Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember SÝSLUMAÐURINN á Keflavíkur- flugvelli hefur nýlega gefið út op- inbera ákæru á hendur einstaklingi fyrir að flytja inn dýran pels til landsins án þess að greiða af hon- um lögboðin aðflutningsgjöld. Í um- ræddu tilviki kostaði pelsinn eina milljón króna og nema aðflutnings- gjöldin 400 þúsund krónum. Sekt við slíku broti er 550 þúsund krón- ur, en öll tollabrot með sektarand- virði yfir 300 þúsund krónum verða að sæta ákærumeðferð. Sektir und- ir 300 þúsund kr. má hins vegar af- greiða utanréttar. Jóhann R. Benediktsson sýslu- maður segir að á undanförnum misserum hafi tollyfirvöldum hér- lendis borist í auknum mæli upplýs- ingar erlendis frá um kaup Íslend- inga á dýrum neysluvarningi eins og skartgripum, armbandsúrum og fatnaði. Þegar fólkið komi síðan í Leifsstöð liggi allt fyrir um kaupin og því hægur vandi að upplýsa brotin. „Oft á tíðum er um að ræða gjaf- ir sem fólk er að kaupa handa vin- um og vandamönnum á mikilvæg- um tímamótum eins og gullbrúðkaupum og stórafmælum,“ segir Jóhann. Gjafir sem áttu að gleðja „Almenningur veit að það þarf að greiða aðflutningsgjöld af slíkum varningi og því er skýr brotavilji til staðar í tilvikum sem þessum. Það er hins vegar eins og fólk hugleiði ekki hvaða afleiðingar þetta getur haft í för með sér. Þess ber að geta að fólk sem er að kaupa þennan varning hefur sjaldnast komist í kast við lögin. Þessi mál eru því sérstök að því leyti að fólk er að kaupa dýrar gjaf- ir sem áttu að gleðja, en þess í stað endar það með geysiháa sekt og jafnvel dóm og fer þá á sakaskrá. Til að fyrirbyggja að annar eins sorgaratburður hendi fólk vil ég hvetja alla til að framvísa vörum yf- ir 24 þúsund krónum í rauða toll- hliðinu í Leifsstöð. Það ber líka að undirstrika að ef ferðamenn fá endurgreiddan virð- isaukaskatt í útlöndum er ekki meiningin að þeir stingi honum í vasann, heldur greiði lögboðin gjöld af vörunni þegar heim kemur.“ Mál af þessu tagi slaga hátt í tíu og í langflestum tilvikum hefur fólk fengið sekt, en í stærri málum er sýslumanni skylt að draga fólk fyrir dóm. Til viðbótar þessum málum segir Jóhann að á síðasta ári hafi komið upp hátt í 10 mál þar sem fólk reyndi með skipulögðum hætti að flytja hljóðfæri inn í landið án þess að greiða gjöld af þeim. Toll- yfirvöldum tókst að stöðva þennan innflutning. Farþegar stöðvaðir með úr og pelsa í Leifsstöð Gjafakaup enda með hárri sekt og dómi ÍSLENSKI hasskötturinn hefur vak- ið mikla athygli á vísindasamkeppni æskufólks sem nú er haldin í Dyflinni á Írlandi. Evrópusambandið stendur fyrir keppninni sem Írska vís- indaráðið styður í ár. 33 þjóðir eiga fulltrúa í keppninni og 73 verkefni keppa um ríflega tveggja milljóna króna verðlaun. 102 ungmenni á aldr- inum 15–20 ára taka þátt. Þau hafa fengið fyrstu verðlaun í undankeppni hvert í sínu heimalandi. Verkefnin eru sýnd í Dyflinnarháskóla, og þar þurfa keppendur að segja gestum, fjölmiðlafólki og dómnefnd frá verk- efnunum. „Þetta er bara rosaleg vinna,“ seg- ir Elísa Brynjólfsdóttir, einn þriggja höfunda „Hasskattarins“, en hin tvö eru Eva María Þrastardóttir og Stef- án Þór Eysteinsson. Þau unnu verk- efni sitt við Verkmenntaskóla Aust- urlands. „Okkur virðist ekki vera ætlaður mikill tími til að skoða bás- ana hjá öðrum krökkum, því við erum í meira en fullri vinnu við að kynna okkar verkefni og komumst ekkert frá,“ segir hún og bætir við að erfitt hafi verið að standa samfellt í sjö tíma á dag og tala. Það er ekki að undra að erilsamt hafi verið hjá þremenningum, stöð- ugur straumur gesta við básinn þeirra vill vita meira um hassköttinn. Markmið verkefnisins var að kanna hvort þjálfa mætti ketti til þess að leita að fíkniefnum. Þau gerðu tilraun á norðfirskum köttum og leiddi til- raunin í ljós að kettir geta lært að bregðast við lykt, rétt eins og hundar, fái þeir sína umbun. Vekur athygli Írsku dagblöðin hafa fjallað ít- arlega um keppnina frá því hún hófst, um helgina, og hefur Hasskötturinn fengið rækilegt pláss á síðum þeirra undir fyrirsögnum á borð við „Kettir fá nasasjón af hundalífi“, „Lykt- arlórur“ og „Þefkettir koma í barátt- una gegn fíkniefnum“. „Við höfum líka farið í tvö útvarpsviðtöl – annað í beinni útsendingu um allt Írland og á laugardag vorum við í sjónvarps- viðtali, þannig að þetta hefur verið al- veg magnað,“ segir Stefán. Hrafn Þórisson stendur einn að sínu verkefni, rannsókn á áhrifum umhverfis á sköpunargáfu gervi- greindarvera. „Vélar hafa verið svör við öllum okkar vandamálum í langan tíma, en það er ekki enn til vél sem býr til svör. Þess vegna fór ég að hugsa um hvaðan sköpunargáfan kæmi og hvers vegna hún byrjaði að þróast í náttúrunni. Mér datt þá í hug að gera hermilíkan í tölvu – heim eða umhverfi sem er byggt á svipuðum lögmálum og umhverfi okkar. Ég hannaði sýndardýr, sem lifa og þróast í þessum heimi – eða heimum, og eru með frumstætt minni, eins og skordýr. Heimarnir eru misflóknir, allt gert í ákveðnu forriti sem ég bý til, og svo er hægt að bera saman heilastrúktúrinn í dýrunum, til að sjá hvaða áhrif umhverfið hefur á sköp- unargáfu þeirra, eða hæfni til að búa til nýja hluti,“ segir Hrafn. Fimmtán manna dómnefnd lauk störfum á hádegi í gær og úrslit verða kunngerð síðar í dag. Íslensk verkefni vekja athygli í Vísindasamkeppni æskufólks á Írlandi Hasskötturinn vekur athygli Morgunblaðið/Bergþóra Jónsdóttir Verkefni Elísu Brynjólfsdóttur, Stefáns Þórs Eysteinssonar og Evu Maríu Þrastardóttur hefur vakið mikla athygli á sýningunni. SVO VAR komið í samskiptum þingflokks Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar að trúnaður var brostinn, segir Hjálmar Árna- son, formaður þingflokksins, um þá ákvörðun sem tekin var á fundi þingflokks- ins í gærkvöld að velja Kristin ekki í sæti í neinum þing- nefndum fyrir hönd flokksins á komandi þingi. „Það þykir okkur afskaplega miður því að Kristinn er að mörgu leyti afskaplega hæf- ur og reyndur maður, en við erum að vinna sem liðsheild, en ekki sem einstaklingar,“ sagði Hjálmar. Á síðasta þingi sat Kristinn í sjávarútvegsnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, iðnaðarnefnd þar sem hann var formaður og í sam- göngunefnd. „Þetta er erfið og sársaukafull ákvörðun, vegna þess að þetta snertir miklar tilfinningar, en það má líkja þessu við það að í nánum samskiptum fólks sem þarf að vinna náið saman, eins og til dæm- is hjón, að þegar strengir byrja að bresta í sambandinu leiðir það oft til hnökra, samstarfsörðugleika [...] vináttan hverfur og að lokum kemur þar að trúnaðurinn brestur. Það var svo komið í samskiptum þingflokksins við Kristin H. Gunn- arsson,“ sagði Hjálmar ennfremur. Siv Friðleifsdóttir, sem nú verð- ur óbreyttur þingmaður, tekur sæti Hjálmars sem formaður fé- lagsmálanefndar og verður einnig varaformaður utanríkismálanefnd- ar. Hjálmar segir það hafa verið markmið þingflokksins að deila „þungum póstum“ sem jafnast á þingmenn. Það hafi tekist vel. Þá segir hann, að með nefndaskipan- inni hafi þingflokkurinn viljað „senda afskaplega skýr skilaboð til bæði kvenna og ekki síst ungs fólks. Við felum ungu fólki miklar ábyrgðarstöður.“ Dagný Jónsdóttir verður vara- formaður efnahags- og viðskipta- nefndar og menntamálanefndar, Jónína Bjartmarz er formaður heilbrigðis- og trygginganefndar og varaformaður allsherjarnefnd- ar, Magnús Stefánsson verður for- maður fjárlaganefndar og varafor- maður umhverfisnefndar og Birkir J. Jónsson formaður iðnaðarnefnd- ar. Kristinn H. Gunnarsson ekki valinn til nefndarsetu fyrir Framsóknarflokkinn „Trúnaður var brostinn“ Hjálmar Árnason „ÞAÐ ER alveg deginum ljósara að það er fyrst og fremst verið að bregð- ast við afstöðu minni í málum eins og fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu og kannski að ein- hverju leyti eldri málum eins og línuívilnuninni þar sem ég gekk hart fram í því að stjórnarflokkarn- ir efndu sín kosn- ingaloforð. Það er ekki hægt að hafa neinar aðrar skýr- ingar uppi en að þarna séu menn að hefna afstöðu minnar í þessum mál- um,“ segir Kristinn H. Gunnarsson um þá ákvörðun þingflokks Framsóknar- flokksins að skipa hann ekki í neinar fastanefndir á vegum Alþingis. „Ég held að þetta hafi ágerst veru- lega seinni árin og sérstaklega eftir kosningar. Harðlínusjónarmiðin eru miklu eindregnari og umburðarlyndi gagnvart öðrum skoðunum minna. Ég tel það vera stærsta vandann í Framsóknarflokknum um þessar mundir, þ.e. þessi skortur á lýðræð- islegu umburðarlyndi og vangeta til að geta tekist á við ágreiningsefni. Þau eru ekki rædd heldur er höggv- ið,“ segir Kristinn sem segist áfram verða þingmaður Framsóknarflokks- ins og hann muni áfram sækja þing- flokksfundi. „Mér finnst þessi ákvörð- un ekki leysa nein mál. Hvernig ætla þeir að halda þingflokksfundi eftir að vera búnir að lýsa því yfir að það sé trúnaðarbrestur milli þeirra og mín, á fundum þar sem trúnaður þarf að ríkja?“ Kristinn segir þessa niðurstöðu draga það fram að ekki sé pláss fyrir mismunandi skoðanir. „Í þessum mál- um, sem ég held að séu helsta ástæða þessar ákvörðunar, hefur yfirgnæf- andi meirihluti stuðningsmanna flokksins verið á móti forystumönn- um flokksins, bæði í Íraksmálinu og fjölmiðlamálinu, en ég hef átt samleið með þessum hópi. Þannig að ég spyr hvort trúnaðarbresturinn sé ekki á milli kjósenda flokksins og forystunn- ar. Lyktirnar í fjölmiðlamálinu urðu þær sem ég talaði fyrir allan tímann og mér finnst það dálítið einkennilegt að menn grípi til hefndaraðgerða í kjölfarið. En ég get skilið að þeim þingmönnum líði illa sem voru búnir dragast inn á að styðja málið, stöðugt að breyta því og stöðugt að koma sér upp sannfæringu um að styðja það svo breytt og kasta að lokum öllu fyrir borð og styðja að hætta við allt sam- an.“ „Harðlínusjón- armiðin ráða“ Kristinn H. Gunnarsson NÚ ER sá tími að hefjast þegar hinnar árlegu inflúensu er að vænta, en það er venjulega tíminn frá nóv- ember til mars á hverju ári, og er mælst til þess að bólusetning gegn inflúensu hefjist um nú mánaðamót- in, að því er kemur fram í frétt á vef Landlæknisembættisins. „Þetta er árleg venja að byrja um þetta leyti og hefur verið í áratugi, segir Haraldur Briem, sóttvarnar- læknir. Hann nefnir að inflúensan hafi komið óvenju snemma í fyrra og ungt fólk hafi veikst um mánaðamót- in og þá hafi landsmenn tekið vel við sér og um 55 þúsund manns látið bólusetja sig. „Þetta rauk út allt saman strax í október en venjulega er inflúensan að ganga í október, nóvember og alveg fram í desember. En þetta leiddi til þess að inflúensan hjaðnaði mjög fljótt og við sáum mjög lítið af inflúensu það sem eftir var vetrar. Ég hef grun um að þessi mikla þátttaka sem kom svona snöggt sé skýringin á þessu.“ Tilfelli í Svíþjóð í vikunni Haraldur segir menn fylgjast vel með útbreiðslu inflúensu í löndunum í kring enda sé Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin með mjög öflugt vöktunarkerfi. „Við vitum um eitt tilfelli í Svíþjóð nú í vikunni og eitt í Noregi um síðustu mánaðamót þannig að hún er farin að minna á sig. Við köllum þetta forhlaupara, þ.e. við finnum oft eitt eða tvö tilfelli hérna á Íslandi í einhverjum sem er að koma utan úr heimi og svo gerist ekkert í margar vikur en síðan kem- ur inflúensan eins og hvellur. Þann- ig að þetta er allt í venjulegum far- vegi. Inflúensan er svona aðeins farin að banka á dyrnar,“ segir Har- aldur. Sóttvarnarlæknir mælist til þess að eftirtaldir láti bólusetja sig: Allir eldri en 60 ára, börn (eldri en 6 mán- aða) og fullorðnir með undirliggj- andi hjarta- og lungnasjúkdóma (þ. á m astma), þeir sem eru ónæm- isbældir með langvinna efnaskipta- sjúkdóma (þ. á m. sykursýki) og börn og unglingar sem taka aspirín að staðaldri (vegna hættu á Reye heilkenni). Inflúensan að koma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.