Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í fyrra kom hingað til lands vinsæl japönsk sjónvarpskona til að taka upp efni um Tak- ako fyrir þáttinn sinn. Henni fannst það í meira lagi frá- sagnarvert að japönsk kona skyldi hafa sest að í þessu afskekkta landi. Takako var líka merkileg kona sem átti heima bæði í fjölmenninu hjá japönsku stórþjóðinni, og í fámenn- inu á Íslandi. Hún var heima bæði í Tókýó og Vík í Mýrdal. Þetta gaf henni mjög einstakt sjónarhorn á marga hluti. Takako tók hlutverki sínu í lífinu alvarlega og vandaði sig. Þegar hún TAKAKO INABA JÓNSSON ✝ Takako InabaJónsson fæddist í Urawa í Japan 1. júní 1946. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans að morgni 19. september síðastlið- ins og fór útför henn- ar fram frá Hall- grímskirkju 24. september. ákvað að setjast að á Íslandi lagði hún sig fram við að virða ís- lenskar hefðir og venj- ur og kynnti sér ís- lenska sögu og menningu. Hún lærði málið mjög vel. Fram- burðurinn var með sjarmerandi japönsk- um hreim, og orðaforð- inn var klassískt gull- aldarmál, enda var hún vel lesin. Hún ræktaði garðinn sinn og vináttuna. Það var ein af hennar allra sterkustu hliðum, hvað hún lét sér annt um hag annarra, tók þátt í lífi vina sinna og mætti öllum með já- kvæðu viðmóti. Við Takako kynntumst í Mótettu- kór Hallgrímskirkju. Hún var list- elsk kona, og flestir fundir okkar snerust með einhverjum hætti um listiðkun, okkar eða annarra. Ótal tónleikar, sýningar, leikhúsferðir og bókmenntaumræður eigum við að baki. Á síðasta fundi okkar í Brekku- túninu snerust umræðurnar um Ís- landsklukku Laxness. Á síðustu tón- leikana okkar komst hún á milli lyfjameðferða, „Ég kem, þetta er góð vika hjá mér“. Síðasta samtalið okkar þar sem hún gat með ein- hverju móti talað, snerist um Manga teiknimyndasögur og hennar jap- anska sjónarhorn á þeim. „Ég skal lána þér sögu sem ég veit um. Þú verður að lesa hana.“. Ég á ótal slíkar minningar um Ta- kako. Með þeim allra skemmtileg- ustu var þegar við gerðumst málalið- ar hjá Óperusmiðju Austurlands og sungum Elía á Seyðisfirði. Æfing- arnar, tónleikarnir og ferðin fram og til baka í góðu veðri, allt er þetta ógleymanlegt. Næst hjarta hennar stóð samt fjölskyldan og heimilið. Þau Kjartan bjuggu sér fallegt bú þangað sem gott var að koma. Við sátum oft við eldhúsborðið og ræddum málin, svo duttu Árni og Ólöf inn á leið í eða úr spilatíma, sund, ballett… alltaf eitt- hvað, en gáfu sér tíma til að heilsa og spjalla. Þetta voru efnileg börn, og Takako bar mikla umhyggju fyrir þeim, hafði metnað fyrir þeirra hönd og var stolt af þeim með réttu. Og hún hafði áhyggjur auðvitað, hvaða móðir hefur ekki áhyggjur af börn- unum sínum. „Blessuð, slappaðu af,“ sagði ég. „Það er gott í þeim, þau pluma sig.“ Jú, hún varð að viður- kenna það, þau voru frábær. Nú eru þau ekki lengur börn, heldur full- orðið fólk með eigin fjölskyldu og Takako var orðin amma. Mikill er missir litlu telpnanna að fá ekki að kynnast Takako ömmu. Kæri Kjartan, elsku Ólöf og Árni. Megi Drottinn blessa ykkur og ykk- ar nánustu í þessum mikla missi. Við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um Takako verður allt- af með okkur. Litla konan skildi eftir sig djúp spor. Gry og fjölskylda. Mér barst sú fregn snemma á mánudagsmorgni hinn 20. septem- ber að hún Takako væri dáin. Að mér þyrptust minningar um liðnar samverustundir. Ég sá hana Takako fyrst við hringborðið í matsal Fram- kvæmdastofnunar ríkisins á Rauð- arárstígnum. Þetta var kvennaborð- ið í matsalnum og þannig var það öll árin á Rauðarárstígnum. Við þetta borð voru einkamál okkar kvennanna rædd og vandamál leyst með undraverðum hætti. Við þetta borð myndaðist grunnur að vina- tengslum sem eftir því sem árin liðu styrktust og í mörgum tilfellum hafa ekki slitnað síðan. Takako hafði ekki verið lengi í hópnum þegar mér varð ljóst að þarna fór mikil heimskona í bestu merkingu þess orðs. Það var ekki bara það að hún væri hámennt- uð, víðlesin og fróð, yfir henni var einhver fágun sem er sumu fólki í blóð borin og engin menntun getur breytt þar neinu um. Hún Takako hafði svo marga góða eiginleika og mikla hæfileika. Hún söng eins og engill og spilaði á píanó og hörpu, en hún hafði líka það til að bera sem gerði hana svo sérstaka í mínum augum. Það var hin barnslega ein- lægni sem einkenndi allt í fari henn- ar og gerði svo notalegt að vera í ná- vist hennar. Síðasta samverustund okkar Tak- ako í þessu lífi var núna í júní þegar við fórum saman í gönguferð um dal- inn í nágrenni heimilis hennar. Veðr- ið var yndislegt, sólin skein og trén nærri laufguð og allt í umhverfinu sýndi að sumarið var að koma. Í þessari gönguferð tók ég af henni mynd þar sem hún stendur í sólskin- inu og þannig vil ég minnast hennar. Hún mun minna mig á það, að eins og við ræddum oft um, að þegar hinu jarðneska lífi lýkur og fortjaldið lyft- ist tekur birtan við. Kærustu þakkir fyrir samfylgd- ina. Öllum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Helga Guðjónsdóttir. Lokað Lokað verður í dag, miðvikudaginn 29. september, vegna útfarar EYJÓLFS GUÐSTEINSSONAR. Verslun Guðsteins Eyjólfssonar, Laugavegi 37, Reykjavík. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS H. SIGURÐSSONAR stýrimanns, Hjallalandi 7. Sérstakar þakkir fær Sigrún Reykdal læknir fyrir umhyggju og hlýju undanfarin ár. Einnig starfsfólk gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaklega góða umönnun síðustu ævidaga Gunnars. Ólöf Þór, Jón Þór Gunnarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Gróa Gunnarsdóttir, Pétur Jóhannesson, Gunnar Gunnarsson, Valva Árnadóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Pétur Ásgeirsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HJÁLMFRÍÐUR GUÐNÝ SIGMUNDSDÓTTIR frá Hælavík, til heimilis á Sunnubraut 16, Reykjanesbæ, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. október kl. 13.00. Reynir Jónsson, Sævar Reynisson, Guðmundur Óli Reynisson, Svala Rún Jónsdóttir, Jóhanna Reynisdóttir, Ólafur Eyþór Ólason, Guðný Reynisdóttir, Axel Arnar Nikulásson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilegan hlýhug og auðsýnda samúð við fráfall GUÐLAUGAR KRISTJÖNU GUÐLAUGSDÓTTUR frá Búðum í Hlöðuvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði fyrir umönnun hennar á liðnum árum. Fyrir hönd aðstandenda, Albert J. Kristjánsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður míns, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR INGIBJÖRNS ÓLAFSSONAR. Ingveldur Valdimarsdóttir, Sigurlína Jóhannesdóttir, Donald Ingólfsson, Ingveldur Jóhanna Donaldsdóttir, Hallgrímur I. Valberg, Kristín Donaldsdóttir, Guðmundur Hansson, Jóhannes Ingibjörn Donaldsson, Elísabet Eggertsdóttir, Elín María Donaldsdóttir og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR flugstjóra, Hamrahlíð 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks B7 Landspítala, Fossvogi, fyrir umönnun. Þá viljum við þakka FÍA virðingu í hans garð. Ingveldur Eyvindsdóttir, Sigurður Ólafur Sigurðsson, Guðrún Lilja Ingvadóttir, Katrín Guðrún Sigurðardóttir, Gísli Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir öllum þeim, sem heiðruðu minningu sonar míns, JEROME VALDIMARS WELLS, sem lést í Englandi 24. ágúst síðastliðinn. Sérstakar hjartans þakkir til starfsfólks Safn- aðarheimilisins Vinaminni á Akranesi, kirkju- kórs Akraness, Guðrúnar Tómasdóttur, Hauks Guðlaugssonar og Gunnars Kvaran. Ávallt Guði falin. Gyða L. Jónsdóttir. Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir, stjúp- bróðir, mágur og frændi, BRAGI GUNNARSSON, Eyrarholti 7, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnar- firði, fimmtudaginn 30. september kl. 13.30. Gunnar Árni Þorleifsson, Theódóra Sif Pétursdóttir, María Bragadóttir, Sveinn Hallgrímsson, Unnur Lind Gunnarsdóttir, Halldór Haraldsson, Baldur Gunnarsson, Þórunn Jónsdóttir, Ólöf Petra Gunnarsdóttir, Fannar Gunnlaugsson, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Berglaug Dís Jóhannsdóttir, Sóley Björk, Sindri Freyr, Helena Rán og Eva Dís. Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, HÁKON SVEINSSON frá Hofsstöðum, Reykhólasveit, Svölukletti 1, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstu- daginn 1. október kl. 14.00. Hrafn Þórir Hákonarson, Snjólaug Soffía Óskarsdóttir, Atli Sigmar, Hrafnhildur Soffía, Hákon Ólafur og Emil Þór Hrafnsbörn og Hugi Hrafn Blandon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.