Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÓRBRUNI varð á Blönduósi þeg- ar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Efstubraut í fyrrinótt. Talið er að tjónið nemi á annað hundrað milljónum króna. Í húsnæðinu var matvörufram- leiðandinn Vilkó með aðstöðu og varð hún eldinum alveg að bráð. Einnig brann Pakkhúsið svonefnda sem er lager gamla kaupfélagsins, sem nú heitir Húnakaup. Bílaþjón- ustan, sem líka er í húsinu, skemmd- ist einnig en slapp aðeins betur en hin fyrirtækin tvö. Eldurinn var tilkynntur klukkan rúmlega fjögur í fyrrinótt og fór Slökkviliðið á Blönduósi í útkallið með aðstoð slökkviliðsins á Hvammstanga og Skagaströnd. Alls tóku um 25 slökkviliðsmenn þátt í aðgerðinni og gekk slökkvistarfið furðu vel miðað við aðstæður að mati Hilmars Frímannssonar slökkvi- stjóra. „Suðurhorn hússins var alelda þegar við komum að því og tveir þriðju hlutar hússins brunnu,“ sagði hann. Húsið er um 5 þúsund fermetra stálgrindarhús með ál- klæðningu með einum eldvarnar- vegg, sem skipti sköpum fyrir slökkvistarfið að mati Hilmars. Hin- um megin eldvarnarveggjarins er dekkjaverkstæði og ullarþvottastöð sem sluppu við skemmdir. Tókst slökkviliðsmönnum að stöðva eldinn við eldvarnarvegginn og því ljóst að enn meira tjón hefði orðið ef hann hefði ekki verið. Rannsókn á eldsupptökum stend- ur yfir, en líklegt er talið að þau hafi orðið í húsnæði Vilkó. Mikið áfall fyrir bæjarfélagið Um 20 störf töpuðust a.m.k. tíma- bundið vegna brunans og sagði Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduóss, brunann vera mikið áfall fyrir bæjarfélagið. Bæjarstjórn hugðist funda um málið í gær til að ákveða hvort til einhverra aðgerða yrði gripið. Hún sagði það hafa verið óskemmtilega lífsreynsla að fylgjast með brunanum. „Þetta hefur mikil áhrif á okkur, bæði beint og óbeint. Til dæmis má nefna að þótt aðeins vinni tveir í pakkhúsi Húnakaupa hefur bruninn mikil áhrif á störf fleiri manna, enda var þar lager fyr- irtækisins,“ sagði hún. Hilmar Frímannsson sagði bruna- vörnum verulega ábótavant í húsinu, t.d. hefði vantað eitt brunahólf til viðbótar. Þá var ekkert brunavarn- arkerfi í húsinu. Margar athuga- semdir hefðu verið gerðar við ófull- nægjandi brunavarnir í húsnæðinu í gegnum tíðina, en þeim ekki sinnt nægilega vel. Þá vantaði brunahana fyrir slökkvilið austan við bygg- inguna með þeim afleiðingum að fara þurfti með brunaslöngur hring- inn í kringum húsið til að komast í vatn. Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík var kvödd á staðinn fyrir vettvangsrannsókn og fulltrúar lög- gildingarstofu. Menn höfðu miklar áhyggjur af roki sem spáð var í dag, miðvikudag, og var því lagt kapp á fyrirbyggja foktjón af völdum fjúkandi járn- platna úr brunarústum. Stórbruni í fimm þúsund fermetra iðnaðarhúsnæði á Blönduósi í fyrrinótt Tjónið talið yfir 100 milljónir kr. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Slökkviliðið á Blönduósi var að störfum alla nóttina og hélt áfram til morg- uns við að slökkva í glæðum. 25 slökkviliðsmenn börðust við eldinn. Tveir þriðju hlutar hússins urðu eldinum að bráð, en eldvarnarveggur hindraði frekari útbreiðslu hans. Brunavörnum verulega ábótavant en eldvarnarveggur gerði sitt gagn Ljósmynd/Höskuldur „ÞETTA er okkar leið til að skoða hvort Alþingi hafi ekki möguleika á því að hafa eftirlit með fjár- reiðum Símans þar sem hann er í ríkiseign,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þingflokkur- inn hefur farið þess á leit við for- sætisnefnd Alþingis að hún feli Ríkisendurskoðun að gera úttekt á Símanum og dóttur- og hlutdeild- arfélögum hans. Þingflokkurinn fer fram á að nokkur atriði verði lögð til grund- vallar þeirri úttekt. Meðal annars verði rannsakaðar forsendur fyrir kaupum Símans á eignarhalds- félaginu Fjörni ehf. og 26% hlut í Skjá einum. Þar verði m.a. lagt mat á arðsemi þeirrar fjárfesting- ar. Þá verði m.a. kannað hvaða áhrif þessi kaup hafi á verðmat á Símanum við sölu hans og hvernig fjármögnun kaupanna hafi verið háttað og „hvort við kaupin hafi í hvívetna verið fylgt ákvæðum laga og reglna um hlutafélög og sam- keppnislög“, eins og segir í bréfi þingflokksins til forsætisnefndar. Í bréfinu er enn fremur óskað eftir upplýsingum um heildarfjár- festingu Símans í breiðbandinu og búnaði sem því tengjast og árlegar tekjur fyrirtækisins af þessum rekstri. „Áhersla er lögð á að þessi út- tekt geti hafist sem allra fyrst þannig að skýrsla Ríkisendurskoð- unar til Alþingis og niðurstöður hennar geti komið til umræðu á Alþingi fljótlega,“ segir enn frem- ur í bréfinu. Ríkisend- urskoðun geri úttekt á Símanum Samfylkingin MÓTTAKA vegna yfirlitssýningar á verkum Louisu Matthíasdóttur var haldin í Norræna húsinu í New York sl. mánudagskvöld, að viðstöddum Geir H. Haarde fjármálaráð- herra, sem lýsti sýninguna formlega opna. Í ræðu sinni talaði Geir um hin séríslensku einkenni verka Louisu, er komi oft á tíðum fram í myndefni og ævinlega í litanotkun listamannsins. Minnti hann á náin tengsl Lo- uisu við hringiðu lista vestan hafs á seinni hluta síðustu aldar og gildi þess fyrir ís- lenska listasögu. Þá hafi Louisu hlotnast sá sjaldgæfi heiður á ferli sínum, að vera inn- vígð í Bandarísku lista- og vísindaakademí- unni auk þess að hljóta heiðursverðlaun Am- erican-Scandinavian stofnunarinnar í New York. Á myndinni eru frá vinstri Hildur Geirs- dóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Geir H. Haarde, Temma Bell ásamt manni sínum Ingimundi Kjarval og þremur affjórum dætrum þeirra, Völu, Úllu og Melkorku en á myndina vantar Nínu. Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Frá móttöku í tilefni af opnun yfirlitssýningar á verkum Louisu Matthíasdóttur í Norræna húsinu í New York. Opnaði sýningu Louisu í New York KOSNINGAR um sameiningu nokk- urra sveitarfélaga í Borgarfirði ann- ars vegar og í Austur-Húnavatns- sýslu hins vegar munu fara fram 20. nóvember næstkomandi og er utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna kosninganna þegar hafin. Annars vegar verður kosið um sameiningu Bólstaðarhlíðarhrepps, Sveinsstaðahrepps, Svínavatns- hrepps og Torfulækjarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu í eitt sveit- arfélag og hins vegar um sameiningu Skilmannahrepps, Hvalfjarðar- strandarhrepps, Innri-Akranes- hrepps og Leirár- og Melahrepps í Borgarfjarðarsýslu í eitt sveitarfé- lag Allir sem lögheimili eiga í sveitar- félaginu þremur vikum fyrir kjördag og orðnir eru átján ára þegar kosn- ingin fer fram hafa rétt til að kjósa í kosningunum. Unnt er að greiða at- kvæði utan kjörfundar hjá sýslu- mönnum um allt land og á kjörstöð- um í viðkomandi sveitarfélögum á kjördag, 20. nóvember. Erlendis fer atkvæðagreiðsla fram á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá al- þjóðastofnunum, kjörræðismönnum eða á öðrum stöðum samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytis. Sveitarfélög á Íslandi eru nú 103 talsins en þau voru 104 í upphafi árs og fækkar um tvö hinn 1. nóvember nk. þegar sameining Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps tek- ur gildi. Ef báðar sameiningartillög- urnar sem kosið verður um 20. nóv- ember nk. hljóta samþykki verða sveitarfélögin 95 og hefur þeim þá fækkað um níu á einu ári, segir í frétt frá félagsmálaráðuneytinu. Tvennar sameiningarkosningar verða haldnar í nóvember Sveitarfélög sam- einuð í Borgar- firði og A-Hún.              ! " #$!" %         &   ' '                       !  " (  )* # $  %      &    +    ,   (   (     $ -! . * $/                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.