Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 11 KENNARAVERKFALLIÐ ENGIN þeirra tíu undanþágubeiðna sem teknar voru fyrir á fundi undanþágunefndar vegna kennaraverkfalls, sem haldinn var eftir hádegi í gær, var samþykkt, að sögn Sigurðar Óla Kolbeinssonar, fulltrúa sveitarfélag- anna í nefndinni. Hann segir það vonbrigði að undan- þágubeiðnirnar, sem allar voru vegna fatlaðra barna, skyldu ekki hafa verið teknar til greina. Þremur beiðnum var hafnað, afgreiðslu tveggja var frestað, þar sem fulltrúi kennara bað um frest til um- hugsunar, umfjöllun um eina beiðni var frestað vegna skorts á upplýsingum og umfjöllun um fjórar beiðnir var frestað til loka vikunnar. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær nefndin kemur saman að nýju. Sigurður segir að þremur beiðnanna, sem allar voru nýjar, hafi verið hafnað á sömu forsendum og verið hafi á síðasta fundi, en um þær var ágreiningur í undanþágu- nefndinni. „Ég vildi veita undanþágu á sömu forsendum og áður en fulltrúi kennara hélt sig við sína afstöðu frá því á föstudag,“ segir Sigurður Óli. „Tveimur beiðnum var frestað vegna þess að fulltrúi kennara vildi fá meiri tíma til að skoða þær, einni var frestað vegna ónógra upplýs- inga,“ bætir hann við. Þá var fjórum beiðnum, sem allar voru ítrekaðar eða endursendar beiðnir, frestað með eft- irfarandi bókun að sögn Sigurðar: „Afgreiðslu frestað að beiðni fulltrúa KÍ til loka þessarar viku sbr. bókun í 1. lið fundargerðar þriðja fundar nefndarinnar.“ Vonbrigði fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segist ekki hafa búist við því að beiðni skólans um und- anþágu yrði samþykkt, miðað við það sem hann hafi heyrt í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í fyrradag við formann verkfallsstjórnar. Í viðtalinu hafi formaður verkfallsstjórnar sagt að afstaðan til kennslu fatlaðra barna yrði vissulega endurskoðuð, en ummæli hennar hafi bent til þess að það yrði í vikulok. „Ég tengdi þetta við fundinn sem verður á fimmtudag hjá samninganefndunum, að það sé verið að bíða eftir því. Þar sem þessu er frestað býst ég við að þetta verði tekið fyrir aftur að loknum samninganefndarfundinum,“ sagði Einar. „Ef þeir ætla að leysa málin á fimmtudag þarf ekki undanþágu, en að öðrum kosti, ef þeim sýnist að stefni í langt verkfall, þá leyfi ég mér að álíta að þeir ætli að horfa á þetta í nýju ljósi,“ segir Einar. „Fyrir hönd nemenda og fjölskyldna þeirra eru þetta náttúrulega vonbrigði, en vonandi skýrist þetta fyrir helgi,“ bætti hann við. Engin undanþágu- beiðni samþykkt Mikil vonbrigði, segir fulltrúi sveitarfélaga HEIMILI og skóli – landssamtök foreldra telja að staðan í kjaravið- ræðum kennara sé með öllu óviðun- andi. Fjöldi félaga og samtaka hafa sent frá sér ályktun um verkfallið. „Alþingi setur lög um grunnskóla og stjórnvöldum ber að fylgjast með því að sveitarfélög uppfylli skyldur sínar um að halda úti skóla fyrir öll börn. Samfélagið kallar á lausn án tafar – foreldrar skora á stjórnvöld að tryggja rétt nemenda til náms, segir ályktun Heimilis og skóla. Þar segir og að fulltrúar stjórnar Heim- ilis og skóla hafi fundað með for- manni KÍ og formanni launanefndar sveitarfélaganna. Ljóst sé að að kjaraviðræðurnar séu nú í illleysan- legum hnút. „Skólastarf er sam- félagslegt viðfangsefni og krafa for- eldra er að hér séu reknir framúrskarandi skólar. Grundvöllur þess er að framtíðarlausn náist um fjármögnun skólastarfsins, laun og vinnuumhverfi kennara. Foreldrar vilja sjá lausn sem stuðlar að góðu faglegu starfi, vellíðan og árangri nemenda,“ segir á ályktun Heimilis og skóla. Nýtt rekstrarform Stjórn Heimdallar átelur þá af- stöðu KÍ að veita ekki undanþágur til kennara, sem koma að kennslu og umönnun líkamlega og andlega fatl- aðra barna, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu: „Fjörutíu og þrjú þúsund grunnskólanemar og foreldrar þeirra líða þessa dagana fyrir kjaradeilur kennara við sveit- arfélög. Í hópi þessara barna eru ein- hver hundruð sem vegna líkamlegr- ar eða andlegrar fötlunar eru háðari þessari þjónustu en heilbrigð börn.“ Þá segir einnig að í röðum ungra sjálfstæðismanna séu þær raddir há- værar að brjóta þurfi upp einokun hins opinbera á grunnskólarekstri og fela hann einkaaðilum í auknum mæli. Kjör kennara verði að vera sambærileg kjörum annarra há- skólamenntaðra stétta. „Ný rekstr- arform geta einmitt með aukinni skilvirkni stuðlað að bættum kjörum kennara. Stjórn Heimdallar tekur undir þau sjónarmið að leita þurfi fjölbreyttari leiða í rekstri grunn- skóla en nú er,“ segir í tilkynning- unni. Harma verkfall kennara Í ályktun Sambands ungra sjálf- stæðismanna vegna verkfalls kenn- ara er verkfallið harmað. „Eðlilegra væri ef kennarar myndu taka skref í faglega átt í kjaradeilu sinni og hefja umræðu um mat á hæfni og dugnaði hvers og eins kennara. Slíkt er mun vænlegra til árangurs en karp um kennsluskyldu og frítíma. SUS hvet- ur sveitarfélög og kennara til að íhuga breytt fyrirkomulag samninga og einkaframkvæmd í rekstri skóla- stofnana sem stuðlar að fjölbreytt- ara og litríkara skólastarfi.“ Þá segir að SUS telji verkfallsvopnið vera úr- elt tæki í kjarabaráttu enda bitni það fyrst og fremst á þeim er síst skyldi, skólabörnum. „Sérstaklega harmar SUS hörð viðbrögð forystu kennara- sambandsins við jákvæðu frum- kvæði fyrirtækja að bjóða börnum gæslu á vinnutíma foreldra sem er fráleitt að kalla verkfallsbrot.“ Lýsa yfir fullum stuðningi við málstað kennara Í ályktun sem samþykkt var á að- alfundi Kennarafélags Vesturlands er lýst yfir fullum stuðningi við samninganefnd KÍ og hún hvött til að hvika hvergi frá framsettum kröf- um. „Ennfremur hvetur fundurinn félagsmenn sína til að standa þétt að baki samninganefndinni í orði og verki. Fundurinn krefst þess að kennsla, undirbúningur og úrvinnsla verði aftur sett í fyrirrúm og að hægt verði að lifa af grunnlaunum án þess að taka á sig yfirvinnu,“ segir í álykt- uninni. Foreldrafélag Háteigsskóla hefur skorað á samninganefnd sveitarfé- laganna að taka stórstígari skref til samninga við kennara í yfirstand- andi kjaradeilu. „Foreldrafélag Há- teigsskóla heitir á samninganefnd sveitarfélaganna að búa svo um hnútana að slegist verði um kenn- arastöður í skólum landsins,“ segir í ályktuninni. Eindreginn stuðningur Svæðisþing tónlistarskóla á Suð- urlandi, Suðurnesjum og höfuðborg- arsvæðinu lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við launakröfur grunnskólakennara. „Þingið skorar á samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga að leita allra leiða til að færa megi laun grunnskólakennara til samræmis við laun annarra háskólamenntaðra stétta,“ segir í tilkynningunni en þar kemur jafnframt fram að um tvö hundruð tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla hafi sótt svæðisþingið. Þroskaþjálfafélag Íslands lýsir yf- ir eindregnum stuðningi við baráttu grunnskólakennara fyrir bættum kjörum og hvetur Launanefnd sveit- arfélaga til að koma til móts við sanngjarnar kröfur kennara. „Grunnskólakennarar eru með a.m.k. 3ja ára sérhæft háskólanám að baki. Störf þeirra eru margbreyti- leg sem krefjast m.a. færni í mann- legum samskiptum, víðtækrar al- mennrar þekkingar og getu til að nýta og miðla til fulls möguleikum upplýsingasamfélagsins. Störf sem þessi kalla óumdeilanlega á vel menntað, metnaðarfullt og hæfi- leikaríkt fólk sem á skilyrðislausa kröfu á góðum launakjörum.“ Ályktanir vegna verkfalls kennara Staðan er óviðunandi ÞÓRARNA Jónasdóttir, fulltrúi Kennarasambands Ís- lands í undanþágunefnd, segir um afstöðu sambandsins til þeirrar niðurstöðu fundar undanþágunefndar í gær að samþykkja engar undanþágubeiðnir að ekki sé talið að neyðarástand hafi skapast og vonast sé til að verk- fallið leysist fyrir vikulok. Undanþágunefnd vegna kennaraverkfalls tók fyrir tíu undanþágubeiðnir á fundinum en engin þeirra var samþykkt. Þórarna sagði að í afstöðu KÍ væri „vísað til fyrri rökstuðnings, sem er í rauninni álit verkfallsstjórnar og þar með Kennarasambandsins, að það er ekki talið að neyðarástand hafi skapast. Þetta álit er í þeirri von að verkfallið leysist fyrir lok þessarar viku“. Þórarna benti á að boðaður hefði verið samn- ingafundur hjá sáttasemjara á morgun „og á meðan er fundað er von, og ég held að við vonum öll að sá fundur beri eitthvað það í skauti sér sem geri að verkum að við höldum áfram að vona“. Vonast til að verkfallið leysist fyrir vikulok KENNARAR í Kópavogi afhentu í gær forseta bæjarstjórnar áskorun þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til þess að kynna sér kjaradeilu kennara. Þá var skorað á bæj- arstjórnina að beita sér fyrir því að finna viðunandi lausn á deil- unni hið fyrsta. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segir kennurum í Kópavogi finnast deil- an vera í pattstöðu. Morgunblaðið/Þorkell Deilan í pattstöðu VEFUR Námsgagnastofnunar hef- ur að geyma námsefni fyrir börn og unglinga á öllum stigum grunnskól- ans. Foreldrar sem ekki hafa getað nálgast bækur barna sinna vegna verkfalls grunnskólakennara geta prentað út verkefni fyrir börn sín og nýtt sér gagnvirkt efni og náms- vefi sem þar er að finna. Hildigunnur Halldórsdóttir, tölv- unarfræðingur og vefstjóri Náms- gagnastofnunar, hvetur foreldra til að nýta sér vefinn. „Við höfum mik- inn áhuga á að heimilin nýti þetta efni, hvort sem er í verkfalli eða ekki. Þarna er að finna ýmislegt gagnlegt efni fyrir börnin sem skól- arnir geta ekki nýtt nema hluta af.“ Hún segir heimsóknir á vefinn vera að meðaltali um 4–5 þúsund á dag yfir skólaárið. Þegar verkfall grunnskólakennara hófst hafi að- sókn á vefinn hins vegar hrapað, allt niður í um 400 á dag. Efni á www.namsgagnastofnun.is má skipta í fjóra flokka að sögn Hildigunnar. „Í fyrsta lagi er gagn- virkt efni, þ.e. leikir og annað slíkt sem flokka má sem þjálfunarefni, í öðru lagi þar sem við köllum náms- vefi sem eru stærri vefir sem fjalla um tiltekin efni, t.d. er einn um haf- ið og annar um íslensku húsdýrin. Þá erum við með á vefnum töluvert af verkefnum til útprentunar og síð- an kennsluleiðbeiningar sem eru ætlaðar kennurum,“ segir Hildi- gunnur. Hún bendir t.d. á heimavinnuvef- inn Gullkistuna á vef Náms- gagnastofnunar en þar er að finna verkefni um allt milli himins og jarðar sem hægt er að prenta út. Sá vefur er sérstaklega ætlaður til að styðja við skólanámið. „Þá má nefna Einingu og Geisla sem eru stærðfræðibókaflokkarnir fyrir yngsta stig og miðstig,“ segir Hildi- gunnur. Hnappurinn „námsefni á vef“ er vinstra megin á forsíðu vefs Náms- gagnastofnunar. Sé smellt á hann birtist leitarvél fyrir námsefni. Þar er hægt að tilgreina námsgrein, ald- ursstig, tegund vefefnis (gagnvirkt, til útprentunar o.s.frv.) sem og efn- isorð til að þrengja leitina frekar. Námsefni fyrir öll skólastig á vef Námsgagnastofnunar TENGLAR .............................................. www.namsgagnastofnun.is SVEITARFÉLAGIÐ Fjarðabyggð hefur ráðið nemendur í 10. bekk grunnskólanna á Eskifirði, Reyð- arfirði og í Neskaupstað í vinnu þrjá morgna í þessari viku við slátt og hausttiltekt. Um er að ræða nokkurs konar framhald á sum- arvinnu unglinganna sem nú hafa lítið við að vera á meðan á verkfalli kennara stendur. Mjög óvenjulegt er að unnið sé við slátt á Austurlandi á þessum árstíma, en það segir talsvert um hvernig veðurfarið hefur verið í sumar. Unglingarnir voru nokkuð sáttir við ástandið. Vilborgu Egilsdóttur sem var að snyrta grasflötina við trébátinn Gauta fannst samt „ekk- ert smá skrýtið“ að vera í vinnu í stað þess að sitja á skólabekk á þessum árstíma. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal 10. bekkingar í Neskaupstað sinntu haustfegrun í miðbænum í gær. Jó- hannes Ingi Sigurðsson og Elvar Ingi Þorsteinsson slá Víkurbrattann en í bakgrunni er Vilborg Egilsdóttir að raka gras í blíðunni á Austurlandi. Vinna við slátt í lok september Neskaupstað. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.