Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 27 MINNINGAR ✝ Kolbeinn Guð-jónsson fæddist á Brekkum í Hvols- hreppi í Rangárvalla- sýslu 3. ágúst 1928. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli í Reykjavík 19. sept- ember síðastliðinn. Kolbeinn var sonur hjónanna Helgu Jó- hönnu Hallgrímsdótt- ur húsmóður, f. 7. júlí 1899, d. 1. janúar 1975, og Guðjóns Guðjónssonar forn- bóksala, f. 5. apríl 1902, d. 20. september 1985. Bróðir Kolbeins er Hrafnkell, fv. kennari í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Kolbeinn kvæntist 2. ágúst 1953 Kristínu Kristinsdóttur, ritara á meinefnadeild Landspítalans, f. 27. júní 1931. Foreldrar hennar voru Kristinn Ingvarsson, fv. organisti í Laugarneskirkju, og kona hans Guðrún H. Sigurðardóttir. Kol- beinn og Kristín eiga tvö börn, þau eru: 1) Guðjón, yfirvélstjóri hjá Samskipum, f. 15. feb. 1957, kvæntur Jónínu Pálsdóttur, f. 8. jan. 1961, börn þeirra eru Kristín Ósk, f. 12. júní 1962, og Kolbeinn Ingi, f. 16. ágúst 1990. 2) Gunnvör, leikskóla- stýra í Hveragerði, f. 18. des. 1959, gift Garðari R. Árnasyni, f. 10. mars 1955. Þau eiga þrjú börn, Steinar Rafn, f. 14. ágúst, Hörpu Rún, f. 23. apríl 1986 og Reyni Þór, f. 10. júlí 1989. Kolbeinn verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku afi. Nú þegar þú hefur fengið hvíldina eftir löng og ströng veikindi fljúga minningarnar fram í hugann. Þú varst okkur svo hlýr og góður og vild- ir allt fyrir okkur gera. Við minnumst barnsáranna í Birkihlíð, þar lést þú útbúa leiksvæði fyrir okkur með ról- um og sandkassa og lagðir ríka áherslu á það að pallurinn næði allan hringinn kringum húsið svo við gæt- um hlaupið og hjólað kringum húsið. Þær voru margar og skemmtilegar ferðirnar í Kugg, niður að höfn að skoða skipin og þegar þú leyfðir okk- ur að stýra bílnum. Það var svo gott að fá að sjúga mola hjá þér með kaffi. Þú þreyttist seint á að strjúka okkur um kollinn og leyfa okkur að kúra hjá þér. Á siglingum þínum varst þú stund- um að dunda þér við að útbúa ýmiss konar leikföng sem kröfðust þess að við hefðum dálítið fyrir því að leika okkur með þau. Það var okkur ómetanleg reynsla að fá að vera með þér í veiðiferðum en þar varst þú óþreytandi að leið- beina og sinna okkur. Að leiðarlokum kveðjum við þig með trega og söknuði og biðjum góð- an Guð að vaka yfir þér og okkur öll- um. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Kristín Ósk, Kolbeinn Ingi, Steinar Rafn, Harpa Rún og Reynir Þór. Mig langar að minnast Kolbeins bróður míns, sem nú er látinn, með nokkrum orðum og rifja upp lífs- hlaup hans og atvik frá samveru okk- ar bræðra. Kolbeinn ólst upp á Brekkum í Hvolhreppi hjá ömmu og afa til 12 ára aldurs en þá fluttust foreldrar okkar með mig frá Vestmannaeyjum til Eyrarbakka og gátu þá tekið Kol- bein til sín. Ég man að það tók okkur bræður nokkurn tíma að verða vinir. Ég var yngri og hafði verið eini krakkinn á heimilinu til þess tíma að hann kom og ég hef sjálfsagt verið heimaríkur og leiðinlegur til að byrja með en þetta lagaðist fljótlega. Á barnaskóla- og unglingsárunum sem nú fóru í hönd vorum við ekkert sér- lega samrýndir enda tveggja og hálfs árs aldursmunur á okkur. Síðar breytist þetta og þróaðist í náinn vin- skap. Eftir barnaskóla fór Kolbeinn í Ingimarsskólann hér í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi. Nokkrum ár- um síðar fór hann í vélstjóranám hjá Fiskifélaginu og öðlaðist atvinnurétt- indi til að stjórna vélum upp að ákveðinni stærð. Hann var um tíma vélstjóri á fiskibátum sem gerðir voru út héðan frá Reykjavík. Um tíma vann hann hjá Verðlagseftirlit- inu. Síðustu tuttugu og tvö starfsár- in, 1972 til 1994, starfaði hann á ýms- um skipum Eimskipafélagsins, vann þar í vélarúmi skipanna. Árið 1953 giftist Kolbeinn Kristínu Kristinsdóttur, hún lifir mann sinn. Þau áttu gullbrúðkaup 2. ágúst 2003 en 3. ágúst átti Kolbeinn 75 ára af- mæli. Kolbeinn var einstaklega barn- góður og hafði alltaf tíma til að tala við börn. Börnin mín minnast Kol- beins frænda sérstaklega fyrir að hafa alltaf haft tíma til að tala við þau og setja sig inn í hugarheim þeirra. Mér er ekki grunlaust um að önnur börn sem kynntust Kolbeini hafi sömu sögu að segja. Ég veit að hann var vel liðinn af starfsfélögum sínum í gegnum árin og öðru samferðafólki. Hann var hreinskilinn og ófeiminn að segja skoðun sína og hann var sann- gjarn og talaði ekki illa um nokkurn mann. Eitt helsta tómstundaáhugamál Kolbeins var útivera og fór þar sam- an mikill áhugi á veiðiskap hvers kon- ar og náði hann töluverðri leikni á því sviði. Hann fór mikið á gæsa- og rjúpnaveiðar og á sumrin var veiði- stöngin óspart munduð. Hann gekk vel um veiðilendur og bar virðingu fyrir veiðidýrunum og gerði sér far um að kynnast háttum þeirra, m.a. átti hann gott safn bóka um vatna- fiska og fugla. Hann gerði nokkuð af því að búa til veiðistangir sem hann seldi. Einnig hnýtti hann laxa- og sil- ungsflugur og notaði ekki annað agn en flugu. Hann var mjög flinkur með flugustöngina og kenndi stundum á námskeiðum í flugukasti sem haldin voru á vegum Stangveiðifélags Reykjavíkur. Það var gaman að veiða með Kolbeini. Hann var glögg- ur á straumkastið og hvar fiskur lá og var óspar á að segja manni til um hvernig ætti að bera sig að við veið- ina. Við fórum saman í margar skemmtilegar veiðiferðir. Ein sú minnisstæðasta er frá þeim árum meðan við enn vorum í foreldrahús- um á Eyrarbakka. Ós Ölfusár er í göngufæri frá þorpinu og þangað sóttum við og aðrir ungir menn nokkuð á sumrin til veiða. Þannig hagar til ofan við ósinn þar sem sjór fellur inn á flóði að áin rennur til sjávar í misbreiðum álum milli sand- eyra sem koma upp á útfallinu. Við áttum ekki veiðistöng en einhvern netstubb höfðum við bræður komist yfir og nú skyldi farið með netið út í á til að draga á í álunum fyrir sjóbirt- ing. Við höfðum ekki aðgang að báti en Kolbeinn lét það ekki aftra sér frá því að reyna. Hann var eldri og sjálf- skipaður leiðangursstjóri. Hann klæddi sig í ullarnærföt og svamlaði síðan yfir álinn með annan endann á netinu en ég hélt í hinn. Þannig gát- um við dregið netið niður álinn. Við veiddum mjög vel í þetta skipti. Svona var Kolbeinn hörkuduglegur og ósérhlífinn við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Nokkur síðustu árin sem hann lifði átti hann við vanheilsu að stríða. Það hófst með því að hann varð fyrir al- varlegu slysi árið 1996 og náði sér aldrei eftir það. Síðustu mánuðina var hann vistmaður á Skjóli. Kiddí mín, ég votta þér og börn- unum þínum og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Hrafnkell. Á þessum tímum þegar öll mann- leg samskipti eru orðinn að vanda- máli vaknar oft upp sú hugsun, hve gott er að eiga góða granna. Eins og þau Kolbein og konu hans Kiddý, sem hafa búið á bak við dyr gegnt okkar dyrum svo lengi sem börn okkar muna. Þetta hefur verið gott nábýli, byggt á hjálpsemi og trausti sem getur breytt lit daganna til hins betra. Stundum brugðum við Kol- beinn líka á létt og þó ekki alvöru- laust hjal um heimsins gagn og nauð- synjar, sem var skemmtilegt og fróðlegt, því hann var ræðinn og hafði margar borgir séð. Við Lena þökkum góðum granna samfylgd og vinsemd og sendum Kiddý, börnum þeirra og barnabörn- um okkar einlægustu samúðarkveðj- ur. Árni Bergmann. KOLBEINN GUÐJÓNSSON koma í búðina og hafa hann ekki lengur að stjórna öllu þar. Afi hafði miklar skoðanir á tísk- unni og sparaði ekki athugasemdir eða hrós þegar ég sýndi honum nýj- ungar. Hann fylgdist svo ótrúlega vel með öllu, bæði venjulegum dæg- urmálum sem og alvarlegri fréttum. Eyfi afi var mikill dýravinur og tók mikinn þátt í hjálpa okkur systr- unum með gæludýrin okkar. Þegar ég var í útlöndum með afa var alltaf stormað í dýragarða og í allar dýra- búðir sem við fundum. Þar stoppaði hann líka alltaf hjá betlurum og götulistamönnum og gaf þeim smá aur. Hann mátti ekk- ert aumt sjá. Minningin um góðan og traustan afa mun lifa lengi. Kristín. Á stundu sem þessari rifjast upp fyrir mér ótal minningar tengdar Eyfa afa. Afi hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu og samskipti okkar mikil og góð. Afi var ótrúlega hóg- vær, traustur, heiðarlegur og greindur maður sem ég mun alla tíð líta upp til og taka mér til fyrirmynd- ar. Strax sem barn skynjaði ég hversu góð sál afi var og hændist að honum. Afi var í raun enginn venju- legur afi. Það var fátt í mínu lífi sem hann lét sig ekki varða og eins og amma var vön að segja þá „gerði hann allt fyrir mig“. Dæmi um það eru þegar hann söng fyrir mig „Litlu fluguna“ í hljóðnema í London, valdi handa mér árshátíðarkjólinn, hann- aði með mér íbúðina í Brekkugerð- inu og hjálpaði mér að leysa verk- efnin í viðskiptafræðinni. Þegar ég kynntist Jóhanni var það sjálfsagður hlutur að fara með hann í heimsókn til afa og ömmu og fá sam- þykki afa. Í þeirri heimsókn tók amma mig afsíðis og sagði „afa þín- um líkar vel við Jóhann“. Upp frá þeim degi myndaðist mikil og traust vinátta milli afa og Jóhanns, sem er okkur mikils virði. Lífið án afa verður aldrei eins en minningin um góðan mann og allar hans skemmtilegu sögur munu lifa áfram. Þóra Björk. Fjölskylduvinur um hálfrar aldar skeið er látinn og mér er harmur í huga. Eyjólfur Guðsteinsson var af- ar barngóður, glettinn og hafði gam- an af meinlausri stríðni sem engan særði. Eyfi, eins og hann var gjarnan kallaður, var hæverskur og prúður en fastur á skoðunum sínum og fylgdi þeim eftir á rökrænan hátt. Hann sá vel um sína, vildi að öllum liði vel og var höfðingi heim að sækja eins og orðtakið segir. Bæði börn og dýr hændust að Eyfa og hann hafði af því mikið yndi. Hann var hestamaður góður og stundaði útreiðar meðan heilsan leyfði og nánast hvern dag fór hann í hesthúsin með góðgæti handa fer- fættu vinunum sínum þar. Eyjólfur var kvæntur náfrænku minni, sem einnig er ein af mínum bestu vinkonum. Það er eins og for- lögin hafi ávallt leitt okkur frænkur saman á farsælan hátt. Við giftumst um sama leyti og voru menn okkar báðir talsvert eldri en við sjálfar. Elstu börn okkar fæddust með tveggja mánaða milli- bili og við höfum búið í næsta ná- grenni hvor við aðra um fjörutíu ára skeið. Nánast dagleg samskipti okkar Þóru hafa varað allt frá unglingsár- um og aldrei borið skugga þar á. Hennar sorgir eru mínar og hún var mér stoð og stytta er ég stóð í sömu sporum og hún nú, fyrir níu árum. Þóra og Eyjólfur voru samrýnd hjón sem vildu hvers manns vanda leysa. Skarð er nú fyrir skildi en ég veit að mín kæra frænka stendur ekki ein í sorginni. Börnin, barna- og tengdabörn, ásamt systkinum henn- ar, munu styðja hana og veita henni af þeirri ást og umhyggju sem þessi samheldna fjölskylda er svo rík af. Frá mér og mínum vil ég flytja Þóru og allri fjölskyldu hennar ein- lægar samúðarkveðjur og látnum vini virðingu og þökk. Edda Kristjánsdóttir. „Heyrðu manni, hvað ertu að gera?“ Þetta voru fyrstu kynni mín af Eyfa fyrir rúmum 40 árum síðan. Hann stóð í stiga úti við hús sitt í Brekkugerði 11, sem þá var í bygg- ingu. Hverfið var að byggjast upp og fyrir okkur krakkana sem þegar vor- um flutt inn var forvitnilegt að kynn- ast þeim sem ekki höfðu lokið við hús sín. Eyfi tók mér vel og samræðurn- ar héldu áfram í mestu rólegheitum. Hann hafði tíma fyrir forvitið barn sem langaði að læra af hinum full- orðnu. Þannig þróaðist okkar samband, ég heimsótti hann þegar hann var að vinna í húsinu og við frekari kynni komst ég að því að hann átti 3 börn og það elsta var stúlka sem var jafn- gömul mér. Þetta fannst mér afar spennandi og sá strax fyrir mér að þarna ætti ég von á því að eignast nýja vinkonu. Eyfi sagði mér hins vegar að dóttir hans vildi ekki flytja í Brekkugerðið, hún ætlaði sér bara að halda áfram að búa þar sem þau bjuggu. Þetta olli mér miklum áhyggjum og ég sá þetta sem stórt vandamál. Á bak við þessa frásögn Eyfa var hins vegar kímni sem ég skildi ekki þá, en átti eftir að upplifa svo oft seinna meir. Tóta, Eyfi og börnin þrjú fluttu í Brekkugerðið og Svava, elsta dóttirin, varð besta vinkona mín og hefur verið æ síðan. Við vor- um heimagangar hvor hjá annarri og það leið varla sá dagur að ég kæmi ekki inn á heimilið, sem alltaf stóð mér opið. Það var gott að sitja í eld- húskróknum og ræða málin yfir mjólk og súkkulaðiköku. Eyfi hafði ákveðnar skoðanir, hann var Valsari og mikill sjálfstæðismaður. Hann var ekkert að leyna skoðunum sínum og fylgdi þeim fast eftir. Ég hef hins vegar aldrei heyrt hann hækka róm- inn eða breyta út af sínu rólega fasi. Festan var hins vegar mikil og því ekki gott að vera ósammála. Eyfi var mikill hestamaður og þegar fjöl- skylda hans í sameiningu keypti jörðina Ósgerði í Ölfusi fékk ég oft að fara með austur. Honum fannst afleitt að við Svava værum ekkert fyrir hestamennskuna og af mikilli þolinmæði reyndi hann að vekja áhuga okkar. Besti hesturinn hans, sem auðvitað hét Valur, var dreginn fram og við settar á bak, en allt kom fyrir ekki, við náðum aldrei að fá bakteríuna. Eyfi hélt hins vegar ótrauður áfram í hestamennskunni alveg fram á síðasta dag. Faðir Eyfa, Guðsteinn, stofnaði verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 í Reykjavík. Margir Reykvíkingar muna eflaust eftir Guðsteini, sem oft stóð í gættinni á versluninni, með vindil í munninum í gráu prjónavesti. Við Svava komum oft við hjá honum áður en við fórum í bíó því hann gaukaði oft aur að okkur þannig að við ættum fyrir nammi. Að föður sínum látnum tók Eyfi við verslunarrekstrinum, lengst af í samvinnu við systur sína. Undanfar- in mörg ár hefur síðan Svava dóttir hans verið verslunarstjóri „hjá Guð- steini“ og haldið í hefð feðra sinna að vera með góða vöru á hagstæðu verði og veita persónulega þjónustu. Þannig hafa þau feðgin Eyfi og Svava verið nánir vinnufélagar í öll þessi ár. Eyfi mætti til vinnu á hverj- um degi og alveg fram á síðasta ár fór hann með Svövu til útlanda á sýn- ingar og kaupa inn. Oftast fóru Tóta og Kalli, maður Svövu, með. Sam- band Eyfa og Tótu og Svövu og Kalla hefur verið einstakt. Mikill sam- gangur var á milli þeirra og dætur Svövu og Kalla hafa haft mikið sam- neyti við afa sinn og ömmu bæði hér heima og á ferðalögum erlendis. Fylgdist hann með velgengni þeirra og lét sér mjög annt um þær. Veit ég að það var Eyfa mikil ánægja að hafa Þóru Björk, dótturdóttur sína, og Jóhann, kærasta hennar, búandi í húsinu hjá þeim Tótu núna síðustu árin. Með Eyfa er genginn einn af frumbyggjum í Brekkugerðinu. Ég mun sakna þess að hitta hann ekki oftar en vil samtímis þakka honum áralanga tryggð og vináttu við mig og fjölskyldu mína og sendi Tótu, Svövu, Ernu, Steina og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Margrét Guðmundsdóttir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR HARALDSSON, Berjavöllum 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 1. október kl. 16.00. Helli A. Haraldsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.