Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSK þekking í fjarskiptatækni verð- ur notuð við uppbyggingu breiðbandskerfis stafræns sjónvarps á Írlandi. Industria, fé- lag Guðjóns Más Guðjónssonar, sem oft er kenndur við Oz, og Magnet Networks skrif- uðu í gær undir saming þess efnis að Ind- ustria mundi byggja upp breiðbandskerfi stafræns sjónvarps í Dyflinni á Írlandi. Magnet Networks er í eigu CVC á Íslandi en eigandi þess er Kenneth Peterson, fyrr- verandi aðaleigandi Norðuráls og Og Voda- fone. Í tilkynningu frá félögunum segir að um sé að ræða stærsta útflutningsverkefni á þessu sviði sem íslenskt fyrirtæki hefur tek- ið þátt í, samningurinn sé upphafið að upp- byggingu sem muni hlaupa á milljörðum króna. Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Industria, segir það mikla viðurkenn- ingu á tæknilegum lausnum fyrirtækisins að þær skyldu hafa orðið fyrir valinu í svo viðamiklu verkefni sem stefnt er að á Ír- landi. Industria hóf störf fyrir Magnet Net- works fyrr á þessu ári og vinna nú átján starfsmenn fyrirtækisins við breiðbands- væðingu þar í landi, og mun fara ört fjölg- andi, að sögn Guðjóns. Kenneth Peterson sagði á blaðamanna- fundi í gær að það ylti á viðtökum almenn- ings hversu mikil verðmæti fælust í verk- efninu. „Við erum tilbúnir að tengja tugi þúsunda húsa, ef við fáum jákvæð merki frá markaðnum og fólk er tilbúið að borga fyrir þetta. Það bendir allt til að þetta geti orðið vinsælt, en það kemur allt í ljós á næstu sex mánuðum. Þetta er verkefni sem hefur möguleika á að verða mjög stórt,“ sagði Kenneth Peterson. Íslensk breið- bandsþekking til Írlands  Guðjón Már/12 BJÖRG Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara (FL), segir að leikskóla- kennarar krefjist sömu launa og grunn- skólakennarar. „Við viljum sömu laun og kennarar með sambærilega menntun, sem eru t.d. grunnskólakennarar,“ sagði Björg í samtali við Morgunblaðið. Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að ljóst sé að ekki verði hægt að fjalla um launaliðinn í kröfugerð leik- skólakennara, svo nokkru nemi, fyrr en niðurstaða sé fengin í kjaradeilu grunn- skólakennara. Kjarasamningur Félags leikskólakenn- ara og sveitarfélaga rann út 31. ágúst sl. og var fyrsti samningafundur vegna nýs kjarasamnings haldinn um miðjan ágúst sl. Hafa síðan þá verið haldnir átta form- legir fundir. Í viðræðuáætlun samnings- aðila kemur m.a. fram að hafi ekki tekist að undirrita nýjan samning fyrir lok sept- ember geti aðilar óskað eftir því að við- ræðunum verði vísað til ríkissáttasemj- ara. Fundað í dag Björg segir að fundur Félags leikskóla- kennara og Launanefndar sveitarfélaga verði haldinn í dag. Á þeim fundi verði væntanlega tekin afstaða til þess hvort vísa eigi viðræðunum til ríkissáttasemj- ara. Vilja sömu laun og grunnskóla- kennarar Félag íslenskra leikskólakennara ♦♦♦ FINNBOGI Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, telur að kjaradeila kennara við sveitarfélögin leysist ekki fyrr en lausn finnst á málum sveitarfélaganna og ríkisins, þ.e. fyrr en ríkið leggi meira fé af mörkum. Finnbogi ræddi stöðu deilunnar á fundi með grunnskólakennur- um á Akureyri í gær. Fullt var út úr dyrum á fundinum, sem haldinn var í verkfallsmiðstöð kennara á Akureyri, og komu kennarar víða að. Engin þeirra tíu undanþágubeiðna sem teknar voru fyrir á fundi undanþágunefndar vegna kennaraverkfalls í gær var samþykkt. Þremur beiðnum var hafnað, afgreiðslu tveggja var frest- að þar sem fulltrúi kennara bað um frest til um- hugsunar, umfjöllun um eina beiðni var frestað vegna skorts á upplýsingum og umfjöllun um fjórar beiðnir frestað til loka vikunnar. Ekki hef- ur verið ákveðið hvenær nefndin kemur saman að nýju. Sigurður Óli Kolbeinsson, fulltrúi sveitarfélag- anna í nefndinni, segir það vonbrigði að undan- þágubeiðnirnar, sem allar voru vegna fatlaðra barna, skyldu ekki vera teknar til greina. Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi kennara í und- anþágunefndinni, sagði að í afstöðu Kennara- sambandsins væri „vísað til fyrri rökstuðnings, sem er í rauninni álit verkfallsstjórnar og þar með Kennarasambandsins, að það er ekki talið að neyðarástand hafi skapast. Þetta álit er í þeirri von að verkfallið leysist fyrir lok þessarar viku“. Næsti samningafundur í kennaradeilunni verður haldinn á morgun. Kjaradeilan leysist ekki án aðkomu ríkisvaldsins  Engar/10–11  Ekki of/17 Formaður Félags grunnskólakennara á fundi með kennurum á Akureyri STUTTMYND Rúnars Rúnars- sonar, Síðasti bærinn, var valin besta norræna stuttmyndin á nor- rænu stutt- og heimildarmyndahá- tíðinni Nordisk Panorama. Það var tilkynnt við verðlaunaathöfn sem fram fór í gærkvöldi. Mynd Rúnars fjallar um tilvist- arkreppu gamals fólks, eins og Hildur Loftsdóttir, kvikmynda- gagnrýnandi Morgunblaðsins, kemst að orði í umsögn sinni. Hrafn, leikinn af Jóni Sigurbjörns- syni, er gamall bóndi sem býr í síð- asta bænum í dalnum. Þegar til stendur að flytja hann og Gróu hans á elliheimili í Reykjavík tek- ur hann til sinna ráða. Hildur segir að myndin sé „falleg, vel skrifuð og átakanleg“. Íslendingur hefur einu sinni áð- ur unnið Nordisk Panorama- verðlaunin en það var fyrir fjórum árum er Dagur Kári Pétursson vann stuttmyndaverðlaunin fyrir myndina Lost Weekend. Tvær myndir fengu verðlaun í flokknum besta norræna heimildarmyndin; Faðir og sonur eftir Visa Koiso- Kanttila frá Finnlandi og Rockert- bræður eftir Kasper Torsting frá Danmörku. Sérstök verðlaun dóm- nefndar hlaut Ástkær Jerúsalem eftir Jeppe Rønde frá Danmörku. Sérstök verðlaun dómnefndar í stuttmyndaflokki féllu í skaut Næturvaktinni eftir Samppa Kuk- konen frá Finnlandi og Næm eftir Jens Jonsson frá Svíþjóð. Þetta er í 15. sinn sem Nordisk Panorama-hátíðin er haldin á Norðurlöndum og hefur aðsókn al- mennings aldrei verið meiri að há- tíðinni. Áætlað er að yfir sex þús- und manns hafi sótt hátíðina síðan hún hófst á föstudag, sem er nýtt aðsóknarmet, en fyrra metið var sett í Malmö árið 2003./40 Aðsóknarmet slegið á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama Síðasti bærinn besta norræna stuttmyndin Morgunblaðið/Þorkell Visa Koiso-Kanttila, Grímur Hákonarson, Kasper Torsting, Jesper Rønde og Rúnar Rúnarsson voru ánægðir með viðurkenninguna. ÞESSIR strákar úr 9. bekk í Hlíðaskóla nýta lausa tímann sem verkfalli fylgir vel. Þeir hafa verið í fullri vinnu við að leggja þökur, hellur og fleira frá því verkfallið hófst. „Við ætluðum bara að reyna að vinna eitthvað í staðinn fyrir að liggja í leti og gera ekki neitt,“ segir Davíð Örn Símonarson sem tyllti sér inn í gröfuna rétt á meðan myndin var tek- in. Hann vinnur þó ekki á gröfunni, enda of að vinna sér inn pening. Ég held að það vilji enginn okkar fara aftur í skólann strax.“ Hann viðurkennir að hafa helst til lítið kíkt í námsbækurnar frá því verkfallið hófst. „Við erum með svona áætlanir sem við eigum að fara eftir. Maður er reyndar ekki búinn að fylgja því mikið út af verkfallinu en við erum að reyna að byrja á því núna,“ segir Davíð Örn. ungur til þess og ekki með vinnuvélaréttindi. Til vinstri er Ólafur Hrafn Steinarsson og til hægri sést Alexander Lúðvígsson sturta úr hjólbörum. Strákarnir voru við vinnu sína á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar þegar ljósmynd- ara bar að garði. Davíð Örn er ekki ósáttur við verkfallið og saknar skólabókanna lítið. „Þetta er bara snilld að fá frí og hafa tíma til „Þetta er bara snilld að fá frí“ Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.