Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það gæti nú farið að fara um „gulldrengina“. Heilsugæsluþjón-usta lækna er al-mennt ódýrari en sams konar þjónusta sér- greinalækna. Samanburð- ur sérgreinalækna við göngudeildarþjónustu er öllu erfiðari þar sem þjón- ustan er í sumum tilfellum nokkuð ólík. Að bæklunar- læknum frátöldum virðist hins vegar meðalkostnað- ur sérgreinalækna vera lægri en nemur kostnaði við göngudeildarþjónustu Landspítala (LSH). Þetta er helsta niðurstaðan í nýrri skýrslu sem Hag- fræðistofnun HÍ vann fyr- ir Læknafélag Íslands þar sem kostnaðargreining er gerð á heilbrigðisþjónustunni á Íslandi, en í skýrslunni er borinn saman móttökukostnaður sjúklinga á heilsugæslustöðvum, hjá sér- greinalæknum og á dagdeildum ákveðinna deilda innan LSH á árinu 2002. Í úttektinni er lækniskostnaður metinn á fjórum heilsugæslu- stöðvum á landinu, en þær eru heilsugæslustöðvarnar í Hlíðun- um, í Hafnarfirði, á Akureyri og í Salahverfi. Fram kemur að stöðv- arnar fjórar eru reknar á mismun- andi forsendum og spanna því ágætlega svið heilsugæslurekstr- ar og gefa, að mati skýrsluhöf- unda, ágæta mynd af móttöku- kostnaði heilsugæslustöðva hér á landi. Móttökukostnaður sjúk- lings til heilsugæslulæknis er mis- munandi eftir heilsugæslustöðv- um, lægstur var hann hjá Heilsugæslunni í Hlíðahverfi, tæplega 2.800 kr., og hæstur hjá Heilsugæslunni í Salahverfinu, á bilinu 4.300–4.550 kr., en þess ber að geta að kostnaðurinn vegna Salahverfis er í hámarki sem skýrist af því að hverfið er í fullum vexti. Skýrsluhöfundar telja að þegar hverfið verður fyllbyggt megi áætla að kostnaðurinn verði á bilinu 3.700–3.800 kr. Til samanburðar má nefna að meðallækniskostnaðurinn á Læknavaktinni var 2.645 kr. árið 2002 eða næstum sama niðurstaða og fyrir Heilsugæsluna í Hlíða- hverfi. En þess skal geta að for- sendur Læknavaktarinnar eru aðrar en heilsugæslunnar að því leytinu til að þjónustan fer ein- ungis fram utan dagvinnutíma, sem þýðir að öll laun starfsmanna bera yfirvinnuálag sem gerir launakostnaðurinn hlutfallslega meiri en á hinum stofnununum. Sérgreinalæknar misdýrir Samkvæmt Staðtölum al- mannatryggingar árið 2002 voru meðalútgjöld vegna komu sjúk- linga til sérgreinalækna 6.495 kr. eða 6.301 kr. að teknu tilliti til samningsbundins afsláttarkerfis sérgreinalækna við Trygginga- stofnun ríkisins (TR). Skjólstæð- ingar sérgreinalæknanna greiddu að meðaltali 30% af heildarkostn- aði á móti 70% hlut ríkisins, sem þýðir að sjúklingar greiddu að meðaltali 1.981 kr. en TR 4.320 kr. Kostnaður vegna þjónustu sér- greinalæknanna er mjög misjafn, allt frá 4.171 kr. hjá smitsjúk- dómalæknum til 19.992 kr. hjá svæfingalæknum, en algengasti meðallækniskostnaðurinn hjá sér- greinalæknum er þó á milli 4.500 og 6.000 kr. Fram kemur í skýrslunni að verksvið heilsugæslulækna og sérgreinalækna skarast að ein- hverju leyti (t.d. hvað varðar leg- hálskrabbameinsskoðun, einfalda meðferð á vörtum og hjartarit) og séu gjaldskrá sérgreinalækna og gjaldskrá heilsugæslulækna born- ar saman má áætla að meðallækn- iskostnaður á hverja komu sjúk- lings til sérgreinalæknis sé á bilinu 4.200–4.300 kr. Að mati skýrsluhöfunda er þessi saman- burðarleið ekki sú nákvæmasta en gengur eigi að síður upp. Í skýrslunni var meðalmóttöku- kostnaður sjúklings metinn á fjór- um göngudeildum LSH, þ.e. göngudeild lungna-, ofnæmis- og gigtarsjúklinga, göngudeild syk- ursjúkra, dag- og göngudeild blóð- og krabbameinssjúkra og göngudeild bæklunarlækninga, og reyndist hann mjög mismun- andi. Meðallækniskostnaðurinn er langlægstur á bæklunardeild, rúmlega 4.500 kr., en hæstur á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinssjúklinga, rúmlega 14.500 kr. Skýringin á þessum mikla mun er sú að stærri hluti launakostnaðar lækna tilheyrir göngudeild sykursjúkra og göngudeild blóð- og krabbameins- sjúkra en á hinum deildunum. Þess ber einnig að geta að inni í þessum kostnaðartölum er hlutur stjórnunarkostnaðar og milli- færslur (t.d. ýmsar rannsóknir) sem ekki eru teknar með í út- reikningum á lækniskostnaði á heilsugæslustöðvum og hjá sér- greinalæknum. Að sögn skýrslu- höfunda var ekki á auðveldan hátt hægt að sundurgreina stjórnunar- og millifærslukostnaðinn á göngu- deildum LSH, en gera má ráð fyr- ir að hann sé á bilinu 30–40% af reiknuðum lækniskostnaði. Að því frádregnu myndi meðallæknis- kostnaður vera rúmlega 3.300 kr. á bæklunardeild og 8.476 kr. á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinssjúklinga. Fréttaskýring | Kostnaðargreining á heilbrigðisþjónustunni Heilsugæslan er ódýrust Samanburður á móttökukostnaði leiðir í ljós að heilsugæslan er ódýrust Skýrslan er unnin af Hagfræðistofnun HÍ. Verksvið heilsugæslu- og sérgreinalækna skarast  Í nýrri skýrslu sem Hag- fræðistofnun HÍ vann fyrir Læknafélag Íslands kemur fram að heilsugæsluþjónusta lækna er almennt ódýrari en sams konar þjónusta sérgreinalækna. Að bæklunarlæknum frátöldum virðist meðalkostnaður sér- greinalækna lægri en nemur kostnaði við göngudeildarþjón- ustu LSH. Í þeim samanburði verður samt að hafa í huga að sú þjónusta sem í boði er er oft á tíð- um afar misjöfn. silja@mbl.is SKIPSTJÓRI og útgerðarmaður Egils SH-195 hafa játað að hafa kerf- isbundið varpað í sjóinn þorski undir þremur kílóum að þyngd í veiðiferð- um skipsins í október 1998 fram í ágúst 1999. Í einni veiðiferðinni létu þeir varpa allt að 5,5 tonnum af fiski aftur í hafið, samkvæmt ákæru rík- islögreglustjóra. Með viðurlaga- ákvörðun fyrir Héraðsdómi Vestur- lands var báðum mönnunum gert að greiða eina milljón í sekt eða sæta ella fangelsi í þrjá mánuði. Skipinu var haldið til dragnóta- veiða frá Ólafsvík og játuðu menn- irnir að hafa í flestum af þeim 129 veiðiferðum sem það fór í á tíma- bilinu, látið kasta smáþorski. Málið kom til kasta lögreglu í kjöl- far vinnulaunadeilu við áhöfn skips- ins sem greindi frá brottkastinu. Játuðu að hafa látið kasta þorski SELÁ í Vopnafirði gaf á endanum 1.691 lax sem er, að sögn Rafns Hafnfjörð, eins af Strengsmönnum sem hafa ána á leigu, metveiði í ánni. Rafn sagði breytilegan stangafjölda í Selá, en að jafnaði væri veitt með 6,62 dagstöngum og samkvæmt því væri meðaldagveiði á stöng 2,84 laxar á dag. „Ég er ekki viss um að fleiri ár en Leir- vogsá hafi hærri meðalþunga, en ég skal þó ekki fullyrða það,“ sagði Rafn. Aftur að Leirvogsá Eins og fram hefur komið er Leirvogsá besta laxveiðiáin í sumar þó ekki hafi hún skilað hæstu töl- unni. Hún gaf 810 laxa á tvær dagstangir og yfir 90 daga vertíð er það 4,5 laxar á stöng á dag að jafn- aði. Með þá tölu er Leirvogsá langt yfir öðrum ám. Fleiri góðar Í þriðja sæti á þessum lista sýnist vera Laxá á Ásum sem gaf 466 laxa á tvær stangir, eða samtals rúm- lega 2,5 laxa á stöng. Miðfjarðará, sem gaf 2.250 laxa á tíu stangir, er að sama skapi með 2,5 laxa og Haf- fjarðará er sömuleiðis með 2,5 laxa að sögn Einars Sigfússonar, þegar búið að uppreikna fjölda stang- ardaga og auk þess er aðeins veitt í ánni í 82 daga. Alls veiddust 1.133 laxar í Haffjarðará. Langá á Mýr- um er jafnframt í þessum flokki með rúmlega 2,4 laxa á stöng miðað við 2.242 laxa á tíu stangir. Hofsá eru einnig með yfir tvo laxa að jafn- aði á stöng á dag. Við þetta má bæta að fróðlegt verður að reikna út meðalfjölda veiddra laxa á dag í Laxá í Dölum þegar mokinu þar lýkur, en fram- vindan þar er með ólíkindum. Fyrir skemmstu voru komnir yfir 1.400 laxar á sex stangir, en sem kunnugt er var veiði þar afar dræm þar til nú í haust, að rigningar hresstu við vatnsbúskapinn og laxinn fór að hellast inn í ána og mokveiðast. Hæstar? Hvaða ár eru hins vegar hæstar? Það er annað mál. Eystri-Rangá er komin nokkuð yfir 3.000 laxa og lýkur veiði nú í vikunni. Í ánni er veitt á 16 stangir. 250 löxum á eftir var til skamms tíma Ytri-Rangá með 12 stangir, en veitt verður í henni til 10. október. Spurning hvor Rangáin endi með hæstu töl- una. Einnig spurning þar með með- alveiði á dagstöng, en báðar eru um eða yfir 2 löxum á dag nú um stund- ir. Þriðja og fjórða sætið liggja þó ljós fyrir, Miðfjarðará er þriðja með 2.250 og Langá í fjórða sæti með 2.242 laxa. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Hverjar eru bestar? Ljósmynd/Rafn Hafnfjörð Veitt í Mælifellshyl í Selá. 15% afsláttur af Le Corbusier húsgögnum MIRALE Grensásvegi 8 sími: 517 1020 Opið: mán.- föstud.11-18 laugard. 11-15 Mirale er umboðsaðili Cassina á Íslandi. Vaxtalausar greiðslur í allt að 6 mánuði. Raðsamninga í allt að 36 mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.