Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 41 Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir,18 ára, Eydís Ýr Rosenkjær,19 ára, Huld Hafsteinsdóttir, 20 ára, og Sandra Jónsdóttir, 15 ára, eru allar fiðluleikarar og hafa verið í tónlistarskóla í mörg ár, síð- an þær voru börn. Þær stunda nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fóru saman til Stade í norðurhluta Þýskalands í tvær vikur í sumar til að taka þátt í alþjóðlegri æsku- sinfóníuhljómsveit. Allar nema Sandra fóru líka sumarið á undan og líkaði vel en hljómsveitin hefur verið starfrækt frá árinu 1988. Í sumar tóku þær líka þátt í heimild- armynd kvikmyndagerðarmannsins Jans Harlans, sem er mágur hins þekkta leikstjóra Stanleys Kub- ricks. Harlan er meira en mágur hans því hann vann með Kubrick að þekktum myndum leikstjórans eins og Eyes Wide Shut og The Shining. Í boði vinabæjar „Þetta er alþjóðleg sinfón- íuhljómsveit fyrir ungt fólk á aldr- inum 14–25 ára,“ segir Huld. „Við erum í tónlistarskóla Hafnarfjarðar en vinabær Hafnarfjarðar, Cuxhav- en, sem er rétt hjá Stade, býður okkur að taka þátt í þessari hljóm- sveit,“ segir hún. „Þeir sem koma þarna eru allir úr bæjum sem eru vinabæir Cux- haven,“ segir Sigrún en fólk frá tólf þjóðum tók þátt, allt frá Suður- Kóreu til Serbíu með viðkomu á Ís- landi. Um er að ræða fullskipaða sinfóníuhljómsveit með um 70 manns. Þær segja þetta hafa verið skemmtilegt en um leið krefjandi og ekki síst gaman að kynnast fólki frá svona ólíkum löndum. Þær spiluðu á þrennum tónleikum verk eftir Daniel Hess, Hero og Lean- der, og svo sellókonsert eftir Ant- onin Dvorák en þar var sólóisti sellóleikarinn Alexander Baillie, sem þær voru mjög hrifnar af. Baillie, sem er þekktur tónlist- armaður, tók þátt ekki síst fyrir til- stilli Harlans og kalla þær hann nöfnum eins og „guðsgjöf“ og segj- ast ekki hafa komist í kynni við „annan eins atvinnumann“. „Við vorum að æfa í um átta tíma á dag samtals með matarhléum inn á milli,“ segja þær en æfingarnar fóru fram í skóla í bænum og gist var á farfuglaheimili. Þær segja það mjög hvetjandi að taka þátt í verkefni af þessu tagi. „Hér er svo lítið af tækifærum fyrir okkur að spila í svona hópi.“ Huld einbeitir sér sem stendur að fiðlu- náminu en hún útskrifaðist úr MR í vor, Sigrún og Eydís eru í Flens- borg og Sandra er í Víðistaðaskóla auk þess að leggja stund á fiðlunám. Myndaðar allan daginn Ekki síður var spennandi fyrir þær að taka þátt í gerð heimild- armyndarinnar. „Það var verið að taka myndir af okkur á æfingum og svoleiðis,“ segir Eydís. „Þeir voru allan liðlangan daginn með mynda- vélina á okkur,“ bætir Huld við og útskýrir frekar um myndina. „Harl- an vill gera mynd sem gerir áhorf- endur ástfangna af klassískri tón- list. Hann segir að þetta sé svo mikill fjársjóður og vill fanga áhorf- andann. Hann vill að áhorfandinn taki tónlistina með heim í huganum eftir að hafa horft á myndina.“ Harlan tók viðtöl við allt tónlist- arfólkið unga í hljómsveitinni. „Það á að koma brot úr öllum viðtölunum í myndinni. Hann spurði okkur um allt í þessum viðtölum, ekki bara tónlistina heldur líka viðhorf til lífs- ins,“ segja þær. „Hann hugsar þetta ekki bara sem heimildarmynd um þessa hljómsveit heldur meira til að vekja athygli á klassískri tón- list.“ Þær segjast fyrst hafa verið feimnar við myndavélina en það hafi vanist. Tilgangurinn var líka góður og vildu þær gjarnan sjá fleira ungt fólk hlusta á klassíska tónlist. „Þetta er svo yndislegt,“ segir Eydís. „En maður verður að vilja það sjálfur.“ „Mörgum finnst þessi tónlist svo fáránleg,“ segir Sandra, sem er ósátt við það og vill að fleiri læri að meta klassískar list- greinar. Þær segja að Harlan hafi búist við því að myndin yrði tilbúin í des- ember en vita þó ekki fyrir víst hve- nær tækifæri gefst að sjá myndina. „Ef þetta gengur vel verður þetta stórt verkefni.“ Tónlist | Tóku þátt í þýskri sinfóníuhljómsveit æskunnar og heimildarmynd eftir mág Stanleys Kubricks Klassíkin er yndisleg Morgunblaðið/Kristinn Huld, Eydís, Sigrún og Sandra hafa allar spilað lengi á fiðlu. ingarun@mbl.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15.  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk KRINGLAN Sýnd kl. 6. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. Lífið er bið Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . r r l f s t ri t J s.  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Tom HanksT s Catherine Zeta Jonesi GEGGJUÐ GRÍNMYND  Kvikmyndir.comvi y ir.c Rómantísk spennumynd af bestu gerð Ástríða sem deyr aldrei KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Frá leikstóra The Princess Diaries og Pretty Woman JULIE ANDREWS ANNE HATHAWAYJ I Hún þarf að setja upp hringinn til að taka við rf ún a að tj se a u ri i tilh ng nn t iað aka v ð Frá leikstóra The Princess Diaries og Pretty Woman JULIE ANDREWS ANNE HATHAWAYJ I Hún þarf að setja upp hringinn til að taka við rf ún a að tj se a u ri i tilh ng nn t iað aka v ð Ein steiktasta grínmynd ársins ÁLFABAKKI kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ára. KRINGLAN kl. 5.45, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is  Sigurjón Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.