Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 33 DAGBÓK LÍSU-samtökin, samtök um landupplýs-ingar á Íslandi fyrir alla, halda á morg-un heilsdagsráðstefnu á Hótel Loftleið-um fyrir þá sem starfa með landupplýsingar og þróun þeirra, m.a. við korta- gerð, við GPS-mælingar, gagnaöflun og aðgengi. Á ráðstefnunni hittast notendur, miðla af reynslu sinni og kynnast nýjungum í þróun búnaðar og verkefna á sviði landupplýsinga. Tuttugu og tveir fyrirlesarar flytja erindi og skiptist ráðstefnan í tvo samhliða fundi allan daginn, þar sem fjallað verður um staðsetningartækni, Vefsjár, Loft- myndir og gagnaöflun; Gögn og aðgengi, Notkun landupplýsinga og Kortatækni. Þá standa fyr- irtæki og stofnanir fyrir sýningu þar sem gestir kynnast því nýjasta sem er að gerast í þróun hug- búnaðar og tækni í öflun, vinnslu og framsetningu landupplýsinga. Að sögn Þorbjargar Kr. Kjartansdóttur, fram- kvæmdastjóra LÍSU-samtakanna, er áhugi á ráð- stefnunni meðal notenda mikill, enda er ráðstefnan lýsandi dæmi um mikla grósku og þróun áhuga- verðra verkefna þar sem tengd eru saman við stað- setningu ólík gögn og atburðir. Hvað eru landupplýsingakerfi (LUK)? „Það að safna landupplýsingum og greina þær er ekki nýtt af nálinni. Landupplýsingar eru ein tegund upplýsinga, að lýsa landfræðilegri dreif- ingu í heiminum. Hvað er hvar? Tölvukerfi hafa auðveldað fólki þessa vinnu. Hægt er að geyma gögn og breyta þeim, tengja saman og setja fram þessi gögn á myndrænan hátt þannig að staðsetn- ing atburða og hluta komi fram. Með LUK er hægt að kalla fram samhengi eða tengsl á milli upplýsinga út frá tiltekinni staðsetn- ingu, t.d. samband á milli varpstaða tiltekinna fuglategunda og gróðurfars eða landslags, eða samband á milli stefnu stjórnvalda og lífskjara á tilteknu svæði. Mismunandi „þekjur“ af gögnum frá sama svæði er hægt að tengja saman og vinna með á marga vegu. Við þannig samtengingu eykst gildi upplýsinganna mikið. Það að tengja atburði og hluti við staði er áhrifamikið verkfæri í að skilja, rannsaka og greina þann heim sem við lifum í.“ Hvernig getur almenningur nýtt sér LUK? „Fyrirtæki og stofnanir nota landupplýs- ingakerfi í æ meira mæli bæði fyrir þróun verk- efna og til miðlunar upplýsinga til almennings á skýran og aðgengilegan hátt. Tækifæri til notk- unar LUK eru mörg á ýmsum ólíkum sviðum og nokkur dæmi um það eru landbúnaður, markaðs- fræði, umhverfismál, skipulagsmál, almannavarn- ir, lagnir og veitukerfi, vöruflutningar og ferðamál. Sem dæmi um LUK í almenningsnotkun nú þegar má nefna Borgarvefsjá.“ Nánari upplýsingar á www.rvk.is/lisa Landupplýsingar | LÍSU-samtökin halda ráðstefnu um landupplýsingar Samtenging myndar samhengi  Þorbjörg Kr. Kjart- ansdóttir er fædd í Reykjavík árið 1955. Hún varð stúdent frá MH 1975 og lauk prófi í landfræði frá HÍ auk framhaldsnáms í byggðalandafræði og skipulagsfræðum við Kaupmannahafnarhá- skóla. Þorbjörg hefur unnið hjá Skipulagsstofnun og hjá Félagsvísindadeild HÍ og er stundakennari við Jarð - og landfræðiskor HÍ. Hún hefur ver- ið framkvæmdastjóri LÍSU-samtakanna frá 1994. Maki hennar er Jónas Gunnar Einarsson viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn. Sími 594 6000 Dísilvélar Loftkældar dísilvélar frá Yanmar 3 til 10 Hö m/án rafstarts H rin gb ro t Alls verða 22 erindi um GPS, kort og landupplýsingar flutt á ráðstefnunni, auk þess sem mörg fyrirtæki og stofnanir taka þátt í sýningu. Dagskráin er tvískipt, annarsvegar ráðstefna frá 9:30-16:30 og hinsvegar eru allir velkomnir á sýningu og erindi frá 16:30-19:00 kl. 10:00 - 19:00 Sýning fyrir ráðstefnugesti kl. 09:30 - 10:00 Setning ráðstefnu, ávarp umhverfisráðherra og formanns LÍSU kl. 10:30 - 12:00 Fundur 1. Staðsetningartækni Fundur 2. Vefsjár kl. 13:30 - 15:00 Fundur 3. Loftmyndir og gagnaöflun / Fundur 4. Gögn og aðgengi kl. 15:30 - 16:30 Fundur 5. Notkun landupplýsingatækni / Fundur 6. Kortatækni Ráðstefnugjald: LÍSU félagar / kr. 15.000 Aðrir / kr. 19.000 Innifalið hádegisverður, kaffi og meðlæti Skráning: lisa@ust.is , sími 591 2070 Nánari upplýsingar og dagskrá: www.rvk.is/lisa Kl. 16:30 – 19:00 Sýningin opnuð fyrir gesti sýnenda og almenning Erindi frá: Ísmar hf, Landmælingar Íslands, Loftmyndir ehf, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun og Inter-map Aðgangur ókeypis frá 16:30-19:00 Landupplýsingar 2004 30. september R á ð s te f n a L Í S U s a m t a k a n n a • H ó te l Lo f t l e i ð u m , Þ i n g s ö l u m 329,8 fm einbýlishús á þremur hæð- um með góðri lofthæð og bakhúsi. Aðalhúsið er 258,9 fm timburhús með bárujárnsklæðningu. Bakhúsið er 70,9 fm og er steypt. Á lóð eru þrjú sérbílastæði. Eign sem býður upp á mikla möguleika. Verð 35 millj. Ragnar sýnir. S. 822 3737. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 BERGSTAÐASTRÆTI 3 OPIÐ HÚS MILLI KL. 17 OG 19 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Gott Reykjavíkurbréf ÁÐUR en lesendur fleygja frá sér sunnudagsblaði Moggans, hvet ég þá til að renna í gegnum athygl- isvert Reykjavíkurbréf í miðopnu þess, um varnarmál Íslands og fram- lag okkar til öryggismála. Það eru skynsamleg, fræðandi skrif. Ekki sízt á það við um hinar vel rökstuddu ályktanir undir lok þeirrar greinar, sem hér er þakkað fyrir. Jón Valur Jensson. Þakkir fyrir góða grein MIG langar að þakka Ragnhildi Kolka fyrir greinarskrif hennar í Morgunblaðinu 19. september sl. sem bar yfirskriftina Réttur barna til heilbrigðis – hver ber ábyrgð. Ég er henni innilega sammála og þakka þér fyrir greinina þína, Ragnhildur. Annað, er ekki búið að ákveða að Jón Steinar Gunnlaugsson fái dóm- arasæti hjá Hæstarétti þó að skip- unin komi frá öðrum ráðherra en þeim sem sér um dómsmál? Mér finnst ég hafa heyrt svona áður. Guðlaug 070131-4049. Gsm-sími í óskilum PILTURINN sem tapaði gsm-síma í vesturbæ Reykjavíkur mánudags- morguninn 27. september er beðinn að hringja í síma 551 5141. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. c3 c5 6. Bd3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 a5 9. 0-0 a4 10. Rf3 Be7 11. Rc3 Rb6 12. a3 Bd7 13. Bc2 Rb8 14. g3 Bc6 15. h4 h6 16. Hb1 Dd7 17. Rh2 h5 18. Rf3 Rc4 19. Rg5 b5 20. Rh7 g6 21. Rf6+ Bxf6 22. exf6 Ra6 23. b3 axb3 24. Hxb3 Rc7 25. Ra2 Kf8 26. Rb4 Re8 27. Df3 Red6 28. He1 Bb7 29. Df4 Re4 30. Rd3 Hc8 31. f3 e5 32. dxe5 Ra5 33. Hb2 Rc4 34. Hb4 Rc3 35. Kh2 Ra2 36. Hb3 Rxc1 37. Dxc1 d4 38. e6 fxe6 39. Dg5 Re3 40. Bb1 Dd5 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti öldunga sem lauk fyrir skömmu á Ítalíu. Tékkneski stórmeist- arinn Vlastimil Jansa (2.500) hafði hvítt gegn Vladimir Bukal (2.397). 41. Rf4! Dxb3 42. Rxg6+ Ke8 43. f7+! Lykilleikur þar sem nú opnast allar flóðgáttir að svarta kóngnum. 43. – Kxf7 svartur myndi einnig tapa eftir 43. – Kd7 44. De7+ Kc6 45. Be4+ Rd5 46. Bxd5+! Dxd5 47. Hxe6+. 44. Re5+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 44. – Ke8 45. Bg6+ Kf8 46. Df6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Bókaforlagið Salka hefur gefið út bók- ina Rúna – Trúnaðarmál eftir Gerði Berndsen, en hún fjallar um Krissu sem er 13 ára og trúir dagbókinni sinni fyrir öllum sínum leynd- armálum. Hún er spennt að byrja í 8. bekk og þar hittir hún draumaprins- inn. Það skiptir hana miklu máli að falla inn í hópinn og stundum verður það henni og vinkonunum dýrkeypt að þykjast eldri en þær eru. En það er ekki bara Krissa sem lendir í erf- iðleikum því foreldrar hennar eru ekki barnanna bestir. BÓKIN Nornafár eftir Ragnar Gísla- son, sem á síðasta ári sendi frá sér spennusögurnar Setuliðið og Tara, er komin út á forlag Sölku. Þar seg- ir frá Dagmar sem stendur í ströngu í nýja skólanum, en á hana sækja margar spurningar um svartklæddar stúlkur sem sækja að henni að nóttu og degi, vúdúgaldur og stúlk- una Perlu. Dagmar reynir að kom- ast til botns í þeim undarlegu at- burðum sem sífellt eiga sér stað í kringum hana. Unglingar STJÖRNUSPÁ mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.