Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN A lltaf öðru hvoru fara mál af svo miklum þunga um þjóðfélag- ið, að segja má að margt fari á annan endann. Þetta geta reynzt erfiðir tímar og dýrkeyptir, því það virð- ist ríkt í fari okkar að fara offari, þegar slúðrið nær tökum á okkur. Við gleymum okkur gjörsamlega í kjaftaganginum og gleymum því að hafa aðgát í nærveru sálar. Við lifum á stóryrtum tímum. Þeir eru sagðir nauðsynlegir til þess að fá fólk til að leggja við hlustir. Svo mikill sé atgangurinn í þjóðfélaginu á öllum sviðum, að aðrir en orðhákar nái ekki eyrum þjóðarinnar í gegn um skark- alann. Það eru vondir tímar sem leggja mann- eskjuna fyrir róða. Í þeim efnum höfum við vítin til að varast þau; ég nefni Geirfinnsmálið annars vegar og Hafskipsmálið hins vegar. Í báð- um þessum málum sættu saklaus- ir menn fangelsisvist. Það eitt ætti að vera okkur ærið umhugs- unarefni. Því skrifa ég þetta hér og nú, að fyrir skömmu birtist skýrsla Lár- usar Jónssonar um Útvegs- bankaþátt Hafskipsmálsins. Þar rekur Lárus málið sem bezt hann kann eftir fyrirliggjandi gögnum, dregur þau fram í dagsljósið og varpar fram mörgum spurn- ingum, sem enn er ósvarað. Í sam- tali við Morgunblaðið, sagði Lár- us að hann hefði lengi átt von á því að lögfróðir menn, sagnfræðingar eða aðrir tækju sig til og freistuðu þess að skyggnast í Útvegsbanka- málið og skrifa um „þennan ein- stæða málarekstur og þá hroða- legu málsmeðferð sem við bankastjórar Útvegsbankans sættum.“ Þegar ekkert slíkt gerð- ist, ákvað Lárus að rjúfa fjórtán ára þögn með skýrslu sinni. Fyrst er á því að taka, að for- ráðamenn Útvegsbankans og Hafskips hlutu strax þunga áfell- isdóma í tali fólks og lýsti Lárus því í skýrslunni og Morgunblaðs- viðtalinu, hvernig það var „að vera á vissan hátt sekur þjóð- félagsþegn þar til sakleysið sann- aðist.“ En það voru ekki einasta sak- borningarnir, sem voru fótum troðnir. Það var nefnilega fleiri manneskjum kastað fyrir róða. Þótt manni blöskri margt í mála- tilbúnaðinum, þá skera þjáningar aðstandendanna líka sárt. Hvernig má slíkt verða? Í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins 8. júlí 1990, eftir að Sakadómur Reykjavíkur sýknaði alla stjórnendur Útvegsbankans, var þessu svo lýst: „Á síðasta ein- um og hálfum áratug hafa komið upp tvö meiriháttar mál, þar sem skapazt hefur nánast ótrúleg múgsefjun í þessu fámenna þjóð- félagi. Þar er átt við Geirfinns- málið og Hafskipsmálið. Nokkur veigaminni mál hafa komið upp að auki þar sem áþekkt andrúm hef- ur myndast. Í þeim tveimur mál- um, sem hér voru sérstaklega nefnd, hófst þessi múgsefjun með umtali meðal fólks í kjölfar ákveð- inna atburða. Þetta umtal og orð- rómur fundu sér smátt og smátt farveg inn í suma fjölmiðla, sem endurspegluðu þennan almanna- róm. Umfjöllun fjölmiðla, sem oft- ar en ekki byggði á órökstuddum getgátum, verkaði sem olía á eld. Umtal magnaðist enn. Þá komu stjórnmálamenn til sögunnar og fluttu þessi mál inn á Alþingi. Umræður á Alþingi mögnuðu enn umfjöllun í fjölmiðlum og umræð- ur í fjölmiðlum mögnuðu enn um- tal meðal fólks. Þannig varð þessi múgsefjun til og í báðum tilfellum heltók hún samfélagið um skeið.“ Af hverju hefur enginn kunn- áttumaður séð ástæðu til þess að fjalla um Útvegsbankamálið eins einstakt og það var í íslenzkri réttarsögu? Má það vera, að mála- tilbúnaðurinn á hendur stjórn- endum bankans hafi einfaldlega verið svo vitlaus og vonlaus, að ekki taki því að eyða að honum orðum? En hafi það verið svo, þá hvers vegna? Lárus leiðir ekki getum að því í skýrslunni, en hann segir offorsið inn á Alþingi fyrst og fremst hafa beinzt að því að koma höggi á Sjálfstæðisflokk- inn og Albert Guðmundsson. Þar höfðu menn pólitískt erindi og af- leiðingarnar voru klofningur Sjálfstæðisflokksins og nýr stjórnmálaflokkur; Borgaraflokk- urinn. En hvaða leiðarljós höfðu menn utan Alþingis? Hreif múg- sefjunin í þjóðfélaginu að ein- hverju leyti með sér þá lögspek- inga þjóðarinnar, sem önnuðust rannsókn málsins og fóru með ákæruvald í því? Af 17 ein- staklingum sem ákærðir voru í Hafskipsmálinu, voru 13 sýknaðir og fjórir hlutu skilorðsbundna dóma og sekt. Lárus segist ekki hafa heyrt þá þingmenn, sem fóru svo mikinn á Alþingi í umræðum um Hafskipsmálið, eyða orðum að sýknudóminum yfir stjórnendum Útvegsbankans og öðrum. En málflutningur þeirra, sem var ekki einasta pólitískur heldur og mjög persónulegur, geymist á síð- um þingtíðinda og er þar mönnum víti til varnaðar. Og hvað með þá fjölmiðla sem fóru svo geyst? Reyndar eru þeir flestir búnir að leggja upp laup- ana, en okkur hinum, sem enn störfum að blaðamennsku, er hollt að líta til Geirfinns- og Hafskips- málsins og hafa þau stöðugt í huga. Og hvað með fólkið sem fleipr- aði svo mjög? Höfum við eitthvað lært af þessum málum? Erum við hætt að níða skóinn hvert af öðru, þegar tækifæri gefst? Ég er svo hræddur um ekki. Ég er svo hræddur um að einhvers staðar í framtíðinni bíði okkar annað Hafskipsmál og að við stöndum þá berskjölduð frammi fyrir því af því að við höfum gleymt fortíðinni og höldum að við séum vel í stakk búin. Að þá verði menn ekki saklaus- ir þar til sekt er sönnuð, heldur sekir unz sakleysi þeirra sannast. Þess vegna þurfum við alltaf að vera á verði. Líka í logninu. Þess vegna er skýrsla Lárusar Jónssonar okkur öllum þörf áminning. Aðgát skal höfð… Hér er fjallað um býsnatíma og þess minnzt, þegar Geirfinns- og Hafskips- málin fóru um þjóðfélagið eins og eldur um sinu með þeim afleiðingum m.a. að saklausir menn sættu fangelsisvist. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is HINN 21. ágúst birtist fyrri grein undirritaðs þar sem fjallað var um tilurð fyrstu samkeppn- islaga Bandaríkjanna. Kom þar fram að veldi Rockefellers á olíumarkaðnum þar í landi leiddi til slíkrar yfirburðastöðu upp úr aldamótunum 1900 að yfirvöld skáru upp herör gegn risanum og neyddu samsteyp- una til uppskiptingar. Var það gert með til- stuðlan fyrstu sam- keppnislaga þar í landi. Uppskipting Rockefellers- samsteypunnar, sem kallaðist Standard Oil Trust, urðu árið 1911 með úrskurði hæsta- réttar eftir langvinnar lagaerjur. En sagan er ekki öll. Exxon og Mobil sameinast Við uppskiptingu Standard Oil Trust urðu til tveir minni risar sem hlutu nöfnin Exxon og Mobil. Til marks um stærð fyrirtækjanna störfuðu árið 1998 rúmlega 120.000 manns hjá fyrirtækjunum. Í tæp 90 ár kepptu þessir risar um um hylli neytenda eða fram til loka árins 1998 að tilkynnt var um samruna þeirra. Fyrir þarlend samkeppn- isyfirvöld féll tilkynningin í grýtt- an jarðveg enda öllum ljós forsaga fyrirtækjanna. Í hönd fór gríðarleg greiningarvinna samkeppnisyf- irvalda sem kölluð var „frá brunni til bunu“ þar sem áhrif fyrirtækj- anna voru metin frá olíuhreins- unarstöðum þeirra til þess að bensíni var dælt á bifreiðar. Markmið yfirvalda var að skera úr um hvort samruni blokk- anna væri mögulegur út frá samkeppn- islegum sjónarmiðum. Náðu athuganir þeirra yfir starfsemi fyrirtækjanna beggja vegna Atlantsála. 2.400 bensín- stöðvar seldar Í niðurstöðum yf- irvalda kom fram að óheftur samruni myndi draga stórlega úr samkeppni á elds- neytismarkaði í mörg- um fylkjum Banda- ríkjanna. Var það úr að yfirvöld komu með sáttatillögu sem fól í sér gríðarmikla eigna- uppskiptingu á fyr- irtækjunum. Þannig þurftu fyr- irtækin að selja yfir 2.400 bensínstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og Kanada. Til að tryggja áframhaldandi samkeppni voru kvaðir um samþykki yfirvalda til handa þeim fyrirtækjum sem keyptu bensínstöðvarnar. Var slíkt gert til að tryggja nauðsynlega samkeppni enda miklum erf- iðleikum bundið fyrir nýja aðila að koma inn á eldsneytismarkaði þar í landi. Í þessu sambandi má nefna að tæplega 16.000 bensínstöðvar voru reknar undir merkjum Exxon og Mobil á þessum tíma. Of margar bensínstöðvar? Þessar hugleiðingar um niðurstöðu samkeppnisyfirvalda í máli Exxon/ Mobil eiga vel við eldsneyt- isumræðuna í dag. Þannig hefur m.a. verið rætt um hvort bens- ínstöðvar séu orðnar of margar í höfuðborgarsvæðinu og því ekki pláss fyrir fleiri. Í dag eru 62 bensínstöðvar í Reykjavík og ná- grenni eða ein stöð á hverja 2.900 íbúa. Vissulega gætu færri stöðvar annað þeim íbúafjölda sem á höf- uðborgarsvæðinu býr en fyrst og fremst þarf að gæta þess að verð- samkeppni haldist. Sé litið til þess hvort virk verðsamkeppni ríki á milli allra þessara bensínstöðva hlýtur svarið að vera nei. Svæð- isbundin verðsamkeppni hefur þannig að jafnaði aðeins ríkt í tveimur bæjarfélögum og þjónað þannig aðeins hluta höfuðborg- arsvæðisins. Sé litið til þess má því segja að bensínstöðvar séu of fáar á höfuðborgarsvæðinu. Sú samkeppnislega hindrun sem felst í skorti á lóðum undir bens- ínstöðvar hefur heft vöxt Atlants- olíu. Hvort samkeppnisyfirvöld hér á landi eiga að hlutast til um nið- urbrot á þeirri hindrun er mál sem kjörnir fulltrúar höfuðborgarbúa ættu að huga að. Lítil saga um samkeppni II Hugi Hreiðarsson fjallar um samkeppni á bensínmarkaði Hugi Hreiðarsson ’Sú samkeppn-islega hindrun sem felst í skorti á lóðum undir bensínstöðvar hefur heft vöxt Atlantsolíu. ‘ Höfundur er markaðsstjóri Atlantsolíu. RÁÐAMENN hafa verið þögulir sem gröfin um verkfall grunnskóla- kennara nema menntamálaráðherr- ann eðli málsins sam- kvæmt. Annar ráðherra hefur nú rofið þagnarmúrinn, Guðni Ágústsson. Ráð- herrann sá ástæðu til skamma kennarana fyrir að láta verkfallið bitna á börnunum um leið og hann ávarpaði þing neytendasamtak- anna fyrir helgina (hef- ur ráðherrann líklega verið að ræða þar nauð- syn frjáls framboðs og verðlækkunar á land- búnaðarvörum og þá ekki síst vegna barnafjölskyldnanna). Ráðherrann kallaði verkfallið tíma- skekkju og er undirritaður honum sammála þó á öðrum forsendum sé. Ekki verða skoðanir ráðherrans af- greiddar sem glens (eins og venjan er þegar hann á í hlut) því ráðuneyti hans stendur fyrir verulegu kennslu- starfi, rekstri búnaðarskólanna. Þar á bæ – ólíkt öðrum menntastofnunum landsins – hefur aldrei komið til verk- falla. Af hverju? Því á þeim bænum hefur aldrei skort ríku- leg framlög úr landbúnaðarráðuneyti sem sjálfvirkt úthlutar drjúgum hluta tekna ríkissjóðs í landbún- aðinn og munar því engu að henda pen- ingum í eigin skóla sem – eins og alkunna er – munu vera dýrari en flestir skólar. Ráðherranum ætti þess vegna að vera ljóst hvernig leysa megi þessa kennaradeilu því févana sveitarfélögin telja sig – örugglega með réttu – ekki hafa efni á nokkurri útgjaldaaukningu. Ráð- herrann ætti að segja þeim Halldóri og Haarde frá aðferðum landbún- aðarráðuneytis í menntamálum og leggja á þunga áherslu, nú þegar þeir tvímenningar ætla að leggja til lækk- un á sköttum. Að vísu er vafasamt að forsætisráðherrann hlusti á undirsáta sinn. Sá er nefnilega nýbúinn að snupra hagfræðingagrey í háskól- anum sem bentu honum á að nú væri lag að spara í utanríkisþjónustunni ef lækka ætti skatta. Forsætisráð- herrann svaraði þeim bara að slíkt hefði ekkert að segja í efnahags- málum því öll útgjöldin af utanrík- isþjónustunni væru í útlöndum!! Að lokum skal reynt á minni land- búnaðarráðherrans. Verkföll eru fá- tíð í landbúnaðinum með einni und- antekningu, í mjólkuriðnaðinum, en þar starfaði ráðherrann um árabil. Vinir hans, mjólkurfræðingar, efndu þá til hvers verkfallsins á fætur öðru og bitnaði það verkfall eins og oftast á þriðja aðila – í því tilfelli börnum – sem ekki fengu mjólk og fóru að gráta. Það má því taka undir með Jóni Hreggviðssyni, að vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti. Landbúnaðarráð- herrann og verkföllin Árni Hermannsson svarar Guðna Ágústssyni ’Sá er nefnilega nýbú-inn að snupra hagfræð- ingagrey í háskólanum sem bentu honum á að nú væri lag að spara …‘ Árni Hermannsson Höfundur kennir við VÍ. NÚ ÞAR sem flett hefur verið ofan af hlutdrægni umsagnar Hæstaréttar um dóm- araefni og jafnframt hefur árásum á Jón Steinar Gunnlaugsson verið svarað, virðast andstæðingar hans vera farnir að tala tungum. Málflutningur fólks- ins er ekki á nokkurn hátt í tengslum við efni málsins. Eftirfarandi eru helstu „rökin“ sem það setur fram: Það sé óeðlilegt að fólk skrifi á undirskriftalista gegn umsögninni. Það hefur þó ekki stöðvað gagnrýnendur undirskriftasöfnunar- innar í að styðja um- sögnina opinberlega sjálfir! Það er bannað að vera á móti umsögn- inni en má vera með henni! Það sé of mikill stuðningur við Jón Steinar opinberlega og greinaskrif minni á prófkjör. Það er nú meira. Það má víst ekki verja Jón þegar hann sætir árásum! Jón Steinar hafi hugsanlega skrif- að sjálfur textann sem ritað var und- ir í undirskriftasöfnun! Hvaða máli myndi það skipta? – Ég veit reyndar að svo var ekki, en fólkið sem skrif- aði undir las textann áður en það skrifaði og gerði orðin þannig að sín- um. Hvaða máli skiptir þá hver skrifaði textann? Þessar aðfarir eru ótrúlegar. Er fólkið að grínast? Getur það ekki haldið sig við efni málsins? Þetta er einhvers konar farsi. Geta andstæð- ingar Jóns ekki bara hætt, þegar rökin þrýtur? Er fólkið að grínast? Haukur Örn Birgisson fjallar um hæstaréttardómarastöðuna ’Málflutningur fólks-ins er ekki á nokkurn hátt í tengslum við efni málsins. ‘ Haukur Örn Birgisson Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.