Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 15 MINNSTAÐUR Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð Kringlan OPNUM Á MORGUN OPNUNARTILBOÐ New langermabolir 990 Texas peysur 1.990 Mooty 447 gallab. 2.990 Spike strigaskór 2.990 Boom leðjurjakkar 6.990 Auk fleiri frábærra tilboða. Tilboð gilda einnig í Smáralind OPNUNARTILBOÐ Sims stuttermabolir 790 Roma rúllukragapeysa 1.490 Perry skyrta 1.490 Joseph flauelsbuxur 2.990 Venice skór 4.990 Dachard jakkaföt 12.900 Auk fleiri frábærra tilboða Jakki 9.900 Skyrta 4.990 Kringlan - Smáralind Ég kveð bæjarpólitíkinameð trega, hún geturverið skemmtileg. Engárungarnir eru með get- gátur um að ég sé að undirbúa fram- boð á nýjum stað fyrir næstu kosn- ingar,“ segir Ómar Jónsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur. Hann og fjölskylda hans hafa keypt rekstur matvöruverslunarinnar Hólmgarðs í Keflavík og taka við fyrirtækinu næstkomandi föstudag. Fjölskyldan er flutt til Keflavíkur og lætur Ómar af störfum sem bæj- arfulltrúi á sama tíma. Ómar hefur verið í versl- unarrekstri í rúman áratug. Hann rak verslun í Vogum á Vatnsleysu- strönd og keypti síðan verslun í Grindavík og rak um tíma verslun þar og í Keflavík. Hann seldi Sam- kaupum búðirnar og var áfram verslunarstjóri fyrir þá í Grindavík. Fyrir rúmu ári hætti hann þar og keypti rekstur sjoppunnar á Fitjum, við bensínstöð Orkunnar. Í góðu hverfi Nú hellir hann sér aftur út í mat- vöruverslun. „Mér sýnist markaður- inn hafa breyst og umhverfið vera orðið töluvert annað en það var fyrir fjórum til fimm árum. Þá voru stór- fyrirtækin að opna búðir úti um allt og við urðum að hætta. Nú eru keðj- urnar frekar að minnka við sig. Hér í Keflavík er búið að loka Nóatúns- versluninni og 10–11 er að draga saman seglin,“ segir Ómar. Hann segir að matvöruverslunin í verslanamiðstöðinni Hólmgarði sé ein af fáum einstaklingsverslunum sem hafi staðið af sér umbreyting- arnar á markaðnum. Hún er þátt- takandi í verslanasamstarfinu Þín verslun. Ómar segir að verslunin sé staðsett í góðu hverfi og það sé lyk- illinn að stöðu hennar og forsendan fyrir því að þau hjónin, hann og Ingi- björg Ragnarsdóttir, hafi ákveðið að fara út í þennan rekstur. „Ég vil vinna sjálfstætt og veit að ekki eru margir möguleikar til þess í verslun, stóru keðjurnar eru búnar að skipta markaðnum talsvert mikið á milli sín. Þetta er vissulega átak en ég kvíði því ekki. Ég þekki þessa starfsemi og hlakka til að takast á við hana. Það fylgir þessu áhætta en það veldur hver á heldur og maður verður að leggja sig fram um að gera hlutina vel. Ég veit heldur ekki um mörg störf sem eru algerlega áhættulaus,“ segir Ómar. Þau ætla að selja Orkustöðina og einbeita sér að rekstri matvöruversl- unarinnar. Býst Ómar við því að ganga frá sölunni á allra næstu dög- um. Kveður með trega Ómar og fjölskylda hafa selt hús sitt í Grindavík og eru flutt til Kefla- víkur. Á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur lét hann bóka að vara- maður tæki sæti hans í bæjarráði og bæjarstjórn 1. október. Þetta er hans annað kjörtímabil í bæj- arstjórn Grindavíkur og þar hefur hann verið í embættum forseta bæj- arstjórnar um tíma og nú formaður bæjarráðs. Áður átti hann sæti í hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps og var um tíma oddviti. Hann segist kveðja bæjarpólitík- ina með trega því hún gæti verið skemmtileg. Menn ættu hins vegar ekki að sitja lengi. Þetta séu krefj- andi störf og menn þurfi að hafa ákveðna orku og vilja til að ganga þar til verka. Ómar er ekki alveg horfinn af sviðinu því hann situr í stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. til næsta aðalfundar. „Ég hef eitt og hálft ár til stefnu,“ segir Ómar brosandi þegar hann er spurður hvort hann sé að undirbúa framboð í nýju bæjarfélagi við næstu sveitarstjórnarkosningar og viðurkennir að gárungarnir sem komi við á bensínstöðinni reyni að halda því á lofti. Ómar Jónsson flytur til Keflavíkur og kaupir matvöruverslunina Hólmgarð Markaðurinn hefur breyst Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á nýjum stað Ómar Jónsson og Ingibjörg Ragnarsdóttir hafa fært sig um set á Suðurnesjum og taka við rekstri matvöruverslunarinnar Hólmgarðs. SUÐURNES Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.