Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 13 ERLENT TONY Blair, for- sætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær gera sér grein fyrir því að innrásin í Írak hefði klofið bresku þjóðina en sagðist ekki geta beðist afsökunar á því að hafa að- stoðað við að koma Saddam Hussein frá völdum. Í ræðu, sem Blair flutti á flokks- þingi breska Verkamannaflokksins, skoraði hann á Breta að styðja þá stefnu stjórnarinnar að koma á lýð- ræði í Írak. Hann sagði að það yrði „persónulegt forgangsverkefni“ sitt að beita sér fyrir friðarviðræðum í Mið-Austurlöndum eftir kosningarn- ar í Bandaríkjunum í nóvember. Andstæðingur Íraksstríðsins á meðal fulltrúanna á flokksþinginu truflaði ræðu Blairs og hrópaði: „Hendur þínar eru flekkaðar blóði.“ Öryggisverðir fjarlægðu hann úr fundarsalnum. „Gott og vel, herra, þú getur mót- mælt – þakkaðu bara Guði fyrir að við búum við lýðræði,“ sagði Blair. Forsætisráðherrann hóf ræðuna með því að láta í ljósi „stuðning og samstöðu“ með breska gíslinum Kenneth Bigley í Írak og vottaði fjöl- skyldum tveggja breskra hermanna, sem féllu í gær, samúð sína. Hann viðurkenndi að vísbendingar um að Írakar hefðu átt gereyðingarvopn hefðu reynst rangar. „Vandamálið er að ég get beðist afsökunar á því að leyniþjónustu- gögnin voru röng en ég get aldrei beðist afsökunar, að minnsta kosti ekki af einlægni, á því að steypa Saddam,“ sagði Blair. Hyggst draga úr ójöfnuði Blair rakti það sem áunnist hefur undir stjórn Verkamannaflokksins og nefndi til að mynda efnahagsleg- an stöðugleika, lítið atvinnuleysi og miklar fjárfestingar sem miðast að því að bæta opinbera þjónustu. Hann sagði að framfarirnar hefðu orðið vegna þess að breska þjóðin hefði kosið breytingar. Þá lýsti hann Gordon Brown sem besta fjármála- ráðherra í sögu Bretlands og „vini í 20 ár“. Brown er álitinn líklegur eft- irmaður Blairs. Forsætisráðherrann lýsti for- gangsverkefnum sínum „á þriðja kjörtímabili stjórnar Verkamanna- flokksins“ og sagði að áhersla yrði lögð á að draga úr ójöfnuði og skapa „samfélag tækifæranna“. Blair ver Íraksinnrás á flokksþingi Verkamannaflokksins Neitar að biðjast afsök- unar á að steypa Saddam Kveðst geta beðist afsökunar á því að leyniþjónustu- gögnin voru röng Brighton. AP, AFP. Tony Blair ÞESS var víða minnst í gær, að þá voru 10 ár liðin frá því bílferj- an Estonia sökk í Eystrasalti. Með henni fórust 852 menn en 137 komust lífs af. Hér eru ungar stúlkur að kveikja á kertum við minningarathöfn í Tallinn í Eist- landi en í Stokkhólmi ætluðu Karl Gústaf konungur, Silvía drottning og Göran Persson for- sætisráðherra að vera við af- hjúpun bautasteins til minningar um hina látnu. Í þeirra hópi voru 500 Svíar og einnig margir Finn- ar og Eistar. Með Estoniu fórst fólk frá 17 þjóðlöndum alls. Rannsóknarnefnd komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu, að dyr eða hleri í stafni, sem lyft er þeg- ar bílum er ekið inn eða út, hafi rifnað af og það valdið því, að ferjan sökk. Samtök ættingja þeirra, sem fórust, eru ekki sátt við þetta og krefjast nýrrar rann- sóknar. Á það hefur ekki verið fallist. AP 10 ár liðin frá Estoniu-slysinu Alþjóðaheilbriðgismálastofnunin (WHO) stað- festi í gær að hún væri að rannsaka hvort kona í Taílandi, sem lést nýlega af völdum fuglaflensu, hefði fengið sjúkdóminn frá dóttur sinni. Reyn- ist grunsemdirnar réttar er þetta í fyrsta skipti sem banvæn fuglaflensuveira berst milli manna. Embættismenn í Taílandi sögðu að 26 ára kona, sem lést fyrir níu dögum, hefði líklega smitast af dóttur sinni sem lést fyrr í mánuðin- um af völdum fuglaflensu. Tveir aðrir, sem voru í nánum tengslum við mæðgurnar, veiktust einnig og eru á sjúkrahúsi. Ekki hefur verið staðfest að þeir hafi fengið fuglaflensu. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar sögðu að svo virtist sem þetta væri einangrað tilfelli og ekki væri veruleg hætta á faraldri. Þeir sögðust þó ekki geta útilokað að fugla- flensuveiran hefði stökkbreyst í hættulegra af- brigði, sem bærist á milli manna, fyrr en nið- urstaða rannsóknarinnar lægi fyrir í lok vikunnar. Fuglaflensu- smit milli manna? Taílensk kona smitaðist líklega af dóttur sinni Genf. AFP. ÖRYGGIS- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) telur nauðsynlegt að á annað hundrað eftirlitsmanna fari á hennar vegum til Bandaríkjanna til að fylgjast með fram- kvæmd forsetakosninga þar í landi 2. nóv- ember nk. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem fulltrúar ÖSE hafa samið í kjölfar vett- vangsferðar til Washington fyrr í þessum mánuði. Skýrsluhöfundar mæla með því að sér- fræðinganefnd verði í Bandaríkjunum í fjór- ar til fimm vikur og fylgist með aðdraganda og framkvæmd kosninganna. Að auki verði síðan sendir 100 eftirlitsmenn til nokkurra staða í Bandaríkjunum og myndu þeir hafa eftirlit með framgangi kosninganna á sjálfan kjördaginn. Fram kemur í skýrslunni að ÖSE-þingið í Strassborg hafi einnig lýst yfir þeim ásetn- ingi sínum að senda eftirlitsmenn til Banda- ríkjanna og því ljóst að tala eftirlitsmanna verður vel á annað hundrað. Hefur ekki gerst áður Urður Gunnarsdóttir, talsmaður ODIHR, lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sagði í samtali við Morg- unblaðið að menn hefðu ekki átt von á því að svo margir yrðu sendir á veg- um ÖSE til að hafa eftirlit með bandarísku forseta- kosningunum. „Við héldum að það yrðu færri. En það hefur verið ákveðið að senda þetta marga,“ sagði hún. Ljóst er að það mun vekja talsverða athygli að svo margir fulltrú- ar ÖSE fylgist með kosningunum. „Það hef- ur ekki gerst áður,“ sagði Urður, „en það er hins vegar lögð aukin áhersla á það hjá ÖSE að skoða kosningar í þróuðum lýðræð- isríkjum [eins og Bandaríkjunum].“ Sagði Urður að erfiðleikarnir sem komu upp við framkvæmd forsetakosninganna fyr- ir fjórum árum hefðu beint kastljósinu að þeim vandamálum sem geta komið upp jafn- vel í þróuðum lýðræðisríkjum. Síðan þá hafa bandarísk yfirvöld gripið til ýmissa ráðstafana, m.a. lagasetningar, í því skyni að tryggja úrbætur en í ÖSE- skýrslunni nú er hins vegar lýst efasemdum um að þær aðgerðir muni endilega hafa áhrif í forsetakosningunum nú. Lagasetningin hafi að vísu gengið hratt og vel í gegnum Banda- ríkjaþing en seint hafi gengið að skipa nefnd sem aðstoða á ríki Bandaríkjanna við fram- kvæmd kosninga, sem aftur hafi valdið því að fjárveitingar fengust ekki tímanlega til að ganga í þær úrbætur sem þurfti til, s.s. að skipta um kosningavélar o.s.frv. Óttast að upp komi vandamál Má raunar greina af skýrslunni að sá möguleiki er fyrir hendi, að mati ÖSE, að ýmislegt komi upp á rétt eins og fyrir fjór- um árum þegar úrslit forsetakosninganna réðust í raun fyrir Hæstarétti Bandaríkj- anna. „Við erum ekki þarna að segja neitt nýtt, mönnum hefur verið kunnugt um þá van- kanta sem á kosningakerfinu hafa verið,“ segir Urður Gunnarsdóttir. „Og við erum ekki að spá því að eitthvað komi uppá nú, aðeins að benda á að ákveðin hætta sé fyrir hendi á því að það rísi deilur um tiltekin at- riði.“ ÖSE fylgist með framkvæmd forsetakosninga í Bandaríkjunum Á annað hundrað í kosningaeftirlit Ekki er talið öruggt að lagasetning um ýmsar úrbætur hafi áhrif nú Urður Gunnarsdóttir MJÖG hátt olíuverð mun koma niður á hagvexti í heiminum og framundan er mikil óvissa vegna svæðisbundinna átaka og erfiðleika olíuframleiðenda við að anna vaxandi eftirspurn. Þann- ig meta margir sérfræðingar á olíu- markaði stöðuna nú en olíuverð fór í fyrsta sinn yfir 50 dollara fatið í New York í fyrradag. „Þetta eru slæm tíðindi,“ sagði Joaquin Almunia, sem fer með efna- hags- og peningamál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, ESB. „Ef olíuverðið verður á þessum nót- um á næstu mánuðum mun evrópskt efnahagslíf líða fyrir það. Hagvöxtur mun minnka og verðbólga aukast.“ Undir þetta taka aðrir sérfræðingar og benda á, að verðhækkunin muni ekki aðeins koma fram í auknum kostnaði við samgöngur, heldur einn- ig í almennu vöruverði. Þótt olíuverðið sé nú það hæsta, sem það hefur verið síðan ný verð- miðun var tekin upp fyrir rúmum 20 árum, er það samt miklu lægra en það var hæst í síðari olíukreppunni 1981. Þá fór olíufatið í 42 dollara en það samsvarar 75 dollurum nú. Sér- fræðingar eru þó sammála um, að upp sé runnið nýtt skeið mjög hás ol- íuverðs. Anna ekki vax- andi eftirspurn Frá árinu 1995 þegar mikill upp- gangur hófst í efnahagslífi Kína og Indlands hefur verð á olíu og öðrum hráefnum hækkað verulega í takt við vaxandi eftirspurn. Sem dæmi má nefna, að það, sem af er þessu ári, hefur eftirspurnin eftir olíu aukist um 3,2% eða helmingi meira en búist hafði verið við. Nicholas Sarkis, for- stöðumaður arabískrar rannsókna- stofnunar í olíumálum, segir, að á sama tíma eigi framleiðendur erfitt með að vinna meiri olíu og spenna fari vaxandi á viðkvæmum svæðum. Þar við bætist síðan spákaupmennska og óvissa um olíubirgðir í jörðu. Antoine Brunet, hagfræðingur hjá HSBC-bankasamsteypunni, spáir því, að olíuverðið muni fara í 60 doll- ara fatið fyrir lok næsta árs og hugs- anlega fyrr. Þess vegna sé það brýnna en nokkru sinni fyrr að þróa nýja orkugjafa. Spáir nýrri kreppu „Gömlu iðnríkin, sem hafa vanist ódýrum hráefnum, verða að búa sig undir verulegar verðhækkanir. Þau munu neyðast til að koma í veg fyrir óþarfa bruðl vegna þess, að ný olíu- kreppa er á næsta leiti,“ sagði Brunet. Hækkunin á olíuverði olli óróa á fjármálamörkuðum í gær og einkan- lega í Asíu. Féll gengi japanska jens- ins mikið gagnvart dollara og evru en Japanir eru mjög viðkvæmir fyrir breytingum á olíuverðinu þar sem þeir flytja alla sína olíu inn. Sérfræðingar telja að olíuverð verði áfram hátt Sumir óttast olíu- kreppu og spá því að verðið fari í 60 dollara á næsta ári París, London. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.