Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 343. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Teikningar Sigmúnds Það þarf ekki nema eitt orð til að opna fyrir hvað ég á að gera næst 32 Viðskipti | Lífsstíll að flokka rusl  Vængbúnaður sparar bensín Verið | Ísland með 2,3% heimsafla  Góð síldarvertíð Íþróttir | Umdeildar aukaspyrnur  Atli ekki til Keflavíkur www.postur.is 21.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólakortum og -pökkum innanlands! DAVID Blunkett, innanríkisráð- herra Bretlands, sagði af sér í gær og viðurkenndi, að ráðuneyti hans hefði flýtt fyrir dvalarleyfi fyrir filipps- eyska barnfóstru fyrrverandi ást- konu hans. Blunkett neitaði, að hann hefði misnotað stöðu sína og hann kvaðst ekki hafa vitað af því, að dvalarleyf- isumsókn barnfóstrunnar hefði feng- ið flýtimeðferð í ráðuneytinu. Samt væri efast um heiðarleika hans og til að skaða ekki ríkisstjórnina hefði hann ákveðið að segja af sér. Þúfan, sem velti hlassinu, er þó kannski nýútkomin sjálfsævisaga Blunketts en í henni fer hann ekki alltaf fögrum orðum um meðráð- herra sína. Um Tony Blair forsætisráðherra segir hann, að hann þoli ekki menn, sem þori að svara honum. John Howard, leiðtogi Íhalds- flokksins, hampaði bók Blunketts á þingi í gær og sagði hana góða lýsingu á ríkisstjórn- inni. Kom hann bókinni til Blairs og réð honum að lesa hana um jólin. Blair skildi þó bókina eftir og þegar honum var bent á það, tók einn þing- manna Verkamannaflokks- ins bókina og grýtti henni til baka. Blair skipaði í gær Charles Clarke mennta- málaráðherra sem eftirmann Blunk- etts. Blunkett segir af sér London. AP, AFP. David Blunkett NOKKRIR þekktir breskir leikarar hafa ákveðið taka þátt í sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu á West End í London. Joanna Lumley, Jenny Seagrove, Vanessa Redgrave, Derek Jacobi, Jonathan Pryce, Dawn French og Francesca Annis hafa þegar staðfest þátttöku sína. Joanna Lumley í kvöld Margar stórstjörnur hafa hælt sýningunni, þar á meðal John Hurt, Joseph Fiennes, Jonath- an Pryce, Jude Law og Sean Connery, sem hefur lýst yfir áhuga á að stíga á svið með leikhópnum. Leikkonan Joanna Luml- ey, sem verður í sýningunni í kvöld, hitti leikhópinn eftir að hafa séð sýninguna og grín- aðist með hvort hún fengi ekki að taka þátt. Hún var tekin á orðinu og fyrir milli- göngu Dorrit Moussaieff for- setafrúar umsvifalaust boðið hlutverk. Lumley sagði sýn- inguna svo fulla af krafti og eldmóði, að „það fær mann til að langa til að taka þátt í fjör- inu. Ég hef sjaldan séð leik- ara gefa svo mikið af sér á sviði, og sagan á bak við tilurð hópsins og sýningarinnar er heillandi.“ Jenny Seagrove, sem kem- ur fram í sýningunni á morg- un, segir uppfærsluna dásamlega. „Þetta er fyndin, lotningarlaus, þokkafull og frjálsleg út- gáfa,“ segir Jenny, sem er góð vinkona for- setafrúarinnar. Hún segist hlakka til að flytja lokaorðin annað kvöld. „Ég er stolt af að gera þetta og að mínu mati er frábært hæfileikafólk að finna á sviðinu og því er ég ánægð að fá að kynn- ast leikhópnum og eins að geta hjálpað vinkonu minni af megni. Margir frábærir breskir leikarar hafa tekið þetta hlutverk að sér og það gerðu þeir ekki ef þeir teldu það ekki þess virði. Þið megið vera stolt af þessari uppfærslu.“ Viðbrögðin ótrúleg „Þetta er ekki mín hugmynd, en ég hrinti henni í framkvæmd,“ segir Dorrit og eignar Gotta Sigurðssyni, framkvæmdastjóra sýning- arinnar, hugmyndina. „Fyrst talaði ég við Jenny og Joanna sem eru gamlar vinkonur mínar og svo fór boltinn bara að rúlla.“ Viðbrögð leik- aranna hafa verið ótrúlega góð. „Allir eru gagn- teknir af verkinu og enginn hefur sagt nei. Allir vilja taka þátt í því um leið og tími gefst. Ég held að vandinn verði frekar að of margir muni vilja vera með,“ segir Dorrit. Bresku leikararnir taka allir að sér að flytja lokalínur verksins þótt Mich- ael York sem lék í Rómeó og Júlíu undir stjórn Laurence Olivier hjá breska þjóðleikhúsinu hafi einnig sýnt áhuga á að flytja upphafslínurnar. Heimsþekktar stórstjörnur í Rómeó og Júlíu Vanessa Redgrave Jonathan Price ÍSLENSK stjórnvöld hafa samþykkt beiðni Bobby Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, um landvistarleyfi hér á landi og hefur ís- lenska sendiráðinu í Japan verið falið að færa Fischer fréttirnar og aðstoða hann við að kom- ast til landsins óski hann þess. Í gildi eru samn- ingar milli Íslands og Bandaríkjanna um fram- sal sakamanna og kæmi Fischer hingað til lands væru stjórnvöld skuldbundin til að fram- selja hann ef bandarísk stjórnvöld færu fram á það. „Þetta eru mjög góðar fréttir,“ segir Miyoko Watai, sem nýverið trúlofaðist Fischer, og ætl- aði hún að færa honum fréttirnar sem fyrst. Fischer hefur verið í haldi í Japan síðan í júlí. Hann hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum síðan hann tefldi við Borís Spasskí í Júgóslavíu 1992, þvert á viðskiptabann sem var í gildi, og hafa lögmenn hans barist gegn því að honum yrði vísað úr landi. Framhaldið veltur á jap- önskum og bandarískum stjórnvöldum en að sögn japanska sendiráðsins hér á landi er frelsi Fischers undir dómstólum í Tókýó komið. Bobby Fischer boðið dvalarleyfi á Íslandi  Veltur/6 TVEIR menn, sem tekið höfðu gísla um borð í strætisvagni skammt frá Aþenu í Grikklandi í fyrri- nótt, gáfust upp í nótt og slepptu síðustu gíslunum, sex að tölu. Mennirnir, sem taldir eru vera Albanar, hleyptu gíslunum út úr bílnum og komu síðan sjálfir út með hendur yfir höfði eftir að hafa kastað út riffli, skammbyssu og poka með handsprengjum. Mennirnir höfðu áður sleppt 17 gíslum af 23 en þremur mönnum, bílstjóranum, miðasölumanni og farþega, tókst að flýja strax í upphafi. Kröfðust mannræningjarnir þess að fá í hendur eina milljón evra, um 84 milljónir ísl. kr., og einnig, að þeim yrði tryggð örugg undankoma úr landi. Nefndu þeir Rússland fyrst sem áfangastað en ítrekuðu það ekki. Annar mannanna, sem kallaði sig Hassam, sagði í gærkvöld, að hann myndi bíða til morguns eftir að bankar yrðu opnaðir en ef þá yrði ekki orðið við kröfum þeirra myndu þeir sprengja upp strætis- vagninn með öllum innanborðs. Sérsveitir við öllu búnar Sérsveitir grísku lögreglunnar voru með mikinn viðbúnað vegna gíslatökunnar og vafalaust búnar undir að leggja til atlögu við mannræningjana en grísk stjórnvöld höfðu lýst yfir, að ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Flest bendir til, að mannræningj- arnir hafi ekki verið með neitt sprengiefni og mun lögreglan hafa verið viss um það enda hafði lög- reglubíl verið lagt við hliðina á vagninum. Grískir fréttaskýrendur segjast óttast, að gísla- takan muni valda vaxandi andúð á Albönum, sem búsettir eru í Grikklandi, en þetta er í þriðja sinn á fimm árum, sem albanskir mannræningjar taka gísla um borð í strætisvagni. Slepptu gíslum og gáfust upp Aþenu. AP, AFP.  Farþegar/18 AP Síðustu gíslarnir sex forða sér burt frá strætisvagninum og skömmu síðar komu mannræn- ingjarnir út. Höfðu þeir áður kastað frá sér riffli, skammbyssu og poka með handsprengjum. Viðskipti, Verið og Íþróttir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: „Mér finnst þetta mjög mikið hugrekki og sönn ákvörðun sem er mannúðleg á allan hátt.“ Helgi Ólafsson: „Þetta er fyrst og fremst al- veg rosalegur áfangasigur, mikil gleðitíðindi.“ Sæmundur Pálsson: „Þetta er stór sigur og fyrsta skákin unnin í þessum bardaga.“  Góðar fréttir, segir heitkona Fischers  Hefur verið í haldi í Japan síðan í júlí  Framhald málsins í höndum japanskra yfirvalda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.