Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 35 MENNING SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands heldur tvenna tónleika á Sauð- árkróki í dag og tvenna í Borg- arnesi á morgun. Á hvorum stað fyrir sig býður SÍ upp á barna- tónleika síðdegis og hefðbundna tónleika að kveldi. Á tónleikunum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld kl. 20 verður boðið upp á forleik eftir Beethov- en, klarinettukonsert eftir Mozart, svítu eftir Khatsatúrjan og kvik- myndatónlist eftir John Williams. Á tónleikunum í Borgarnesi fær hljómsveitin góðan liðstyrk þegar kórinn Söngbræður mun stíga á svið og flytja valinkunn verk. Ein- ar Jóhannesson, klarinettuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, mun leika einleik og hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Miða- verð er 2.000 krónur fyrir full- orðna en aðeins 1.000 krónur fyrir börn yngri en 16 ára. „Börnin á báðum stöðum fá einnig eitthvað fyrir sinn snúð og það er líklegast kærkomið á þess- um tímum þegar þau hafa lítið fyr- ir stafni vegna verkfalls kennara. Efnisskráin á síðdegistónleik- unum er því fyrst og fremst sett saman með börnin í huga. Æv- intýrið um Pétur og úlfinn hefur hrifið margar kynslóðir barna í meðförum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og víst er að þrumur og eldingar eftir Richard Strauss munu eflaust skemmta barnssál- inni sem og valin kvikmynda- tónlist eftir John Williams,“ segir Sváfnir Sigurðarson kynning- arfulltrúi. Öllum börnum boðið á sinfóníutónleika Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ VAR við hæfi að Stórsveit Reykjavíkur minntist þess að hundr- að ár eru liðin frá fæðingu eins mesta stórsveitarsnillings allra tíma með tónleikum í Ráðhúsi Reykvíkinga. Snillingurinn er að sjálfsögðu Count Basie, en verk hans eru jafn fersk og þau voru er hann lék þau fyrst. Það elsta, Moten Swing, hljóðritaði hann með Kansas City-sveit Bennys Mo- tens 1932. Aftur á móti hóf hljóm- sveitin tónleikana á yngsta verkinu á dagskránni, The Heat Is One, eftir Sammy Nestico, sem Basie hljóðrit- aði fyrst 1975. Þarna var línan gefin. Styrkleikabreytingar notaðar til hins ýtrasta og sveiflan létt og leikandi. Sigurður Flosason blés altósóló, en upprunalega var þetta einn af fáum Basieópusum þar sem barrýtonsax- inn var eina einleikshljóðfærið. Næst kom Moten swing í útsetningu Er- nies Wilkins og neglan fræga á sínum stað og þótt maður hafi ekki verið keyrður jafn rækilega niður í sætið og á Basietónleikum var hún góð. Síðan var hvert verkið öðru betra frá hinu svokallaða Nýja testaments- skeiði Basie leikið, en svo var tíma- bilið nefnt er hann stofnaði stórsveit að nýju eftir að hafa orðið að leika með septett frá 1950 til 52. Frægasta skífa hans frá því tímabili er Atomic Basie sem Neal Hefti skrifaði og voru þrjú verk af henni á efnisskrá Stórsveitar Reykjavíkur að þessu sinni: Li’l Darlin’, ballaðan und- urfagra þar sem Ívar Guðmundsson blés mjög vel trompetsóló Wendells Culleys og Jón Páll fékk tækifæri til að leika gítarsóló, en það hljóðfæri heyrðist sjaldan í sólóum hjá Basie og þá frekar að Eddie Durham léki þá en meistari hrynsins, Freddie Green. Jón Páll lék sólóinn meist- aralega og var hann einn af hápunkt- um tónleikanna. Flight of The Foo Birds og Whirley-Bird voru einnig á dagskránni og blés Sigurður Flosa altósóló í því fyrrnefnda en Ólafur Jóns tenórsólóinn og í því síð- arnefnda var það Stefán S. sem blés tenórsóló. Þeir Ólafur og Stefán voru í því lítt öfundsverða hlutverki að leika sólóa þar sem helsti einleikari Basiebandsins eftir fimmtíu, Eddie Lockjaw Davis, hafði verið í aðal- hlutverki og er það næstum óvinn- andi verk – auk þess sem hljóm- burður Tjarnarsalar hjálpaði þeim ekki, eftir voldugan leik hljómsveit- arinnar tókst ekki að magna saxó- fónsólóana nægjanlega. Það voru margir fleiri fínir Basie-ópusar á efn- isskránni: Shiny Stockings og Blues in Frankie’s Flat eftir Frank Foster, sem stjórnaði þeim síðarnefnda á tónleikum með Stórsveit Reykjavík- ur 1997. Þar blés Ívar Guðmundsson fínan sóló með dempara. Svo var Kansas City shout eftir Wilkins og aukalagið að sjálfsögðu útsetning Wild Bill Davis á April in Paris og fyrri endurtekningin fékk að fljóta með. Aftur á móti sleppti Snorri Sig- urðarson Thad Jones-tilvitnuninni í Pops Goes The Wesel í fínum sólói sínum, en stundum þegar Thad gerði það var Basie spurður hví hann hefði ekki leikið April in Paris, svo samgróin var þessi tilvitnun laginu í huga margra. Einn ópus var dálítið ólíkur öllum hinum og einna for- vitnilegastur áheyrnar, Down For Double eftir Freddie Green í útsetn- ingu Bucks Claytons. Basie hljóðrit- aði þennan ópus 1941 og eru frum- nóturnar ekki fáanlegar svo Daniel Nolgaard varð að skrifa útsetn- inguna niður eftir plötunni. Hún hljómaði svosem ágætlega, en það vantaði mikið upp á hinn rétta tón Gamlatestaments-sveitar Basies, honum verður líklega aldrei náð að nýju. Þó var aðdáunarvert hvað hrynsveitin stóð sig vel þarna og sveiflan leikandi þótt enginn fari að bera hana saman við The All Americ- an Rhythm Section. Á þessum tónleikum sannaði Stór- sveit Reykjavíkur enn einu sinni að hún er fullfær um að fást við það besta í tónbókmenntum djassins. Að vísu hefðu æfingar mátt verða fleiri og einstaka hnökrar heyrðust því í samleiknum. Riffin voru stundum fulldauf, en dýnamíkin í lagi, leik- gleðin mikil og hrynsveitin bara nokkuð góð þótt Jóhann Hjörleifsson ætti stundum fullt í fangi með af- slöppuðustu kaflana. Hann bætti það upp í trommubreikunum sem voru í besta Sonny Payne-stílnum. Ástvald- ur var ekkert að rembast við að leika eins og Basie, sem betur fer, því það hefur engum tekist til þessa. Það var ekkert hlé en þess í stað hvíldi sveitin meðan Jón Páll lék þann Basieópus sem boppararnir héldu mest upp á: Lester Leaps In eftir Lester Young. Þetta var fín upphitun fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur, sem hefst í dag, og ekki er að efa að stórstjörnur á borð við bassaleikarana Niels- Henning, Steve Kirby og gítaristann Wolfgang Muthspiel ásamt rjóma ís- lenskra djassleikara, hvort sem þeir búa heima eða erlendis, fylla tón- leikasalina meðan á hátíð stendur. DJASS Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur Einar St. Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjartan Hákonarson og Ívar Guðmunds- son trompeta; Edward Frederiksen, Stef- án Ó. Jakobsson og Björn R. Einarsson básúnur; David Bobroff bassabásúnu; Ólafur Jónsson, Stefán S. Stefánsson, Sigurður Flosason, Peter Tomkins og Kristinn Svavarsson saxófóna, Ástvaldur Traustason píanó, Jón Páll Bjarnason gít- ar, Gunnar Hrafnsson bassa og Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórnandi: Daniel Nolgård. Miðvikudaginn 22.9. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Basie í fullu fjöri Vernharður Linnet Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 9-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 EIGNIR ÓSKAST Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Í kjölfar vaxtalækkana hefur sala eigna aukist verulega. Okkur vantar eignir fyrir trausta og örugga kaupendur. Í mörgum tilfellum er boðið upp á staðgreiðslu eða langan afhendingartíma: • 3ja-5 herb. í Bökkunum á 1. eða jarðhæð. Ákveðinn kaupandi. • Einbýli/parhús/raðhús í Hafnarfirði. Höfum kaupendur að bæði litlum húsum í gamla bænum og glæsivillum í nýrri hverfum. • Einbýli/parhús/raðhús í vesturbænum og Seltjarnarnesi. Verðbil 30-100 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Fossvogi og Smáíbúðahverfi. Verðbil 20-60 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Breiðholti. Verðbil 20-40 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Árbæjarhverfi. Verðbil 25-70 millj. • Hæðum í Hlíðunum, Laugarneshverfi og vesturborginni. • 2ja, 3ja og 4ra herb. í miðbæ Reykjavíkur. • 2ja, 3ja og 4ra herb. fyrir opinberan aðila. Langur afhendingartími getur verið í boði. • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í Breiðholti. • Einbýli/parhús/raðhús í Fossvogi og Smáíbúðahverfi. Verðbil 20-60 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Grafarvogi og Grafarholti. Verðbil 25-50 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Grafarvogi og Grafarholti. Verðbil 25-50 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Mosfellsbæ. HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SKOÐUM SAMDÆGURS. VERÐLEGGJUM EIGNIR YKKUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. Nú styttist til jóla. Okkar vinsæla jólahlaðborð byrjar 27. nóvember. Þú getur einnig yljað þér með ljúfum veigum á hlýlega Koníaksbarnum eða kælt þig niður með kokkteil á Ísbarnum, svalasta barnum í bænum, en þar er alltaf meira en 6° frost! Bjóðum upp á sali fyrir öll tækifæri: Fundahöld, árshátíðir, afmæli, ættarmót, fyrirtækjamóttökur, starfsmannahóf, þorrablót, giftingaveislur. Vesturgötu 2, sími 5523030, kaffireykjavik@kaffireykjavik.is, www.kaffireykjavik.is PANTIÐ TÍMAN LEGA! Okkar vinsæla jólahla›bor› GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.