Morgunblaðið - 05.10.2004, Side 16
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap-
ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Orlofsferð húsmæðra í Norður-
Þingeyjarsýslu stendur fyrir dyrum en
leikhúsferð til Akureyrar varð að þessu
sinni fyrir valinu. Þessar orlofsferðir eru
gamall siður og fyrr á árum voru slíkar
ferðir jafnvel eina tækifæri húsmæðra til að
fá tilbreytingu eða skemmtiferð en flestar
voru þá heimavinnandi. Fyrr á árum voru
engar barnabætur frá hinu opinbera og ef-
laust ekki mikill afgangur af tekjum heim-
ilisins til persónulegra nota húsmóð-
urinnar, sem gjarnan setti sínar þarfir og
langanir aftast í forgangsröðina – og þótti
jafnvel mikil dyggð á þeim tíma.
Tekjur orlofsnefnda eru í formi nefskatts
frá sveitarfélögum, samkvæmt lögum frá
Alþingi, og var um 60 kr. á hvern íbúa sveit-
arfélags hér í ár. Kvenfélagasamband Ís-
lands skiptir landinu í orlofssvæði og starf-
ar nefnd fyrir hvert svæði en
Norður-Þingeyjarsýsla er eitt svæði. Or-
lofsnefndir hafa ákveðnar vinnureglur, sem
eflaust hafa verið endurskoðaðar í takt við
breytta tíma en í einni grein segir að „starf
orlofsnefndar sé þjónustustarf, sem vinna
þarf af kostgæfni, þolinmæði og ánægju og
mikilvægt að samvinna sé innan nefnd-
arinnar“.
Nú eru breyttir tímar – húsmæður eru
ennþá húsmæður en þeim er ekki jafn-
þröngur stakkur sniðinn eins og kynsystr-
um þeirra nokkrum áratugum fyrr. Enn í
dag eru ferðirnar kærkomið tækifæri fyrir
eldri húsmæður, sem í sumum tilfellum eru
jafnvel orðnar einar, til að lyfta sér upp og
fara í menningarlega „stelpuferð“ en héðan
úr N-Þing. fara konur á öllum aldri, allt frá
þrítugu upp í áttrætt og verður væntanlega
mikill sómi sýndur þegar þær fjölmenna á
Hótel KEA á Akureyri um næstu helgi.
Verkfall grunnskólakennara setur svip
sinn á bæjarlífið hér á Þórshöfn líkt og ann-
ars staðar á landinu. Stundakennarar og
skólastjóri sinna kennslu 9. og 10. bekkjar
og kenna aðeins það sem þeir að öllu jöfnu
gera samkvæmt stundaskránni en ganga
ekki í störf annarra. Það er von allra að
vinnudeilan leysist sem fyrst en rótleysi er
meðal nemenda og búast má við að átak
verði fyrir marga þeirra að koma svefn-
venjum á rétt ról þegar skóli hefst á ný.
Úr bæjar-
lífinu
ÞÓRSHÖFN
EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR
FRÉTTARITARA
Skógræktarfélögin áhöfuðborgarsvæð-inu standa fyrir
opnu húsi í kvöld klukk-
an 20. Samkoman verður
í sal Ferðafélags Íslands
í Mörkinni 6 í Reykjavík.
Í upphafi mun skáldið
Sjón (Sigurjón B. Sig-
urðsson) flytja brot úr
verkum sínum. Fyrirles-
ari kvöldsins er Hörður
Kristinsson sem mun
fjalla um íslenskan
fléttugróður og skóg-
arfléttur.
Þetta er fyrsti fundur
vetrarins í fræðslu-
samstarfi skógrækt-
arfélaganna og KB-
banka, að því er fram
kemur í frétt á vef Skóg-
ræktarfélags Íslands,
skog.is. Það er Skóg-
ræktarfélag Mosfells-
bæjar sem sér um fund-
inn.
Allir eru velkomnir og
er aðgangur endur-
gjaldslaus.
Opið hús
Nemendur tíunda bekkjar í grunnskólum Fjarða-byggðar hafa ýmislegt fyrir stafni í verfallinu.Þeir hafa meðal annars tekið að sér að hreinsa
fjörur við Eskifjörð. Hér eru nokkrir nemendur úr
grunnskólanum á Eskifirði að sinna því verkefni og
gera það með bros á vör.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Grunnskólanemar
hreinsa fjörur
Í könnun um hverjirtækju slátur í haustkom fram að það
væru oft sveitamenn,
óskólagengnir, láglauna-
fólk og framsóknarmenn.
Ólafur Stefánsson orti af
því tilefni:
Það þjóðlega verja þeir vaskir
enn,
þótt veki með öðrum hlátur,
að helst eru fákænir
framsóknarmenn,
sem fást til að gera slátur.
Kristján Eiríksson svar-
aði því að Stephan G. hefði
ekki sett samasemmerki
milli óskólagenginna
manna og fákænsku, en
nefnt ómenntaða mennta-
menn á einum stað „andleg
ígulker ótal skólabóka“.
Kristján yrkir:
Siður forn í sveitum hér
síst mér vekur hlátur
þó að andleg ígulker
ekki taki slátur.
Erlingur Sigtryggsson
yrkir:
Uggur í mörgum er sagt að sé,
sumir þó reki upp hlátur.
Þingmönnum lógar, flokki og fé
Framsókn – og tekur slátur.
Ólíkur lífsstíll
pebl@mbl.is
Blönduós| Kylfingarnir Ari,
Lúðvík og Fanney létu vindinn
ekki aftra sér frá því að leika
golf á Vatnahverfisvelli við
Blönduós. Sjálfvirkur vind-
hraðamælir rétt austan Blöndu-
ós, mælir sem ekki er fjarri golf-
vellinum, sýndi á bilinu 17–20
metra á sekúndu meðan þau
léku holurnar 9 en hitinn var um
10 gráður. Skorið var viðunandi
hjá þriðjungi leikmanna.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Gefast ekki upp þótt á móti blási
Golf
Landeyjar | Samið verður á næstunni við
verktaka um byggingu nýrrar flugstöðvar á
Bakkaflugvelli við Landeyjasand. Fram-
kvæmdir hefjast fljótlega og á að ljúka fyrir
næsta sumar. Völlurinn þjónar flugi til og
frá Vestmannaeyjum.
Ríkiskaup buðu út fyrir hönd Flugmála-
stjórnar hönnun og byggingu fullbúinnar
flugstöðvar á Bakka. Í byggingunni, sem
verður um 240 fermetrar að stærð, er gert
ráð fyrir aðstöðu til að veita flugfarþegum
þjónustu og vélageymslu fyrir slökkvibíl.
Tilboð voru opnuð í ágúst og reyndust þá
öll tilboð yfir kostnaðaráætlun. Lægst var
tilboð SG-húsa hf., tæplega 36 milljónir kr.,
en kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp
á 33,6 milljónir. Fjögur önnur tilboð bárust
og voru þau á bilinu 44 til 57 milljónir kr.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá
Ríkiskaupum var óskað eftir því við verk-
takana að gildistími tilboða yrði framlengd-
ur til 12. október.
Heildarkostnaður við verkið er áætlaður
44 milljónir kr. og er þar innifalinn kostn-
aður við flutning brautarljósa. Gengið verð-
ur til samninga við verktaka þegar staðfest-
ing hefur borist frá samgönguráðuneytinu
um að aukafjárveiting hefði fengist en bréf
þess efnis mun vera á leiðinni, samkvæmt
upplýsingum Flugmálastjórnar.
Framkvæmd-
ir gætu hafist
fljótlega
Ný flugstöð reist
á Bakkaflugvelli
Kelduhverfi | Bleikjueldi er að hefjast hjá
laxeldisstöðinni Rifósi hf. í Lónum í Keldu-
hverfi. Umhverfisstofnun hefur heimilað
eldi á allt að 200 tonnum af bleikju í lón-
unum.
Á vef Kelduneshrepps kemur fram að
þegar hafa verið keypt um 100 þúsund
bleikjuseiði frá Hólalaxi í Hjaltadal og eru
þau komin í hús hjá Rifósi. Þau eru blend-
ingar af stofni úr Ölfusvatni á Skaga og
Grenlækjarstofni. Þá er búið að panta 20
lítra af augnhrognum frá kynbótastöðinni
á Hólum, en úr því klaki ættu að fást um
160 til 200 þúsund seiði sem fara úti í lónin
vorið 2006.
Ef allt gengur eftir áætlun verður farið
að slátra bleikju síðla árs 2005.
Eldi á bleikju
hefst hjá Rifósi
♦♦♦