Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐ Jón Steinar höfum hvorki verið neinir sérstakir samstarfs- menn, né hafa leiðir okkar legið tiltakanlega oft sam- an. Ég hef fylgst með frásögnum af mál- flutningi hans svo og skrifum hans frá upp- hafi en þó meir í seinni tíð – einkum þessum innrömmuðu stuttu – og iðulega hef ég verið honum algjörlega ósammála. En ég neita því ekki að mér þótti lögmað- urinn bregða brand- inum fimlega og ég dáðist að þeim sann- færingarkrafti sem lá að baki orða hans. Hann tvínónaði ekkert við að segja skoðun sína og lá aldrei á afstöðu sinni. En meginþunginn í pólitískri vörn og sókn Jóns Stein- ars snerist um mál tengd ein- staklingum og skjólstæðingum hans. Hann ræddi ekki þjóðmál sem slík, ekki afstöðuna til ESB eða kvótakerfisins, nema það væri tengt málsvörn hans fyrir ein- hvern einstakling. Jafnvel hin óvægasta málsvörn var persónu- leg. Hann var alltaf fyrst og fremst lögmaður, þótt hann tæki afstöðu til pólitískra ágreiningsefna. Þessi greinarskrif hans um stjórn- málamenn og pólitísk ágreiningsmál hafa orðið til þess að því hefur verið haldið fram í opinberri um- ræðu, að þar með sé Jón Steinar óhæfur sem hæstaréttardóm- ari. Ég leitaði einu sinni til hans um vörn í máli sem skipti mig og fjölskyldu mína afar miklu. Ásakanirnar voru alvarlegar og okkur var tjáð að margra ára fangelsi lægi við. Okkur hafði ver- ið sagt að málsvörn yrði erfið, enda hafði lögreglan og saksókn- araembættið meðhöndlað viðkom- andi sakborning eins og hann væri þegar sekur um alvarlegt a Jón Steinar tók ljúflega þe málaleitan að taka málið að þótt honum bæri ekki til þe siðferðisleg skylda, hvorki kunningsskapar né annarr tengsla. Hann flutti málið o það með þeim glæsibrag að sóknari treysti sér ekki til áfrýja því. Hann sýndi það rætt í þessu dómsmáli að þ afburða lögmaður. Eins og fyrr segir bar Jó Steinari engin skylda til að tíma í þetta mál, hann hafð en nóg á sinni könnu. Honu fannst hins vegar ákafi sak araembættisins við að kom Tilgátur ráði ekki för Þröstur Ólafsson fjallar um embættisveitingu hæstaréttardómara ’Honum fannst hivegar ákafi saksók araembættisins vi koma sekt á viðko andi einstakling m þeim ólíkindum að slíkt yrði að stöðv Þröstur Ólafsson A ldraðir munu leggja meira til samfélagsins árið 2040 en þjónustu við þá kostar og vegna þess að þeir byggja af- komu sína á uppsöfnuðum sjóðum verða þeir óháðir hagsveiflum og auka þar af leiðandi stöðugleikann í hagkerfinu. „Þannig að ef að ein- hvern tímann verður til eiginlegur ástmögur fjármálaráðherra þá verða það ellilífeyrisþegar framtíðarinn- ar.“ Svona mæltist Ásmundi Stefáns- syni ríkissáttasemjara í erindi sem hann hélt á morgunfundi Trygginga- stofnunar ríkisins í gærmorgun. Tit- ill erindisins var: „Aldraðir – yfir- stétt framtíðarinnar“. Í erindinu kom m.a. fram að öldr- uðum mun fjölga úr um 11% þjóð- arinnar á þessu ári í tæplega 19% ár- ið 2040. Er þá miðað við 67 ára aldur. Um leið mun hlutfall vinnandi fólks og ellilífeyrisþega breytast úr 6:1 í 3:1. Axla ábyrgð á elliárunum Ásmundur benti á að í nágranna- löndum Íslands og að vissu marki hér á landi væri rætt um að hin öra fjölgun ellilífeyrisþega myndi smám saman sliga fjárhag hins opinbera. Sífellt færri vinnandi hendur þyrftu að sjá fyrir sístækkandi hópi aldr- aðra með þeim afleiðingum að sam- félögin gætu ekki séð fyrir öldruðum sem myndu búa við fátækt og lélega heilbrigðisþjónustu. Þessari dökku framtíðarsýn hafnaði Ásmundur á afgerandi hátt. Hann benti á að með lögum hefði öllum verið gert að greiða til lífeyr- issjóðs. Opinberir starfsmenn greiði 4% af launum sínum en atvinnurek- andi 11,5%. Á almennum markaði hefði verið samið um að launafólk greiði 4% og atvinnurekandi 6% en það hlutfall hækki upp í 8% á næstu árum. Þá gefist fólki kostur á að greiða í séreignasparnað allt að 4% af tekjum sínum og atvinnurekandi bætir síðan við 2%. Verulegur hluti af launum fólks færu því til þess að byggja upp lífeyrisréttindi sem það nyti á elliárunum. „Það sem við sjáum gerast er í stuttu máli það að fólk á vinnumark- aði er að axla fyrirfram ábyrgð á elli- árunum,“ sagði hann. Árið 2040 verði 50 ár liðin frá því almennt var farið að greiða í lífeyr- issjóð af öllum launum og frá 1999 sem dæmi að ef einstæður isþegi fengi 140.000 í gr mánuði féllu allar opinber ingabætur niður, að grun um undanskildum. Af 140.0 um fengi ellilífeyrisþeg rúmlega 37.000 krónur í e en hið opinbera 103.000 kró ars vegar vegna skerðing eyris frá ríkinu og hins veg skattgreiðslna. Raunverul lagning væri því 74%. Engu hækkuðu ráðstöfunartek rúmlega 41%. Leggja til tekjur Samkvæmt útreikning mundar, sem birtar eru í m andi töflu, munu útgjöld r aldraðra sem hlutfall af la leiðslu því dragast verulega stað þess að kostnaðurinn 0,6% af landsframleiðslu í aldraðir leggja til um 2,5% „Ég get ekki alveg sagt svellgræði á gamla fólkin þess að í rauninni þá vitum nákvæmlega hvað aldraðir hafi verið boðið upp á séreignasparn- að með mótframlagi vinnuveitanda. Þeir sem færu á lífeyri við 67 ára ald- ur árið 2040 munu því hafa greitt til lífeyrissjóðs af öllum sínum tekjum og munu einnig hafa greitt í sér- eignasparnað lungann úr sinni starfsævi. Tekjutenging dregur úr ríkisútgjöldum Ásmundur sagði að afleiðingin af auknum sparnaði væri sú að í fram- tíðinni fengju aldraðir mun hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum. Og þar sem greiðslur úr almannatrygginga- kerfinu væru tekjutengdar myndu útgjöld ríkisins vegna þeirra lækka. Tekjutengingin yrði til þess að þó að fleiri aldraðir gerðu tilkall til greiðslna úr almannatryggingum þá yrðu útgjöld á hvern þeirra mjög takmörkuð. Við bætist að ýmsar greiðslur, sem aldraðir verða að inna af hendi, væru einnig tekjutengdar. Raunar sagði Ásmundur að engin dæmi væru um jafn mikla tekjuteng- ingu í skattkerfi landsins. Hann tók Ellilífeyrisþegar framtíðarinnar horfa fram á br Aldraðir koma til leggja til samfél Morgunbl Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sagði ellilífeyrisþega ver konar yfirstétt framtíðarinnar. Við hlið hans eru Karl Steinar Gu forstjóri TR, og Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu $ %    & '     F4!44 F -  P! 4-4('-) 4$ 4 -/ * - P! 4-4('-) 4$ 4 #  N !4    - #! 4$ 4N  4!$  4NC!! ! 4 !! - 4   7-4 C !  4$ 4 4#!  ()5 )( *()5 (+5 , (-5 1**/ L4C - 4 HLÚÐ AÐ NEISTANUM Umfangsmikil íslensk kynningá vísindum og menningu; Ís-land – íss og elds, var sett í fyrrakvöld í vísindahöllinni Déouv- ert í París. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra opn- aði sýninguna formlega, en með henni voru þeir Renaud Donnedieu de Vabres, menningarmálaráðherra Frakka, og Xavier Darcos, aðstoð- arráðherra þróunarsamvinnu og franskrar tungu. Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra flutti ávarp við opnunina, auk þess sem Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra afhjúpaði mikinn ísjaka sem þjónar sem eins- konar tákn sýningarinnar meðan á henni stendur. Sturla flutti einnig ávarp um kvöldið fyrir hönd Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Þessi viðburður markar nokkur þáttaskil í íslensku menningarlífi, bæði vegna umfangs hans og þess hversu vítt svið hann spannar. Um er að ræða samfellda dagskrá í rúm- ar tvær vikur á sviði vísinda, mynd- listar, tónlistar, bókmennta, leiklist- ar, kvikmynda og hönnunar. Að þátttökunni koma fjölmargir vís- indamenn, fræðimenn og listamenn – auk fyrirtækja sem ásamt stjórn- völdum gerðu viðburðinn mögu- legan. Sérstaka eftirtekt vekur hversu vel hefur tekist að virkja virtar franskar stofnanir í þessu sambandi, því viðburðirnir eiga sér allir samastað á stöðum sem njóta virðingar í frönsku samfélagi og eru kjölfestan í þeirra eigin menningu. Slíkt samstarf – eða staðsetning – innan fransks menningarlífs er ómetanleg, enda ljóst að það sem á sér stað á virtum vettvangi fær bæði á sig ákveðinn gæðastimpil auk þess að vekja mun meiri eftirtekt. Ekki þarf að fjölyrða um mikil- vægi kynningar af þessu tagi fyrir íslenska menningu. Hún þjónar ekki einungis íslenskum hagsmunum í Frakklandi, heldur einnig þeirri gerjun hér innanlands sem nauðsyn- leg er til að viðhalda frumkvæði og sköpunarþrótti í því þekkingar- og menningarsamfélagi sem hér hefur þróast á síðustu áratugum. Fjöldi þeirra einstaklinga sem sýna verk sín og vinnu af þessu tilefni afhjúpar bæði töluverða breidd og mikla atorkusemi í íslensku þjóðlífi, sem menningarlífið og þekkingarheimur- inn þarf mjög á að halda ef hann á að standa undir nafni til frambúðar. Hingað til hafa tækifæri til að koma því sem frumkvöðlar á sviði menn- ingar og vísinda á Íslandi hafa skap- að á framfæri erlendis oft verið af skornum skammti og háð fjárhags- legum annmörkum, en svo virðist sem nú hafi tekist að lyfta því grett- istaki sem þarf til að gefa góða og upplýsandi mynd af því sem samtím- inn hér á landi hefur upp á að bjóða. Það er vonandi að sú reynsla sem hefur orðið til við skipulagningu þessa viðburðar eigi eftir að nýtast til frekari landvinninga á fleiri víg- stöðvum erlendis í framtíðinni; helst þannig að drjúgur hluti þess sem til sýnis er sé frumsköpun, sem auðvit- að skilar sér best til baka inn í ís- lenskan menningarheim. Því eins og forsætisráðherra benti á í ávarpi sínu er það „lífsnauðsyn að fámenn- ar þjóðir eigi neistann eigi síður en margmennar þjóðir“, en frumsköp- un er auðvitað sá neisti er kyndir undir bæði menningarlífi og sjálfs- ímynd hverrar þjóðar. EÐLILEG ÁKVÖRÐUN Sú ákvörðun þingflokks fram-sóknarmanna í gær að velja Kristin H. Gunnarsson alþingis- mann ekki í nefndir á vegum þing- flokksins við nefndakjör á Alþingi er skiljanleg og eðlileg. Kristinn H. Gunnarsson hefur á undanförnum mánuðum tekið aðra stefnu en þingflokkur Framsóknar- flokksins. Hann hefur lýst andstöðu við ýmis grundvallarmál, sem flokk- urinn hefur staðið að í stjórnarsam- starfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Þótt slíkt geti gerzt stöku sinnum á stjórnmálaferli einstakra þing- manna án þess að það hafi alvar- legar afleiðingar er ljóst að í tilviki Kristins H. Gunnarssonar var and- staða hans við mál flokks og rík- isstjórnar komin út fyrir þau mörk, að aðrir þingmenn gætu sætt sig við það að óbreyttu. Samstarf í þingflokkum byggist bæði á ákveðnum aga en líka á til- litssemi gagnvart sjónarmiðum annarra þingmanna. Kristni H. Gunnarssyni er að sjálfsögðu frjálst að hafa aðrar skoðanir en sá þingflokkur, sem hann hefur tilheyrt. Hann getur hins vegar ekki búizt við því að geta setið beggja vegna borðs, að njóta góðs af því að teljast í hópi þing- manna stjórnarflokka en leitast jafnframt við að skapa sér sérstöðu á vettvangi stjórnmálanna með and- stöðu við eigin flokk og þá ríkis- stjórn, sem formaður Framsóknar- flokksins er nú í forsæti fyrir. Einleikur af þessu tagi hefur aldrei gengið upp fyrir einstaka þingmenn á Alþingi. Fyrr eða síðar verða þeir að taka ákvörðun um hver staða þeirra er eða þá að aðrir taka slíka ákvörðun fyrir þá. Og söguleg reynsla sýnir, að þingmenn, sem taka þá stefnu, sem Kristinn H. Gunnarsson hefur tekið á und- anförnum mánuðum, sitja sjaldnast lengi á þingi eftir að svo er komið. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur nú tekið þá ákvörðun, að Kristinn H. Gunnarsson geti ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn í nefndum Alþingis. Það er ákvörðun sem auðvelt er að skilja. Stjórnarflokkarnir hafa undan- farna mánuði ekki getað litið á þingmanninn, sem einn af stuðn- ingsmönnum stjórnarflokkanna. Þvert á móti hefur verið óhjá- kvæmilegt að líta svo á, að þing- mönnum stjórnarflokkanna hafi fækkað um einn. Það breytir engu um meirihluta ríkisstjórnarinnar á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.