Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. b.i. 16 ára. S.V. Mbl.  HP. Kvikmynd- ir.com  Kvikmyndir.is  Ó.H.T Rás 3. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 . Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i 14 ára. Sýnd kl. 8 . B.i 12 ára. Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i 16 ára. Before sunset. Sýnd kl. 6. The Village. Sýnd kl. 5.50. Coffee & Cigarettes. Sýnd kl. 6. Ken Park. Sýnd kl. 10.20.H.I. Mbl. Ó.Ó.H. DV S.G. Mbl. Ó.H.T. Rás 2   S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. Lífið er bið Tom Hanks Catherine Zeta Jonest ri Z t J s  S.V. Mbl.  Ó.Ó.H. DV TOM CRUISE JAMIE FOXX COLLATERAL Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat COLLATERAL TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30.  J.H.H KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6.  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is  Sigurjón Kjartansson NOKKUÐ stór hópur fólks frá Dan- mörku kom hingað til lands í vikunni til að vera viðstaddur kynningu danska ríkissjónvarpsins á nýjum spennuþætti, sem er einhver sá metnaðarfyllsti og dýrasti sem stöðin hefur gert. Þátturinn heitir Örninn (Ørnen) og er aðalsöguhetjan, Hall- grímur Örn Hallgrímsson, hálf- íslenskur og leikur Ísland ákveðið hlutverk í þáttunum. Fyrsti þátt- urinn fer í loftið sunnudaginn 10. október á DR1 en þættirnir verða sýndir í Sjónvarpinu eftir áramót. Danir eru þekktir fyrir að gera góða framhaldsþætti eins og Nikolaj og Júlíu og Rejseholdet og er það að hluta til sama fólk, sem kemur að gerð þessara nýju þátta. Hingað til lands kom leikstjóri fyrstu þáttanna, Niels Arden Oplev (Forsvar, Rejse- holdet, Taxa) og höfundar, Mai Brostrøm (Rejseholdet) og Peter Thorsboe (Rejseholdet, Taxa, Landsbyen) ásamt framleiðandanum Michael Bille Frandsen. Aðalleik- arinn Jens Albinus hefur líka dvalið hérlendis síðustu þrjá daga en hóp- urinn fer af landi brott í dag. Jens er tæplega fertugur og hefur leikið m.a. í myndum eftir Lars von Trier, Idiot- erne og Dancer in the Dark. Fjöldi blaðamanna til landsins Fjöldi blaðamanna fylgdi þessum góða hópi til landsins og má búast við umfjöllun næstu daga í blöðunum á borð við B.T., Jyllands Posten og Ekstra Bladet um þáttinn og Ís- landsheimsóknina. Heimsóknin kom til fyrir tilstilli Icelandair. „Um er að ræða sam- norræna framleiðslu og er þetta 24 þátta syrpa. Mér er sagt að þetta sé geysilega metnaðarfullt og mikið í þetta lagt. Þetta er líklegt til að slá verulega í gegn í Danmörku. Það sem gerir þetta skemmtilegt fyrir okkur er að aðalpersónan Hall- grímur er hálf-íslenskur og leikur Ís- land og þessi íslenski uppruni stóran þátt í hans lífi,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, og útskýrir nánar hvernig þetta kom til. „Okkar skrifstofa úti í Kaup- mannahöfn frétti af þessu því það var leitað til okkar vegna myndatöku um borð í vél. Við fórum að vinna með þeim og þessi ferð hingað núna er af- raksturinn af þessari samvinnu. Við sáum í þessu kynningartækifæri ef þetta verður vinsælt á Norð- urlöndum, sem við vitum að verður,“ segir Guðjón en auk blaðamanna- fundarins, sem haldinn var á Nord- ica, heimsótti hópurinn helstu ferða- mannastaði, Bláa lónið, Gullfoss og Geysi, auk þess að borða á Við fjöru- borðið á Stokkseyri og veitingastað Sigga Hall. Upptökur á Íslandi Guðjón segist vonast til að fá heil- mikla Íslandsumfjöllun í Danmörku útúr þessu og „öðruvísi og áhuga- verða fleti á Ísland heldur en venju- lega.“ Eins og áður sagði hefjast sýn- ingar í Sjónvarpinu eftir áramót en þangað til verður sýndur annar danskur þáttur, Krøniken og hefjast sýningar á honum í næstu viku. „Við erum þátttakendur í þessari fram- leiðslu líkt og með Krøniken. Það hefur verið tekið töluvert upp af Ørn- en hér, bæði Reykjavík og í Vest- mannaeyjum,“ segir Rúnar Gunn- arsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjónvarpinu. Elva Ósk leikur í þáttunum Íslendingur leikur í þáttunum – Elva Ósk Ólafsdóttir leikur systur Hallgríms, sem býr á Íslandi. Rúnar segir að Elva Ósk sé að fara út í upp- tökur í næstu viku, en verið er að taka upp þátt númer níu. „Hún hefur verið úti áður í tökum og kemur strax fyrir í fyrsta þættinum. Síðan hefur hún verið skrifuð meira inn því þeir eru mjög ánægðir með hennar frammistöðu,“ segir Rúnar og bætir við að hlutverk hennar stækki og stækki. Aðalleikarinn Jens þurfti að leggja ýmislegt á sig fyrir þættina. „Hann lærði íslensku til að vera með í þátt- unum og talar stundum íslensku í þessu hlutverki. Þau tala stundum saman á íslensku, hann og Elva.“ Sjónvarp | Nýr danskur spennuþáttur Aðalpersónan af íslenskum ættum Jens Albinus, Örninn sjálfur, er þarna fyrir miðju en með önnur stór hlut- verk fara m.a. Ghita Nørby og Marina Bouras. ingarun@mbl.is FORSALA á tónleika sænsku söngkonunnar Lisu Ekdahl í Austurbæ 30. október nk. hefst á föstudaginn næsta. Lisa Ekdahl flytur djass- skotna og áheyrilega popptónlist og hefur notið mjög mikilla vin- sælda í heimalandi sínu, Svíþjóð, síðustu árin. Allt frá árinu 1994 er hún gaf út plötuna Lisa Ekdahl hefur hún verið meðal vinsælastu og virtustu tónlistar- manna Svía en hún nýt- ur einnig talsverðrar hylli hérlendis sem og víða um heim. Hún hefur selt milljónir platna um allan heim en þann 15. september sl. kom út hljómdiskurinn Olyckssyster en það er sjöundi hljóðversdiskur söngkonunnar og sá fyrsti á sænsku í tæp 8 ár. Lisa er á tónleikaferðalagi um Skandinavíu með hljómsveit sinni. Lisa Ekdahl | Miðasala hefst á föstudag Fimm hundruð númeraðir miðar í boði Miðasala fer fram í Bókabúð Máls og menning- ar, Laugavegi 18, og á midi.is á föstudaginn kl. 9. Lisa Ekdahl SÝNINGIN Grasrót #5 með verkum 13 ungra myndlistarmanna var opn- uð á tveimur stöðum um helgina. Grasrótarsýn- ingar Nýlistasafnsins hafa frá upphafi verið hugsaðar sem tækifæri fyrir unga myndlistarmenn. Sýningin í ár er óvenjuleg að því leyti að henni er skipt milli tveggja staða, Orkuveitu Reykjavíkur og svo safns- ins sjálfs, sem nú er til húsa við Laugaveg 26 en gengið er inn Grettisgötu- megin. sýningarsalirnir sem sýn- ingin skiptist á. Þá má geta þess að verk- in á sýningunni eru öll til sölu. Allir eru boðnir vel- komnir á sýninguna sem stendur fram í nóvember. Sýningunni er ætlað að gefa þverskurð af því sem ungir íslenskir mynd- listamenn eru að vinna að í dag. Hópurinn sem sýnir saman er að mörgu leyti ólíkur innbyrðis, svo og Guðný Kristrún Guðjónsdóttir og Jóhanna Helga Þorkelsdóttir. Sýningargestirnir á Grasrót #5 virtu verkin gaumgæfilega fyrir sér . Myndlist | Opnun í Nýló og Orkuveitunni Tvöföld grasrót Morgunblaðið/Kristinn Ása Lúðvíksdóttir og Brynja Andrésdóttir. Í SÍÐASTA bænum leikur sá yndislegi leikari Jón Sigurbjörnsson Hrafn, gamlan bónda sem býr í síðasta bænum í dalnum. Nú á hann að flytja með henni Gróu sinni á elliheimili í Reykjavík, en Hrafn tekur til sinna ráða til að svo þurfi ekki að verða. Sagan er falleg, vel skrifuð, átakanleg og ætti að koma áhorfendum í opna skjöldu. Það er gaman þegar svo ung- ur höfundur er að fjalla um tilvistarkreppu gamals fólks og heim sem er óðum að hverfa. Rúnari fer það sérstaklega vel úr hendi, hann er greinilega næmur leikstjóri og náði að skapa mikið drama. Atriðið með varalitinn fannst mér mjög fallegt og hjartnæmt. Í einni lítilli athöfn lá svo miklu meira, heil ævi af vænt- umþykju og virðingu. Það eina sem mér fannst vera að, er að myndin minnir óþarflega mikið á upphafsatriði kvikmyndarinnar Barna náttúr- unnar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Það breytir þó ekki því að hér er á ferðinni sérlega vönduð og metnaðarfull mynd, sem á líklega eftir að ganga vel í útlöndum og vera landi sínu og höf- undi til sóma. Átakanleg og næm KVIKMYNDIR Regnboginn – Nordisk Panorama Stuttmynd. Leikstjórn og handrit: Rúnar Rúnarsson. Framleiðendur: Zik Zak Filmworks. 2004. SÍÐASTI BÆRINN  Rúnar Rúnarsson Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.