Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TVEIR vopnaðir menn rændu í gær rútu skammt frá Aþenu og tóku um það bil 25 manns í gíslingu. Þeir slepptu alls sautján manns síðar um daginn og fregnir hermdu að þeir hefðu krafist lausnargjalds og þess að þeir yrðu fluttir úr landi með flug- vél. Talið var að mennirnir tveir væru Albanar. Þeir héldu enn sex mönnum í gíslingu í gærkvöldi og sögðu að þeir myndu ekki sleppa neinum þeirra fyrr en í dag. Bílstjóra rútunnar, miðaverði og einum farþega tókst að flýja út úr rútunni. Mennirnir rændu rútunni klukkan 5.45 í gærmorgun að staðartíma, klukkan 3.45 í fyrrinótt að íslenskum tíma. Haft var eftir einum farþeg- anna, sem var sleppt, að mennirnir hefðu krafist milljónar evra, sem samsvarar rúmum 84 milljónum króna, í lausnargjald. Mannræningjarnir sögðu í fyrstu að þeir vildu fá flugvél og að þeir yrðu fluttir til Rússlands. Síðar um daginn sögðu þeir aðeins að þeir krefðust þess að fá „að fara úr landi“. Fregnir hermdu að mennirnir væru vopnaðir byssum og hefðu einn- ig poka fullan af handsprengjum. Sérsveitir lögreglunnar og leyniskytt- ur sátu um rútuna og nokkrum sjúkra- bílum var einnig lagt í grennd við hana. Farþegar rútu teknir í gíslingu Mannræningjarnir kröfðust milljónar evra í lausnargjald Gerakas. AFP. Reuters Menn úr sérsveitum grísku lögreglunnar komu strax á vettvang eftir gíslatökuna í fyrrinótt.                  !" # $!  %&%  !%'% %  !%(& ) !) %   *          ! " # $ " %&'()    #+  RANNSÓKN hefur leitt í ljós að díoxíneitrið í blóði Viktors Jústsjenkos, forsetaefnis stjórnarandstöðunnar í Úkr- aínu, er yfir 6.000 meira en eðli- legt getur talist, að sögn sér- fræðings sem rannsakaði blóðsýni úr Jústsjenko. Er þetta næstmesta díox- íneitrun sem nokkru sinni hefur mælst í manni, að sögn Abra- hams Brouwers, prófessors í eiturefnafræði við Óháða há- skólann í Amsterdam. Blóðsýni úr Jústsjenko voru send þang- að til rannsóknar um helgina. Brouwer og samstarfsmenn hans hafa útilokað nærri 400 tegundir díoxíns en telja að enn komi 29 tegundir til greina. Eru þeir vongóðir um að það liggi fyrir um helgina hvers konar díoxín Jústsjenko fékk í sig og niðurstaða rannsóknarinnar gæti síðan gefið vísbendingar um hvaðan eitrið kom eða hvar það var keypt. Eitrunin varð til þess að and- lit Jústsjenkos er alsett bólum, litaraftið gráleitt eða jafnvel gulgrænt, pokar eru undir aug- unum og hann hefur þurft að fá verkjalyf. Sérfræðingar segja að verstu afleiðingar eitrunar- innar séu líklega þegar komnar fram. Þeir telja að hann nái sér smám saman og nái fullri starfsorku. Næst- mesta díoxín- eitrunin London. AP. Viktor Jústsjenko, forsetaefni stjórnarandstöðunnar í Úkraínu. FORMLEG kosningabarátta vegna þingkosninga í Írak hófst í gær, en gengið verður að kjör- borði í landinu 30. janúar og kos- ið 275 manna þing sem útnefna mun nýja ríkisstjórn og semja þjóðinni stjórnarskrá. Hafa tæplega 80 bandalög og hópar skráð sig til þátttöku í kosning- unum, þar á meðal nokkrir hóp- ar súnni-múslima sem hótað höfðu að sniðganga þær. Framboðsfrestur rann út í Írak kl. 13 að íslenskum tíma í gær. Þá höfðu rúmlega 230 flokkar sem bjóða munu fram í nafni um 80 kosningabandalaga tilkynnt þátttöku sína. Alls verða um 3.500 manns í fram- boði í kosningunum. Ekki var boðað til kosningafunda í gær enda menn önnum kafnir við að uppfylla margvísleg formsatriði framboða sinna. Einna mest bar í gær á Iyad Alawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, sem fer fyrir 240 manna lista þar sem aðaláherslan er lögð á að þar sé að finna fulltrúa þeirra ólíku trúar- og þjóðahópa sem byggja Írak. Kvaðst hann ætla að berjast gegn öllum birting- armyndum „þjóðernishaturs og trúaröfga“. Fyrir liggur að helsti flokkur súnní-múslíma í Írak var skráð- ur til þátttöku í kosningunum. Sá nefnist „Íraski íslamista- flokkurinn“ en hann hafði áður hótað að hundsa kosningarnar. Með því móti öðlast súnnítar sem voru ráðandi í valdatíð Saddams valkost en í gær var ekki ljóst hvort flokkurinn hygðist taka þátt í kosningabaráttunni. Sjítar sem eru um 60% íbúa Íraks hafa sameinast um að styðja tvo flokka sem samtals munu bjóða fram 228 full- trúa. Þetta bandalag kallast „Sameining- arbandalag Íraka“ en helsti hugmynda- fræðingur þess er trúarleiðtog- inn Ali al-Sistani. Hann hefur birt trúarlega tilskipun þess efnis að sjítum beri að kjósa flokka sjíta. Er almennt búist við því að kosningarnar staðfesti þá sem ráðandi pólitískt afl í landinu. Þriðja aflið, þ.e. auk lista þeirra Sistanis og Allawis, verður síðan bandalag Kúrda sem bjóða fram tvo flokka. Þá er ekki gert ráð fyrir að súnnítar nái að festa sig í sessi sem póli- tískt afl í þessum kosningum enda óróinn mestur á svæðum þeirra í Írak. Frændi Saddams á fund réttvísinnar Kosningabaráttan hófst degi eftir að Allawi skýrði frá því að hafin yrðu í næstu viku réttar- höld yfir nokkrum helstu und- irsátum Saddams Hússeins, fyrrum Íraksforseta. Frá því var síðan skýrt í gærmorgun að frændi Saddams og einn helsti aðstoðar- maður, Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem „Efna- vopna Ali“, yrði fyrstur leiddur á vit réttvísinnar. Gert er ráð fyrir að réttar- höldin yfir honum hefjist í næstu viku og að þau standi fram í miðjan jan- úar. Majid var handtekinn 21. ágúst í fyrra en hann er m.a. sakaður um að hafa fyrirskipað efnavopnaárás á Kúrdabæinn Halabja árið 1988. Þar voru um 5.000 óbreyttir borgarar teknir af lífi. Þá er hann ákærður fyrir glæpaverk er uppreisn sjíta var barin niður í kjölfar ósigurs Íraka í Persaflóastríðinu árið 1991. Saddam Hússein er ásamt 11 nánustu aðstoðarmönnum sín- um í haldi í stórri bandarískri herstöð nærri alþjóðaflugvellin- um í Bagdad. Haft hefur verið eftir íröskum embættismönnum að réttarhöld yfir Saddam kunni að hefjast eftir kosningarnar í janúar en þær fréttir eru óljósar mjög. Hann kann að eiga dauða- dóm yfir höfði sér. Kosningabar- átta hafin í Írak Bagdad. AFP. Iyad Allawi stóðu íslamskir öfgamenn og myrtu þeir 191 mann. Hart er deilt um það á Spáni hvort og þá hvernig fjölda- morðið og við- brögð stjórn- málamanna við því hafi mótað úr- slit þingkosninga sem fram fóru FULLTRÚI aðstandenda þeirra sem myrtir voru í sprengjutilræðum í Madríd fyrr í ár sakaði í gær spænska stjórnmálamenn um að nýta sér fórnarlömbin í pólitískum tilgangi. Pilar Manjon, sem er talskona Samtaka fórnarlamba 11. mars (La Asociación de Víctimas del 11-M), kom í gær fyrir þingnefnd sem rann- sakar sprengjutilræðin í lest- arkerfinu í Madríd. Að baki þeim þremur dögum síðar. Í þeim misstu hægri menn meirihluta sinn og sós- íalistar komust til valda. Pilar Manjon missti tvítugan son sinn 11. mars. Í ávarpi sínu sem þrungið var gríðarlegri sorg og til- finningum sakaði hún stjórn- málamenn um kuldaleg viðbrögð við fjöldamorðinu og sakaði þá um að freista þess að nýta sér það í hví- vetna í pólitískum tilgangi. „Fyrir ykkur er hver þeirra sem myrtur var aðeins tala en í okkar huga voru þetta manneskjur. Þau áttu sér skírnarnöfn og ættarnöfn,“ sagði hún. „Fórnarlömbin vita ekkert um stjórnmál og við krefjumst þess að þið notið okkur ekki … þið hafið breytt okkur í peð í þeirri pólitísku skák sem þið leikið,“ bætti hún við. Manjon hvatti til þess að ný rann- sóknarnefnd yrði skipuð sem óháð væri með öllu stjórnmálaflokkunum í landinu. Hart deilt á stjórnmálamenn á Spáni Madríd. AP. Pilar Manjon RÁÐAMENN í Íran brugðust í gær ókvæða við afar hörðum ummælum varnarmálaráð- herra Íraks sem kvað stjórnvöld í Teheran „hættulegasta óvin írösku þjóðarinnar“ og „uppsprettu hryðjuverkaógnar“. Talsmaður stjórnarinnar í Teheran sagði ummæli varnarmálaráðherra írösku bráða- birgðastjórnarinnar, Hazem Shaalan, „áróður“ sem ætlaður væri til „innanlandsneyslu“. Kvaðst hann sannfærður um að ráðherrann myndi draga þau til baka. Shaalan hafði áður m.a. lýst yfir því að rætur hryðjuverkastarfsemi í Írak væri að finna í Ír- an. „Íran er hættulegasti óvinur Íraka og allra araba,“ bætti hann við. Talsmaður klerkastjórnarinnar í Íran, Abdollah Ramezanzadeh, kvað stjórnvöld þar í landi vön slíkum sendingum frá Írak. Fullyrð- ingum ráðherrans vísaði hann á bug og sagði írösk stjórnvöld vita vel að Íranir gerðu hvað þeir gætu til að aðstoða við að koma á öryggi og stöðugleika í Írak. Ramezanzadeh sagði brýn- ustu úrlausnarefnin í Írak vera að binda enda á hernám Bandaríkjamanna og stöðva átök og ofbeldisverk þar. Sagði hann Írana þeirrar hyggju að heppilegasta leiðin til að ná þessum markmiðum væri sú að efna til frjálsra kosn- inga eins og nú hefði verið ákveðið. Kosningar fara fram í Írak 30. næsta mánaðar. Íranir og Írakar háðu blóðugt átta ára stríð á níunda áratugnum. Íraski varnarmálaráðherrann lét raunar ekki nægja að veitast að Írönum heldur lýsti hann og yfir því að Sýrlendingar hefðu líkt og Íranir komið fjármunum til jórdanska hryðju- verkamannsins Abu Musab al-Zarqawi, sem sagður er ábyrgur fyrir sprengjutilræðum og aftökum á gíslum í Írak. Ættu fulltrúar þess- ara ríkisstjórna margvíslegt samstarf við al- Zarqawi, sem sagður er fulltrúi al-Qaeda- hryðjuverkanetsins í Írak og lýst hefur yfir hollustu við leiðtoga þess, Osama bin Laden. Segir Írani hættuleg- ustu óvinina Teheran. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.