Morgunblaðið - 05.10.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 05.10.2004, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 39 DAGBÓK Félag íslenskra háskólakvenna hefur umárabil staðið fyrir fjölda námskeiða, m.a. íviðskiptaensku, um Netið, verðbréf, mál-verkaskoðun og dulhyggju í listum. Þá hefur félagið staðið fyrir námskeiðinu „Að njóta leik- listar“ sem fagnar nú tíu ára afmæli, en fá námskeið hafa notið eins mikillar hylli. Í dag hefur námskeiðið göngu sína með Úlfhamssögu í samvinnu við leik- félag Maríu Ellingsen, Annað svið, en Úlfhamssaga er sett upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háðvöru. „Úlfhamssaga er fornaldarsaga, líklega frá fjór- tándu öld, en varðveitt í rímum sem eru í handriti frá sextándu öld,“ segir Geirlaug Þorvaldsdóttir, for- maður Félags íslenskra háskólakvenna, og bætir við að doktor Aðalheiður Guðmundsdóttir hafi unnið doktorsritgerð sína um Úlfhamssögu og gaf Árna- stofnun hana út árið 2001. Leikstjóri Úlfhamssögu er María Ellingsen leik- kona, en hún vann leikgerðina ásamt Snorra Frey Hilmarssyni leikmyndahönnuði, Grétu Maríu Bergs- dóttur dramatúrg og Andra Snæ Magnasyni rithöf- undi ásamt öllum leikhópnum, sem samanstendur af bæði reyndum og ungum og upprennandi leikurum. „Þar má nefna Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur, Ragn- heiði Steindórsdóttur og Kristján Franklín,“ segir Geirlaug. „Eyvör Pálsdóttir semur tónlistina í leik- verkinu og er hluti af leikhópnum í sýningunni.“ Hvernig er námskeiðinu háttað? „Við hefjum námskeiðið á fyrirlestrum í kvöld og næsta þriðjudagskvöld klukkan átta til tíu í Þing- holti á Hótel Holti, sem er fyrirtaks funda-, ráð- stefnu- og veislusalur. Fyrra kvöldið talar Að- alheiður Guðmundsdóttur um verkið en seinna kvöldið tala nokkrir af listrænum stjórnendum um vinnuna við að gera Úlfhamssögu að leikverki. Þá verður einnig farið á æfingu í þessari viku, en föstu- dagskvöldið fimmtánda október mun hópurinn fara saman á sýninguna. Þá verða pallborðsumræður eft- ir leikritið. Diskur með rímunum, sem Aðalheiður hefur sett á nútímamál og Steindór Andersen kveð- ur fylgir með námskeiðinu. Hvað fær fólk út úr þessu námskeiði? „Það er skemmtilegra að fara á leiksýningu og viss dýpri ánægja sem það fær út úr þessu. Fólk er leitt inn í sýninguna með ákveðnum pakka af fróð- leik. Fólk nýtur þess öðruvísi. Þegar maður er búinn að sjá sýningu finnst mér maður oft vera kominn í hálfleik. Þá er eftir að ræða sýninguna og skoða hana ofan í kjölinn með fagfólki og líka með næsta manni. Það er svo félagslegt að fara í leikhús og hafa einhvern til að tala við um sýninguna á eftir.“ Þess skal að lokum getið að öll námskeið og fyr- irlestrar á vegum félagsins eru opin öllum almenn- ingi. Skráning er hjá formanni félagsins í tölvu- pósti: geirlaugth@yahoo.com. Leiklist | Námskeið Félags íslenskra háskólakvenna um Úlfhamssögu „Félagslegt að fara í leikhús“  Geirlaug Þorvalds- dóttir er fædd í Reykja- vík árið 1939. Hún lauk stúdentsprófi frá MR og prófi í latínu frá HÍ. Þá lauk Geirlaug einnig prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Geirlaug hefur um ára- bil starfað sem kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð og einnig gegnt embætti formanns Félags íslenskra há- skólakvenna, sem stofnað var 1928. Hún á tvö uppkomin börn, Þorvald og Ingibjörgu. Hvernig farið er með kettina ÉG er búsett í Njarðvíkum og er ein af kattareigendum á Suðurnesjum. Það er bæjarstjóra og bæjaryf- irvöldum ekki talið til tekna hvernig er farið með kettina í bænum. Þeir eru fangaðir í búr og guð má vita hversu lengi aumingja dýrin eru lát- in dúsa þar. Nú fer veturinn að skella á með frosti og snjó. Hvernig ætli verði tekið á því þá? Ég skamm- ast mín fyrir þá aðila sem standa að slíkum vinnubrögðum, einungis svo að eigendur kattanna borgi meiri peninga til bæjarins því bæjarsjóður er víst tómur og það munar um hverja krónu þar á bæ. Jæja, ef við sem höfum kosninga- rétt látum bjóða dýrunum okkar upp á þvílíka meðferð þá erum við ekki fær um að eiga dýr. Það verður örugglega harður slagur í næstu bæjarstjórnarkosn- ingum og það styttist alltaf í þann slag og ég skora á bæjarstjóra að hætta þessum aðgerðum og það strax. Það er ekki víst að stuðningur liggi á lausu ef þessi aðferð verður viðhöfð öllu lengur. Kveðja, Ingigerður Guðmundsdóttir. Nóg komið af verkfalli ÉG er komin með nóg af verkfallinu. Ég ætla að kvarta. Ég vil ekki þetta verkfall. Sveitarfélögin eru leiðinleg við börn af því að þau létu kennara fara í verkfall. Ég legg til að sveit- arfélögin gefi kennurum hærri laun – annars kvarta ég aftur og aftur og aftur og aftur. Ég hata verkfall. Ég vil komast í skólann minn strax. Karen Eik Þórsdóttir, 8 ára. Gleraugu í óskilum GLERAUGU með blárri umgjörð fundust á tískusýningu hjá Prjóna- blaðinu Ýri á Hótel Sögu sl. mið- vikudagskvöld. Uppl. hjá Prjóna- blaðinu Ýri í síma 565 4610. Úr í óskilum ÚR fannst í biðskýli á Nýbýlavegi sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 696 2193 eða 564 2554. Regatta-úlpa tekin í misgripum FÖSTUDAGINN 1. október tók ég rangan jakka (of lítinn) líklegast við opnun Ostadaganna í Smáralind. Sú sem er með of stóra, ljósa Regatta- úlpu með ljósbláu fóðri vinsamlegast hafi samband við Önnu í s. 692 5055. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Opnunartími: Mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Hauttilboð Nýir bolir Nýjar skyrtur Tvö verð 1.500 & 1.900 kr. SNÆDÍS ANNA HAFSTEINSDÓTTIR hefur hafið störf á húðmeðferðar- og snyrtistofunni casa decor í Kringlunni. Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir. Kringlunni 4-12 • 3. hæð • Sími 588 0909 Tímapantanir í síma 588 0909 1. e4 g6 2. d4 Rf6 3. e5 Rh5 4. g4 Rg7 5. Bg2 d5 6. h3 e6 7. Rf3 c5 8. dxc5 Bxc5 9. c3 Bd7 10. 0-0 Bb5 11. He1 0-0 12. a4 Bc6 13. Rbd2 a6 14. Rb3 Bb6 15. Bg5 Dc7 16. Dd2 Rd7 17. Rbd4 Rc5 18. Bf6 Re4 Staðan kom upp á Norðurlandamóti taflfélaga á Netinu sem lauk fyrir skömmu. Roar Elseth (2.349) hafði hvítt gegn Thomas Christensen (2.247). 19. Hxe4! dxe4 20. Dh6 Re8 21. Rg5 Rxf6 22. exf6 Bxd4 23. Dg7#. Taflfélagið Hellir bar sigur úr býtum í keppninni en lokastaðan varð þessi: 1.–2. Taflfélagið Hellir og Asker Schakklubb 20½ vinn- ingur af 30 mögulegum 3. Skakklubben af 1968 19 v. 4. Schackklubben Rocka- den 16 v. 5. Matinkylan Shakkierhon 8 v. 6. Klaksvíkar Talvfelag 6 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Í KVÖLD munu tangótónar óma um sali Iðnó, en komið er að tangókvöldi í boði Tangósveitar lýðveldisins, sem hefur nú staðið fyrir mánaðarlegum tangókvöldum í Iðnó í rúmt ár við sí- vaxandi vinsældir. Nú geta tangóþyrstir dansarar, leikir og lærðir, í senn notið leið- sagnar dansara og tónlistar Tangó- sveitarinnar. Húsið er opnað klukkan átta og verður fyrsta klukkutímann boðið upp á leiðsögn, en klukkan níu stíg- ur Tangósveit lýðveldisins á stokk og leikur til kl. 23:00. Sveitin er skip- uð þeim Hjörleifi Valssyni fiðluleik- ara, Tatu Kantomaa bandoneonleik- ara, Ástvaldi Traustasyni harmónikuleikara, Vigni Þór Stef- ánssyni píanóleikara og Gunnlaugi T. Stefánssyni kontrabassaleikara. Hjörleifur segir metnað Tangó- sveitarinnar að geta boðið borg- arbúum upp á lifandi tangótónlist af sem fjölbreyttustu tagi. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta alltaf boðið upp á þennan valkost í menningarflórunni,“ segir Hjörleif- ur. „Það er gaman að sjá að vinsæld- ir tangókvöldanna fara ört vaxandi. Tangó og Íslendingar eiga nátt- úrulega samleið, það er ekki spurn- ing. Svo er þetta líka dálítið óvenju- legt að á þriðjudagskvöldi sé lifandi tangósveit að spila í miðborginni. Það er nokkuð sem ekki hefur verið áður. Við Íslendingar erum mikið öldurhúsa- og næturlífsfólk, þannig að þetta er eins og allt annar heim- ur. Fólk verður allt miklu siðmennt- aðra en engu að síður ólgandi af ástríðu og funa.“ Tangótónar í kvöld Tangósveit lýðveldisins heldur annað tangókvöld vetrarins í Iðnó í kvöld. Morgunblaðið/Golli Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.