau geti valið milli þess að kaupa þjón- ustu eins og löggæslu, heilsugæslu, pláss í framhaldsskólum o.fl. af rík- isvaldinu, halda henni úti sjálf eða fela hana einkafyrirtækjum. Til þess að þetta sé hægt verða sveitarstjórnarmenn að vera tilbúnir til róttækrar uppstokkunar og gæti ég alveg séð fyrir mér að gömlu kjör- dæmin eins og þau voru fyrir síðustu breytingu á kosningalögum yrðu nýju sveitarfélögin. Eflaust þó með ein- hverjum undantekningum en stór og öflug sveitarfélög eru forsenda fyrir auknum verkefnum. Með auknum verkefnum flytjast fleiri störf til sveitarfélagana og það eykur fjölbreytni atvinnulífs á lands- byggðinni. Jafnframt eykst valfrelsi sveitarfélaganna og það skapar þeim sóknarfæri, en sókn er jú alltaf besta vörnin. Undanfarin misseri hafa verið starfandi nefndir á vegum félags- málaráðherra til að ræða verkaskipt- ingu og tekjustofna sveitarfélaganna. Ég skora á sveitarstjórnarmenn og fulltrúa ríkisins að ganga nú mynd- arlega til verks. Það þarf að stíga skrefið til fulls og móta sveitarstjórn- arstig sem getur tekist á við verkefni nýrrar aldar af myndarskap og dugn- aði. Látum af varnarbaráttunni og blásum til sóknar. G. VALDIMAR VALDEMARSSON, Sunnubraut 38, 200 Kópavogi. Sveitarstjórnarmenn upp úr skotgröfunum Frá G. Valdimar Valdemarssyni, formanni málefnanefndar Framsóknarflokksins VERKFÖLL hafa frá stofnun stétt- arfélaga farið í taugarnar á atvinnu- rekendum og þeir kennt launþegum alfarið um, er verkfall skellur á. Nú eru þeir búnir að fá óvæntan stuðning því stór hópur launþega er farin að vinna gegn eigin hagsmunum og stunda atvinnurekenda-áróður gegn verkföllum. Ástæðan er sú að þeir vorkenna sjálfum sér að verða fyrir verkfallsaðgerðum. Það hefur verið von atvinnurekenda um langan tíma að geta fengið verkafólk til að yf- irgefa stéttarfélögin og ganga beint til samninga við vinnuveitandann. Það fólk sem stofnaði fyrstu stétt- arfélögin þekkti hvernig það var að fá vinnu hjá atvinnurekendum, og hver aðstaða þess var ef það fékk vinnu. Þá var ekkert um að semja heldur urðu menn að taka við því sem bauðst, möglunarlaust. Þetta fólk myndi telja þá sem teldu atvinnurek- endur bjóða betri kjör ef menn væru utan stéttarfélaga vera hreint og beint vatnsbláa í hugsun. Atvinnurek- endur hafa ekki breyst til batnaðar með árunum. Atvinnurekendur hafa komist upp með það, nú síðari árin, að hagræða á kostnað launþega með því að fækka fólki og bæta störfum á þá sem fyrir eru, þannig hafa þeir náð launum þess fólks óskertum beint í vasann, en launþegarnir setið eftir með launa- lækkun miðað við vinnuframlag. Þessi vinnubrögð vilja kennarar ekki sætta sig við og ég lái þeim það ekki. Laun t.d. verkamanna eru orðin það lág að skatttekjur þess opinbera geta ekki haldið uppi lágmarks heil- brigðisþjónustu. Einn snjallasti bankauppskurðarmeistari alþingis sagði í sjónvarpsviðtali í vetur að við þyrftum að flytja inn hátekjufólk til að lyfta upp skatttekjum ríkisins svo hægt væri að halda uppi samfélags- þjónustunni. Ætli það myndi ekki kosta fyrirtækin minna að hækka laun innlendra launþega svo þeir gætu greitt góða fúlgu til ríkisins, heldur en flytja inn hátekjumenn og bæta öllum launum þeirra ofan á launagreiðslur fyrirtækjanna. Það er nú svo að störf lágtekjumanna eru lykillinn að velferð þjóðfélagsins. Það er stutt síðan ríkið flutti grunnskólana yfir á tóma sjóði sveit- arfélaganna. Nú vill ríkið ekki styðja við bakið á sveitarfélögunum fjár- hagslega, þó svo að ríkið beri fulla ábyrgð á því að skólarnir geti starfað og það eru ábyggilega ekki margir sem vilja heldur að ríkið bruðli með skattpeningana í uppbyggingu sendi- ráða út um heim, eða styðja við bakið á stríðshetjum heldur en halda upp grunnmenntun í landinu. Eitt er nokkuð ljóst í kennaradeilunni, menn verða að semja og það er ekkert betra að semja um niðurstöðuna eftir mán- uð en þrjá daga. Það er ekkert sem tefur samningana annað en þrjóska, mest milli sveitarfélaga og ríkis. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Báðir bera ábyrgð Frá Guðvarði Jónssyni: Í ALLRI baráttu má búast við átök- um. Átökum við andstæðinga og jafnvel innan liða því spennan og álagið er mikið. Kjarabarátta kenn- ara er engin undantekning. Launa- nefnd sveitarfélaga (LN) hefur efast um réttmæti kröfugerðar kennara, að samninganefndin okkar væri bara á einhverju ,,einkaflippi sem sé ekkert í takt við vilja félagsmanna“, þrátt fyrir það að grunnur í kröfu- gerð byggist á könnun meðal fé- lagsmanna. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls fór fram eftir að bú- ið var að kynna kröfugerðina fyrir kennurum. Niðurstaðan var sú að 90% félagsmanna samþykktu boðun verkfalls. Aftur staðfestu fé- lagsmenn að samninganefnd væri ekki á villigötum. LN gekk meira að segja svo langt að heimta það í haust að LN ásamt fulltrúum kennara færi í heimsókn í fjóra skóla á Reykjavíkursvæðinu, sem valdir voru af handahófi, og tækju viðtöl við kennara og skóla- stjórnendur. Markmið LN með þessu var að sýna fram á það að samninganefnd kennara væri víst á villigötum og kröfur þeirra úr takt við hugmyndir starfandi kennara. En viti menn! Niðurstaðan úr þess- um viðtölum var nákvæmlega sú að samninganefnd túlkaði greinilega vilja félagsmanna. Nú eru allar kjaftasögur gripnar á lofti, sú nýjasta er að óánægja sé með hina lýðræðislega kjörnu samn- inganefnd kennara og jafnvel tíma- bært að skipta um menn! Þær óánægjuraddir könnumst við ekki við og finnst okkar fólk standa sig með afbrigðum vel! Hins vegar hafa heyrst óánægju- raddir með síðasta samning þar sem ýmislegt af því sem kennarar sömdu um og þeir héldu í góðri trú að væri báðum aðilum til góðs hefur ekki reynst sem skyldi. Sveigjan hefur að mestu nýst sveitarfélögunum þar sem óljóst orðalag er túlkað þeim í hag og ósamkomulag ýtir undir óánægju. Samninganefnd kennara: Við lýs- um yfir fullum stuðningi við ykkar störf og treystum ykkur best til að ná fram bættum kjörum. F.h. stjórnar Kennarafélags Vest- mannaeyja, SVAVA BOGADÓTTIR, formaður. Stuðningsyfirlýsing – að gefnu tilefni Frá Svövu Bogadóttur í Vestmannaeyjum: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR helgina hlustaði ég á ágæt- an mann á Útvarpi Sögu ræða kjara- deilu kennara. Ég taldi hann hafa lög að mæla, sem sé að 250.000 kr., sem grunnskólakennarar vilja fá í byrjunarlaun, eru helzti mikið, mið- að við að námið er fáein ár í háskóla. Ýmsir aðrir eru að fá allt niður í 90.000 kr. eins og fólk í heimilisþjón- ustu. Grunnskólakennarar þurfa örugg- lega kauphækkun, það held ég sé ljóst, en þeir verða líka að sýna lit á að skera eitthvað niður af kröfum sínum. T.d. kom í ljós í nýlegri könn- un, að þótt kennarar vinni hér einna lengstan vinnutíma í heimi, þá skila þeir einna fæstum kennslustundum á viku. Og tími sem fer í alls konar aukaverk er lengstur hér á landi, en nú eru kennarar einmitt að biðja um meiri tíma í slíkt! Það væri samt ósanngjarnt að skella skuldinni á kennara. Ég held að þetta sé vandamál okkar allra. Það er oft talað um velmeg- unarsjúkdóma, og má ekki líta svip- uðum augum á þetta mál? Við erum hér í velsæld okkar búin að fækka nemendum stórlega í hverjum bekk, einsetja skólana og koma upp flóknu kerfi alls konar sérkennslu og þjón- ustu við börn í skólum, og er margt af því vissulega þarft. En ekki aðeins það, heldur fer svo verulegur tími hjá kennurunum sjálfum í að sam- hæfa þau mál, hafa samráð við alla sérfræðingana o.s.frv. Einn grunn- skólakennari tjáði mér að hann væri með tvo bekki og þar væru 5-8 nem- endur ofvirkir og þyrftu daglega að fá rítalín í skólastofunni, annars væru þeir aldrei í rónni nema 5 mín- útur í einu, gætu þá ekki lært og trufluðu aðra. Þetta sagði hann orðið algengt, hugsanlega vegna hreyfing- arleysis krakka eða mengunar, um það gæti hann ekki fullyrt. En það ætti þá að reyna að finna hagkvæma lausn á svona málum, ekki þær sem reynast allt of dýrar fyrir sveit- arfélögin, sem eru að sligast undan útgjöldum sínum. Það verður að grípa nú þegar til einhverra ráða, t.d. hagræðingar sem kann að útheimta lagabreytingu á Alþingi. Ekki batnar ástandið fjár- hagslega, heldur versnar með ár- unum, þegar æ fleira fólk kemst á lífeyrisaldur og þarf aðstoð og meira sjúkrapláss, en hlutfallslega mun færri nýir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn, af því að við viljum ekki eiga nema fáein börn og stjórn- völd liðinna áratuga eru búin að fórna mörgum vaxtarbroddum okk- ar með fóstureyðingum – um 21.000 frá árinu 1975. Það unga fólk hefði nú og á komandi tímum létt okkur hinum lífið með vinnuframlagi sínu og skattgreiðslum, ef það aðeins hefði fengið að lifa. Þegar við horf- um til baka og fram á við, verður þá ekki seint sagt, að skammtímalausn vandamála borgi sig? JÓN VALUR JENSSON, Sólvallagötu 14, 101 Reykjavík. Liðkum fyrir lausn kennaradeilu Frá Jóni Val Jenssyni, cand. theol.:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.