Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hún segir að það sé bara tímasóun að þrasa, þú eigir hann, hún er með DNA upp á það.
Þjóðhagslegur kostn-aður við hvertbanaslys í umferð-
inni er 60 milljónir króna
og skiptir miklu að fækka
slíkum slysum að mati
Gunnars H. Gunnarsson-
ar, deildarverkfræðings á
umferðardeild borgar-
verkfræðings. Hann hefur
skorað á ríkisstjórnina að
gera vandaða áætlun um
fækkun alvarlega slasaðra
og látinna í umferðarslys-
um. Gunnar krefst þess að
áætlunin innihaldi fjár-
hags- og framkvæmda-
áætlun og verði sambæri-
leg við þær bestu á þessu sviði á
Norðurlöndum og í V-Evrópu.
Unnið verði eftir áætluninni á ár-
unum 2005–2008 og miðist hún við
að látnir í umferðinni verði 30%
færri árið 2008 en meðaltal áranna
2001–2003.
Í greinargerð Gunnars kemur
fram að á vegum dómsmálaráðu-
neytisins hafi verið í gildi áætlun
um 20% fækkun alvarlega slas-
aðra og látinna fyrir aldamót 2000.
Það takmark hafi ekki náðst að
fullu vegna þess að sú áætlun fól
ekki í sér neina fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlun. Með nágranna-
löndin og Reykjavíkurborg sem
fyrirmynd ætti ríkisvaldið að gera
áætlun af þessu tagi og vinna eftir
henni, enda yrði það mjög þjóð-
hagslega arðbært, fyrir utan að
hún myndi fækka verulega þeim
mannlegu harmleikjum sem um-
ferðarslys valda.
Munurinn mikill milli borgar
og landsbyggðar
Samkvæmt útreikningum
Gunnars er gríðarlegur munur
milli Reykjavíkur og landsbyggð-
arinnar varðandi árangur í fækk-
un banaslysa á undanförnum ár-
um. Ef skoðuð eru tvö tímabil,
1996–1999 og 2000–2003 sést að
banaslysum hefur fækkað um 40%
í Reykjavík milli þessara tímabila
en fjölgað um rúm 70% utan
Reykjavíkur. Þjóðhagslegur
kostnaður vegna umferðarslysa
hérlendis, að frátöldu eignatjóni, á
árunum 2000–2003 var 13,6 millj-
arðar króna árlega. Í Reykjavík
lækkaði kostnaður milli fyrr-
greindra tveggja tímabila (’96–’99
og ’00–’03) um 34% en aðeins um
0,9% utan hennar. Ástæðan fyrir
þessu er sú að mati Gunnars að
Reykjavíkurborg hefur unnið
skipulega að þessu málum og sett
200 milljónir kr. árlega í umferð-
aröryggismál, en ríkið hefur ekki
unnið skipulega að þessu málum
og veitt lítið fé í þau að sögn Gunn-
ars.
Þessu mótmælir Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra harð-
lega og segir ríkið hafa stóraukið
framlög til vegamála í þágu um-
ferðaröryggis. Nefna megi mislæg
gatnamót sem byggð hafi verið við
Mjóddina, Stekkjabakka, Víkur-
veg/Vesturlandsveg og í Hafnar-
firði. Einnig megi nefna breikkun
Vesturlandsvegar og Reykjanes-
brautar í gegnum Reykjavík,
Kópavog, Garðabæ og Hafnar-
fjörð. Þá hafi verið gerð mörg und-
irgöng í Hafnarfirði og Reykja-
nesbrautin tvöfölduð.
Á heimasíðu IRTAD sem er al-
þjóðlegur gagnagrunnur fyrir um-
ferðarslys í OECD-ríkjum kemur
fram að í langflestum ríkjum hefur
á undanförnum árum og áratugum
tekist að fækka dauðaslysum
markvisst. Ísland er í heildina á
hinn bóginn í sömu stöðu og það
var árið 1970 eftir nokkrar sveifl-
ur. Best standa Bretland, Holland
og Svíþjóð í 1.–3. sæti með um 6
látna einstaklinga á hverja 100
þúsund íbúa, en á Íslandi er sam-
svarandi tala tíu, miðað við tölur
frá 2002. Er Ísland í 12. til 13. sæti
á 30 ríkja lista og hefur aldrei ver-
ið eins aftarlega að sögn Gunnars.
Að hans mati þarf að bæta við 3–
400 milljónum króna árlega í
þennan málaflokk til að komast í
fremstu röð á ný.
Aðgerðir ríkis hafa haft áhrif
Sturla Böðvarsson segir alveg
ljóst að dregið hafi úr slysum á
höfuðborgarsvæðinu, en það sé
m.a. vegna aðgerða ríkisins til úr-
bóta. Sturla bendir líka á að fjár-
veitingar Umferðarstofu sam-
kvæmt fjárlögum séu nú komnar
upp í 430 milljónir króna og því til
viðbótar sé kominn nýr liður á
fjárlögum til umferðaröryggis-
mála upp á 50 milljónir kr. Enn
fremur fái Rannsóknarnefnd um-
ferðarslysa 5 milljónir króna.
Aukin löggæsla og aukin
fræðsla er lykillinn að fækkun
banaslysa að mati Óla H. Þórðar-
sonar, formanns Umferðarráðs.
Það skjóti skökku við að ökumenn
hafi ekki tekið upp betra aksturs-
lag eftir því sem vegakerfið hafi
batnað, því nú aki menn einfald-
lega hraðar á betri vegum með
slæmum afleiðingum. Að hans
mati var ákvörðun um að hækka
hámarkshraða upp í 90 km/klst á
þjóðvegum landsins ógæfuspor.
Þeir sem starfi að umferðarörygg-
ismálum séu afar daprir yfir þróun
síðustu ára hérlendis þar sem góð-
ur árangur hafi náðst á miðjum tí-
unda áratugnum, en hann tapast
niður um aldamótin. Allir sem
vinni að umferðaröryggismálum
vilji hins vegar gera betur og
koma Íslandi aftur í röð þeirra
landa þar sem slysatíðnin er
minnst.
Fréttaskýring |Umferðaröryggismál ríkis
og borgar
Banaslysum
verði fækkað
Skiptar skoðanir um frammistöðu
stjórnvalda í umferðaröryggismálum
Áherslan er á fjármagn, fræðslu og gæslu.
Ísland í sömu stöðu og árið
1970 en aðrir bæta sig
Menn eru ekki á eitt sáttir um
frammistöðu ríkisvaldsins í um-
ferðaröryggismálum. Sam-
gönguráðherra heldur því fram
að ríkið eigi sinn þátt í fækkun
umferðarslysa á höfuðborg-
arsvæðinu, en Gunnar H. Gunn-
arsson verkfræðingur telur ríkið
hafa dregist langt aftur úr borg
á þessu sviði. Hefur hann skorað
á ríkið að bæta úr og fylgja for-
dæmi Reykjavíkurborgar í þess-
um efnum.
orsi@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
SPÁSTEFNA
D A G S K R Á
Kl. 8.30: Skráning og afhending gagna.
Kl. 9.00: Spástefnan sett.
Geir Haarde fjármálaráðherra: Árið 2005 - Fjárlögin og fyrirtækin.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis: Útrás Actavis og aðstæður næsta árs.
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims:
Árið 2005 - Væntingar og örvæntingar.
Kl. 10.00: Kaffihlé í 30 mín.
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans:
Aðstæður í þjóðarbúskapnum á næstu árum; spár Seðlabankans í ljósi
könnunar ParX á meðal forstjóra stærstu fyrirtækja landsins.
Þröstur Sigurðsson, fjármálaráðgjafi hjá ParX:
Virðisauki til hluthafa í stærstu fyrirtækjunum. Verðfall hlutabréfa á næsta ári?
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar:
Listinn 300 stærstu - og líklegar sameiningar á árinu 2005.
Fyrirspurnir í 15 mínútur.
Lokaorð leynigests: Þekktur rithöfundur spáir í spéspegil viðskiptalífsins.
Kl. 12.00: Létt hlaðborð - pinnamatur - í hádeginu í lok spástefnunnar.
Spástefnustjóri: Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Dagurinn er útgáfudagur bókar Frjálsrar verslunar, 300 STÆRSTU.
Verð hennar er 2.500 krónur og fá gestir spástefnunnar bókina að gjöf.
Verð á spástefnuna er 7.500 krónur á mann.
Skráning er í síma 580 4300, hjá Kristjönu Vilhelmsdóttur.
Skráning á Netinu: www.parx.is
ParX VIÐSKIPTARÁÐGJÖF OG FRJÁLS VERSLUN HALDA SPÁSTEFNU
Á NORDICA HÓTELI FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER NK.
Geir
Haarde
Ingimundur
Sigurpálsson
Róbert
Wessman
Benedikt
Jóhannesson
Arnór
Sighvatsson
Þröstur
Sigurðsson
Jón G.
Hauksson
?
Leynigestur
Ómissandi fyrir áætlanagerð ÁRIÐ 2005
N E T L A U N A S E ‹ L A R Í Ö L L U M N E T B Ö N K U M
8. TBL. 2004 – VERÐ 2.495,- M/VSK ISSN 1017-3544