Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF N O N N I O G M A N N I Y D D A /S IA .I S / N M 1 2 7 9 5 www.kbbanki.is Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar.7,2% Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins sem nálgast má í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R na f n á v ö x t u n* * Nafnávöxtun sl. sex mánu›i á ársgrundvelli m.v. 1.09.2004 INDUSTRIA, félag Guðjóns Más Guðjónssonar, sem oft er kenndur við OZ, og Magnet Networks, félag í eigu CVC á Íslandi sem er í eigu Kenneths Petersons, fyrrum aðaleig- anda Norðuráls og Og Vodafone, munu í desember byrja að veita íbú- um Dyflinnar þjónustu á sviði staf- rænnar tækni. Fyrirtækin skrifuðu í gær undir samning þess efnis að Ind- ustria mundi byggja upp breiðbands- kerfi stafræns sjónvarps í Dyflinni fyrir Magnet Networks. Í verkefninu felst tenging heimila við ljósleiðar- anet og gangsetning stafrænnar efn- isveitu. Um er að ræða stærsta útflutn- ingsverkefni á þessu sviði sem ís- lenskt fyrirtæki hefur tekið þátt í, segir í tilkynningu, en samningurinn sé upphafið að uppbyggingu sem muni hlaupa á milljörðum króna. Leiðandi á írska markaðnum Ingvar Garðarsson framkvæmda- stjóri Magnet Networks segir það stefnu fyrirtækisins að vera leiðandi á írska markaðnum. Þá stefni fyrir- tækið einnig að því að færa út kvíarn- ar til annarra Evrópulanda eftir að félagið hefur komist vel á skrið á Ír- landi. Ljóst sé að mikill vöxtur sé nú á þessu sviði. Hann segir að Ind- ustria muni tengja írsk heimili við ljósleiðara og þar með stafrænar efn- isveitur, ásamt því að annast hönnun, þróun og uppbyggingu á fjarskipta- neti og kerfi til miðlunar á gagnvirku sjónvarpsefni, háhraðaneti og síma- þjónustu, auk myndsíma og leikja- og öryggisþjónustu. Guðjón Már Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Industria segir að nú þegar væru komnir á samningar við helstu efnisveitur í Írlandi og verk- efnið því vel samkeppnisfært við þau fyrirtæki sem störfuðu að sambæri- legum hlutum á markaðnum. „Írland er frábær staður til að byrja á svona uppbyggingu. Markaðurinn er svip- aður þeim íslenska eins og hann var fyrir fjórum árum síðan. Íslendingar hafa verið í fremstu röð tæknilega undanfarin ár og Peterson hefur mikla reynslu af uppbyggingu fjar- skipta í gegnum Og Vodafone sem nýtist í þessu verkefni.“ Kenneth Peterson segir að Magn- et Networks búi yfir samkeppnisfor- skoti með aðgangi sínum að sæ- strengnum Hibernia Atlantic sem er í eigu félaga í eigu CVC á Íslandi, en hann tengir Dyflinn við m.a. Nova Scotia í Kanada. Fyrirtækið geti nýtt hina miklu burðargetu strengsins til að flytja til dæmis áhugavert kanad- ískt og bandarískt sjónvarpsefni yfir hafið til þeirra írsku neytenda sem kaupa þjónustu Magnet Networks. Industria er með höfuðstöðvar á Íslandi og rekur auk þess skrifstofur í Danmörku og á Írlandi. Hjá félag- inu starfa 60 manns sem dreifast jafnt á milli landanna þriggja og fer ört fjölgandi, að sögn Guðjóns. Fé- lagið vinnur m.a. að hönnun sams- konar nets í Danmörku og verið er að setja upp á Írlandi. Það net á að ná til 125 þúsund heimila. Guðjón Már og Peterson leggja breiðband á Írlandi Morgunblaðið/Golli Samningar í höfn Erlingur Guðmundsson, rekstrarstjóri Industria, Guð- jón Már, framkvæmdastjóri Industria, og Kenneth Peterson, eigandi CVC. 01 234 '()* '''* +*,- +*,. 5 5 67 8 9,: /-.) 0((1 +*,. +*,1 5 5 ;,;4  <=: 0..) .2- +*,0 +*,' 5 5 +6: 0- - 1)) '*('. +*,' 3*,/ 5 5 >;8:4 9(?4@(  0.20 '**)( +*,0 +*,2 5 5                   ,A!$-4B ('  $ 4B ('   C 6 C  !- 4,!(  B - D) - +4) - E) -4D =  = A 46 <4   -'!- <'-4 - F - ! F 46 C  !-) G     ,4 C  !-H"4 6- F   4D 6 - - F'-  !)    4#  )    *!-!4I  @ )( - +)   +  E/!J -   - 0% - D6 / $- C! H4    J'!4 F- ! 4   *!- 7- 7 *-F- ! - -! - I( F4 FF-" J)    !  "# ,! ) - 6- -48*    E/F-4D4 7J -J - C! *-H4D / ! $-  $            " "  " " " "   "  " " " "  " " " " " "  *!-4 C * 4$-  $   " "  " "   " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " " K45L K4" 5L K4" 5L " " K45L K45L K4"5L K45L " K4" 5L " " K45L K4" 5L " " K4 5L " K45L " " K4"5L K4"5L " K4 5L K45L " " " " " K4 5L " " " " " " "  - $-  -'!- - 7-)( 4/4( 4M +'44444444                 " "  "   "  " "   "    " " "  "  "  " " " "                 "      " "                    " "    "      -  -'!-4/4N#4  ,74O4,! -!- 6 - $-  -'!      " "  "  "  " "  "  " " "  "  "  " " " " ● MEST viðskipti voru með hluta- bréf í Íslandsbanka í Kauphöll Ís- lands í gær, eða fyrir 441 milljón króna en bankinn lauk sölu á nýju hlutafé á markaði í dag. Verð bréfanna hækkaði í viðskiptum gærdagsins um 2,8% og var 11,10 krónur á hlut í lok dags. Talsverð hækkun varð einnig á hlutabréfum í Tryggingamiðstöð- inni (2,6%), Nýherja (2,4%) og Flugleiðum (2,3%). Hlutabréf í Burðarási lækkuðu hins vegar um 2,6% eftir hækkun daginn áður og það sama er að segja um félög tengd Burðarási, s.s. Landsbank- ann (-1,5%) og Og Vodafone (-1,3%). Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% og stóð í 3.693 stigum í lok dags. Eftir lækkun á mánudag hækk- aði verð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í gær, þrátt fyrir hækkun á olíuverði. Mest viðskipti með bréf í Íslandsbanka ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI VINNUSTAÐASAMNINGAR í út- gerð eru nauðsynlegir til að mæta breyttum áherslum og umhverfi í greininni, enda eru núgildandi kjara- samningar sjómanna úreltir, að mati Guðmundar Kristjánssonar, útgerð- armanns og forstjóra Brims. Þetta kom fram í máli hans á morgunverð- arfundi Verslunarráðs Íslands í gær um vinnustaðasamninga fyrirtækja. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir útilokað að samtök laun- þega sætti sig við að vinnuveitendur brjóti gegn gildandi kjarasamningum með hótunum. Fundurinn var haldinn í kjölfar harðra deilna um ráðningarsamning sem gerður hefur verið við skipverja á ísfisktogaranum Sólbak EA. Guð- mundur Kristjánsson, útgerðarmað- ur og forstjóri Brims, sagði að ráðn- ingarsamningurinn væri gerður í ljósi breyttra aðstæðna hjá fyrirtækinu, áherslur þess hefðu nú færst af frosn- um fiski yfir á ferskan. Það kallaði á breytt skipulag og hugsunarhátt. Hann sagði þó aðeins fáein atriði í Sólbakssamningnum frábrugðin hefðbundnum kjarasamningi. Þá sköpuðu atriði í samningnum ákveðna festu fyrir skipverjana, festu sem bætti kjör þeirra og frítíma, til dæmis varðandi hafnarfrí og uppgjör. Hann sagði lykilatriði að starfsmenn og stjórnendur störfuðu náið saman að því að ná markmiðum fyrirtækisins. Á það hafi skort í sjávarútveginum til þessa. Fyrirtækjasamningar væru ágæt leið til að ráða bót á því. „Núver- andi fyrirkomulag í samskiptum sjó- manna og útgerðarmanna er alltof miðstýrt, alltof þungt og seinvirkt. Greinin verður að fá tækifæri til að þróast á eigin forsendum, án þeirrar miklu miðstýringar sem hún hefur mátt þola á síðustu árum og áratug- um,“ sagði Guðmundur. Óheppilegur tími Í framsögu sinni lagði Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands, áherslu á að enginn ágreiningur væri uppi við Brim um fyrirtækjasamninga, heldur snérist deildan um að útgerðin færi fram með aðgerðir sem brjóta í bága við kjarasamninga. Frávik frá núgild- andi kjarasamningum væru aðeins heimil með samþykki viðkomanda stéttarfélaga og samtaka vinnuveit- anda. Gylfi benti á að samningar sjó- manna hefðu verið lausir frá því um áramót og viðræður gengið illa. Ýmis atriði í Sólbakssamningnum hefðu verið til umræðu í kjaraviðræðum sjó- manna og útvegsmanna og því væri tímasetning samningsins afar óheppi- leg, sérstaklega þegar útgerðarmað- urinn stofnaði sérstakt hlutafélag um skipið til að fá sitt fram, félag sem stæði utan við samtök atvinnurek- anda og starfsmenn þess væru utan stéttarfélaga. Þetta kallaði Gylfi aðför að skipulögðum vinnumarkaði. „Ástæðan fyrir því að við bregðumst svo hart við er að verkalýðshreyfingin var stofnuð einmitt til að koma í veg fyrir að einstaka atvinnurekandi geti deilt og drottnað yfir kjörum og að- búnaði starfsmanna sinna í krafti beinna eða óbeinna hótana um at- vinnu eða tekjumissi,“ sagði Gylfi. Núgildandi kjarasamn- ingar sjómanna úreltir Gylfi Arnbjörnsson Guðmundur Kristjánsson ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.