Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 16
„ÞETTA eru mjög góð ljós,“ segir Þorgrímur Guð- mundsson, aðalvarðstjóri á umferðardeild Lögregl- unnar í Reykjavík. „Þetta eru ný ljós sem eru miklu bjartari, og mönnum finnst stundum eins og þau séu að blinda þá. Mér finnst þau ekki gera það, en þau eru mjög björt og sjást mun betur en þau eldri.“ Þorgrímur segir að ljósin ættu að auka öryggi vegfarenda, sérstaklega þegar skyggni er ekki gott. Hann segist þó hafa heyrt athugasemdir um að ljósin séu við það að valda ökumönnum ofbirtu í myrkri, en telur það sennilega stafa meira af því að menn séu ekki vanir þeim. Hann segir ljósin ekki eiga að geta blindað ökumenn og valdið þann- ig hættu, enda hafi svona ljós verið notuð erlendis án þess að slíkt komi upp. Lögreglan ánægð með nýju ljósin Reykjavík | Ný tegund af umferð- arljósum, sem eru mun bjartari en eldri tegundin, mun að líkindum leysa þá eldri af hólmi með tíð og tíma, en nýju ljósin nota einungis 12% af þeirri orku sem eldri ljósin nota. Nýju ljósin eru svokölluð díóðu- ljós, og eru þau samansett af mörgum litlum perum í stað einn- ar stórrar peru eins og er í eldri ljósunum. Fyrstu díóðuljósin sem sett voru upp hér á landi eru á Stekkjabakkabrú í Breiðholti, en nú hafa ljós af þessari tegund einnig verið sett upp á Sundlaug- arvegi, á gönguljósum yfir Miklu- braut, og víðar. „Þetta er það besta sem er boðið upp á í dag, það er hægt að fá mis- munandi styrkleika,“ segir Dag- bjartur Sigurbrandsson, umsjónar- maður umferðarljósa hjá Gatnamálastofu. Hann segist kannast við að hafa fengið athuga- semdir frá vegfarendum um að ljósin séu hreinlega of björt. „Það eru sumir sem segja að þetta sé í það bjartasta, sumir tala um [að þeir þurfi] sólgleraugu,“ segir Dagbjartur. Hann segir að vissu- lega séu nýju ljósin björt, en það sé kostur til að mynda þegar sól er lágt á lofti og skín á ljósin. Einnig segir hann ljósin eiga eftir að dofna eitthvað með tímanum, til dæmis vegna óhreininda sem setj- ast á þau. Kosta tvöfalt meira en eldri gerðin Dagbjartur segir að nýju ljósin kosti tvöfalt meira en eldri ljósin, tæplega 100 þúsund krónur í stað 40–50 þúsund króna. Þó segir hann sparnað fólginn í því að ekki þurfi að skipta um perur í nýju ljósunum, auk þess sem þau nota mun minni orku, eitt ljós eyðir ein- ungis 12% af þeirri orku sem eldri gerðin notar. Dagbjartur segir að hugsanlega sé það pólitísk ákvörðun hvort far- ið verði í það að skipta út eldri ljósum með skipulögðum hætti, slíkt hafi klárlega mikinn kostnað í för með sér. Hann segir þó líklegt að þegar þurfi að gera breytingar á ljósum á heilum gatnamótum verði ljós af nýrri tegund sett upp. Öðruvísi stjórnbúnað þarf fyrir nýju ljósin en þau gömlu og því verða annaðhvort öll eða engin ný ljós að vera á gatnamótum. Bjartari umferðarljós taka við í borginni Morgunblaðið/Þorkell Ný umferðarljós Ljósin eru mun bjartari og skærari en gömlu ljósin. Reykjavík | Mikilvægt er að hugað sé að áhrifum útblásturs gróðurhúsa- lofttegunda frá samgöngum í Reykja- vík, en fulltrúi umhverfisráðuneytis- ins bendir á að ákvæði Kyoto- bókunarinnar gildi ekki fyrir ákveðin landsvæði heldur fyrir landið í heild. Óttar Freyr Gíslason, deildarsér- fræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að líta þurfi á landið í heild þeg- ar markmið Kyoto-bókunarinnar eru skoðuð. Staðan sé sú að Ísland sé inn- an marka Kyoto-bókunarinnar, þó svo að t.d. útblástur frá samgöngum í Reykjavík hafi aukist verulega. Hann segir að skoða þurfi heildarsamheng- ið þegar Kyoto-markmiðin eru til um- ræðu, þótt það sé vissulega mjög gagnlegt að áhrif vegna útblásturs frá samgöngum í Reykjavík séu skoðuð. Fram kom í frétt Morgunblaðsins á mánudag að útblástur bifreiða í Reykjavík á koltvísýringi hefði aukist um 5% milli áranna 2001 og 2003, og sé nú farinn að nálgast mörk Kyoto- sáttmálans, samkvæmt frumniður- stöðum rannsóknar Hjalta J. Guð- mundssonar landfræðings. Óttar seg- ir erfitt að meta þessa rannsókn þar sem um algerar frumniðurstöður sé að ræða, og ekki hægt að draga álykt- anir fyrr en skýrslan er fullunnin. Önnur aðferðafræði notuð Til að sjá hversu mikið útstreymi koltvísýrings er út í andrúmsloftið í Reykjavík þarf flókna aðferðafræði, og segir Óttar að sú aðferðafræði sem beitt var í rannsókn Hjalta sé önnur en sú sem Umhverfisstofnun notar til að meta árangur Íslands samanborið við markmið Kyoto-bókunarinnar. „Það er út af fyrir sig spennandi að horfa á þetta út frá bensínnotkun á ekna kílómetra eins og í rannsókn Hjalta, en þetta hefur ekki verið reiknað svona, við höfum verið að fylgja reglum sem hafa verið notaðar í tengslum við loftslagssamninginn þegar við skilum okkar tölum þangað. Við höfum reiknað þetta út frá seldu eldsneyti, og svo eru ákveðnir stuðlar notaðir til að reikna losun gróður- húsalofttegunda í tengslum við það. Við höfum talið að þetta væru mjög áreiðanlegir útreikningar, sérstak- lega hvað varðar CO2, af því að þar skiptir ekki máli hvort það er fólks- bifreið eða vöruflutningabifreið eða hvernig eldsneytið er notað. Það skiptir hins vegar máli með aðrar loft- tegundir, eins og til dæmis kolmónox- íð og köfnunarefnisoxíð,“ segir Óttar. Skerðir ekki lífsgæðin beint Óttar bendir einnig á að í um- ræðunni sé oft í einu orði rætt um koltvísýring en í hinu um skert lífs- gæði borgarbúa. Hann segir ljóst að aukinn útblástur koltvísýrings skipti ekki höfuðmáli varðandi loftgæði borgarbúa, heldur hafi menn einkum áhyggjur af gróðurhúsaáhrifum sem þessi útblástur veldur. Aðrar loftteg- undir skipti hins vegar meira máli hvað varðar loftgæði. Um þessar mundir er að fara af stað vinna við að endurskoða stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, og á henni að ljúka á næsta ári. Kanna á ástand mála og í framhaldinu gera tillögur um við- brögð ef ástandið er ekki viðunandi. Þarf að skoða út frá öllu landinu Aukinn útblástur frá ökutækjum 16 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.