Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 17 MINNSTAÐUR LANDIÐ Mývatnssveit | Nú um helgina fór hér fram hátíð helguð ein- stöku fyrirbrigði í lífríki Mývatns sem heitir kúluskítur. Nafnið er svo sem ekki sérlega aðlaðandi en um er að ræða gróðurhnykil stærri en tennisbolta, fag- urgrænan og líkastan þvotta- svampi viðkomu. Fyrirbrigðið er aðeins þekkt á tveimur stöðum á jarðarkringlunni, í einu vatni í Japan auk Mývatns. Hátíðin nú er að nokkru sniðin eftir japanskri hátíð sem þar er árlegur viðburður og dregur til sín mikið fjölmenni, enda kúlu- skítur mikils metinn í Japan. Hátíðin er nú haldin öðru sinni í Mývatnssveit og er hún að frum- kvæði Yngva Ragnars Kristjáns- sonar á Seli hóteli. Þetta er fjöl- skylduvæn samkoma þar sem boðið er upp á fjölbreytta dag- skrá. Ævintýrið byrjaði á föstu- dagskvöld þegar veiðimaður kom með kúluskít að landi en á vatns- bakkanum fagnaði honum fjöl- mennur hópur fólks sem gengið hafði í skrúðgöngu með logandi kyndla niður á vatnsbakkann. Veiðimaðurinn fór með vísu um leið og hann afhenti Yngva Ragn- ari tágakörfu með kúluskít til af- nota yfir hátíðina. Vísuna gerði Friðrik Steingrímsson. Leyndardómur lífsins er lukinn dularhjúpi. Fjársjóð dýran færðu hér, feng úr vatnsins djúpi. Eftir það var mikil flugeldasýn- ing. Á laugardag var hátíða- samkoma í Skjólbrekku og þar var fjölbreytt dagskrá, m.a. flutti Árni Einarsson erindi um kúlu- skít, en hann er manna fróðastur um þetta fyrirbrigði náttúrunnar. Yngvi Ragnar flutti ferðasögu með myndum frá kúluskítshátíð í Japan, og ýmislegt var gert til skemmtunar. Baðfélag Mývatns- sveitar hlaut kúluskítsverðlaunin sem það fyrirtæki sem skarað hefur fram úr í mývetnsku sam- félagi á árinu. Hátíðinni lauk svo á sunnudag- inn þegar gengið var með kúlu- skítinn niður að vatni en þar tók ungur veiðimaður við honum og flutti á báti út á vatnið. Skilaði honum þar með til síns heima. Í því er fólgin ósk um góða veiði á komandi árum. Kúluskíturinn í aðalhlutverki Morgunblaðið/BHF Afhending Kúluskítshátíðin við Mývatn hófst með því að veiðimaður kom í land og afhenti Yngva Ragnari Kristjánssyni körfu með kúluskít sem síðan var skilað á sama stað að hátíðinni lokinni. Mývetningar skemmta sér Danskur stúlknakór | Sankt Annæ-stúlknakórinn heldur tónleika í Akureyr- arkirkju í kvöld, mið- vikudagskvöldið 29. sept- ember kl. 20. Kórinn, sem er frá Sankt Annæ Gymnasium í Kaup- mannahöfn, er á tónleika- ferðalagi um Ísland. Kórinn er skipaður stúlk- um á aldrinum 14–16 ára og eru þær allar nemendur við Saint Annæ þar sem sérstök áhersla er lögð á tónlistarnám og -iðkun. Við skólann eru starfræktir tveir aðrir kórar og var drengjakórinn þeirra staddur hér á landi í vor og hélt m.a. tónleika í Hall- grímskirkju áður en hann hélt til Danmerkur til að syngja í hinu konunglega brúðkaupi. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis og allir eru velkomnir.    Félagsvísindatorg | Um hvað snýst grunnnám í sál- fræði? Þetta er yfirskrift fyrirlestrar á fé- lagsvís- indatorgi í dag, mið- vikudaginn 29. sept- ember, kl. 12 í Þingvall- astræti 23, stofu 14. Í erindi sínu á Fé- lagsvísindatorgi ætlar Sig- urður Júlíus Grétarsson m.a. að ræða um mik- ilvægar áherslur í góðu sál- fræðinámi og hvað bíði þeirra sem hefja há- skólanám í þeim fræðum. Sigurður J. Grétarsson „VIÐ megum ekki vera of viðkvæm þótt á móti okkur blási, á endanum vinnum við stríðið,“ sagði Finnbogi Sig- urðsson, formaður Félags grunnskóla- kennara, á fundi með grunnskólakenn- urum í verkfallsmiðstöð þeirra á Akureyri. Kennarar troðfylltu salinn, en þeir komu víða að úr Eyjafirði. Finnbogi fór yfir stöðu mála, rakti gang samningaviðræðna frá því á síð- astliðnum vetri, þróun mála og hver staðan væri nú. Hvernig tilboðum hefði verið kastað fram og til baka og greindi frá fjölda hugarflugsfunda, sem engu hefðu skilað. Þá sakaði hann viðsemj- endur um að birta villandi og rangar upplýsingar á vef sínum m.a. um kjör kennara. „Þetta eru harðar aðgerðir, ég veit ekki hversu lengi við þurfum að standa í þessu stappi, en því lýkur ein- hvern tíma. Við hvikum ekki frá okkar markmiðum,“ sagði hann. Meðal þess sem bar á góma í um- ræðum voru meðallaun, en eyfirskum kennurunum lék forvitni á að vita hvort meðallaun grunnskólakennara í Reykjavík væru ríflega 250 þúsund krónur svo sem fram hefur komið. Finnbogi sagði félagið ekki hafa að- gang að sambærilegum tölum fyrir önnur sveitarfélög nú, en fyrir nokkr- um árum þegar meðallaun kennara á höfuðborgarsvæði voru borin saman kom í ljós að grunnlaunin voru eitthvað örlítið hærri á landsbyggðinni en heild- arlaunin hins vegar í Reykjavík. Hann sagði ákveðinn hóp kennara í borginni hafa aðgang að töluverðri yfirvinnu og það hleypti meðaltalinu upp. Fram kom að lítið væri um yfirvinnu hjá kennurum yngri barna, en meira hjá þeim eldri og yfirleitt væru það karlar í hópi kennara sem sæktust eftir yfir- vinnunni. „Strákarnir eru duglegri að sækja sér yfirvinnu en stelpurnar,“ sagði Finnbogi. Spurt var hvort formaðurinn teldi að deilan leystist fyrr en lausn fyndist á málum milli ríkis og sveitarfélaga, að ríkið legði eitthvað í púkkið. „Mitt svar er einfaldlega nei,“ svaraði hann. Ef- laust hugsuðu forsvarsmenn sveitarfé- laganna sem svo að láta kennara dúsa í verkfalli og nota það sem keyri á ríkið þar til það léti undan og legði meira fé með skólunum. Vísir menn hefðu reikn- að út að kennarar þyrfu að vera í verk- falli í 63 daga til að fjárhagur sveitarfé- laganna réttist af. Finnbogi sagði bæði búið að spá í spil og bolla og nið- urstaðan sú sama: Samkvæmt spilasp- ánni lyki verkfalli 15. nóvember, degi síðar, 16. nóvember, samkvæmt bol- laspánni! Nokkrar umræður urðu um hvernig félagið gæti varið það að veita ekki fötl- uðum börnum undanþágu og benti Finnbogi á að sveitarfélögin hafi vitað að verkfall kennara væri yfirvofandi frá í vor, þeim hefði verið í lófa lagið að setja kennara þessara barna á und- anþágulista, en gerðu ekki. Bent var á að foreldrar fatlaðra barna fengju umönnunarbætur sem nýta ætti m.a. þegar upp kæmu aðstæður sem þessar. Þær raddir heyrðust að kennarar væru að tapa áróðursstríðinu, samúð fólks með málstað þeirra færi þverrandi, einkum vegna tíðra frétta af fötluðum börnum sem ekki fengju kennslu. Kennari úr Hrísey lýsti því að hún hefði hreinlega orðið fyrir árás á götu úti vegna verkfallsins. Þar væri um að ræða eldra fólk sem ekki ætti börn í skóla og fékk viðkomandi að heyra það óþvegið. Finnbogi stappaði stálinu í kennara og sagði að vissulega heyrðust neikvæðar raddir í þeirra garð og það væri ævinlega svo að verkföll bitnuðu á þriðja aðila, óverðskuldað. Grunnskólakennarar fjölmenntu á baráttufund á Akureyri Ekki of viðkvæm þótt á móti blási, við vinnum stríðið á endanum Fjölmenni Hann var þétt setinn bekkurinn í verkfallsmiðstöð kennara í Sunnu- hlíð á Akureyri í gær. Kennarar eru búnir undir það að verkfallið verði langt. Morgunblaðið/Kristján Kennarar funda Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, kom norður til Akureyrar í gær og fór yfir stöðuna í samningamálum kenn- ara, með grunnskólakennurum. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.