Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 70 ÁRA afmæli. Ídag, 29. sept- ember, verður sjötug- ur Hilmar Jóhann- esson, rafeinda- virkjameistari, Brekkugötu 19, Ólafsfirði. Eiginkona hans er Hrafnhildur Grímsdóttir. Þau eru að heiman í dag. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 skrugga, 4 manna, 7 dulin gremja, 8 gefur upp sakir, 9 beita, 11 numið, 13 viðbjóður, 14 eignarjarðar, 15 nöf, 17 þróttar, 20 ambátt, 22 fiskur, 23 bál, 24 stjórnar, 25 fleinn. Lóðrétt | 1 óskýrt tal, 2 ótti, 3 ræktaðra landa, 4 snjór, 5 sveigjanleg, 6 undin, 10 týna, 12 frí- stund, 13 reykja, 15 auð- sveipur, 16 látin, 18 ól, 19 beiskan, 20 skordýr, 21 klæðleysi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 goðheimur, 8 kubba, 9 mamma, 10 fáu, 11 peðin, 13 rella, 15 ókind, 18 snæða, 21 róm, 22 kalla, 23 eflir, 24 snögglega. Lóðrétt | 2 ofboð, 3 hrafn, 4 ilmur, 5 urmul, 6 skip, 7 taða, 12 inn, 14 enn, 15 óska, 16 iglan, 17 draug, 18 smell, 19 ærleg, 20 arra. Kvikmyndir Regnboginn | Kl. 10–13, verðlaunamyndir í Nordisk Panorama sýndar. Tónlist Akraneskirkja | OPUS heldur tónleika í Vinaminni kl. 20.30. Akureyrarkirkja | Tónleikar danska Sankt Annæ stúlknakórsins kl. 20. Frír aðgangur. Félagsheimilið Brautarholti | Feðginin Ólaf- ur B. Ólafsson harmónikkuleikari og Ingi- björg Aldís Ólafsdóttir sópran halda skemmtikvöld fyrsta okt. nk. kl. 21. Menntaskólinn á Akureyri | Hölt hóra, Stoneslinger og Douglas Wilson kl. 20. Menntaskólinn við Hamrahlíð | Kaffi- húsakvöld til styrktar Amnesty kl. 20. Glym- skrattarnir og Hraun! leika angurværa og lítt rafmagnaða tónlist. Salurinn | Aukatónleikar vegna fjölda áskor- ana. Á efnisskrá eru nýjar perlur í bland við eldra efni. Félagsstarf Árskógar 4, | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, heilsugæsla kl. 10.30–11.30, smíði og útskurður kl. 13–16.30, spil og keila kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 böðun, kl. 9–16 vinnustofan opin, glerlist, kl. 13–16.30 bridge/vist. Bridsdeild FEBK Gullsmára | Eldri borg- arar fagna hausti að Gullsmára 13 miðviku- daginn 29. september kl. 14. Listafólk úr Kramhúsinu sýna dansa, m.a. magadans. Ung söngkona mætir á staðinn. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Opnað kl. 9 blöðin, rabb, kaffi á könnunni, sam- verustund, myndmennt kl. 10–16 línudans kl. 11, pílukast kl. 13.30. Pútt á Ásvöllum kl. 15 til 16. Gaflarakórinn, æfing kl. 17. Félag eldri borgara, Reykjavík | Samfélagið í nærmynd kl. 11, þáttur um málefni eldri borgara á RUV. Söngvaka kl. 14, stjórnandi Helgi Seljan, undirleikari Sigurður Jónsson. Ólafur B. Ólafsson harmonikkuleikari og Ingibjörg Ólafsdóttir söngkona koma í heim- sókn. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvenna- leikfimi kl. 9.30, 10.20 og 11.15, spilað bridge og handavinnuhornið í Garðabergi kl. 13. Vinnuhópur í glerskurði kl. 13.Vöfflukaffi í Garðabergi eftir hádegi. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handavinna, bútasaumur, útskurður og hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58, | Opin vinnustofa kl. 9– 15, samverustund kl. 10.30, myndlist- arnámsk. kl. 15, kaffiveitingar. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Opinn vinnnustofa og postulínsnámskeið, kl. 9–16, hárgreiðslu- stofa 9–12 s. 568–3139. Fótaaðgerðarstofa kl. 9–16 s. 897–9801, hádegismatur og síð- degiskaffi. Opið öllum aldursflokkum. Upp- lýsingar í síma 568–3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun fimmtu- dag 30. sept. Keila í Mjódd kl. 10. Norðurbrún 1 | Kl. 9 opin vinnustofa, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus Holtagörð- um, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband kl. 9, hárgreiðsla kl. 9, morg- unstund kl. 10, fótaaðgerðir kl. 10.30, hand- mennt almenn kl. 10 til 16, kóræfing kl. 13, lesklúbbur kl. 15.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | TTT-starf (5.–7. bekkur) kl. 17–18. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 15.30–16.30. Mömmumorgunn kl. 10–12. Op- ið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin. Krist- björg á Punktinum kynnir starfsemi. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund alla mið- vikudaga kl. 12. Orgelleikur, hugleiðing, fyr- irbænir. Léttur málsverður eftir stundina. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16.30, TTT (10– 12 ára) kl. 17.30. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Samvera okkar er á mið- vikudögum frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Um klukkan 15.00 er kaffi og þá kemur alltaf einhver gestur með fróðleik eða skemmtiefni. Stutt bænastund er fyrir kaffið. Öllum er velkomið að taka þátt í þessu starfi. Nánari uppl www.kirkja.is. Lofgjörðarstund kl. 20.15. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15 –18 á neðri hæð (sjá nánar . www. digra- neskirkja.is.). Kl. 17.15–18. Garðasókn | Foreldramorgnar í Vídal- ínskirkju hvern miðvikudag kl. 10 til 12 Fyr- irlestur hvern mánuð. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | Helgistund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Æsku- lýðsfélag í Engjaskóla fyrir 8. bekk kl. 20–21. Grensáskirkja | Samvera eldri borgara í Grensáskirkju eru hvern miðvikudag frá kl. 14–15.30. Biblíulestur, bæn, söngur og sam- félag. Kvenfélag kirkjunnar sér um kaffið. Allir hjartanlega velkomnir. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. For- eldramorgnar kl. 10–12. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Miðvikudag- inn 29. sept. er fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði kl. 18. Kl. 19 biblíulestur. Barnastarfið skiptist niður í eftirfarandi aldurshópa. 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára Krakka Rangers, 8–9 ára Frum- herja, 10–12 ára Skjaldbera Rangers, og 13– 17 ára Útverðir Rangers. Kristniboðssalurinn | Samkoma miðviku- daginn 29. sept. kl. 20. „Góða hlutskiptið“ Lúk. 10,38–42. Ræðumaður, Salóme Garð- arsdóttir. Mikil lofgjörð. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð kl. 12.10–12.30; orgelleikur, hugvekja bæna- gjörð. Súpa og brauð kl. 12.30–kr. 300. Laugarneskirkja | Miðvikudagur. Kl. 10 Mömmumorgunn. Allar mömmur og ömmur velkomnar. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólar- megin leggur af stað frá kirkjudyrum. Kl. 14.10–15.30 Kirkjuprakkarar. (1.–4. bekkur). Kl. 16.15 T.T.T. (5.–7. bekkur). Kl. 19 Ferm- ingar-Alfa. Kl. 20.30 Unglingakvöld (8.bekk- ur). Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Kynn- ing á ungbarnanuddi. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, leikir og föndur. Umsjón Guðmunda Inga Gunnarsdóttir. Kór Neskirkju, æfing kl. 19. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson org- anisti. Krakkaklúbburinn, starf fyrir 8 og 9 ára kl. 14.30. Leikir, spil, föndur og margt fleira. Umsjón Guðmunda og Elsa. Ferming- arfræðsla kl. 15. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 9 og 10 ár stúlkur. Stjórnandi Stein- grímur Þórhallsson. Upplýsingar í síma 8968192. Selfosskirkja | Æskulýðsfélag Selfosskirkju. Fundir á sunnudögum kl. 19.30 í safn- aðarheimilinu. Foreldrasamvera miðviku- daga k. 11. Hrefna Bjarnadóttir íþróttakenn- ari kemur í heimsókn. Kirkjuskóli 6–10 ára á miðvikudögum kl. 13.15–14.05 í Fé- lagsmiðstöðinni. Kynningarfundur á 12 spor- um 6. okt. kl. 20. Víðistaðakirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12.00. Gott fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta stund í erli dagsins til að öðlast innri ró og frið. Hægt er að koma fyr- irbænaefnum til sóknarprests eða kirkju- varðar. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.00. Námskeið Kristniboðssambandið | Fræðslukvöld um Síðara bréf Páls postula til Korintumanna, annað kvöld kl. 20–22 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Fyrirlestrar Kennaraháskóli Íslands | Sif Einarsdóttir og Manfred Lemke halda fyrirlestur í KHÍ kl. 16.15 um rannsókn á raunhæfi mats og kóð- unar íslenskrar starfslýsingar samkvæmt áhugasviðum Hollands. Staður og stund http.//www.mbl.is/sos 50ÁRA afmæli. Ídag, 29. sept- ember, er fimmtug Vigdís Elísabet Reyn- isdóttir, Vogagerði 9, Vogum. Eiginmaður hennar er Hallgrímur Einarsson. Þau taka á móti ættingjum, vinum og öðru samferðafólki í Glaðheimum, Vogum, laugardaginn 2. október kl. 20. 50 ÁRA afmæli. Ídag, 29. sept- ember, er fimmtugur Dagur Garðarsson, Galtarlind 17, Kópa- vogi. Hann og eig- inkona hans, Guðrún Sigurðardóttir, taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 2. október milli kl. 18–21 í húsi Frímúrarareglunnar að Ljósatröð 2, Hafnarfirði. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is  NORRÆNA félagið og Nordisk Panorama standa fyrir bílabíói á Miðbakka Reykja- víkurhafnar klukkan níu í kvöld, en þar verða sýndar verðlaunastuttmyndir Nor- disk Panorama hátíðarinnar auk myndar Jóns Gnarr, Með mann á bakinu. Sig- urmynd Nordisk Panorama í ár er Síðasti bærinn, en í henni fer Rúnar Rúnarsson með aðalhlutverkið. Bílabíó á Miðbakka Bikarúrslit. Norður ♠ÁG752 ♥954 N/Enginn ♦Á63 ♣97 Vestur Austur ♠K83 ♠D1064 ♥K ♥G3 ♦D10754 ♦K98 ♣KG65 ♣Á1083 Suður ♠9 ♥ÁD108762 ♦G2 ♣D42 Þegar stöðumyndin að ofan er skoðuð sést fljótlega að fjögur hjörtu er góður samningur í NS þrátt fyrir fáa punkta. Vörnin fær alltaf tvo slagi á lauf og einn á tígul, en ef hægt er að verka trompið tap- slagalaust má taka tíu slagi. Hin tækni- lega „rétta“ íferð er að svína hjartadrottn- ingu, sem er augljóslega ekki leiðin til lífsins í þessari legu, en kannski eðlileg niðurstaða. Í bikarúrslitaleik Orkuveitu Reykjavíkur og Sláturfélags Suðurlands voru spiluð fjögur hjörtu á báðum borðum og báðir sagnhafar hittu á að fella kónginn blankan fyrir aftan. Skýringin lá í sögnum. Í opna salnum voru bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir í NS gegn Ragn- ari Magnússyni og Júlíusi Sigurjónssyni: Vestur Norður Austur Suður Ragnar Sigurbj. Júlíus Anton -- Pass Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Dobl Allir pass Anton vakti á þremur hjörtum í þriðju hendi og þegar hækkunin í fjögur kom til Júlíusar í austur þá doblaði hann, pass- aður maðurinn, hálfpartinn til úttektar. Sem er góð sögn í sjálfu sér, en illa valin í þetta sinn. Eitt er víst um slík dobl – þau eru ekki byggð á styrk í trompinu, svo Anton var fljótur að taka trompásinn þeg- ar hann komst að. Tíu slagir. Í lokaða salnum vakti Þröstur Ingi- marsson í austur á 10–12 punkta grandi. Sú opnun flækti sagnir nokkuð, en Hrólfur Hjaltason og Sigurður Vilhjálmsson fundu þó leið í fjögur hjörtu. Vestur Norður Austur Suður Sævar Sigurður Þröstur Hrólfur – Pass 1 grand 3 hjörtu 3 grönd Dobl Pass Pass 4 tíglar 4 hjörtu Allir pass Sævar Þorbjörnsson veðjaði á þrjú grönd yfir þriggja hjarta hindrun Hrólfs, en lét sér segjast þegar Sigurður doblaði og flúði í fjóra tígla. Sigurður reyndi þá fjögur hjörtu. Sævar kom út með smáan tígul. Hrólfur reiknaði dæmið þannig: Miðað við útspilið virtist vestur hvergi eiga röð, til dæmis ÁK í laufi, KD í spaða eða KD í tígli. Þar með voru allmargir punktar uppteiknaðir í austur í litunum fyrir utan trompið. Og þriggja granda sögn vesturs, auk flóttans í kjölfarið, sagði sína sögu. Hrólfur ákvað því að leggja nið- ur hjartaásinn og uppskar tíu slagi. Vel spilað á báðum borðum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér finnst einsog ráðist sé að þér úr öllum áttum og kannski er það satt. Reyndu að leysa vandamálið, ekki flækja það. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert ákveðinn í að fá aðra til að gera eitthvað í vinnunni. Jafnvel þótt þú hafir rétt fyrir þér, er þá öll fyr- irhöfnin þess virði? Er ekki betra að halda friðinn? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert full/ur af skemmtilegum hug- myndum í dag. Þú skalt ráðast í hvaða skapandi verkefni sem er. Þú hefðir einnig gaman af því að spjalla við krakka. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Ein- hver er að sannfæra einhvern um eitthvað. Reyndu að halda þér utan við rifrildi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hæfni þín í dag til að sannfæra aðra, kenna öðrum eða hafa áhrif á fólk er skuggaleg. Það er af því að þú gefur þig alla/n í samskipti þessa dagana. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú færð frábærar hugmyndir í dag um hvernig græða má peninga. Treystu hvatvísinni. Þig gæti langað að fá fólk til að sjá hlutina í þínu ljósi. Og það kemur til með að heppnast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér líður vel með sjálfa/n þig í dag, og þú ert til í næstum hvað sem er. Hugurinn er lifandi og viðbragðs- fljótur. Þess vegna er allt sem þú segir fyllt eldmóði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er stundum gott að hlusta á litlu innri röddina. Þú hefur einhverjar þarfir sem þurfa að fá útrás þessa dagana. Ef það virkilega er þú, láttu það þá flakka. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Oftast er bara best að láta fólk trúa því sem það vill. En ef þú þarft hins vegar að sannfæra vin um eitthvað í dag, þá mun þér að öllum líkindum takast það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er fínn dagur til að ræða við yfirmenn, kennara og vini. Þú talar með slíkum sannfæringarkrafti að allir eru sammála þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur mikla rannsóknarhæfileika í dag. Þú munt grafa djúpt eftir þeim svörum sem þú leitar að. Hugaðu að tryggingarmálum og málum sem snúa að sameign. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki rífast við aðra í dag. Þá muntu mæta mótspyrnu. Reyndu líka að standast þá freistingu að reyna að neyða fólk til að vera sammála þér. Slappaðu bara af. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Eru mjög klár og búa yfir sérstöku tæknilegu verksviti. Þau hafa mikla skipulagshæfileika. Það er frábært fyrir hóp eða félag að eiga þau að því þau vinna svo vel með öðrum. Þau eru bæði áköf og afslöppuð og það eru fáir sem virkilega skilja þau. Þau ættu að búa sig undir kröftugustu og bestu ár lífs síns. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.