Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Stakkavík auglýsir eftir beitningafólki nú þegar. Upplýsingar í síma 420 8000. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hella/Hvolsvöllur Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilbrigðisstofn- un Suðurlands er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu við stöðvarnar á Hellu og Hvolsvelli. Æskilegt er að umsækjandi hafi viðurkenningu sem sérfræðingur í heimilislækningum. Laun eru samkvæmt úrskurði kjaranefndar. Umsóknarfrestur er til 20. október 2004. Við mat á umsóknum verður lagt mikið upp úr eiginleikum sem lúta að samstarfi og sveigj- anleika, skipulögðum og sjálfstæðum vinnu- brögðum og hæfni í samskiptum. Nánari upplýsingar veita læknarnir Þórir B. Kolbeinsson í síma 487 5123 og Guðmundur Benediktsson í síma 487 8126. Umsóknum skal skila á viðeigandi eyðublöðum sem fást á skrif- stofu landlæknis til Framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunar Suðurlands, v. Árveg, 800 Selfoss. Við heilsugæslustöðvarnar á Hellu og Hvolsvelli starfa 3 læknar og sinna ca 3.100 íbúum. Stöðvarnar eru vel búnar með góðri vinnuaðstöðu. Í sveitarfélögunum er mjög barnvænt umhverfi með einsetnum skólum og leikskólum, ný íþróttahús og sundlaugar. Tónlistarskóli og öflugt kórastarf. Miklir útivistar- og tómstundamög- uleikar, golfvöllur, hestamennska, veiðar o.fl. Klukkustundar akstur er til Reykjavíkur. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILBOÐ / ÚTBOÐ F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar: Reglubundið viðhald loftræsikerfa í 16 grunnskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkur. Opnun tilboða: 14. október 2004 kl. 10:00 hjá Innkaupastofnun. 10401 Nánari upplýsingar um verkin eru hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur sjá, http://www.reykjavik.is/innkaupastofnun TILKYNNINGAR Jafnréttisviðurkenning 2004 Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttis- viðurkenningar fyrir árið 2004. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnrétt- ismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 1. október nk. til Jafnréttisráðs, Hvannavöllum 14, 600 Ak- ureyri, í síma 460 6200, bréfsíma 460 6201 eða í tölvupósti jafnretti@jafnretti.is. Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn- ingshreppi, Hrunnamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Samkvæmt 1. mgr 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með aug- lýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 1. Syðri-Brú í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillaga að breytingu aðal- skipulags Grímsnes-og Grafningshrepps 2002- 2014. Tillagan gerir ráð fyrir að landbúnaðar- svæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð og í opið svæði til sérstakra nota. Skipulagssvæð- in eru tvö; 120 ha austan Þingvallavegar undir hlíðum Búrfells og 20 ha vestan vegarins með- fram Sogi. Svæði sem breytast í frístunda- byggð eru 100 ha en 40 ha verða að opnu svæði til sérstakra nota. Tillagan er auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi frístunda- byggðar. 2. Úthlíð í Biskupstungum, Bláskóga- byggð. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012. Svæðið sem breyt- ingin nær til afmarkast af Kóngsvegi til norð- urs, Andalæk til suðurs, landamörkum við Hrauntún til austurs og landamörkum við Mið- hús til vesturs. Samkvæmt núgildandi skipu- lagi er svæðið ætlað til landbúnaðar, undir frí- stundabyggð og sem opið svæði til sérstakra nota. Vegna áforma um aukna ferðaþjónustu á svæðinu gerir tillagan ráð fyrir að breyta um- ræddu svæði í svæði með blandaða landnotk- un, þ.e. frístundabyggð, opin svæði til sér- stakra nota (golfvöll), verslun og þjónustu og íbúðarsvæði. Íbúðarsvæðið er eingöngu á svæðinu norðan Laugarvatnsvegar og vestan vegar að sumarbústaðasvæði. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðuðu heildar deiliskipulagi Úthlíðar. Athugasemdir Skipulagsstofnunar við breyt- ingatillöguna liggja frammi ásamt tillögunni. 3. Reykjavellir í Biskupstungum, Blá- skógabyggð. Tillaga að breytingu aðalskipu- lags Biskupstungna 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að 13 ha svæði beggja vegna aðkomu- vegar að frístundabyggð í Víkurholti breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístunda- byggð. Tillagan er auglýst samhliða tillögu að deili- skipulagi frístundabyggðar. 4. Laugarvatn í Laugardal, Bláskóga- byggð. Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012. Breytingin nær til tveggja reita í þéttbýlinu á Laugarvatni. Á nyrðri reit, við grunnskólann, felst breytingin í því að opið svæði til sérstakra nota breytist í svæði fyrir þjónustustofnanir og tengist það fyrirhugaðri viðbyggingu við skólann. Á syðri reit sem afmarkast af innri mörkum íbúðarhúslóða við Reykjabraut, Bjarkarbraut og Lindarbraut felst breytingin í því að opið svæði til sérstakra nota og svæði fyrir opinber- ar stofnanir breytist í íbúðarsvæði. Breytingin tengist fyrirhugaðri þéttingu byggðar. Tillagan er auglýst samhliða deiliskipulagstillögu á syðri reitnum. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með aug- lýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur: 5. Syðri-Brú í Grímsnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar. Skipulagssvæðin eru tvö, 128 ha austan Þingvallavegar og 40 ha vestan vegarins. Gert er ráð fyrir 104 frístundahúsum í fjölbreyttu útivistarlandi og er m.a. gert ráð fyrir golfvelli á hluta svæðisins. 28 lóðir eru vestan Þingvallavegar. Tillagan er auglýst samhliða tillögu að aðal- skipulagsbreytingu. 6. Reykjavellir í Biskupstungum, Blá- skógabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frí- stundabyggðar. Tillagan gerir ráð fyrir 25 frí- stundalóðum á sléttu landi sunnan og norðan aðkomuvegar að samliggjandi frístundabyggð í Víkurholti. Tillagan er auglýst samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu. 7. Skálabrekka 1 í Þingvallasveit, Blá- skógabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frí- stundabyggðar. Tillagan gerir ráð fyrir 8 frí- stundahúslóðum um og yfir 8000 m² að stærð á heimatúninu norðan og austan við bæjar- stæði Skálabrekku 1. 8. Laugarvatn í Laugardal, Bláskóga- byggð. Tillaga að deiliskipulagi eldri byggðar og þéttingu hennar. Svæðið afmarkast af Reykjabraut, Bjarkarbraut og Lindarbraut og nær til 7 núverandi einbýlishúsalóða og einnar parhúsalóðar. Tillagan gerir ráð fyrir 3 nýjum einbýlishúsalóðum á óbyggðu svæði milli nú- verandi lóða og einni einbýlishúsalóð við Reykjabraut. Tillagan er auglýst samhliða til- lögu að aðalskipulagsbreytingu. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með aug- lýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar: 9. Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í frístunda- byggðinni Holtabyggð í Langholtsfjalli. Breyt- ingin felst í breyttum lóðarmörkum milli lóða 205 og 206 og færslu byggingarreits lóðar nr. 205. 10. Úthlíð I og II í Biskupstungum, Blá- skógabyggð. Tillaga að endurskoðuðu heild- ardeiliskipulagi frístundabyggðar og ferðaþjón- ustusvæðis í Úthlíð. Tillagan nær til svæðisins sem afmarkast til austurs og vesturs af land- merkjum Úthlíðar við Miðhús og Hrauntún, til suðurs af Andalæk og til norðurs í átt að Kol- grímshól og Gjáhól. Stærð lands innan skipu- lagssvæðisins er u.þ.b. 440 ha. Tillagan nær til allra núverandi frístundahúslóða, bæjar- húsa, ferðaþjónustuhúsa, tjaldstæða og golf- vallar sem og til nýrri frístundahússvæða. Til- lagan er auglýst samhliða tillögu að aðalskipu- lagsbreytingu. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrif- stofu viðkomandi sveitarfélags og hjá em- bætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnes- sýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrif- stofutíma frá 29. september til 27. októ- ber 2004. Athugasemdir við skipulagstil- lögurnar skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi mið- vikudaginn 10. nóvember 2004 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögunar innan tilskil- ins frests telst vera samþykkur þeim. Laugarvatni, 22. september 2004. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.