Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SVEITARFÉLÖGIN á Íslandi hafa lengi búið við óviðunandi afkomu og fer fjarri að það ástand sé bundið við minnstu sveitarfélögin. Taprekst- ur og skuldasöfnun er veruleiki sveit- arfélaga af öllum stærðum og gerð- um. Aukning skulda hefur að undanförnu verið á bilinu 3–5 millj- arðar á ári, t.d. tæpir 8 milljarðar samtals sl. tvö ár. Er það nokkuð í takt við aukningu heildarskulda sveitarfélaganna uppá um 35 millj- arða samtals sl. 11 ár. Varðandi sam- anburð milli ára ber þó að hafa í huga að reikningsskilaaðferðum var breytt upp úr 2000. Þingmenn Vinstri-grænna hafa ítrekað reynt að vekja athygli á þess- um vanda og lagt til úrbætur í þeim efnum, því miður með litlum árangri. Gætt hefur ótrúlegs tómlætis um af- komu sveitarfélaganna, ekki síst í ljósi þess að á undanförnum árum hafa veigamiklir velferðarmálaflokk- ar færst þangað. Lengt í hengingarólinni Í stað aðgerða hefur gætt tilhneig- ingar af hálfu ríkisvaldsins til að hvetja menn til að lengja í henging- arólinni með sölu eigna. Enginn vafi er á því að um meðvitaða pólitík er að ræða. Einkavæðingarsinnar líta til þess með velþóknun að sveitarfélögin sjái iðulega engin önnur úrræði en að selja verðmætar félagslegar eignir sem þó eru sveitarfélaginu bráðnauð- synlegar til að veita undirstöðuþjón- ustu. Þetta lagar bókhaldið tíma- bundið en verður svo dýrara og þar með staðan verri til lengri tíma litið. Við nýjar framkvæmdir eru að- stæður yfirleitt þannig að aðeins er um tvennt að ræða; viðbótarlántöku til að fjármagna fjárfestingarnar eða semja um að þær fari fram í svokall- aðri einkaframkvæmd. Þ.e. að einka- aðili byggi, reki og jafnvel eigi um aldur og ævi viðkomandi eign og sveitarfélagið borgi síðan árlega leigu. Yfirgnæfandi líkur eru á því að einkaframkvæmd reynist dýrari leið þegar upp er staðið. Fyrir því er sú einfalda meginástæða að í einka- rekstrinum ætla menn sér arð sem þeir taka út árlega. Ekki er þó síður alvarlegt að þessi aðferð bindur sveit- arfélagið á klafa langtímasamninga sem hafa að lokum í för með sér auk- inn kostnað og geta einnig kostað erf- iðleika við að ná fram ýmsum fé- lagslegum og faglegum markmiðum. Fyrir nokkru áttu sveitarfélög á Vestfjörðum í miklum erfiðleikum. Þá datt ríkisstjórninni það snjallræði í hug að kaupa af þeim verðmætustu sameiginlegu eign þeirra, Orkubú Vestfjarða, vel rekna og þarfa stofn- un sem sá Vestfirðingum fyrir raf- magni á hagstæðu verði. Í batnandi og sterkum fjárhag Orkubúsins gátu verið fólgnir miklir framtíðarmögu- leikar fyrir Vestfirðinga. Þeir urðu engu að síður að sjá á eftir þessu gull- eggi sínu til að fleyta sér áfram. Svip- uðu máli gegnir víðar. Má nú síðast nefna Vestmannaeyinga sem fyrir stuttu seldu veitur sínar og eru nú lagðir af stað í aðra umferð eignasölu, þ.e. sölu fasteigna bæjarins til ut- anaðkomandi eignarhaldsfélags. Ekki höfum við þá trú að það sé ein- lægur vilji forsvarsmanna Vest- mannaeyjakaupstaðar heldur þvert á móti að neyðin hreki menn út í að- gerðir af þessu tagi. Það er umhugs- unarefni að eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaganna skuli taka slíkar aðgerðir góðar og gildar. Er opinberri eftirlitsnefnd stætt á því að leggja slík skammtímasjónarmið til grundvallar starfi sínu? Hvernig rétt- lætir nefndin það að leggja blessun sína yfir aðgerðir til meintrar lausnar á fjárhagsvanda sveitar- félaga sem þýða að eft- ir 15–20 ár, jafnvel fyrr, verður afkoman að öðru óbreyttu enn þá verri en ella? Pólitíkin undir, yfir og allt um kring Ofan í fyrrgreindar að- stæður er nú farin í gang opinber áætlun um stórfellda samein- ingu sveitarfélaganna. Nátengd eru áform um að færa yfir til þeirra enn aukin og mjög út- gjaldafrek verkefni, s.s. á sviði heil- brigðismála og umönnunar aldraðra. Minna heyrist af þeim tekjum sem sveitarfélögin eiga að fá til að mæta hinum nýju verkefnum. Minnst hefur þó heyrst af aðgerðum til að lagfæra núverandi stöðu þeirra sem auðvitað er brýnasta verkefnið. Furðu sætir hversu þögulir og þolinmóðir sveit- arstjórnarmenn hafa verið við þessar aðstæður. Enginn vafi er að óviðunandi af- koma sveitarfélaganna skapar stór- fellda hættu hvað snertir framtíð- arhorfur samábyrgs velferðarsamfélags á Íslandi. Þá er ljóst að bág afkoma sveitarfélaganna er einn mesti Akkilesarhællinn í byggðalegu tilliti. Félagshyggjufólk og áhugafólk um jafnvægi í byggða- þróun verður að láta þessa hluti til sín taka. Skattalækkunaráform rík- isstjórnarinnar koma svo eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Sé rík- issjóður aflögufær um skatttekjur, sem verulega má efast um, væri þá ekki nær að þær tekjur færðust a.m.k. að verulegu leyti yfir til sveit- arfélaganna til að bæta afkomu þeirra? Ætla sveitarstjórnarmenn ekki að minna á tilveru sína í tengslum við þessa skattaumræðu, eða hvað? Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun hafa það eitt af sínum forgangs- verkefnum á komandi þingi að knýja fram umræður og vonandi aðgerðir til úrbóta í fjármálum sveitarfélag- anna. Við núverandi ástand verður ekki lengur unað. Sveitarfélögin svelt til hlýðni Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjarnason fjalla um vanda sveitarfélaganna ’Í stað aðgerða hefurgætt tilhneigingar af hálfu ríkisvaldsins til að hvetja menn til að lengja í hengingarólinni með sölu eigna.‘ Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur er alþingismaður og formaður VG. Jón er alþingismaður og situr í fjárlaganefnd Alþingis. Jón Bjarnason ÞAÐ VAR sólríkur mánudags- morgunn fyrir utan gluggann minn þegar útvarpstækið vakti mig. Ég teygði út armana, kastaði kveðju á köttinn sem lá við hlið mér og gladd- ist yfir að vera vöknuð tímanlega aldrei þessu vant. Þar sem ég hafði nægan tíma ákvað ég að njóta sængurinnar örlítið lengur og hlusta á útvarpið með kett- inum. Það var lítil hætta á að sofna aftur, þar sem ég hafði valið Kiss FM til að vekja mig þennan morg- uninn. Síbyljan svín- virkaði í þeim tilgangi en það hafði klassíska stöðin ekki gert þrátt fyrir að vera annars mjög ágæt. Mér til mikillar gleði bárust gamalkunnir tónar úr tækinu, upphafið að laginu No Diggity, sem var vinsælt fyrir um átta árum. Tónarnir rifjuðu upp fyrir mér notalegar stundir frá þeim tíma er ég hafði nýlokið bílprófinu og ók Laugaveginn aftur og aftur á bílnum hans pabba, líkt og herfor- ingi, með aðra hönd á stýri. Ég varð dálítið undrandi yfir að heyra þetta gamalt lag á útvarpsstöð sem þess- ari, en lífið er jú sífellt að koma manni á óvart. En viti menn! Þegar líða tók á lag- ið kom í ljós að þetta var endurunnin tónlist, en þannig er jú annað hvert lag sem nær vinsældum í dag. Við- lagið var sungið af einhverri rapp- ararödd, síendurtekin setningin; „All I wanna do is just hit the pussy, hit the pussy, hit the pussy.“ Ég hrökk upp í rúminu og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hvort sem túlka mætti textann sem „Allt sem ég vil gera er að lemja kött- inn“ eða … eitthvað annað, þótti mér boð- skapurinn síður en svo góður. Ég blátt áfram reiddist út í fjölmiðilinn í útvarpsvekjaranum mínum fyrir að tala svona niðrandi til mín. Það er í raun ekki að undra þótt maður heyri sögur af hópnauðg- unum í bekkjarpartíum á grunnskólastigi og að munnmök séu aðgangseyririnn sem stelpur borgi inn á samkomur í heimahúsum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og aðaluppaland- inn, sjónvarpstækið, gefur þau skila- boð í máli og myndum að ungar stelpur eigi að vera fáklæddar, hressar og til í tuskið. Strákar, eigi að vera yfirvegaðir og töff, með þessa tegund af stelpum dillandi sér í kringum. Það fer heldur ekki á milli mála að í tónlistarheiminum er verið að fjalla um eignarhald á kvenfólki. Gott dæmi má finna í texta rapp- arans 50 Cent, sem kom og hélt tón- leika fyrir okkur í sumar; „Man this hoe you can have her, when I’m done I ain’t gon keep her. Man bithches come and go, every nigga pimpin know.“ Þegar maður hlustar á lagið greinir maður þó aðallega bara við- lagið; „I don’t know what you heard about me … that I’m a motherfuck- ing P-I-M-P.“ Lokaorð textans eru hins vegar; „They say I talk a lil fast, but if you listen a lil faster I ain’t got to slow down for you to catch up, BITCH.“ Heyra má háværar raddir um það að unglingadrykkja, ruslfæði og hreyfingarleysi séu að rústa kyn- slóðinni sem erfa skal landið. Vissu- lega eru þetta vandamál, en mér þykir nærtækara að líta á hvað er að móta hugarfar og sjálfsmynd þess- ara ungmenna. Persónulega skil ég krakka vel að kjósa heldur að horfa á myndefni í bland við tónlist í stað þess að horfa á skjáleikinn á þeim tímum sem sjónvarpsstöðvarnar hafa ekki upp á neitt annað að bjóða. Klámvæðingin læðist inn á hvert heimili í gegnum fjölmiðlana, Netið, útvarp og sjónvarp … og auðvitað er smáinnskot alltaf í smáauglýsingum dagblaðanna þar sem sagt er frá heitum stelpum sem bíða óþreyju- fullar eftir að fá að tala við þig, ef þú bara hringir í þetta símanúmer. Það er hálfkaldhæðnislegt að hugsa til þess að kvikmyndir eru rit- skoðaðar af kvikmyndaeftirliti sem gefur fyrirmæli um hvaða aldurs- hópum sé ekki hollt að horfa á við- komandi kvikmynd, þar sem hún innihaldi ofbeldi eða klám í vissum mæli. Greinar í dagblöðum og tíma- ritum fá einnig sína ritskoðun því þar má heldur ekki láta allt flakka. Þó eru þessar tegundir fjölmiðla eitthvað sem fólk velur sér að skoða. Síbyljan hins vegar, sem dynur á landanum í verslunum, veitinga- húsum, líkamsræktarstöðvum og víðar – og sest þar af leiðandi einna helst í undirvitund fólks, virðist harla lítið ritskoðuð. Þessi þróun er engu líkari en verið sé að sletta saur á jafnréttisbarátt- una. En hvað skal gera? Á að banna þá músík og það trend sem nær vin- sældum úti í hinum stóra heimi, hér heima á litla Íslandi? Nei, varla er það hægt. Þegar einhver dirfist að minnast á þessa hluti er einfaldasta leiðin sú að púa viðkomandi niður og ásaka hann um tepruskap. Minna á ágæti málfrelsis og frjálsra fjöl- miðla. Ef til vill er líka talað fyrir daufum eyrum hvort eð er því að undanförnu virðist þjóðinni líka hafa verið meira umhugað um hver á fjöl- miðilinn, hver má eiga fjölmiðilinn og hver á að eiga fjölmiðilinn, heldur en hvaða boðskap hann færir. Á hvað ertu að hlusta? Klara Helgadóttir fjallar um slæmt tungutak í dægurlagatextum ’Heyra má háværarraddir um það að ung- lingadrykkja, ruslfæði og hreyfingarleysi séu að rústa kynslóðinni sem erfa skal landið.‘ Klara Helgadóttir Höfundur er félags- og fjölmiðla- fræðinemandi við Háskóla Íslands. FÁTT ER nú rætt meira en launa- deila kennara og verkfall það sem nú stendur yfir. Sitt sýnist hverjum. Undirrituð vill í þessu greinarkorni reyna að varpa örlitlu ljósi á þann þátt deilunnar sem kennarar eru hvað ósáttastir við. Ég er kennari í fullu starfi með 30 ára starfs- reynslu. Við undirritun síðustu samninga hafði ég umsjón með 20 barna bekk og sinnti auk þess enskukennslu yngri barna og var með fagstjórn í þeirri grein. Á þessu tímabili sem liðið er varð ég sextug og kennsluskylda mín minnkaði þar af leið- andi samkvæmt kjara- samningi en jafnframt ber mér að sinna auknum faglegum störfum innan skólans og hafa lengri viðveru en áður. Nú kemur að því ótrúlega klúðri sem þessir samningar eru gagnvart mér og öðrum í minni stöðu. Þegar kennsluskyldan minnkaði varð ég að velja á milli þess að vera með umsjón- arbekk eða sinna eingöngu fag- kennslunni. Í báðum tilfellum var um eins launaflokks lækkun að ræða. Nú spyr kannski einhver, af hverju gat konan ekki sinnt þessu eins og áður? Jú, heilsan og þrekið hefði jafnvel leyft það en þá hefði ég þurft að kenna fimm kennslustundir frítt á viku án nokkurrar viðbótargreiðslu. Mér finnst ekki ásættanlegt að kenna frítt yfirvinnuna. Einhver kann að spyrja hvaða faglegu störf eru þessir kennarar alltaf að tala um? Í mínu til- felli hef ég setið í matsnefnd skólans, eineltisteymi, haft umsjón með nýj- um kennara og er nú í ritstjórn starfsmannahandbókar. Allt eru þetta störf sem bæst hafa við störf kennarans undanfarin ár. Þetta eru frum- kvöðlastörf innan skól- anna því verið er að móta stefnu hvers skóla í eineltismálum, taka út starf skólans, setja markmið, finna leiðir til úrbóta o.s.frv. Eftir stendur að kaup mitt lækkaði fyrst um einn launaflokk og síðan annan þegar ég skilaði af mér tólf ára bekk á samningstímabilinu og tók við yngri bekk í um- sjón sem er fámennari. Bekkur með 20 nem- endum og fleiri gefur einn launaflokk, fækki í bekknum getur það kostað launaflokk. Í kjölfar síðustu samninga bundu margir vonir við aukin laun í samræmi við endur- menntun og gekk það eftir að nokkru hjá sumum. Aðrir, eins og til dæmis ég, voru ekki jafn heppnir. Við, sem sóttum öll þau námskeið sem í boði hafa verið og gáfu ákveðinn punkta- fjölda sem safnaðist svo saman upp í launaflokk, misstum alla okkar punkta með einu pennastriki í síðustu samningum. Eftir síðustu samninga hafa laun mín lækkað um tvo launaflokka, margvísleg vinna hefur bæst við starfið og fasta yfirvinnu ef í boði væri þyrfti ég að vinna frítt allt að fimm kennslustundum. Svona agnúa verður að sníða af og stend ég fast með samninganefnd kennara um að lagfæra þurfi liði sem þessa. Samkvæmt nýlegri könnun á laun- um viðskiptafræðinga, er ég rakst á, en þeir hafa sambærilegt nám að baki og kennarar, eru laun mín miðað við meðallaun þeirra u.þ.b. 63% en ein- ungis 45% miðað við viðskiptafræð- inga með 30 ára starfsreynslu. Er þetta ásættanlegt? Kjaramál kennara Margrét Pálsdóttir fjallar um kjaramál kennara ’Mér finnst ekkiásættanlegt að kenna frítt yfir- vinnuna.‘ Margrét Pálsdóttir Höfundur er grunnskólakennari í Víðistaðaskóla. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unn- in í tiltölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemend- ur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.