Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KENNARAVERKFALLIÐ SKÓLADÖGUM nemenda var fjölg- að um tíu, skólastjórar fengu aukið verkstjóravald, meðaldagvinnulaun kennara urðu tæplega 200 þúsund á mánuði og launin hækkuðu síðan um 3% árlega á samningstíma kjara- samnings launanefndar sveitarfé- laga og Kennarasambands Íslands fyrir grunnskóla sem undirritaður var 9. janúar árið 2001. Gildistími samningsins var frá 1. janúar 2001 og til og með 31. mars 2004. Aðeins 59% kennara samþykktu samning- inn og því greinilegt að hann var um- deildur frá upphafi. Samningurinn fól í sér miklar kerfisbreytingar sem lutu m.a. að því að draga úr miðstýringu sem eldri samningurinn frá 1997 þótti hafa, og meira vald var flutt til skól- anna. Með samningnum var ætlast til að kennarar og skólastjórar kæmu sér saman um hvernig skipu- lagi vinnunnar skyldi háttað og að kennari myndi meta í samráði við skólastjóra hvað hann þyrfti mikinn tíma til að undirbúa kennslu, yfir- ferð verkefna og prófa, foreldra- starf, endurmenntun o.s.frv. Í yfirlýsingu forystumanna samn- inganefnda kennara og sveitarfélag- anna sem gefin var út við undirritun samningsins 9. janúar 2001 sagði m.a. annars: „Markmið nýs kjara- samnings er m.a. að draga úr mið- stýringu þannig að kennarar og skólastjórar beri meiri ábyrgð en áð- ur á starfi skólans og skólaþróun á hverjum stað. Kjarasamningurinn felur í sér að tekið verði upp nýtt vinnufyrirkomu- lag og starfshættir í grunnskólum í samræmi við markmið samningsins. Kjarasamningurinn felur í sér fjölg- un skóladaga og aukinn sveigjan- leika varðandi upphaf og lok starfs- tíma og heimild til að taka upp vetrarleyfi. Vinnutími og vinnu- skylda kennara og verkstjórn skóla- stjóra eru skilgreind með nýjum hætti í samningunum. Sérstök áhersla er lögð á ábyrgð og hlutverk umsjónarkennara. Með kerfisbreyt- ingunni 1. ágúst 2001 tekur gildi ný röðun og uppbygging launakerfis grunnskólakennara sem tekur mið af nýjum skilgreiningum á starfi þeirra og ábyrgð.“ Reynt að bæta kjör umsjónarkennara Haft er eftir Guðrúnu Ebbu Ólafs- dóttur, þáverandi formanni Félags grunnskólakennara, í Morgun- blaðinu 16. janúar 2001, að af hálfu samninganefndar grunnskólakenn- ara hefði verið lögð höfuðáhersla á að bæta kjör umsjónarkennara, en þorri kennara væri með umsjón með bekk eða námshópi. Hún sagðist vona að kennarar með nokkurra ára starfsreynslu yrðu sáttir við sinn hlut eftir gerð samningsins. Samkvæmt samningnum urðu byrjunardaglaun umsjónarkennara sem kennir bekk með innan við 19 nemendum um 150 þúsund krónur á mánuði. Meðaldagvinnulaun grunn- skólakennara urðu hins vegar tæp 200 þúsund í upphafi skólaársins 2001–02 eins og fyrr segir og heild- arlaun á bilinu 240–250 þúsund á mánuði. Fyrir gerð samningsins voru meðaldagvinnulaun kennara um 130 þúsund krónur á mánuði og meðalheildarlaun um 180 þúsund krónur. Samkvæmt samningnum áttu laun að hækka um 3% árlega út samningstímann. Samningsaðilar deildu um afslátt á kennsluskyldu og vildi Launanefnd sveitarfélaganna að kennarar sem væru við störf við undirritun samn- ingsins héldu kennsluafslætti en að réttindin féllu niður gagnvart nýrri kennurum. Þessu höfnuðu kennarar og var því ekki gerð grundvallar- breyting á þessum afslætti í samn- ingnum 2001. Skólastjórum var þó gert heimilt, með samþykki kenn- ara, að fela honum allt að 30 kennslustundir á viku en meginregl- an var sú að kennsluskylda væri 28 stundir. Einnig var felld niður kennslustundar kennsluafsláttur eftir 15 ára starfsaldur gegn launa- hækkunum, en kennarar héldu áfram réttindum til afsláttar við 55 ára aldur (þrjár kennslustundir) og við 60 ára aldur (fimm stundir). Í samningnum var sérstakt ákvæði um viðbótarlaun vegna verkaskiptingar og færni og fengu skólastjórar fé til ráðstöfunar í þessu skyni. Miðað var við að kenn- arar fengju að meðaltali þriggja launaflokka hækkun út úr þessum potti. Haft er eftir Birgi Birni Sigur- jónssyni, sem fór með forystu fyrir hönd launanefndar sveitarfélag- anna, í Morgunblaðinu í janúar 2001 að sveitarfélögin hafi talið nauðsyn- legt að skólastjórnendur fengju visst svigrúm til að umbuna kennurum. „Þarna gefst möguleiki til að meta að verðleikum öfluga kennara fyrir persónulega færni í starfi,“ sagði Birgir Björn. Guðrún Ebba sagði að Félag grunnskólakennara væri þeirrar skoðunar að full rök væru fyrir því að skólastjórar fengju vald til að umbuna kennurum með þessum hætti. Sagði hún að þótt vald skóla- stjóra væri væri vissulega aukið með kjarasamningnum væri einnig verið að leggja aukna ábyrgð á hendur kennara. Með samningnum fengu skóla- stjórar aukið svigrúm til að stýra vinnu kennara eða 9,14 tíma á viku í stað þriggja klukkutíma áður. Auk þessa var fyrirkomulagi end- urmenntunar breytt með kjara- samningnum 2001. Áttu skólar sam- kvæmt honum að gera sérstaka endurmenntunaráætlun í samræmi við grunnskólalög. Sagði Birgir Björn að þegar vinnutími kennarans væri orðinn sveigjanlegri, líkt og kjarasamningurinn fæli í sér, gæfist færi á að sinna símenntun í meira mæli á starfstíma skólans, en ekki á sumrin og í leyfum kennara eins og áður hafði verið gert. Guðrún Ebba lýsti því yfir í Morg- unblaðinu 16. janúar 2001 að hún væri að flestu leyti mjög ánægð með samninginn, þarna væri komin ný hugsun í kjarasamning fyrir grunn- skólann. „Við bindum miklar vonir við að þessi samningur leiði til betra skólastarfs,“ sagði Guðrún Ebba. Kjarasamningur kennara og sveitarfélaganna sem undirritaður var 2001 Miklar kerfisbreytingar og meira vald til skólanna Kjarasamningur sem grunnskóla- kennarar og sveitarfélögin gerðu í árs- byrjun 2001 átti að marka tímamót, en hann hefur ætíð verið umdeildur. HEIMILI OG SKÓLI – lands- samtök foreldra harma að Skólastjórafélag Íslands sjái sér ekki fært að verða við til- mælum foreldra að afhenda foreldrum námsbækur barna sinna til að veita þeim stuðn- ing í heimanámi. Samtökin segja þessa niðurstöðu vera foreldrum gríðarleg vonbrigði í ljósi þess að allt bendi til að verkfall grunnskólakennara muni dragast á langinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir 45 þúsund skólabörn. „Að leyfa börnunum að sækja bækurnar sínar er ein leið til þess að draga úr þess- um neikvæðu áhrifum. Nið- urstaðan er einnig bagaleg í ljósi þess að misjafnlega var staðið að afhendingu náms- bóka í skólum fyrir verkfall. [-] Að opna dyr er ekki að ganga í störf kennara og ætti ekki með neinum hætti að hafa áhrif á kjaradeilur kenn- ara. Stuðningur foreldra og aðstandenda er mjög mik- ilvægur fyrir námsgengi barna og það er því foreldrum gríðarleg vonbrigði að skóla- stjórnendur sjái sér ekki fært að styðja foreldra í því að draga úr neikvæðum áhrifum verkfalls á æsku framtíð- arinnar,“ segir í svari samtak- anna vegna ályktunar Skóla- stjórafélagsins. Heimili og skóli benda á heimasíður þar sem sé að finna skemmtilegt og fræð- andi námsefni sem foreldrar og börn geta skoðað saman, s.s www.saft.is, vef Náms- gagnastofnunar, www.nams- .is, vef Menntagáttar www.menntagatt.is og á Skólavefinn www.skolavef- ur.is „Gríðar- leg von- brigði“ MUNUR á launum karla og kvenna sem kenna við grunnskóla Reykjavíkur er ekki sérstak- lega til umræðu í yfirstandandi kjaraviðræð- um. Í frétt Morgunblaðsins í gær kemur fram að karlarnir hafa 6,7% hærri dagvinnulaun og 14,9% hærri heildarlaun en konur sem kenna við grunnskóla Reykjavíkur. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands, segir mögulegt að kynbundinn launamunur grunnskólakennara stafi af því að karlar fái fleiri flokka ofan á laun sín úr svo- kölluðum launapotti sem skólastjórar hafa. Meðal þess sem KÍ krefst í kjaraviðræðunum er að þessir launapottar verði hluti grunn- launa. „Það gæti hugsast að það að setja pottflokk- ana inn í grunnlaun muni leiða til launajöfn- unar kynjanna. Hins vegar höfum við ekki krufið þetta til mergjar en ein ástæða fyrir þessum mun gæti verið sú að karlar fái meira úr þessum pottum. Svo gæti líka verið að karlarnir væru að meðaltali eldri og væru búnir að ná fram sjálf- virkum hækkunum vegna þess,“ segir Eiríkur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bendir á að kynbundinn launamunur í kennarastétt sé sennilega með því lægsta sem þekkist í land- inu. „Það þýðir ekki að ég sé að afsaka þann launamun sem er.“ Spurður að því hvort kynbundinn launamun- ur sé sérstaklega tekinn fyrir í yfirstandandi kjaraviðræðum segir Eiríkur svo ekki vera. Áhersla sé lögð á hækkun grunnlauna og hluti af því sé að færa fyrrnefnda launapotta sem skólastjórar hafa til að dreifa inn í grunntaxta. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, bendir á að þessar pró- sentutölur um launamun kvenna og karla í stétt grunnskólakennara eru ekki leiðréttar fyrir aldri grunnskólakennara og stöðu þeirra innan skólanna. „Við vitum það að meðalaldur karlanna er hærri heldur en meðal kvennanna hreinlega vegna þess að nýliðun karla í stétt- inni er minni og lífaldur karla er hærri. Þá eru þarna inni skólastjórar og aðrir stjórnendur. Hlutfall karla sem gegna einhvers konar stjórnunarstöðum innan grunnskólanna er hærra en kvenna.“ Að sögn Hildar er því ekki hægt að segja til um hvort einhver ómálefnalegur munur, þ.e. munur vegna kynferðis, sé á launum karla og kvenna í kennarastétt. Hún segir Reykjavík- urborg og önnur sveitarfélög hafa kannað launamun kynjanna hjá sér, en grunnskóla- kennarar hafi ekki verið teknir út sérstaklega. „Hins vegar vitum við að grunnskólakennarar eru meðal þeirra stétta þar sem ólíklegast er að finna slíkan ómálefnalegan eða kynbundinn launamun vegna þess hversu kjör þeirra eru frá a til ö ákvörðuð í gegnum kjarasamning,“ segir hún og bætir við að það sé auðvitað áhyggjuefni ef sú þróun heldur áfram að karl- mönnum fækki í grunnskólum og hlutfallslega meira meðal almennra kennara en stjórnenda. „Þá mun þessi launamunur [sem prósentutöl- urnar sýna] verða meiri en hann segir okkur ekkert um þennan svokallaða ómálefnalega eða kynbundna launamun fyrr en við leiðrétt- um fyrir aldri, stöðu og öðrum þáttum sem geta skipt máli,“ segir Hildur. Ástæður launa- munar óljósar Formaður KÍ segir hugsanlegt að kynbundinn launamunur minnki verði launapotti breytt VINIRNIR Arnar Guðni Jónsson og Teitur Magnússon, úr 10. bekk í Barnaskóla Eyr- arbakka og Stokkseyrar, voru önnum kafnir við að taka upp hjólabrettamynd þegar ljós- myndari hitti þá fyrir á Ingólfstorgi um há- degisbil í gær. Arnar Guðni var enn á hjólabretti á Ing- ólfstorgi, eða Ingó eins og þeir kalla það, þeg- ar blaðamaður sló á þráðinn til hans seinni- partinn. Að hans sögn er lítið mál að fara á hjólabrettinu niður tröppurnar. Arnar Guðni segist eflaust myndu vera ánægðari með verkfallið ef hann væri í ní- unda bekk og sæi ekki fram á samræmdu prófin. Teitur vonast til að verkfallið leysist sem fyrst enda sé slæmt að missa úr skóla. „Já, það væri betra ef það færi að klárast sem fyrst.“ Hann segist reyna að læra í verkfall- inu, á milli þess sem hann þeysist um á hjóla- bretti og tekur upp stuttmyndir í félagi við Arnar Guðna. „Ég kíki svona einstöku sinn- um í bók. Aðallega í stærðfræði og ensku,“ segir Teitur. Morgunblaðið/RAX Teitur og Arnar frá Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar brugðu sér til Reykjavíkur til að leika sér á bretti og búa til kvikmynd. Þeir voru ánægðir með lífið á Ingólfstorgi í gær. Taka upp hjólabretta- mynd í verkfallinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.