Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LYKILATRIÐIÐ í að ná fram jöfn-
uði kynjanna, bæði hvað laun og
stjórnunarstöður varðar, er að
breyta viðhorfi fólks og þá ekki síst
kvenna til sjálfra sín og þarf það að
gerast bæði inni á heimilunum og í
skólakerfinu. Þetta kom fram í máli
Ingu Jónu Þórðardóttur, viðskipta-
fræðings og fyrrverandi formanns
Kvenréttindafélags Íslands, á há-
degisverðarfundi um kynbundinn
launamun og stöðu kvenna í atvinnu-
lífinu sem Landssamband sjálfstæð-
iskvenna boðaði til í Iðnó í gær. Auk
Ingu Jónu tóku til máls Helga Guð-
rún Jónasdóttir, formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna, og
Alda Sigurðardóttir, fræðslu- og
kynningarstjóri VR, en fundarstjóri
var Ásta Möller varaþingmaður.
Í máli Ingu Jónu kom fram að hún
skildi vel afstöðu ungra kvenna sem
fyndist allt of lítið hafa miðað í jafn-
réttisbaráttunni á umliðnum árum.
Hins vegar væri hollt að líta til baka
og hamra á því sem vel hefði gengið.
Einnig væri mikilvægt að skilja for-
söguna, ekki síst til að leita skýringa
á því hvað ýtti undir jafnréttisþró-
unina til þess að hægt væri að búa til
hreyfiafl svo þróunin gæti gengið
hraðar fyrir sig. Inga Jóna velti upp
þeirri spurningu hvernig atvinnu-
rekendum dytti yfir höfuð í hug
semja við konur um lægri laun en
karla. Hún sagði að svörin sem hún
fengi væru að það kostaði ekkert að
ganga framhjá konum meðan það
kostaði vesen og uppsteyt að ganga
framhjá körlum. Að mati Ingu Jónu
þarf vinna að grundvallarviðhorfs-
breytingu kynjanna strax frá
bernsku og þurfi það að gerast bæði
inni á heimilunum og í skólunum.
„Það er staðreynd að stúlkur og
konur virðast ekki hafa nægilegt
sjálfstraust fyrir sína hönd til jafns
við karla. Þess vegna dreg ég þá
ályktun að uppeldið þurfi að miða að
því að efla sjálfstraust stúlkna og ala
þær upp í að vera gerendur. Í dag
eru þær aldar upp í því að vera prúð-
ar og stilltar, umburðarlyndar og til-
litssamar.“ Hún taldi skólakerfið
hafa brugðist hrapallega í þessu til-
liti þar sem stúlkum væri haldið
niðri á öllum stigum skólakerfisins,
þó að ómeðvitað og ókerfisbundið
væri. „Þarna liggur að mínu viti rík-
asta ástæðan fyrir því að þróunin
gengur svona hægt, þó að þetta sé
ekki eina skýringin.“
Hjallastefnan merk leið
Að mati Ingu Jónu er Hjallastefna
Margrétar Pálu Ólafsdóttur ein
merkasta leiðin sem fram hefur
komið á síðustu árum til að tryggja
jafnan rétt karla og kvenna.
Í framsögu Helgu kom fram að
hún telur þolinmæði kvenna gagn-
vart kynbundna launamisréttinu
vera að verða þrotna og hún myndi
vilja sjá meiri árangur strax, ekki
síst í ljósi þess að umræðan um jöfn
laun kynjanna hefur nú staðið yfir
áratugum saman. Helga tók fram að
þó að hún vildi sjá árangur fljótt
væri hún ekki fylgjandi því að gripið
væri til handstýrðra aðgerða. Hún
sagðist heldur ekki vilja lögbundna
kynjakvóta þar sem þeir væru að
hennar mati aðeins sýndarlausn.
Alda fór yfir niðurstöður síðustu
launakönnunar VR sem nýverið var
birt. Að mati Öldu er hið árlega
launaviðtal eitt besta tækið sem
konur hafa til að leiðrétta kyn-
bundna launamuninn því samkvæmt
athugunum hafa launaviðtölin komið
vel út fyrir konur og fengu 63%
þeirra kvenna sem fóru í launaviðtöl
í fyrra bætt kjör í einhvers konar
formi.
Fundur Landssambands sjálfstæðiskvenna um
kynbundinn launamun og stöðu kvenna í atvinnulífinu
Auka þarf sjálfs-
traust kvenna
Morgunblaðið/Golli
Helga Guðrún Jónasdóttir, Alda Sigurðardóttir, Inga Jóna Þórðardóttir og
Ásta Möller á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna.
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN leggur
til að ekki verði leyfðar veiðar á innfjarða-
rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi að svo
stöddu. Þetta kemur fram í niðurstöðum
haustkönnunar stofnunarinnar á rækjumið-
unum á Vestfjörðum.
Rækja fannst á mjög takmörkuðu svæði
norðan Langaness í Arnarfirði og var heild-
arstofnvísitala og vísitala kvendýra langt
undir meðaltali. Stærð rækju var einnig
undir meðallagi miðað við haustkönnun
2003. Mjög mikið var af þorski, ýsu og lýsu í
öllum firðinum að undanskildu svæði norð-
an Langaness þar sem rækjan hélt sig.
Rækjan var því mjög aðþrengd vegna
þorsks í næsta nágrenni. Talið er að jafnvel
takmarkaðar rækjuveiðar kunni að auka
verulega líkur á hruni stofnsins, t.d. með
því að dreifa rækjunni og gera hana þannig
aðgengilegri fyrir þorsk og annan fisk. Haf-
rannsóknastofnunin hefur því lagt til að
rækjuveiðar verði ekki leyfðar í Arnarfirði
að svo stöddu.
Aldrei jafnlítið af rækju
í Ísafjarðardjúpi
Nánast engin rækja fannst í Ísafjarðar-
djúpi. Frá því kannanir hófust í Ísafjarð-
ardjúpi hefur aldrei fengist jafnlítið af
rækju. Hins vegar var þorskur, ýsa og lýsa
um allt Djúpið. Undanfarna þrjá vetur hef-
ur verið mikið af þorski og ýsu í Djúpinu og
voru engar rækjuveiðar leyfðar þar vet-
urinn 2003–2004. Vonir stóðu til að með lok-
uninni tækist rækjustofninum að halda velli
þrátt fyrir mikinn fjölda afræningja. Nú er
hins vegar ljóst að þessi mikla fiskgengd
hefur að líkindum leitt til hruns rækju-
stofnsins í Ísafjarðardjúpi.
Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að
rækjuveiðar verði ekki leyfðar í Ísafjarð-
ardjúpi veturinn 2004–2005.
Lítið af rækju fyrir vestan
Öll mið lokuð Innfjarðarækjuveiði verður ekki stunduð á neinum miðum í vetur, verði til-
laga Hafrannsóknastofnunarinnar um veiðibann í Arnarfirði samþykkt.
ALÞJÓÐA hafrannsóknaráðið (ICES) mælir með
því að mjög verði dregið úr veiði á þorski og öðrum
fiskitegundum í Norðursjó og þorskveiðum verði
jafnvel hætt til að gefa stofnunum tóm til að ná
sér.
„Enn sem komið er sjást engin merki um að
þorskstofnar í Norðursjó, Írska hafi og vestur af
Skotlandi séu að ná sér. Það virðist sem enn sé
veitt of mikið úr þessum stofnum,“ sagði David
Griffith, framkvæmdastjóri ICES eftir fund ráðs-
ins í Björgvin í Noregi.
Evrópusambandið hefur þegar takmarkað
nokkuð þorskveiðar því bannað er að veiða tíma-
bundið á ákveðnum svæðum meðan á hrygning-
artíma stendur og veiðikvótar hafa verið skornir
mikið niður.
Í yfirlýsingu ICES eru ítrekuð tilmæli um að
þorskveiðar í Norðursjó, Írska hafi og vestur af
Skotlandi, verði bannaðar.
Segir ICES að þorskstofninn sé í verulegri
hættu og mælist aðeins um 46 þúsund tonn en
hættumörk eru miðuð við 150 þúsund tonn.
Í yfirlýsingu ICES segir einnig, að ýsustofninn í
Norðursjó hafi mælst um 460 þúsund lestir og hafi
ekki verið stærri í þrjá áratugi. Hins vegar benti
ráðið á að þorskur væri oft meðafli á ýsuveiðum og
sjávarútvegurinn þyrfti að finna leiðir til að draga
úr slíku.
ICES mælti einnig með því að lýsingur yrði ekki
veiddur í suðurhluta Biskæjaflóa vegna ofveiði. Þá
mælir ICES með því að kolakvóti í Norðursjó
verði minnkaður um 55% og sandsílakvóti um 40%.
ICES gefur út ráðleggingar tvisvar á ári. Í
ráðinu sitja um 1600 vísindamenn frá Íslandi,
Belgíu, Danmörku, Kanada, Eistlandi, Danmörku,
Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Lett-
landi, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rússlandi,
Spáni, Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum.
Vilja enn
draga úr veiði
í Norðursjó
ALLS hafa níu bátar haft leyfi til inn-
fjarðarækjuveiða í Arnarfirði. Einn þeirra
er Ýmir BA og segir útgerðarmaðurinn,
Sindri Már Björnsson, að veiðibann þýði rot-
högg fyrir margar útgerðir.
„Rækjuveiðarnar eru lifibrauð okkar á
veturna, fæstir hafa í annað að hverfa. Það
koma reyndar til bætur til útgerðanna en
þær koma ekki fyrr en á næsta ári. Það
kann að vera of seint, því afkoman í rækju-
iðnaðinum hefur verið afar slök og ég er
ekki viss um að allir hafi bolmagn til að bíða
í heilt ár. Þetta getur því verið algjört rot-
högg fyrir marga.“
Sindri Már segir bátana almennt mann-
aða heimamönnum á Bíldudal og því ljóst að
veiðibann mun hafa slæm áhrif á atvinnulíf
byggðarinnar. „En við höfum svo sem ekki
gefið upp alla von, nú erum við bara að bíða.
Okkur er sagt að veiðar verði ekki leyfðar
að svo stöddu. Hvað það þýðir verður síðan
að koma í ljós.“
Arnarfjörður var eina veiðisvæðið þar
sem heimilaðar voru innfjarðarækjuveiðar
á síðasta ári og segir Sindri Már að þá hafi
verið ágætis aflabrögð en þá hafi reyndar
verið veiði á tiltölulega takmörkuðu svæði.
Hann segir að ástand rækjustofnsins í Arn-
arfirði hafi aldrei verið jafn slæmt og nú, að
minnsta kosti ekki frá því að rannsóknir
hófust. „Fiskifræðingarnir segja okkur að
þetta sé vistfræðileg breyting, hlýnun sjáv-
arins veldur því að fiskurinn flæðir yfir allt.
Menn hafa séð nákvæmlega sömu þróun á
öllum innfjarðarækjumiðunum, rækjan
þjappast saman og hverfur síðan.“
Rothögg
ÚR VERINU
ENN er langt í land að einn sameig-
inlegur norrænn fjarskiptamarkaður
myndist. Mun dýrara er að hringja
milli norrænu landanna en innan ein-
stakra landa. Þetta hefur meðal ann-
ars áhrif á ákvarðanir íbúa um að
starfa hjá annari Norðurlandaþjóð og
dregur úr samþættingu landanna.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu norrænna samkeppn-
isyfirvalda, „Competition in the
Nordic Telecommunications Sectors“
og kom út í fyrradag. Norræna ráð-
herranefndin styrkti verkefnið og
lögðu samkeppnisyfirvöld í Dan-
mörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og
Svíþjóð hönd á plóginn við vinnslu
þess.
Í skýrslunni er lögð áhersla á að
fylgjast þurfi náið með fjarskipta-
mörkuðum. Nauðsynlegt sé að grípa
strax til aðgerða vegna misnotkunar á
markaðsráðandi stöðu til þess að
tryggja virka samkeppni. Fjarskipta-
mörkuðum Norðurlanda er lýst og
þeir bornir saman. Samanburðurinn
sýnir að innanlandssímtöl, bæði í tal-
síma og farsíma, eru nokkuð ódýrari
hér á landi en annars staðar á Norð-
urlöndum. Símtöl til útlanda eru
nokkuð dýr hér á landi samanborið
við aðrar Norðurlandaþjóðir.
Sú framtíðarsýn er sett fram í
skýrslunni að mynda samnorrænan
fjarskiptamarkað þar sem ekki verð-
ur merkjanlegur munur á því að
hringja innanlands eða til annarra
Norðurlanda. Nauðsynlegt þykir að
fjarlægja ýmsar hindranir á fjar-
skiptamörkuðum til að ná því mark-
miði. Ætla samkeppnisstofnanir
Norðurlandanna að efla samstarf sín í
milli og eins gagnvart fjarskiptastofn-
unum í þessu skyni.
Skýrsla norrænna samkeppnisyfir-
valda um fjarskiptamarkaðinn
Ódýrast að
hringja innan-
lands á Íslandi
ENGINN hafði í gærkvöldi boðið í
tvær íslenskar fálkaorður sem hafa
verið til sölu á uppboðsvefnum
ebay.com í um eina viku. Af hálfu
seljanda er gerð krafa um lág-
marksboð að upphæð 100.000 krón-
ur fyrir þá eldri en um 70.000 krón-
ur fyrir þá yngri. Seljandinn er
myntsafnarabúð í Vancouver í Kan-
ada og er fullyrt á uppboðssíðunni
að orðurnar séu ekta.
Að sögn Vigdísar Bjarnadóttur,
deildarstjóra hjá forsetaembættinu,
er um að ræða riddarakross hinnar
íslensku fálkaorðu og hins vegar
stórriddarakross.
Riddarakrossinn var veittur fyrir
stofnun lýðveldisins og er á honum
kóróna og ártalið 1918. Á stórridd-
arakrossinum er engin kóróna og
ártalið 1944. Ártölin eru þó einungis
táknræn og segja ekki til um hve-
nær orðurnar voru veittar, að öðru
leyti en því að sú eldri var veitt fyr-
ir 1944 en sú yngri eftir stofnun lýð-
veldis.
Lítill áhugi á íslenskum
fálkaorðum á Netinu