Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 9 FRÉTTIR Slóg- og slordælur með öflugum karbít hnífum. Áratuga reynsla. fg wilson Sími 594 6000 Slógdælur Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Úrval af peysum, toppum og stökum buxum Gallapilsin frá komin aftur Stærðir 42-56 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Pantanir óskast sóttar HAUSTDAGAR Í MJÓDD Peysur, buxur, yfirhafnir og gallafatnaður í úrvali Verið velkomnar Mjódd, sími 557 5900 Paul & shark vetrarvörurnar eru komnar frá Ítalíu Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is / paulshark.it Snus er munntóbak Í frétt á baksíðu í gær er talað um snus sem neftóbak. Hið rétta er að átt er við munntóbak. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Konungssambandi slitið 17. maí Í frétt um synjunarvald forseta Ís- lands í gær segir að Norðmenn hafi slitið konungssambandi við Svíþjóð 17. júní 1905. Hið rétta er að þessi slit urðu 17. maí. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Ekki framseldur áður Maðurinn sem lögreglan í Reykja- vík hefur óskað eftir að verði fram- seldur frá Hollandi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl er ekki sá sami og var á sínum tíma framseldur í tengslum við hvarf Val- geirs Víðissonar, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Hið rétta er að hann var handtekinn í íbúð Ís- lendings í Rotterdam þegar þar var gerð húsleit. LEIÐRÉTT „ÉG trúi því enn að ákveðinn hópur innan R-listans hafi ekki ver- ið sammála þessari niðurstöðu,“ sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn, um þá ákvörðun R-listans að ráðast ekki í byggingu mislægra gatnamóta á mótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Hópurinn, sagði Vilhjálmur, hafi hins vegar ákveðið að standa að niðurstöð- unni til að halda frið- inn innan R-listans. Þessi orð féllu á hádegisverð- arfundi sjálfstæðismanna um sam- göngumál, sem haldinn var í Val- höll, húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í gær. Vilhjálmur var framsögumað- ur á fundinum ásamt Kristni Vil- bergssyni, framkvæmdastjóra Dreifingarmiðstöðvarinnar og Vörubíls. Á annað hundrað manns sótti fundinn. Vilhjálmur sagði að fyrrgreind ákvörðun R-listans væri tekin í andstöðu við meginþorra íbúa Reykjavíkur. „Og hún er langt frá því að mæta kröfum borgarbúa um flæði umferðar á þessum fjölförn- ustu gatnamótum borgarinnar.“ Kvaðst hann líta svo á að barátt- unni fyrir mislægum gatnamótum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar væri hvergi nærri lokið. „Við munum halda áfram að vinna í þessu máli með einhverjum hætti. Ég tel að fundur sem þessi og fleiri fundir um samgöngumál í Reykjavík geti hugsanlega breytt afstöðu [R-listans] í málinu.“ Mikil togstreita Þegar Vilhjálmur var spurður hvort hann gæti sagt til um ástæðu umræddrar ákvörðunar R- listans sagði hann að innan hans væri mikil togstreita. „Það eru staðreyndir sem blasa við okkur sem vinnum með og í kringum R- listann í borgarstjórn,“ sagði hann. „R-listinn er haldinn mikilli inn- byrðis togstreitu.“ Hann sagði að R-listinn væri hags- munabandalag þriggja flokka, sem eingöngu hefði orðið til, til þess að koma í veg fyrir að Sjálf- stæðisflokkurinn kæmist til valda í borginni. Milli þess- ara þriggja flokka ríkti hvorki trúnaður né samstaða. Við slík- ar aðstæður næðist enginn árangur og gerðar væru „tómar bommertur af og til“, sagði hann. Þá hefði einn þessara flokka, þ.e. Vinstrihreyfingin – grænt framboð, engan áhuga á mislægum gatnamótum. Því hefði verið ákveðið að byggja ekki upp mislæg gatnamót á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. „Ég trúi því enn að ákveðinn hóp- ur innan R-listans hafi ekki verið sammála þessari niðurstöðu en til að halda friðinn, og til þess að ekki slitnaði upp úr, var ákveðið að fara lökustu leiðina og koma í veg fyrir mislæg gatnamót.“ Loki ekki augunum fyrir þróuninni Kristinn Vilbergsson greindi frá því í sinni framsögu að fyrirtæki hans, Vörubíll, ynni að því að keyra um götur höfuðborgarsvæð- isins og dreifa vörum. „Við höfum metið það svo að fimm prósent af tíma okkar bílstjóra fari í hreinar tafir, þ.e. af þeim tíma sem gæti farið í það að komast á milli staða,“ sagði hann. Út frá því reiknaði hann að tekjutap fyrir- tækisins vegna þessa væri um fimm hundruð þúsund á mánuði. Ítrekaði hann að það væru fyr- irtæki í borginni sem byggðu af- komu sína á m.a. gatnakerfinu. „Þess vegna þarf framtíðarskipu- lagið á þessu kerfi að vera í góðu lagi. Það þarf að vinna að þessum málum markvisst en ekki spyrna við fótunum og loka augunum fyrir þeirri þróun sem á sér stað.“ Sjálfstæðismenn ræða mislæg gatnamót á Miklubraut Baráttu fyrir gatna- mótum ekki lokið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Ákvörðun R-listans tekin til að halda friðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.