Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. NOTEBOOK Miðasala opnar kl. 15.30 Hann gerði allt til að verja hana Nú gerir hann allt til að bjarga henni Mögnuð spennumynd með Denzel Washington í fantaformi Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl.10. B.i. 16 ára. Punginn á þér 1. okt. Dodgeball Kr. 450 Kr. 450  J.H.H KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL COLLATERAL TOM CRUISE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Fór beint á toppinn í USA! FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE Tveir þeldökkir FBI menn ætla að missa sig í næsta verkefni...og dulbúa sig sem hvítar dívur!! Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Sýnd kl. 8 og 10.20.  J.H.H KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL  Kvikmyndir.is Sýnd kl.6. ísl tal. Sýnd kl. 6. ísl tal. DENZEL WASHINGTON kl. 5, 8, og 11. B.i. 16 ára Yfir 30.000 gestir! Sýnd kl. 4. ísl tal. Sýnd kl. 10.40 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4 og 6 ísl tal. Sýnd kl. 8 DENZEL WASHINGTON Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Dodgeball Punginn á þér 1. okt. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS óvenjulega venjuleg stelpa www.borgarbio.is Sýnd kl. 8. Síðasta sýning. NOTEBOOK Bandaríski leikarinn ForrestWhitaker, sem fer með aðal- hlutverkið í mynd Baltasars Kor- máks, A Little Trip To Heaven, er hrifinn af ís- lensku leikhúsi. Hann skellti sér í leikhús á sunnu- dagskvöldið og sá þá uppfærslu Þjóðleikhússins á leik- ritinu Svört mjólk, sem var frum- sýnd á föstudaginn. Ólafur Egill Eg- ilsson, einn aðalleikaranna í uppfærslunni, hitti víst leikarann heimsþekkta að sýningu lokinni á förnum vegi og ku Whitaker þá hafa lýst yfir að hann hefði hrifist mjög af sýningunni og frammistöðu íslensku leikaranna.    Leikkonan Julianne Moore leikuraðal- hlutverkið í myndinni The Forgotten. Fjallar myndin um móður, sem fær tilkynningu um að sonur hennar, sem hún missti í flugslysi, hafi í raun aldrei verið til og hún ímyndi sér minn- ingar um hann. Konan telur hins vegar að yfirnáttúruleg öfl þurrki fólk í kringum hana út. Gagnrýnendur voru ekki hrifnir af mynd- inni en auglýs- ingaherferðin um hana þótti vel heppnuð og gekk myndin betur en búist hafði verið við. Myndin Sky Captain and the World of Tomorrow fór niður í 2. sæt- ið á listanum. Sálfræðilega spennumyndin TheForgotten fór beint í efsta sæti á lista yfir mest sóttu kvikmyndir í Norður-Ameríku um helgina. Tekjur af myndinni námu 22 millj- ónum dala. Breska myndin Shaun of the Dead, sem nýlega var sýnd hér á landi, fór beint í 7. sætið á listanum en hún var frumsýnd í Bandaríkj- unum um helgina.    Söngkonan Britney Spears og Kevin Fed- erline, sem ný- lega gengu í hjónaband, eru á leið til Bretlands í brúðkaupsferð. Þangað var þeim boðið af söngkon- unni Madonnu, að því er An- anova greinir frá. Madonna mun hafa hringt í hin nýgiftu hjón og óskað þeim til ham- ingju. Bauð hún parinu svo að dvelj- ast á sveitasetri sínu í Wiltshire. Britney og Madonna hafa sungið saman og verið mikið í sambandi enda hefur Britney litið á Madonnu sem helstu fyrirmynd sína. Þá hafa farið af stað sögusagnir um að Britney sé ólétt og komin átta vikur á leið. Á hún þegar að vera búin að tjá vinum sínum og fjölskyldu gleði- tíðindin.    Bandaríski lífsstílsfrömuðurinnMartha Stewart veit ekki ennþá hvar hún mun afplána fangelsisdóminn sem nýlega var kveðinn upp yfir henni fyrir meint innherjaviðskipti, en henni hefur þegar verið út- hlutað fanganúmeri. Hún er alrík- isfangi númer 55170-054. Stewart var dæmd í fimm mánaða fangelsi og verður að hefja afplán- unina fyrir 8. október. Númerið sem alríkislögreglan út- hlutaði henni er nú undir nafni hennar á vef bandarísku fangels- ismálastofnunarinnar. Þar er hún ennfremur sögð „í bið“, en það merkir að búið er að ákveða daginn sem hún skuli hefja afplánun. Stewart hefur farið fram á að sitja í alríkisfangelsinu í Danbury í Conn- ecticut, þar sem öryggisgæsla er í lágmarki, til að níræð móðir sín eigi auðveldara með að koma í heimsókn.    Ákæra á hendur bandaríska upp-tökustjór- anum Phil Spect- or hefur verið þingfest fyrir rétti í Los Angel- es. Er Spector, sem er 64 ára, ákærður vegna dauða leikkon- unnar Lana Clarkson á heimili hans á síðasta ári. Spector er laus gegn 1 milljónar dala tryggingu. Spector studdi sig við handlegg lögmanns síns þegar ákæran var lesin í réttarsalnum í dag en sýndi engin svipbrigði. Hann svaraði nokkrum spurningum dómarans stuttlega með jái. Spector hefur neitað því að hafa orðið Clarkson að bana og sagði í viðtali við tímaritið Esquire að hún hefði væntanlega skotið sig. Dómarinn féllst á að réttarhöldin verði í Los Angeles. Lögmenn bæði Spectors og ákæruvaldsins lýstu áhyggjum yfir því að réttarhöldin muni væntanlega vekja gríðarlega athygli fjölmiðlamanna og dómsal- irnir í Los Angeles eru stærri en í Pasadena, þar sem Spector býr. Spector var kunnasti upp- tökustjóri heims á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar og var m.a. upphafsmaður að „tón- veggnum“ svonefnda sem einkenndi margar plötur sem hann tók upp. Hann vann m.a. með John Lennon og George Harrison og hljóðbland- aði Bítlaplötuna Let it Be. Lana Clarkson var fertug að aldri. Hún var leikkona og starfaði einnig í næturklúbbnum House of Blues. Þaðan fór hún ásamt Spector kvöldið sem hún lést. UPPSELT er á tónleika Marianne Faithfull sem fram munu fara á Broadway hinn 11. nóvember næstkomandi. Í kringum eitt þúsund miðar voru í boði og sýnir áhuginn á tónleikunum glöggt að Faithfull á sér marga fylgismenn hér á landi. Hún mætir að sögn tónleika- haldaranna í Concert ehf. með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. Nýjasta platan hennar kemur í verslanir á mánudag á Íslandi. Platan heitir Before The Poison og hefur fengið frábærar við- tökur gagnrýnenda um allan heim. Uppselt á Mar- ianne Faithfull Marianne Faithfull tekur öll sín kunnustu lög ásamt hljómsveit. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.