Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 39
Hverfisgötu ☎ 551 9000 Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. NOTEBOOK Sýnd kl. 6, 8 og 10. Fór beint Punginn á þér 1. okt Nýr og betri COLLATERAL TOM CRUISE JAMIE FOXX Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20.  Kvikmyndir.comi i  H.L. MBL. Á einfaldari tímum þurfti einfaldari mann til að færa okkur fréttirnar GEGGJUÐ GRÍNMYND Sýnd kl. 10.15.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. Dodgeball  Kvikmyndir.is Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Þetta hófst sem hvert annað kvöld Fór beint á toppinn í USA! Kr. 500 Kr. 450 óvenjulega venjuleg stelpa DENZEL WASHINGTON Sýnd kl. 4. ísl tal. Kr. 450 Dodgeball Punginn á þér 1. okt. Tveir þeldökkir FBI menn ætla að missa sig í næsta verkefni...og dulbúa sig sem hvítar dívur!! Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30. B.i.12 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10.30. www.regnboginn.is Síðustu sýningar NOTEBOOK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 39 KVIKMYNDATÖKUFÓLK fylgist með Barða Jóhannssyni tónlistar- manni, og reynir að komast að því hver hann er. Það er ekki allt sem sýnist og samferðafólk hans hefur ýmislegt misjafnt um hann að segja. Myndin er svokallað „mocument- ary“, eða grínheimildarmynd, hér í æsifréttastíl, og er nokkuð fyndin. Einsog heimildarmynda er siður, eru viðtöl tekin við fólk sem þekkir til listamannsins. Það kemur sterkt út að spjalla við fólk sem maður veit að hefur í alvöru unnið með Barða og þekkir hann, svo stundum er maður ekki viss hvaða frásögnum maður á að trúa og ekki. Sumt gæti verið satt, sérstaklega þar sem Barði er þekktur fyrir að hafa mjög sérstaka kímnigáfu og maður getur trúað öllu upp á mann sem kemur í sjónvarpsviðtal og slefar allan tím- ann. Mér fannst því veikja myndina að láta Barða búa með Jóni Gnarr, þar sem allir (eða mjög margir Íslend- ingar að minnsta kosti) vita að svo er ekki. Þar er ekki lengur verið að leika sér með efann, og það kemur ekki jafn vel út. Stór hluti mynd- arinnar fer í að fjalla um að hann sé að leyna samkynhneigð sinni. Það gæti einnig verið hlutfallslega satt, en hins vegar þykir ekkert tiltöku- mál að vera hommi í dag, svo sá hluti hefði mátt vera veigaminni. Myndin er fagmannlega unnin og fallega tekin. Margar óborganlegar uppákomur eru í henni, skemmti- legir karakterar og ófá gullkorn falla af vörum Barða. Frábær hug- mynd og fyndin mynd en ekki hugs- uð alveg til enda. Furðufugl í nærmynd STUTTMYNDIR Leikstjórn: Ragnar Bragason. Handrit: Ragnar Bragason og Barði Jóhannsson. Framleiðandi: Bang ehf. Ísland 2003. Hver er Barði?  Hildur Loftsdóttir JÆJA, þar kom að því. Þýska rokk- mulningsvélin, þekkt sem Ramm- stein, er búin með bensínið. Og í raun var þetta bara tímaspursmál, óhjákvæmileg örlög þegar unnið er eftir jafn þröngu skipulagi og þessi ágæta sveit hefur gert. Rammstein mistekst að blása nýju lífi í staðnað vinnulag, eitthvað sem varð að gerast og eitthvað sem þeir hafa viðurkennt sjálfir. Á ein- hvern undraverðan hátt hefur með- limum tekist að halda dampi á þremur breið- skífum, þrátt fyr- ir að öll lögin séu hvert öðru lík, þannig séð. En hér er pínlega augljóst að bjargráð eru engin. Tvö lög eru vel heppnuð, hið frábæra „Amerika“ (fyndnasta lag sem Rammstein hafa gert) og „Los“ (þéttasta kassagítarlag sem samið hefur verið!). Önnur lög eru meira og minna endursamning á eldri lögum. Þegar upp er staðið er auðheyranlegt að það þurfti eitt- hvað, bara eitthvað til að redda þess- ari plötu. Blásturshljóðfæri, spænska gítara, bara eitthvað nýtt. En svo er ekki. Því miður verð ég að segja því að Rammstein er ein skemmtilegasta rokksveit sem ég hef komist í kynni við síðustu tíu ár. Kaldranaleg kímnigáfa saman með þrusurokk- lögum og einörðum ófrumleika. Á tímabili virtist ísköld og hörð fag- urfræði Rammstein ósnertanleg. En af þessari plötu að dæma þarf að endurhugsa málin alvarlega. Hæglega versta Ramm- steinplatan til þessa og mér er stór- lega til efs að skútan nái að rétta sig. Komnir á leiðarenda TÓNLIST Erlendar plötur Rammstein – Reise Reise  Arnar Eggert Thoroddsen MARGIR sáu Íslenska dansflokkinn í nýju hlutverki í Kringlunni á föstu- dagskvöld. Þar sýndi flokkurinn það nýjasta í haust- og vetrartískunni frá nokkrum helstu verslunum Kringlunnar. Óhætt er að segja að sýningin hafi verið óhefðbundin en dansararnir nýttu sér fimi sína til hins ýtrasta. Tískusýningin var haldin í tilefni af reglubundnum Tískudögum Kringlunnar, sem lauk um helgina. Á þessum þemadögum stilla verslanir miðstöðvarinnar fötum út á gínur um gangana til að auðvelda fólki að kynna sér það nýjasta sem er í boði. Tíska | Íslenski dansflokkurinn tók þátt í tískusýningu í Kringlunni Fimi og fjör Morgunblaðið/Eggert Vandaðar og öflugar dælur fyrir alla verktakastarfsemi Sími 594 6000 Brunndælur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.