Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 23 atferli. eirri ð sér, ess nein vegna ra og vann ð sak- að ótví- þar fór óni ð eyða ði meira um ksókn- ma sekt á viðkomandi einstakling með þeim ólíkindum að slíkt yrði að stöðva. Það var réttlætistilfinning sem fékk hann til að gera þetta. Allir væru saklausir þar til sekt þeirra sannaðist. Sniðugar til- gátur og hugvitssamlega samin áform sem saksóknari hafði ofið saman í einn harðsvíraðan glæpa- vef voru tætt í sundur, það listi- lega, að ég hálfpartinn vorkenndi fulltrúa saksóknara í réttinum. Því betur dugðu þær ekki þegar staðreyndirnar blöstu við. Þetta verður einnig að gilda um Jón Steinar. Tilgátur og fullyrð- ingar um óframinn verknað mega ekki verða rök fyrir því að hafna honum sem hæstaréttardómara. Það kunna að vera önnur rök til þess, ekki veit ég það. En það er hrein tilgáta að segja að Jón Steinar sé svo samofinn pólitískri hugsun, að hún hljóti að rugla dómgreind hans, sem eins af æðstu dómurum landsins. Menn mega aldrei búa til staðreyndir úr óorðnum hlutum. Þannig vinna menn ekki. ins kn- ið að om- með ð a.‘ Höfundur er hagfræðingur. H ann boðaði breytingar og flest bendir til þess að hann ætli sér að standa við kosn- ingaloforðin. Margar konur binda við hann vonir og hommar og lesbíur hafa tekið hon- um fagnandi. En ekki eru allir „sáttir“ eins og það heitir á nútíma- máli. José Luis Rodríguez Zapat- ero, forsætisráðherra Spánar, er kominn upp á kant við kirkjuna; hinir hempuklæddu hóta götumót- mælum. Vart verður sagt að pólitíkin á Spáni snúist um aukaatriði þessa dagana. Frjálslynd ríkisstjórn Zapateros hefur á stefnuskrá sinni róttækar samfélagsbreytingar sem m.a. lúta að stöðu kvenna, rétt- indum samkynhneigðra og kat- ólsku kirkjunni, því mikla afli í samfélagsgerð Spánverja. Sósíalistaflokkur Zapateros (PSOE) sigraði óvænt í þingkosn- ingunum sem fram fóru í mars. Ýmsir urðu til þess að halda því fram að sigurinn hefði unnist með aðstoð hryðjuverkamanna sem frömdu hroðalegt illvirki í Madríd þremur dögum fyrir kosningarnar er þeir myrtu 190 manns í sprengjutilræðum. Þessi skýring er afar hæpin og vísast urðu nokkrir samverkandi þættir til þess að stjórnartaumarnir færðust í hendur sósíalista eftir átta ára valdasetu hægri manna. José María Aznar, þáverandi forsætis- ráðherra, gerðist sekur um nokkuð sem telja verður nánast óskiljanleg mistök er hann hélt þeirri skýringu sinni til streitu að hryðjuverka- menn á vegum ETA-hreyfingar Baska bæru ábyrgð á fjöldamorð- inu þegar við flestum blasti að óhugsandi var að þau samtök hefðu verið að verki. Stórundarleg við- brögð Aznars urðu til þess að kalla fram almenna andúð á honum og flokki hans auk þess sem hin sundruðu vinstri öfl náðu loks að virkja fylgi sitt meðal þjóðarinnar. Íhaldsseminni hafnað „Við verðskuldum betra sam- félag“ („Mercemos una España mejor“) var kosningaslagorð Sós- íalistaflokksins og vísaði ef til vill einkum til nauðsynjar þess að um- bætur ýmsar yrðu gerðar á vett- vangi spænskra félagsmála enda hafði stjórn Þjóðarflokks Aznars (Partido Popular, PP) náð ágætum árangri á efnahagssviðinu. Zapat- ero lét strax við valdatökuna þau boð út ganga að sósíalistar hygðust koma á róttækum breytingum er hann afréð að konur skyldu hljóta helming ráðherraembætta í ríkis- stjórninni. Zapatero boðar nú fráhvarf frá þeirri íhaldssemi á vettvangi sam- félagsmála sem einkenndi svo mjög stjórnartíð José María Aznars. Mikla athygli hafa vakið þau orð forsætisráðherrans að hann vilji breyta stjórnarskránni á þann veg að kona geti erft krúnuna. Hann hefur boðað að slakað verði á fóst- ureyðingarlöggjöfinni. Víst má heita að stofnfrumurannsóknir verði brátt leyfðar á Spáni. Þá hef- ur Zapatero kynnt áætlanir ýmsar sem lúta að því að bregðast við miklum vanda í samfélagi Spán- verja sem heldur hljótt hefur verið um fram á síðustu ár. Hér ræðir um heimilisofbeldi sem ef marka má nýlegar kannanir er almennara en margir höfðu ætlað. Sjálfur hef- ur Zapatero sagt að ofbeldi gegn konum sé „þjóðarskömm“. For- sætisráðherrann hefur heitið sam- kynhneigðum jafnstöðu gagnvart lögunum sem trúlega leiðir til þess að þeim verður heimilað að ganga í mikilvægi trúarlegrar kennslu inn- an skólakerfisins. Kirkjan hefur einnig brugðist hart við þeim breytingum sem ráðgerðar eru á réttarstöðu samkynhneigðra. Leið- togar kirkjunnar eru öldungis and- vígir hjónaböndum samkyn- hneigðra og hafna með öllu að þeim verði heimilað að ættleiða börn. „Veira“ í samfélaginu Biskuparáð Spánar („La Confer- encia Episcopal Española“) sendi í sumar frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að hjónabönd samkyn- hneigðra væru „hættuleg“. Einn biskupinn lét þau orð falla í prédik- un er hann flutti yfir m.a. þeim Zapatero og Juan Carlos Spánar- konungi að fjölmiðlar landsins vildu „eyða Jesú Kristi og uppræta hann“. Var tilefnið vísast það að fjölmiðlar á Spáni hafa margir hverjir stutt samkynhneigða í rétt- indabaráttu þeirra. Á mánudag lýsti talsmaður Biskuparáðsins yfir því að hjónabönd samkynhneigðra yrðu sem „veira“ er sleppt væri lausri í samfélaginu og kvað „ósanngjarnt“ að leggja þau að jöfnu við hjónabönd gagnkyn- hneigðra. Búist er við því að rík- isstjórnin samþykki lagabreytingu í þessa veru á föstudag. Lögin um borgaraleg hjónabönd samkyn- hneigðra munu þá fá þinglega með- ferð en gert er ráð fyrir að þau öðl- ist gildi á næsta ári. Kannanir sýna að málstaður samkynhneigðra nýtur mikils fylgis á Spáni. Tæp 70% aðpurðra kváðust í nýlegri könnun hlynnt hjónaböndum samkynhneigðra en einungis 12% lýstu yfir eindreginni andstöðu. Margir hafa þá mynd af sam- félagi Spánverja að það sé íhalds- samt og undir miklum áhrifum frá katólsku kirkjunni. Margt bendir til þess að öflugir straumar hafi á undanliðnum árum verið að verki þar syðra sem áhrif hafa á ýmsa grunnþætti þjóðfélagsins. Ef til vill endurspeglar stjórn Zapateros við- horfsbreytingu sem ekki fór hátt í valdatíð hins íhaldssama Aznars en ástæðulaust er að undrast. Nefna má að þótt níu af hverjum tíu Spánverjum játi katólska trú er kirkjusókn heldur dræm og fer minnkandi. Talið er að um fjórð- ungur katólskra iðki trú sína, helmingur þeirra kveðst aldrei sækja messu og unga fólkið virðist upp til hópa engan áhuga hafa á kirkjunni. Kirkjan er því í vörn á Spáni og samfélagsþróunin tæpast líkleg til að styrkja stöðu hennar þótt mátt- ur hefða og vana sé mikill. Út á göturnar? Kirkjunnar menn hyggjast ekki taka „byltingu“ Zapateros þegj- andi. Í liðinni viku lét fram- kvæmdastjóri og talsmaður Bisk- uparáðsins orð falla sem túlkuð voru á þann veg að kirkjan hygðist jafnvel beita sér fyrir fjöldamót- mælum katólskra gegn stefnu rík- isstjórnarinnar. Talsmaðurinn orð- aði þetta að vísu snyrtilega, sagði að „katólskir menn [væru] frjálsir að því að bregðast við með þeim hætti sem þeir [teldu] henta“, að því er fram kom í frétt spænska dagblaðsins El Mundo. „Katólskir menn geta nýtt sér borgaraleg réttindi sín rétt eins og aðrir,“ sagði Juan Antonio Martínez Cam- ino. Átök kunna að vera í vændum á Spáni. Margir telja ferska vinda leika um samfélagið nú um stundir en lofthitinn virðist fara hækkandi. Kirkjunnar mönnum líst lítt á tóninn í ummælum valdhafa þegar þeir ræða um fjármál stofnunar- innar. Og hið sama á við um flesta þeirra þátta í hinnu frjálslyndu stefnu Zapateros sem nefndir voru hér að ofan. Tekist á um trúfræðslu Áður en Þjóðarflokkurinn tapaði þingkosningunum í mars hafði stjórn Aznars ákveðið að auka á ný vægi trúfræðslu í skólum landsins. Á síðasta ári stjórnar hans var búið svo um hnútana að einkunn í trú- fræðslu gilti eins og áður innan skylduhluta lokaprófs ríkisskóla, líkt og t.a.m. stærðfræði, og gat því haft áhrif á frekari göngu viðkom- andi eftir menntaveginum. Í spænskum ríkisskólum hefur sú al- menna regla gilt að nemendur fá katólska trúfræðslu. Hins vegar hafa nemendur sem játa aðra trú getað farið fram á kennslu við þeirra hæfi geti minnst fimm þeirra sameinast um þá beiðni. Stjórn Zapateros hefur nú hafn- að lögum Aznars en hyggst þó sýnilega ekki beita sér fyrir jafn róttækum breytingum og margir höfðu ætlað. Stjórnin leggur til að trúfræðsla verði valfag og að einkunn hafi ekki áhrif þegar um er að ræða mat vegna framhaldsnáms á há- skólastigi eða við veitingu náms- styrkja. Þá vilja stjórnvöld að tvær greinar, saga trúarbragða og það sem nefna má „borgaralega upp- fræðslu“ („Educación para la ciud- adanía“), eins konar „lífsleikni í lýðræðisþjóðfélagi“, verði skyldu- fög. Kynnti María Jesús San Seg- undo, menntamálaráðherra Spán- ar, tillögur þessar á mánudag. Jafnframt verður kröfum varð- andi kennara líklega breytt í grundvallaratriðum en nú tilnefna spænskir biskupar þá menn sem sinna trúfræðikennslu en ríkið borgar laun þeirra. Í ráði er að framvegis verði trúfræðikennarar ráðnir á faglegum forsendum og án afskipta kirkjunnar. Þessi nálgun nýju stjórnarinnar hefur fallið í grýttan svörð. Tals- maður Þjóðarflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í gær og sagði ljóst að „róttækur minni- hluti“ hefði tekið öll völd innan Sósíalistaflokksins. Hópur þessi vildi draga svo sem verða mætti úr hjónaband og ættleiða börn. „Sam- kynhneigðir eiga skilið að fá sömu meðferð og gagnkynhneigðir og eiga rétt á að lifa lífi sínu, frjálsir, á þann veg sem þeir kjósa,“ sagði Zapatero nýverið. Kirkja og þjóð En það er „stríðið“ við kirkjuna sem mesta athygli vekur á Spáni nú um stundir. Í stjórnarskrá Spánverja frá árinu 1978 er kveðið á um aðskilnað ríkisvalds og trúar en engu að síður fjármagnar ríkið starfsemi katólsku kirkjunnar að stórum hluta. Spænskir íhalds- menn hafa enda jafnan litið svo á að kirkja og þjóð séu eitt. Þetta hefur tryggt kirkjunni sérstöðu í samfélaginu. Segja má að hug- myndin um einingu kirkju og þjóð- ar hafi verið mótandi í hugum vald- hafa á Spáni allt þar til einræðisstjórn Francos leið undir lok. Gríðarsterk ítök kirkjunnar hafa á síðustu 20 árum eða svo gert henni kleift að berjast gegn breyt- ingum. Zapatero og menn hans vilja að kirkjan taki aukna ábyrgð á fjár- mögnun til eigin rekstrar þó svo þeir boði ekki algjör slit á þessum vettvangi. Katólska kirkjan fær m.a. fjármagn í gegnum skatta- kerfið en Spánverjar ráða því er þeir fylla út skattframtalið hvort 0,5% gjaldanna sem þeir greiða renna til katólsku kirkjunnar eða hjálparsamtaka ýmissa. Árið 2002 kusu 23% skattgreiðenda að styrkja kirkjuna en 12% nýttu báða kostina. Á þessu ári mun kirkjan þiggja 106 milljónir evra (rúma níu milljarða króna) af skattgreiðendum og ríkið mun leggja henni til 33 milljónir evra (tæpa þrjá milljarða króna) til við- bótar að því er fram kemur í gögn- um frá spænska fjármálaráðuneyt- inu. Athygli vakti á dögunum þegar José Caldera, ráðherra atvinnu- og félagsmála, lýsti beinlínis yfir því að binda yrði enda á þessa sérstöðu kirkjunnar. Fréttaskýring| Stjórn sósíalista á Spáni boðar umtalsverðar samfélagsbreytingar og kirkjunnar menn eru uggandi. Ásgeir Sverrisson segir frá vaxandi spennu í samskiptum ríkis og kirkju þar syðra. Spænska kirkjan býst til varnar Reuters José Luis Rodríguez Zapatero ásamt eiginkonu sinni, Sonsoles Espinosa. Zapatero er nýorðinn 44 ára og nýtur hann mikils stuðnings nú um stund- ir ef marka má skoðanakannanir. Zapatero þykir um flest ólíkur for- verum sínum, þeim José María Aznar sem var við völd frá 1996 til 2004 og Felipe González sem ríkti í 14 ár frá 1982 til 1996. Viðteknar hugmyndir um „karlmennsku“ þóttu einkenna framgöngu þeirra en Zapatero hefur tekið upp baráttu fyrir bættri stöðu kvenna á Spáni með ágætum árangri. ’Kirkjunnar mennhyggjast ekki taka „byltingu“ Zapateros þegjandi. ‘ asv@mbl.is annarri opinberri þjónustu en ég held samt að tölurnar séu sterk vís- bending um að það verði mjög hag- stætt að hafa gamalt fólk árið 2040,“ sagði Ásmundur. Aldraðir yrðu eignafólkið í sam- félaginu, fengju tekjur eins og launa- fólk og greiddu skatta. Afkoma þeirra yrði í raun óháð því hversu margir væru á vinnualdri og þeir yrðu líka óháðir breytingum á stefnu ríkisins. „Þeir eiga bara peninga til að kaupa sér þá þjónustu sem þeir þurfa. Og ef Íslendingar vilja ekki sinna því fyrir þá, þá bara kaupa þeir sér hana einhvers staðar í útlönd- um,“ sagði hann. Aldraðir yrðu í svipaðri stöðu og landeigendur á miðöldum sem lifðu á jarðarentu frá leiguliðunum. „Þetta er framtíðar- sýn ellilífeyrisþeganna á Íslandi,“ sagði hann. Ásmundur tók þó skýrt fram að útreikningar hans miðuðu við aldr- aða sem einn hóp, um væri að ræða meðaltal á tekjum aldraðra en ekki væri gerð tilraun til að reikna út stöðu einstakra hópa ellilífeyrisþega. ellilífeyr- reiðslur á rar trygg- nnlífeyrin- 000 krón- ginn því eigin vasa ónur, ann- gar ellilíf- gar vegna eg skatt- u að síður kjur um r gum Ás- meðfylgj- ríkisins til andsfram- a saman. Í nemi um dag muni árið 2040. að menn nu vegna m við ekki kalla á af reytta stöðu árið 2040 l með að agsins laðið/Golli rða eins uðnason, ulífsins. .()5 ( -(.5 (-5 (*5 1*/* Í PALLBORÐSUMRÆÐUM að loknu erindi Ásmundar Stef- ánssonar sagði Edda Rós Karls- dóttir forstöðumaður grein- ingadeildar Landsbankans að sú framtíðarsýn sem birtist í erindi Ásmundar Stefánssonar væri eft- irsóknarverð, hvort sem væri fyrir aldraða eða skattgreiðendur fram- tíðarinnar. Forsendur hennar væru þær að raunávöxtun lífeyr- issjóða yrði yfir 3,5% og sagði hún góðar líkur á að hún næðist. Edda Rós minnti á að það væri tekjutenging bóta og kostn- aðarþátttaka aldraðra sem gerði það að verkum að útgjöld myndu minnka. Þessi mikla tekjutenging væri sérstök í alþjóðlegum sam- anburði en ef dregið yrði úr henni myndi sú niðurstaða sem Ásmund- ir spáði að sjálfsögðu verða önnur. Þá benti hún á að tekjuskipting milli aldraðra væri ójöfn í dag og sá munur myndi ekki minnka í framtíðinni. Tekjubil milli aldraðra mun aukast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.