Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÞAU voru litskrúðug fötin sem sýnd voru á tískusýningu sem prjónablaðið Ýr stóð fyrir í vikunni. Skærbleikar peysur, eplagræn ponsjó og sjöl, töskur, treflar og úlnliðshlífar í allskyns litatónum. Auður Kristinsdóttir, ritstjóri prjónablaðsins Ýrar, sem hefur ver- ið viðloðandi prjónaskapinn í á þriðja áratug, segir að hún muni aldrei eftir öðrum eins áhuga á prjónafatnaði og nú. „Ég held að þessi áhugi á prjóna- skap haldist í hendur við þá breyt- ingu sem er að verða í samfélaginu. Fólk vill virkja sköpunarþörf sína og hvað er skemmtilegra en að fá útrás fyrir þá þörf með því að hanna eitthvað á fólkið sitt, makann og börnin. Það velur sér snið og liti og á meðan það er að prjóna er það að hugsa um þann sem verið er að prjóna á og er því að leggja tilfinningar sínar í verkið. Prjónaskapurinn er mann- bætandi, hann dregur líka úr streitu því það er mjög af- slappandi að sitja með prjóna." Þá bendir Auður á að margir séu forsjálir og þeir eru þegar farnir að prjóna til að gefa svo í jólagjafir. Auður segir að það sé tvímælalaust í tísku að vera í prjónuðum fötum og bendir máli sínu til stuðnings á að frægar kvik- myndastjörnur sjáist æ oftar í þannig fatnaði og það hafi áhrif á tísku- strauma. „Hekl- ið hefur líka verið að vinna á og nú líður varla sá dagur að við fáum ekki fyrirspurnir um námskeið í hekli.“ Tískusýningin er haldin þrjú kvöld í röð því aðsóknin er svo mikil. Síðasta sýningin, sem er opin öllum, verður í kvöld, mið- vikudagskvöld og hefst hún klukkan átta í Súlnasal Hótel Sögu . Það kemur í ljós að rúm- lega12.000 manns eru í prjóna- klúbbi á vegum blaðsins. „Við erum með fólk á öllum aldri í þessum klúbbi okkar þó algengasti hópurinn séu konur frá þrítugu og uppúr. Hins- vegar sýnir ungt fólk mesta áhugann núna og það er al- gengasti hópurinn sem er að skrá sig þessa dagana. Fólkið fær send fréttabréf á Netinu með ókeypis upp- skriftum og fréttum og upplýs- ingum um námskeiðahald og fleira.“  TÍSKA | Yfir 12.000 meðlimir í prjónaklúbbnum Morgunblaðið/Þorkell Tilfinningar lagðar í prjónaskapinn Veghús 27a - Opið hús Þriggja herb. + bílskúr Valhöll, sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Til sýnis í kvöld milli kl. 18 og 21 falleg nýleg þriggja herb. íbúð á jarðhæð m. sérgarði og inn- byggðum bílskúr. Parket. Íbúðin er laus strax. Eigendur verða á staðnum. Allir velkomnir. Verð 14,2 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.