Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Eyjólfur Guð-steinsson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1918. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 22. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðsteinn Eyjólfsson klæð- skerameistari og kaupmaður í Reykja- vík, f. í Krosshúsum í Grindavík 1890, d. 1972, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1893, í Miðhúsum í Hvol- hreppi, d. 1942. Systkini Eyjólfs eru: 1) Hólmfríður María, f. 1914, 2) Jón Óskar, f. 1916, 3) Kristinn, f. 1921, 4) Sigursteinn, f. 1924, 5) Vilborg, f. 1927, 6) Ársæll, f. 1928 og 7) Málfríður, f. 1931. Aðeins þrjú systkinanna eru nú á lífi, þau Sigursteinn, Vilborg og Ársæll. Eyjólfur kvæntist árið 1954 Þóru Hjaltalín, f. 1935, dóttur Svövu Havsteen og Steindórs Hjaltalín útgerðarmanns frá Ak- ureyri. Börn Eyjólfs og Þóru eru: a) Svava verslunarstjóri, maki Karl Þór Sigurðsson viðskipta- fræðingur og eiga þau dæturnar Þóru Björk og Kristínu. b) Erna fasteignasali, maki Tryggvi Bjarnason lögfræð- ingur, synir þeirra eru Bjarni, Steindór og Trausti. c) Guð- steinn sparisjóðs- starfsmaður, maki Margrét Sigurðar- dóttir iðnrekstrar- fræðingur, sonur þeirra er Sigurður. Börn Guðsteins af fyrra hjónabandi eru Eyjólfur og Inga Birna. Eyjólfur fetaði í fótspor föður síns og nam klæðskeraiðn en vann ekki mikið við fatagerðina Námið nýttist honum þó vel þar sem hann starfaði alla tíð við innkaup og sölu herrafatnaðar. Fyrst við hlið föður síns í Verslun Guðsteins Eyjólfssonar en síðustu árin rak hann það fyrirtæki ásamt Hólm- fríði systur sinni og í félagi við börn hennar eftir að hún lést. Eyjólfur verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Að morgni 22. september sl. lést tengdafaðir minn, Eyjólfur Guð- steinsson kaupmaður, á Landspítal- anum við Hringbraut eftir skamma legu, 86 ára gamall. Eyjólfur hafði um nokkurt skeið háð hetjulega bar- áttu og var ekki á því gefast upp. Sá baráttuvilji, sem Eyjólfur sýndi allt til hinstu stundar, var einkennandi fyrir hann og hans lífshlaup. Eyjólfur starfaði alla sína starfs- ævi við verslunarrekstur í Verslun Guðsteins Eyjólfssonar, fyrst með föður sínum, Guðsteini Eyjólfssyni, og síðar á eigin vegum í félagi við systur sína, Hólmfríði, og að henni látinni, börnum hennar. Spannar starfsævi hans við fyrirtækið rúm 70 ár. Honum var fyrirtækið ávallt of- arlega í huga, afkoma þess jafnt sem líðan starfsfólks sem margt hafði fylgt honum um áratuga skeið en síð- ustu árin var dóttirin, Svava, stoð hans og stytta við reksturinn. Ég átti þess kost að ferðast nokk- uð með Eyfa, bæði í tengslum við rekstur hans og svo á eigin vegum. Þar kom vel í ljós að hann var mikils metinn af erlendum viðskiptavinum. Honum var hvarvetna sýnd virðing og þakklæti fyrir áralöng, trygg við- skipti. Eyfa var mjög í mun að gera góða samninga til að geta tryggt við- skiptavinum í versluninni góð kjör en hann sagði oft að bestu launin væru þakklæti viðskiptavinanna. Eyfi hélt vel utan um fjölskylduna. Börnin og barnabörnin voru honum mjög kær. Hann þreyttist ekki á að brýna fyrir barnabörnunum mikil- vægi þess að mennta sig og standa á eigin fótum. Hann hafði skoðanir á flestu sem þau tóku sér fyrir hendur og þau höfðu bæði gagn og gaman af að ráðfæra sig við hann um hin ólík- legustu mál. Hann var afar örlátur og að hans mati var aldrei of mikið gert þegar kom að gjöfum og veit- ingum. Alls þessa naut fjölskyldan ríkulega. Helsta áhugamál Eyfa var hesta- mennskan. Allt fram á síðasta dag fór hann og sinnti sínum hestum þó svo reiðtúrum færi fækkandi. Átti hann margt af sínum bestu vinum í hópi hestamanna sem nutu þekking- ar hans og reynslu. Eyfi var þakk- látur fyrir þennan góða félagsskap og þá aðstoð sem honum var veitt á síðustu misserum. Fjölskylda mín átti þess kost fyrir sjö árum að byggja sumarbústað í fé- lagi við tengdaforeldrana. Það var táknrænt fyrir Eyfa þegar hann sagði, að þó að hann notaði bústaðinn ekki mikið fyrstu árin væri gott að hafa hann seinna meir, þegar hann hætti í hestamennskunni. Það er með miklu þakklæti og virðingu sem ég kveð minn ágæta tengdaföður, þakklæti fyrir ómælda góðmennsku og umhyggju fyrir okk- ur hjónum og dætrum alla tíð. Blessuð sé minning Eyjólfs Guð- steinssonar. Karl Þór Sigurðsson. Í dag verður tengdafaðir minn, Eyjólfur Guðsteinsson, kaupmaður, Brekkugerði 11, Reykjavík, lagður til hinstu hvíldar. Leiðir okkar Eyfa lágu saman þegar ég ungur háskóla- nemi tók að venja komur mínar í Brekkugerðið til fundar við yngri dótturina, Ernu. Tóku Eyfi og eig- inkona hans, Þóra Hjaltalín, Tóta, mér opnum örmum og get ég sagt að það hafi aldrei borið skugga á sam- skipti okkar í hartnær 30 ár. Þegar litið er yfir farinn veg þá vakna margar minningar; minningar um örlæti; minningar um hjarta- gæsku og velvild. Eyfi var maður hógvær, en hafði þó ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum, og gat hann verið fastur fyrir ef því var að skipta. Eyfi missti móður sína á unga aldri frá stórum systkinahóp. Hefur lífsviðhorf hans án efa mótast af því að hafa strax frá unga aldri orðið að leggja sitt af mörkum í föðurhúsum. Eyfi var íhaldsmaður, í bestu merk- ingu þess orðs. …en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þegar litið er yfir lífshlaup Eyfa í starfi og leik þá held ég að unnt sé að fullyrða að hann hafi verið gæfumað- ur. Hann naut ástríkis heima fyrir hjá eiginkonu og fjöldskyldu og virð- ingar þeirra sem honum kynntust. Er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst Eyfa. Færi ég Tótu, Svövu, Ernu og Steina mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Tryggvi Bjarnason. Þegar tekið er að hausta og gróður jarðar leggst í dvala kveður tengda- faðir minn, Eyjólfur Guðsteinsson, þennan heim eftir stutta sjúkralegu. Eyjólfur er vel að hvíldinni kominn enda búinn að skila góðu dagsverki. Ég kynntist þeim hjónum Eyjólfi og Þóru á heimili þeirra í Brekku- gerðinu. Þau tóku mér strax opnum örmum af þeirri hlýju sem einkenndi öll okkar samskipti æ síðan. Þau komu til dyranna eins og þau voru klædd, hógvær og fáguð. Eyjólfur var glæsilegur maður og bar aldur- inn vel. Hann var hæglátur en gam- ansamur og frá honum lagði traust og hlýju. Eyjólfur missti móður sína ungur að aldri og lærðist snemma að bera ábyrgð í lífinu. Hann var fulltrúi kynslóðar sem ólst upp við vinnu- hörku og aga. Þessi gildi virti Eyjólf- ur. Hann var iðinn og reglusamur enda varð honum vel ágengt í lífinu. Hann tók við rekstri föður síns og fórst það vel úr hendi. Í einkalífinu var hann gæfumaður. Hann kvænt- ist Þóru Hjaltalín og eignuðust þau þrjú mannvænleg börn. Þóra reyndist Eyjólfi einnig góður félagi. Hún bjó fjölskyldunni fallegt heimili í Brekkugerðinu, þar sem hver hlutur ber umhyggju hennar og natni vitni. Hestamennskan var sam- eiginlegt áhugamál þeirra hjóna. Eftir erilsaman dag var gott að ríða út og hverfa á vit náttúrunnar. Eyjólfur hafði gott hjartalag og reyndist því fólki einatt vel sem til hans leitaði. Barnabörnin hans fóru ekki varhluta af góðmennsku hans. Hann ávann sér vináttu þeirra og traust og sakna þau nú afa síns sárt. Eyjólfur hefði ekki getað hugsað sér lífið án þess að hafa heilsu til að sinna hugðarefnum sínum. Það verð- ur fjölskyldunni huggun að hann þurfti ekki að heyja langt veikinda- stríð fyrir andlátið. Á þessari stundu er hugur minn hjá Þóru, tengdamóður minni, því hennar missir er mikill. Megi minn- ingarnar um góðan eiginmann og fé- laga verða henni huggun í sorginni. Margrét Sigurðardóttir. Nú þegar Eyfi afi er farinn rifjast svo ótal margt upp og söknuðurinn er sár. Það var hægt að leita ráða hjá honum um allt og hreinskilnin lét ekki á sér standa. Hann var ótrúlega góður og gjafmildur við okkur barnabörnin og það verður sérkenni- legt að eyða ekki jólunum með hon- um, heyra ekki fleiri fyndnar sögur frá honum og það verður tómlegt að EYJÓLFUR GUÐSTEINSSON JÓHANNES ZOËGA fyrrverandi hitaveitustjóri, lést þriðjudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 30. september kl. 15.00. Tómas Zoëga, Fríða Bjarnadóttir, Guðrún Zoëga, Ernst Hemmingsen, Benedikt Jóhannesson, Vigdís Jónsdóttir, Sigurður Jóhannesson, Solveig Sigurðardóttir. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSTGEIR ARNAR INGÓLFSSON húsasmíðameistari, Engjavegi 85, Selfossi, sem lést á krabbameinsdeild 11-E á Land- spítalanum við Hringbraut föstudaginn 24. september, verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju laugardaginn 2. október kl. 14.00. Kristín Jóhanna Andersdóttir, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, Sigmar Ólafsson, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, Pétur Már Jensson, Erlendur Ástgeirsson, Gunnþóra Steingrímsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN SIGURÐSSON múrari, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 19. september sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guð gefi okkur minningu um góðan mann. Margrét Kristjánsdóttir, Kristmundur Guðmundsson, Kristján Kristmundsson, Þyrí Guðjónsdóttir, Guðmundur B. Kristmundsson, Arndís Arngrímsdóttir og barnabarnabörn. Okkar kæri, TORKIL FREDERIKSEN kennari, lést þriðjudaginn 14. september sl. Jarðarförin fór fram þriðjudaginn 21. september og hvílir hann við hlið konu sinnar, Gerðar G. Þorvaldsdóttur, í grafreit við Nørre Herlev kirke í Hillerød í Danmörku. Þóra Pia Finnsdóttir, Ida Hrönn Finnsdóttir, Eva G. Þorvaldsdóttir, Óskar M. Þorvaldsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, stjúp- móðir og tengdamóðir, BJARNDÍS JÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 40b, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 27. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á líknarfélög. Kristinn Guðjónsson, Sigurbjört Gunnarsdóttir, Örn Sigurðsson, Unnur Gunnarsdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Ásgerður Flosadóttir, Gunnar Gunnarsson, Þorgerður Þráinsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Örn Rósinkransson, Sigrún Kristinsdóttir, Jóhannes Kristinsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Kristinsdóttir, Magnús Gíslason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGHVATUR KRISTJÁNSSON, Hjarðarslóð 4c, Dalvík, lést á Spáni laugardaginn 25. september sl. Jarðarförin auglýst síðar. Inga Rut Hilmarsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Okkar elskulegi, ÁSGEIR EINARSSON, Smáratúni 35, Keflavík, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi mánudaginn 27. september. Pálína Gunnarsdóttir, Svandís, Heiða, Bjarki og Brynjar, Einar Þór Arason, Kobrún Gunnlaugsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Stefán G. Einarsson, Eydís Eyjólfsdóttir, Ari Einarsson, Ása Guðmundsdóttir og bræðrabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.