Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENGIN UNDANÞÁGA Engin þeirra tíu undanþágu- beiðna sem teknar voru fyrir á fundi undanþágunefndar vegna kenn- araverkfalls í gær var samþykkt. Finnbogi Sigurðsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, segist ekki telja að kjaradeila kennara við sveit- arfélögin leysist fyrr en lausn finnist á málum sveitarfélaganna, fyrr en ríkið leggi meira fé af mörkum. Laus úr haldi Tvær ítalskar konur sem verið hafa í gíslingu mannræningja í Írak í þrjár vikur, komu í gær til Ítalíu og var ákaft fagnað. Auk þeirra lét ræningjahópurinn lausa tvo Íraka sem störfuðu fyrir sömu mann- úðarsamtök, Brú til Bagdad. Egypskt símafyrirtæki skýrði frá því að fjórir af starfsmönnum þess hefðu verið látnir lausir í gær. Lagt hald á tölvur Ríkislögreglustjórinn lagði, í sam- starfi við lögregluembætti um allt land, í gær hald á tölvur og gögn hjá tólf einstaklingum í jafnmörgum húsleitum vegna gruns um að þeir væru að sækja sér efni og dreifa til annarra með ólögmætum hætti í gegnum Netið. Í engum nefndum Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að skipa Kristin H. Gunnarsson, einn alþingismanna flokksins, ekki í neinar fastanefndir á vegum Alþingis. Kristinn segir að sér finnist nú harðar gengið fram í því að menn fylgi flokkslínu en áður. Hjálmar Árnason, formaður þing- flokksins, segir trúnað milli þing- flokksins og Kristins hafa brostið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 21 Úr verinu 12 Forystugrein 22 Viðskipti 12 Viðhorf 24 Erlent 13 Minningar 25/28 Heima 14 Dagbók 32/34 Suðurnes 15 Víkverji 32 Höfuðborgin 16 Menning 35/41 Akureyri 17 Bíó 38/41 Landið 17 Ljósvakamiðlar 42 Daglegt líf 18 Veður 43 Umræðan 19/24 Staksteinar 43 * * * Kynningar – Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrifenda. Blaðinu í dag fylgir einnig auglýsinga- blaðið Jazzhátíð Reykjavíkur. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #          $         %&' ( )***                         Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Tryggðu þér síðustu sætin til Prag í haust á hreint ótrúlegum kjörum. Fegursta borg Evrópu og einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Tryggðu þér síðustu sætin í haust og njóttu fegurstu borgar Evrópu með traustri þjónustu fararstjóra Heimsferða. Verð kr. 19.990 Flugsæti 4. okt. M.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð. Prag 4. og 11. október frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina FLUGFÉLAGIÐ Iceland Express hefur sagt upp öllum flugfreyjum sem starfa hjá félaginu, um fjörutíu talsins, frá mánaðamótum. Jafn- framt hefur þeim verið bent á að þær hafi möguleika á að endurráða sig hjá breskum flugrekstraraðila fé- lagsins. Flugfreyjufélag Íslands er að láta kanna réttmæti uppsagn- anna. Ásdís Eva Hannesdóttir, formað- ur Flugfreyjufélags Íslands, segir að á fundi í fyrradag hafi flugfélagið kynnt þá fyrirætlan sína að fram- lengja ekki kjarasamning sinn við Flugfreyjufélagið, sem verður laus 31. október næstkomandi. Jafnframt hafi komið fram að til stæði að segja upp öllum flugfreyjum félagsins og færa þann rekstur inn í það kerfi sem flugrekandinn, Astreus, væri með, en hann útvegaði félaginu flug- menn. Jafnframt hefði komið fram að vissulega vildu þeir hafa íslenskar flugfreyjur áfram í vinnu, en þeir vildu að þær færu þá leið að sækja um hjá Astreus. „Þeir eru í raun og veru að flytja vinnuaflið úr landi til að flytja það inn aftur,“ sagði Ásdís Eva. Hún sagði að í gær hefði síðan ver- ið starfsmannafundur þar sem þessi fyrirætlan flugfélagsins um hópupp- sögn hefði verið kynnt. Miðað við sex mánaða starf væri uppsagnarfrest- urinn þrír mánuðir og því tækju upp- sagnirnar gildi um áramótin. „Við erum nú að skoða réttmæti uppsagnarinnar,“ sagði Ásdís Eva. Lögfræðingar væru að skoða málið. Flugfreyjufélagið væri einnig í Al- þýðusambandi Íslands og það þyrfti að skoða hvernig þetta horfði við öll- um launþegum í landinu eða því vinnusamfélagi sem við byggjum í. „Það er náttúrlega orðið svolítið al- varlegt þegar það er verið í raun og veru að færa störfin úr landi til að ná kjörunum kannski niður,“ sagði Ás- dís Eva ennfremur. Öllum flugfreyjum Iceland Express, um 40 talsins, sagt upp störfum Flugfreyjur kanna lögmæti uppsagnanna Vilja að þær sæki um hjá Astreus, flugrekstraraðila félagsins LÍKUR eru á að eldsneytisverð hér á landi hækki enn frekar á næstunni í kjölfar mikillar hækkunar á heimsmarkaðsverði olíu að undanförnu. Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélaginu hf. segist aðspurður ekki sjá fram á annað en eldsneytisverð hljóti að hækka og greiningardeild KB banka spáir tveggja króna hækkun á bensínverði um mánaðamótin. Magnús segir að menn hafi alls ekki átt von á þeirri verðþróun sem orðið hafi síðustu vikurnar. Vísustu menn hafi spáð því fyrir mánuði að verðið myndi lækka þegar framleiðsla OPEC ykist um miðjan mánuðinn, en það hafi ekki gengið eftir. „Þessar síðustu fregnir eru alveg afleitar fyrir olíumarkaðinn, þessi órói í Nígeríu sem er að trufla okkur mikið núna,“ sagði Magnús. Hann sagði að auðvitað kynti spákaupmennska svo undir þessu líka. Olíuverðið hefði verið komið í 48 Bandaríkjadali af Brentsvæðinu í gær. Bensín- ið væri komið í 450 dali og gasolíutegundirnar í 440 dali. Þannig væri orðið stutt á milli þeirra og bensínsins. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti verðmunurinn þarna á milli að vera 50–60 dalir, en hann væri ekki nema 10–20 dalir nú. „Það er að koma vetur á norðurhveli og nú fer eftirspurnin að aukast eftir olíu til húskyndingar. Það ætti að vera slaki í bensínverðinu, en það er aldeilis ekki, heldur þvert á móti,“ sagði Magnús ennfremur. Hann sagðist aðspurður ekki sjá annað en að bensínverðið hlyti að hækka. Þetta væru slæmar fréttir hvað það varðaði, þó hann gæti ekki tjáð sig um það sem slíkt. „Það er alveg klárt að þetta er ekki það sem við horfðum fram á fyrir mánuði síðan,“ sagði Magn- ús. „Þetta er ekki sú þróun sem ég og aðrir sáum fyrir. Það eru þungar áhyggjur sem maður hefur í raun og veru af þessu vegna þess að þetta er afleitt fyrir hagkerfið í heiminum og ef það léttir ekki á þessum þrýstingi núna á næstunni þá líst mér þunglega á málin á alþjóðavettvangi.“ Spá tveggja króna hækkun Greiningardeild KB banka gerir ráð fyrir tveggja króna hækkun á bensínverði nú um mán- aðamótin, að því er fram kemur í hálf fimm frétt- um. „Bensínverð hefur hækkað stöðugt að und- anförnu en heimsmarkaðsverð á framvirkum olíusamningum vestanhafs fór yfir 50 dollara í við- skiptum dagsins sem er hæsta verð á framvirkum samningi á olíu í þau rúmlega 20 ár sem viðskipti hafa verið með framvirka samninga með olíu. Harðnandi átök í Nígeríu og Írak hafa haft ýtt olíuverði upp að undanförnu og ekki sér enn fyrir endann á þeirri þróun.“ Olíuverð hefur hækkað mikið á heimsmarkaði þvert ofan í spár Líkur á verðhækkunum ÍSJAKINN sem komið var fyrir á gangstéttinni utan við Palais de la découverte vísindasafnið í París í fyrrinótt hefur vakið mikla athygli almennings í borginni. Stöðugur straumur fólks var að ísjakanum í gær að sögn starfsmanns safnsins, og þegar Morgunblaðið kom þar við í gær var hópur fólks, allt frá börnum til gamalmenna, að skoða gripinn. Jakinn var 17 tonn þegar honum var skipað upp úr frystigámi í í höfninni í Rotterdam og rúm 14 tonn þegar komið var með hann til Parísar í fyrrinótt. Hann hefur látið töluvert á sjá, vatnið lekur vita- skuld stanslaust af honum en óhætt er að segja að ekki fari það allt til spillis, því margir létu leka úr jak- anum í flöskur í gær – bæði starfs- fólk vísindasafnsins og almenn- ingur sem kom að jakanum. Sumir smökkuðu á vatninu, en flestir sögðust ekki vilja gera það; sögðu innihald flösku sinnar vera minja- grip og það merkilegan minjagrip. Í gærkvöldi voru tvennir tón- leikar á dagskrá íslensku menning- arkynningarinnar í París. Kristinn Sigmundsson óp- erusöngvari og Jónas Ingimarsson píanóleikari komu fram í Chatelet og hljómsveitin Sigurrós flutti Hrafnagaldur Óðins í Grande Halle de la Villette. Sigurrós verður aftur á ferðinni á sama stað í kvöld; þarna er um að ræða tvö þúsund manna sal og fyrir löngu var upp- selt á hvora tveggja tónleikanna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Margir skoðuðu ísjakann í París og sumir létu bráðið vatn leka í flösku. Ísjakinn í París vekur athygli París. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.