Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 19 UMRÆÐAN SÉRKENNILEGAR deilur hafa risið að undanförnu vegna skipunar dómara við Hæstarétt Íslands. Darraðardans- inn hófst þegar Hæsti- réttur birti sérkenni- legan lista sinn og setti besta lögmann landsins skör lægra en aðra um- sækjendur. Allt er þetta sérkennilegt og dapurlegt. Í 30 ár hefur Jón Steinar praktíserað. Hann hefur flutt um 260 mál fyrir Hæsta- rétti. Eiríkur Tómasson – fínn lögfræðingur og drengur góður – á að baki 15 ára feril og 31 mál. Hæstiréttur segir að þeir standi jafnfætis! Einn krossfarinn gegn Jóni Steinari, Jakob Möller segir að lögmenn bæti ekkert við sig eftir 10 ára praxís. Það sé alltént í hans tilviki. Það kann vera en dínamískur, kjarkmikill maður sem leitar þroska og þekkingar vex að mannkostum allan sinn starfsaldur. Ég veit að svo er um Jón Steinar. Því kann að vera öðru vísi farið um Jakob. Annar krossfari, Ragnar Að- alsteinsson, vill útiloka Jón Stein- ar frá Hæstarétti fyrir skoðanir sínar. Ragnar hefur gefið sig út fyrir baráttu fyrir mannrétt- indum! Mönnum er ekki sjálfrátt í vitleysunni. Ég var blaðamaður í 20 ár og fjallaði á þeim tíma um mörg stærstu og viðkvæmustu mál síð- ari hluta 20. aldar. Jón Steinar var þá oft á vett- vangi. Enginn í blaðamannastétt fór í grafgötur um að þar fór albesti lögmaður landsins; maður haldinn ríkri réttlætiskennd, hreinlyndur, traustur og afburða greindur. Jón Bald- vin Hannibalsson lýsti mannkostum og lögfærni Jóns Steinars afar vel í grein í Morg- unblaðinu á mánu- dag. Fyrrverandi formaður Alþýðu- flokksins lýsti því þegar Jón Steinar tók að sér „tapað“ mál fjölskyldu hans og snéri því upp í glæstan varnarsigur. Sjálfur leitaði ég til Jóns Stein- ars fyrir tæpum áratug í máli sem alþjóð fylgdist síðar grannt með. Ameríkumenn vildu flytja Keikó til landsins. Hégómi miðað við vanda Jóns Baldvins og fjöl- skyldu hans en vandasöm glíma samt. Menn höfðu áður reynt að fá leyfi til að flytja háhyrninga til landsins en fengið þvert nei. Í kerfinu voru litlir kallar sem höfðu uppi digurmæli um að Keikó kæmi aldrei til Íslands; fyrr skal ég dauður liggja, sagði einn hrokagikkurinn í háu emb- ætti. Hann myndi stöðva málið. Meira að segja forsetinn hreytti í ameríska vini mína að Keikó fengi aldrei að snúa aftur. Þeir hrökkl- uðust öfugir út af skrifstofu Ólafs Ragnars og skildu ekkert í ofsa Íslendinga í garð þessa háhyrn- ings sem hafði óvart ratað á hvíta tjaldið og orðið heimsfrægur. Hamarinn virtist ókleifur. Það voru því góð ráð dýr. Hvernig kæmumst við framhjá möppudýr- unum sem létu einskis ófreistað að misbeita valdi sínu. Ég fór til þess besta, eins og Magnús Thorodd- sen kveðst hafa gert í sínu fræga máli. Ég snéri mér til Jóns Stein- ars. Lögmaðurinn brosti í kamp- inn og kvaðst mundu skoða málið. Viku síðar kom hann fram með lausn framhjá kerfiskörlunum. Af- ar snjalla lausn en samt svo ein- falda og tæra. Kerfisþrælarnir komust ekki með puttana í málið enda Keikó ekki fiskur og Hafró ekkert með málið að gera. Keikó bankaði uppá í umhverfisráðu- neytinu. Og Keikó kom! Lítil þjóð má ekki vísa þeim bestu á dyr. Lítil þjóð má ekki vísa þeim bestu á dyr Hallur Hallsson fjallar um hæstaréttardómaraumsóknina ’Ég fór til þess besta,eins og Magnús Thor- oddsen kveðst hafa gert í sínu fræga máli.‘ Hallur Hallsson Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. KÚAREKTOR Framsóknarflokksins kom fram í fjölmiðlum mánudagskvöld 27. þ.m. og lýsti yfir með rembu að kennarar ættu að hafa góð laun, en kjaradeila þeirra nú væri mál kenn- arasamtakanna og sveitarfélaga og kæmi ríkisstjórn ekki við. Þá vita menn það. Ríkisstjórnin vill vera stikkfrí þegar við blasir vandamál, sem hagsmunir æskulýðs landsins krefjast að lausn verði fundin á þegar í stað. Það er greinilega ekki sama hver í hlut á. Síðastliðinn áratug hefir ríkisstjórnin gengið undir sægreif- um að leysa vinnudeil- ur þeirra með lögum. Þá var hún ekki stikkfrí! Enda ber þá nauðsyn mest að meta að skara eld að köku þeirra, sem borga lungann af herkostnaði rík- isstjórnarflokkanna. Staðan í þessum skelfilegu átakamálum er raunar ekki mjög flókin. Allir eru sammála um að kennarar búi við alltof bág kjör. Það blasir því við að þeir geta ekki samið nema að fá veru- legar kjarabætur. Staða sveitarfé- laganna flestra, við- semjenda þeirra, er á hinn bóginn sú, að þau geta ekki risið undir auknum út- gjöldum. Reyndar getur fjöldi þeirra þakkað það stefnu stjórnvalda í sjáv- arútvegsmálum. Hvað er þá til ráða í þessari háska- legu stöðu? Það eru engin önnur sköpuð ráð til, en að landsins kassi geri sveit- arfélögunum fært að semja við kennara, með fjárframlögum til bráða- birgða, meðan sveitarfélögunum eru fengnir nýir tekjustofnar til reksturs skólanna. Allt annað leiðir til ófarnaðar. Þegar verðmætasta eign þjóð- arinnar, æskulýðurinn, er á von- arvöl, getur landsins stjórn ekki lýst sig stikkfría. Leggi hún ekki beint hönd að verki um lausn vandamálsins ber henni að fara frá – strax og undireins. Stikkfrí? Sverrir Hermannsson fjallar um verkfall grunnskólakennara ’Þegar verð-mætasta eign þjóðarinnar, æskulýðurinn, er á vonarvöl, getur landsins stjórn ekki lýst sig stikkfría. ‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. menntamálaráðherra. ÞAÐ ER gleðiefni að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmað- ur og lagaprófessor, hafi nú sótt um dómarastöðu við Hæstarétt. Í mínum huga og fjölmargra annarra stendur hann öðrum framar hvað varðar árangur og reynslu í málflutningi og djúpa þekkingu á lögum og réttarfari. Það sýna málarekstur hans, ritverk og þátt- taka í opinberri um- ræðu glögglega. En annað er ekki síður mikilvægt: Jón Steinar hefur aldrei skirrst við að gagnrýna lög og dóm- stóla, hafi honum þótt þörf á. Hann hefur heldur ekki hikað við að taka virkan þátt í stjórnmálaumræðu og þá síst vafist fyrir honum að gagn- rýna vini og samherja opinberlega. Í stuttu máli sagt held ég að flestir hljóti að vera sammála um það, að op- inber framganga Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hefur öðru frem- ur einkennst af óvenju miklu hugrekki og framúrskarandi heið- arleika. Hugrekki og heiðarleiki voru að sönnu ekki á lista Hæstaréttar yfir hæfn- isskilyrði. En ef einhverjir mann- kostir skipta máli í starfi dómara hljóta það að vera þessir. Hugrekki og heiðarleiki Þorsteinn Siglaugsson fjallar um embættisveitingu hæstaréttardómara Þorsteinn Siglaugsson ’Jón Steinar hefur aldr-ei skirrst við að gagn- rýna lög og dómstóla, hafi honum þótt þörf á.‘ Höfundur er hagfræðingur. MIRALE Grensásvegi 8 sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 Kjartan Guðjónsson listmálari sýnir á Veggnum í Mirale fg wilson Sími 594 6000 Rafstöðvar Veitum ráðgjöf og þjónustu fyrir allar stærðir og gerðir rafstöðva FGWILSONmase Vöruhúsið ehf heildverslun Ný sending af fallegum silkiblómum. Pantanir í síma 565 1504 voruhusid@internet.is 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is Heimsferðir bjóða næsta vetur einstakt tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg, en þaðan er aðeins um klukkustundar akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er afbragðs aðstaða fyrir alla skíðamenn. 56 lyftur eru á svæðinu og hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins, og snjóbretti og gönguskíði er þar ekki utanskilin. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Sjá nánar á www.heimsferdir.is Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Skíðaveisla Heimsferða í Austurríki Zell am See - Saalbach - Hinterglemm frá kr. 29.990 Beint flug til Salzburg · 29. jan. 19. feb. · 5. feb. 26. feb. · 12. feb. Verð frá kr. 29.990 Flugsæti til Salzburg, 29.janúar, fyrstu 30 sætin. Netverð. Verð frá kr. 59.990 Flug og hótel án nafns, Zell am See/Schuttdorf, með morgunverði. Netverð. 29.janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.