Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 37 CONAN O’Brien, spjallþáttastjórn- andinn góðkunni, mun taka við stjórnun þáttarins Tonight Show, þegar samningur núverandi stjórn- anda hans, Jay Leno, rennur út eftir fimm ár. Bandaríska dagblaðið The New York Times greindi frá þessu í gær. Conan mun verða fimmti stjórn- andi þáttarins, sem hóf göngu sína á NBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkj- unum fyrir 50 árum með Steve Allen við stjórnvölinn. Conan hefur nú eigin þátt, Late Night, sem sjónvarpað er á eftir þætti Leno á NBC. Conan verð- ur 46 ára þegar hann tekur við, en Leno 59 ára þegar hann hættir. Leno sagðist tilbúinn til að víkja fyrir Con- an þegar hann skrifaði undir síðasta samning sinn í mars síðastliðnum og sagði í yfirlýsingu: „Þegar ég skrifaði undir nýja samninginn minn, taldi ég tímasetninguna rétta til að gera ráð- stafandir varðandi eftirmann minn, og enginn er hæfari en Conan. Þar að auki lofaði ég konunni minni, Mavis, að ég myndi bjóða henni út að borða áður en ég yrði sextugur.“ Jay Leno hefur verið fastur stjórn- andi þáttarins frá árinu 1992, en þar á undan var Johnny Carson við stjórn- völinn. Leno hafði fram að því verið varastjórnandi og var síðan boðin staða stjórnandans. David Letter- man, helsta keppinaut Jay Leno í kvöldspjallþáttabransanum, var hins vegar einnig boð- in staðan. Vegna gruns um að tvö- falda ráðningin væri einungis til þess fallin að halda keppinautn- um Letterman frá markaðnum, og að hann tæki aldr- ei við stöðunni, ákvað hann að færa sig yfir til CBS- sjónvarpsstöðvarinnar og hefja þar eigin þátt. Mjótt er á munum í áhorfi á þættina, 5,5 milljónir Bandaríkja- manna horfðu á þátt Leno í síðustu viku, en tæpar 5 milljónir á þátt Let- termans. Nokkrar getgátur hafa verið uppi um að svipað mál eigi sér stað nú; til þess að halda Conan innan vébanda NBC sé honum lofað stöðu Leno, án þess að víst sé að svo verði. Talsmenn Conans fullyrða hins vegar að svíki NBC samninginn um að hann taki við Tonight-þættinum árið 2009, þurfi sjónvarpsstöðin að greiða honum milljónir dollara í skaðabætur. Þátturinn halar inn um 150 millj- óna dollara hagnað árlega, eða tæpa ellefu milljarða króna. Tonight-þáttur Leno er sýndur hérlendis á Skjá einum, en fyrir nokkrum árum var Late Night- þáttur Conans sýndur þar. Margir hafa saknað Conans frá því að Leno kom í hans stað og geta þeir horft vonglaðir til ársins 2009, þegar To- night-þátturinn verður vonandi ennþá á dagskrá í íslensku sjónvarpi og þá með Conan O’Brien við stjórn- völinn. Sjónvarp | Jay Leno hættir árið 2009 Conan O’Brien O’Brien tekur við Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Nokia 6610i Léttkaupsútborgun: og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. 1.980kr. 19.980 kr. Verð aðeins: • Litaskjár • 3ja banda • FM útvarp • Innbyggð myndavél 800 7000 - siminn.is Prentaðu út þínar eigin MMS-myndir Komdu við í verslun Símans í Ármúla, Smáralind eða Kringlunni og kynntu þér möguleika MMS hjá Símanum. Við bjóðum þér að prenta út mynd þér að kostnaðarlausu. Myndasímar á tilboðsverði N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 6 5 Nokia 3220 Léttkaupsútborgun: og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. 980kr. 18.980 kr. Verð aðeins: • 65.536 litaskjár með 128x128 punkta upplausn • Myndavél: VGA, 640x480 punkta upplausn • 2 MB innbyggt minni • Java™ leikir og margt fleira Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Komdu með gamla GSM símann þinn til okkar og fáðu sem svarar 2.000 kr. upp í þann nýja. • 4096 litaskjár með 128x128 punkta upplausn • Myndavél: VGA, 640x480 punkta upplausn • 4 MB innbyggt minni • Innbyggður stafrænn áttaviti og margt fleira Nokia 5140 Léttkaupsútborgun: og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. 5.980kr. 29.980 kr. Verð aðeins: Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum.      Setning Jazzhátíðar Reykjavíkur Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna setur hátíðina. Nokkrir listamenn gefa sýnishorn af því sem vænta má í vikunni. Ráðhús Reykjavíkur kl. 17:00 – Aðgangur ókeypis Cold Front Björn Thoroddsen hefur um langt árabil verið í fremstu röð íslenskra jazzleikara. Björn og Richard Gillis trompetleikari hafa nú stofnað tríó, Cold Front, með einum af þekktari bassa- leikurum jazzins, Bandaríkjamanninum Steve Kirby. Þeir félagar hafa vakið mikla hrifningu vestanhafs og er ekki að efa að það sama verður uppá teningnum hér. Tónlist þeirra er aðgengilegt „swing“ með nútímasniði. Kaffi Reykjavík kl. 20:30 – kr. 1.800 Atlantshafsbandalagið Atlantshafsbandalagið er nafnið að kvartettnum sem Jóel Pálsson saxó- fónleikari, Agnar Már Magnússon píanisti, sem báðir eru búsettir á Íslandi, Gulli Guðmundsson bassaleikari sem býr í Hollandi og Einar Valur Scheving, sem býr í Bandaríkjunum, hafa stofnað í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur 2004. Tónlist þeirra er sterk og heillandi og býr yfir krafti fullþroska listamanna. Kaffi Reykjavík kl. 22:30 – kr. 1.500               !"#$% & %' ((!) ' ((*       !"#$ HÓPUR heimskunnra tónlistar- manna hefur lagt upp í tveggja vikna tónleikaferð í því skyni að fá banda- ríska kjósendur til að sniðganga George W. Bush Bandaríkjaforseta í komandi kosningum. Stærstu nöfnin og helstu tals- menn tónleikaferðarinnar eru Bruce Springsteen og hljómsveitin R.E.M. og mun hópurinn leika saman í 36 borgum í níu útvöldum ríkjum þar sem talið er að mjótt sé á munum milli Bush og Kerry. Tónleikaferðin hefst í Washington DC 11. október. Auk Springsteen og R.E.M. koma fram á tónleikunum aðrir yfirlýstir Bush-andstæðingar, eins og The Dixie Chicks, Pearl Jam, Jackson Browne og Bonnie Raitt. Springsteen sagði í viðtali við Rolling Stone-tímaritið að Bush hafi vísvitandi logið að þjóðinni í því skyni að réttlæta innrásina í Írak. „Kjósið breytingu“ Reuters Bruce Springsteen talaði um stjórnmálaskoðanir sínar í viðtali við Ted Koppel í þættinum Nightline í ágúst. Tónleikaferð gegn Bush KVIKMYNDIN Næsland hef- ur verið valin til sýningar í Museum of Modern Art (MoMa) í New York í desem- berlok, ásamt nýjum myndum annarra heimsþekktra leik- stjóra. „Þetta er mikill heiður og sýnir hvað Friðrik Þór Frið- riksson er hátt skrifaður í heim- inum í dag,“ er haft eftir fram- leiðanda myndarinnar, Þóri Snæ Sigurjónssyni, í frétta- tilkynningu frá Zik Zak- kvikmyndagerðinni. Næsland verður einnig sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Hamptons í 20.–24. október, en myndin hefur þegar verið sýnd á tveimur kvikmyndahátíðum, í Tor- onto og í Karlovy Vary, við góðan orðstír og lýsti m.a. dagblaðið kan- adíska Toronto Star því yfir í um- sögn um myndina að hún væri ómissandi. Næsland verður frumsýnd í Há- skólabíói á morgun að viðstöddum framleiðendum, leikstjóranum Friðriki Þór og flestum leikurum myndarinnar. Mun Martin Comp- ston þannig koma sérstaklega til landsins til að vera viðstaddur sýn- inguna. Ennfremur koma Huldar Breiðfjörð handritshöfundur og Guðrún Bjarnadóttir, ein aðal- leikkona myndarinnar, til landsins í tilefni af frumsýningunni, en þau eru bæði við nám í New York. Sýnd í MoMa í desember Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested Martin Compston og Guðrún Compston verða viðstödd frumsýninguna. Kvikmyndir | Næsland frumsýnd á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.