Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Beini © LE LOMBARD OOOO... ÞETTA ER EINN AF SLÆMU HLUTUNUM VIÐ LÍFIÐ... ÓHREINA TAUIÐ ER ALLTAF SVO FLJÓTT AÐ KÓLNA VIÐ WOODSTOCK FÖRUM OFT Í FERÐIR STUNDUM GENGUR HANN STUNDUM FLÝGUR HANN SÍÐAN SEFUR HANN Á LEIÐINNI HEIM! ÞAÐ ER EKKI DÓTADAGUR. SETTU TÍGRISDÝRIÐ INN Í SKÁP INN Í SKÁP?! HANN KAFNAR! ALLT Í LAGI. HANN FER UNDIR STÓLINN ÞARNA MUNAÐI MJÓU! SATT ER ÞAÐ! SJÖ PLÚS ÞRÍR? SJÓTÍU OG ÞRÍR BREYTIR LJÓSIÐ EKKI UM LIT? VIÐ SKULUM SJÁ TIL MEÐ ÞAÐ! EKKI DROPI Á GÓLFIÐ. ÓTRÚLEGT! ÞETTA BJARGAÐIST NÆSTUM ÞVÍ AFTUR Á BYRJUNARREIT. FYRST VERÐ ÉG AÐ TAKA AF MÉR ÞETTA HÖFUÐFAT SIGUMUNDUR! EKKI SNERTA ÞETTA! SIGMUNDUR, VILTU LÁTA RENNA Í TERPENTÍNUBAÐ MEÐ OLÍUDROPUM OG ÖRLÍTIÐ AF GRÆNSÁPU BEINI HEFUR ALDREI EYTT SVONA LÖNGUM TÍMA Í AÐ ÞVO SÉR JÆJA, NÆST Á DAGSKRÁ! ÞÚ SKALT FÁ AÐ FINNA FYRIR ÞVÍ RÉTT BRÁÐUM! EFTIR ÞETTA ÞÁ VERÐUR ALLT EINS OG ÁÐUR! Dagbók Í dag er miðvikudagur 29. september, 273. dagur árs- ins 2004 Víkverji efast ekkium það í eina mín- útu að við margar auglýsingar fari fram gríðarleg vinna, þar sem fagfólk skiptist á hugmyndum fram og til baka og puðað er frá morgni til kvölds. Stundum tekst vel til og stundum ekki, eins og gengur. Auglýs- ingar geta nefnilega virkað öfugt og pirrað fólk. Víkverji má til með að nefna hér þrjár auglýsingar sem hafa farið sérstaklega illa í hann, einhverra hluta vegna. Hvað eiga menn t.d. við þegar aug- lýst er „Það sést hverjir drekka Eg- ils Kristal“? Hvernig sést það, fyrir utan það auðvitað að hægt er að horfa á einhvern drekka þennan drykk? Í auglýsingunum sjást ungir og stæltir kroppar svala þorsta sín- um, og engu líkara en að menn um- breytist við drykkjuna. Víkverja, sem hvorki er mjög ungur né stælt- ur, finnst gott að drekka Egils Krist- al en hann stórefast um að það sjáist eitthvað sérstaklega utan á honum. Þannig er með marga sem hann veit um, þeir bera það ekkert frekar með sér að þeir drekki sódavatn. Svo heyrði Víkverji auglýsingu í útvarpi á dögunum um að það væri aðeins 20 mín- útna akstur til Grinda- víkur. Við hvað er mið- að? Hvaðan er 20 mínútna akstur? Frá álverinu í Straumsvík? Eða Garðskaga? Ef Grindvíkingar eru að miða við Reykjavík er ljóst að þeir eru að hvetja til lögbrota á Reykjanesbrautinni. Úr borginni er 30–40 mín. akstur til Grinda- víkur ef ekið er á þokkalega löglegum hraða. Loks er það auglýsingin „Brim- borg – öruggur staður til að vera á“. Á þessum vettvangi hefur sú auglýs- ing reyndar áður borið á góma, en Víkverji getur ekki leynt undrun sinni á orðalaginu. Hvað er svona öruggt við þennan ágæta stað? Get- ur þakið hrunið á öðrum bílasölum eða verður maður rændur þar? Víkverja finnst að auglýsingar eigi að vera eins raunverulegar og sanngjarnar og hægt er, án þess að þær gefi færi á misskilningi og jafn- vel skensi sem þessu. Þannig mætti auglýsa við tækifæri: „Víkverji – fúll á móti en fyndinn – stundum …“ Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Reykjavík | Djasshátíð Reykjavíkur hefst í dag og verður þar margt um dýrð- ir. Fjölmargir þekktir erlendir listamenn koma hingað til lands auk íslenskra tónlistarmanna sem dvalið hafa erlendis. Meðal þeirra sem koma fram á hátíð- inni er Djassband Eyjólfs, sjö manna sveit, sem samanstendur af hrynsveit, þremur blásurum og söngkonunni Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur undir styrkri stjórn Eyjólfs Þorleifssonar saxófónleikara. Djassbandið æfði af kappi þegar ljósmyndara bar að garði, en sveitin leikur þjóðlaga- og latinskotinn djass á Kaffi Reykjavík á föstudagskvöld kl. 22.30. Morgunblaðið/Þorkell Æft fyrir djasshátíð MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. (Mark. 11, 24.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.