Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 31 FRÉTTIR SIGURÐUR G. Guðjónsson, út- varpsstjóri Íslenska útvarpsfélags- ins og framkvæmdastjóri Norður- ljósa, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu. „Ólafur Teitur Guðnason blaða- maður fjallar reglulega um fjölmiðla í Viðskiptablaðinu. Í pistli sem birt- ist í blaðinu 24. september undir fyr- irsögninni Dellu-Dan og fleiri góðir víkur Ólafur Teitur að frétt sem fréttastofa Ríkisútvarpsins birti á vordögum í kjölfar þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafði lagt fram fyrstu útgáfu hins svokallaða fjölmiðlafrumvarps. Hefði frumvarp orðið að lögum, eins og vilji forsætis- ráðherra, ráðherra og meirihluta stjórnarþingmanna stóð til, lá fyrir að skipta yrði Norðurljósum upp og finna í það minnsta dótturfélögum þess, Íslenska útvarpsfélaginu og Frétt, að einhverju leyti nýja eigend- ur. Föstudaginn 30. apríl var haldinn fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna Íslenska útvarpsfélags- ins, Skífunnar og Fréttar og þeim gerð grein fyrir því að ef frumvarpið yrði að lögum myndi það þýða hóp- uppsagnir hjá viðkomandi félögum. Fundurinn með trúnaðarmönnum spurðist út. Arnar Páll, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hringdi í mig skömmu fyrir kvöldfréttir þennan sama dag. Ég staðfesti það við hann að hópuppsagnir hefðu verið ræddar á fundinum við trúnaðarmenn og að þær myndu koma til framkvæmda yrði frumvarpið að lögum. Eins og Ólafur Teitur Guðnason veit mæltist frumvarp forsætisráð- herra afar illa fyrir í samfélaginu og á Alþingi. Forsætisráðherra var knúinn til þess að gera fjölmargar breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu sem var í andstöðu við nánast öll mannréttindaákvæði stjórnarskrár- innar. Vegna þeirra breytinga sem gerðar voru þurfti ekki að grípa til hópuppsagna. Frétt Arnars Páls Haukssonar um hópuppsagnir hjá dótturfélögum Norðurljósa var rétt og byggð á traustum heimildum.“ Heimildar- maður gef- ur sig fram HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD Há-skóla Íslands minnist þess að 2. október nk. eru 31 ár er liðið frá því nám hófst í hjúkrunarfræði við Há- skóla Íslands. Deildin hefur síðustu ár haldið upp á þessi tímamót. Á þessu ári varð dr. Helga Jóns- dóttir prófessor við deildina. Af því tilefni mun hún halda erindi sem ber yfirskriftina „Að þróa þekk- ingu um hjúkrun sjúklinga með langvinna sjúkdóma. – Hjúkrun í krafti þekkingar.“ Í erindinu mun Helga fjalla um rannsóknir sínar og samstarfs- kvenna sinna á hjúkrun fullorðinna langveikra sjúklinga, einkum með lungnasjúkdóma. Rannsóknir þess- ar spanna 17 ár og byggjast bæði á eigind- og megindlegri að- ferðafræði. Áhersla hefur verið á reynsluheim sjúklinga og hjúkr- unarmeðferðir, s.s. reykleys- ismeðferð, endurminningameðferð og stuðningsmeðferð. Erindið verður haldið á morgun kl. 16 í hátíðasal Háskóla Íslands. Erindi um hjúkrun lang- veikra sjúklinga FÉLAGSFUNDUR Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs á Suðurnesjum vill að Bandaríkja- menn hreinsi til eftir sig vegna veru varnarliðsins hér á landi. VG bendir á að öllum ætti að vera ljóst að Bandaríkjaher sé hér fyrir Bandaríkin, og að breytingar á her- stöðinni séu óhjákvæmilegar. „Draga verður Bandaríkjastjórn til ábyrgðar fyrir eyðileggingu sem herinn hefur valdið á umhverfi og náttúru hér á Suðurnesjum. Ís- lenskum stjórnvöldum er skylt að sjá til þess að herinn hreinsi eftir sig. Jafnframt ber að kanna réttar- farslega stöðu sveitarfélaga og ein- staklinga sem orðið hafa fyrir skakkaföllum af völdum herset- unnar og rétt þeirra til skaðabóta. Herstöðin hefur komið í veg fyrir fjölbreytta og heilbrigða at- vinnuþróun á Suðurnesjum.“ Stjórnvöld sjái til þess að herinn hreinsi eftir sigVEGNA fréttar Morgunblaðsins um styttingu náms til stúdentsprófs vill Kennarasamband Íslands taka fram að stytting námstíma til stúdents- prófs hafi verið á stefnuskrá þriggja síðustu menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins, og eigi rætur í til- lögum nefndar um mótun mennta- stefnu sem séu 10 ára gamlar. Í fréttinni var haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra að tillögur skýrslu starfshópa um styttingu náms beri það með sér að réttast sé að stytta námstímann í framhaldsskólunum úr fjórum árum í þrjú. Í tilkynningu KÍ vegna málsins kemur fram að þegar verkefnis- stjórn um styttingu náms til stúd- entsprófs var skipuð hafi það verið gert, eins og fram komi í bréfi menntamálaráðherra frá 29. septem- ber 2003, „til þess að fylgja eftir nið- urstöðum í skýrslu um styttingu námstíma til stúdentsprófs frá því í ágúst 2003, meta þær tillögur sem þar eru settar fram og setja fram heildstæðar tillögur um styttingu námstímans. Auk þess skal verkefn- isstjórn gera framkvæmdaráætlun fyrir styttinguna.“ Síðar í sama bréfi ráðherra segir: „Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að skipa þrjá starfshópa til að fjalla um einstaka þætti málsins, þ.e. fjármál, námskrár- og gæðamál og starfsmannamál.“ Í samræmi við þetta er fyrsti liður í erindisbréfi starfshóps um námskrár- og gæða- mál „að meta og útfæra frekari hug- myndir um námskipan sem settar eru fram í skýrslunni um styttingu námstíma til stúdentsprófs sem gef- in var út af menntamálaráðuneytinu í ágúst 2003.“ Stytting pólitísk ákvörðun Í tilkynningu KÍ segir að af ofan- greindu megi vera ljóst að mennta- málaráðherra hafi skipað bæði verk- efnisstjórnina og starfshópana til að vinna að útfærslu og skoðun á þeirri stefnu menntamálaráðherra að stytta námstíma til stúdentsprófs, enda sé það pólitísk ákvörðun og komi auk þess til kasta Alþingis þar sem slík breyting hafi í för með sér breytingar á lögum um skólahald. Aðildarfélög KÍ sendu mennta- málaráðherra sameiginlega stefnu- mörkun sína í tilefni af áformum stjórnvalda um að stytta námstíma til stúdentsprófs fyrir um ári. „Sam- bandið lagði þar þunga áherslu á að horfið yrði frá áformum um að skera einhliða niður nám og námstíma í framhaldsskóla um 20% og lýstu m.a. þeirri skoðun sinni að taka þyrfti mið af öllu skólakerfinu. Sam- bandið lagði ennfremur áherslu á að strax yrði gerð áætlun um hvernig best mætti þjóna þörfum nemenda- hópsins frá unglingastigi grunnskóla til loka framhaldsskóla,“ segir í til- kynningu KÍ. Yfirlýsing Kennarasambands Íslands Stytting stúdentsnáms ekki tillaga starfshópa FRAMKVÆMDASTJÓRN þingmannanefndar EFTA hitti starfsbræður sína í Rúmeníu og Búlg- aríu nýverið. Fundinn í Búkarest sóttu fulltrúar frá efri og neðri deild þingsins í Rúmeníu auk þingmanna frá Íslandi, Noregi og Sviss. Í Sofiu hittu þingmenn EFTA-ríkjanna starfsbræður sína frá búlgarska þinginu. Fulltrúar Íslands á fundunum voru þing- mennirnir Gunnar Birgisson, formaður þing- mannanefndar EFTA, og Bryndís Hlöðversdóttir. Fríverslunarsamningar milli EFTA-ríkjanna og Rúmeníu og Búlgaríu hafa verið í gildi síðan 1993. Tilgangur fundanna var að styrkja enn frek- ar stjórnmála- og viðskiptatengsl milli ríkjanna, sérstaklega í ljósi fyrirhugaðrar inngöngu Rúm- eníu og Búlgaríu í Evrópusambandið og EES 2007. Gunnar Birgisson, formaður nefndarinnar, kynnti EES-samninginn fyrir fundargestum. Vilja styrkja stjórnmálatengsl EFTA við Rúmeníu og Búlgaríu Gunnar Birgisson alþingismaður ásamt Høglund, Jutzet, Val- eriy Georgiev Dimitrov og Mariana Yonkova Kostadinova. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 7. október 2004 kl. 9:30 á eftirfarandi eignum: Áshamar 63, 04 0102, þingl. eig. Sverrir Fannbergsson, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður. Bárustígur 2, FMR 218-2612, matshl. 01 02 01, íbúð á 2. hæð, þingl. eig. Þröstur Bjarnhéðinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vestmannaeyjabær. Bárustígur 2, FMR 218-2615, matshl. 02 03 01, íbúð á 3. hæð, þingl. eig. Áslaug Rut Áslaugsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vestmannaeyjabær. Bárustígur 2, FMR 218-2616, matshl.02 04 01, íbúð á 4. hæð, þingl. eig. Elías B. Bjarnhéðinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vestmannaeyjabær. Faxastígur 43, neðri hæð og kjallari, þingl. eig. Vilborg Þorsteinsdótt- ir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Fjólugata 5, þingl. eig. Rósa Hrönn Ögmundsdóttir og Gylfi Birgisson, gerðarbeiðendur Lífeyrissj. starfsm. rík. B-deild og Tryggingamiðstöð- in hf. Hásteinsvegur 7, efsta hæð, þingl. eig. Finnbogi Lýðsson, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður. Heiðarvegur 7, neðri hæð, þingl. eig. Anna Sigmarsdóttir, gerðar- beiðendur Byggðastofnun og Vestmannaeyjabær. Helgafellsbraut 24, þingl. eig. Una Sigríður Ásmundsdóttir, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Kirkjuvegur 84 (Drangey), þingl. eig. Valgerður Guðjónsdóttir og Jónatan Guðni Jónsson, gerðarbeiðandi Lífyrissj. starfsm. rík. B-deild. Vestmannabraut 33, miðhæð (eign d.b. Gylfa Harðarsonar), þingl. eig. D.b. Gylfa Harðarsonar, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 28. september 2004. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Aðalstræti 127, ásamt bílskúr, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Óskar Georg Jónsson og Fjóla Björk Eggertsdóttir, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður Vestfirðinga, mánudaginn 4. október 2004 kl. 14:00. Aðalstræti 31, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Uppbygging ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, mánudaginn 4. október 2004 kl. 14:30. Aðalstræti 74, neðri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Viðar Jónsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 4. október 2004 kl. 15:00. Aðalstræti 83, neðri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Anna Gestsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og STEF, samb. tónskálda/eig. flutningsr., mánudaginn 4. október 2004 kl. 15:30. Bjarkarholt, Krossholti, 451 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Helga Bjarndís Nönnudóttir, gerðarbeiðendur Fjársýsla ríkisins, ríkisfjárh. og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 4. október 2004 kl. 09:30. Bjarmaland, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestfirðinga, mánudaginn 4. októ- ber 2004 kl. 18:00. Strandgata 10-12 (fiskþurrkunarhús), 465 Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mír ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, mánudaginn 4. október 2004 kl. 16:30. Strandgata 11, 460 Tálknafirði, þingl. eig. Björn Fjalar Lúðvígsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Patreksfirði og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, mánudaginn 4. október 2004 kl. 18:30. Strandgata 7-9 (niðursuðuverksmiðja), 465 Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Mír ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, mánudaginn 4. október 2004 kl. 17:00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 27. september 2004. Björn Lárusson, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. hæð, sem hér segir: Brekey BA 236, sknr. 1890, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum, þingl. eig. Kolsvík ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Hafna- sjóður Vesturbyggðar, mánudaginn 4. október 2004 kl. 13:00. Hrund BA 87, sknr. 7403, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum, þingl. eig. Kolsvík ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Hafna- sjóður Vesturbyggðar, mánudaginn 4. október 2004 kl. 11:30. Jóhanna Berta BA 79, sknr. 6376, ásamt rekstrartækjum og veiði- heimildum, þingl. eig. Sigurður Bergsteinsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Hafnasjóður Vesturbyggðar og sýslumaðurinn á Patreksfirði, mánudaginn 4. október 2004 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 27. september 2004. Björn Lárusson, ftr. NAUÐUNGARSALA  HELGAFELL 6004092919 VI  GLITNIR 6004092919 III I.O.O.F. 7  18509297½  RK. I.O.O.F. 18  1859298  Rk. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.