Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 55 MENNING Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Eftir að kertalogi hefur verið slökktur getur ennþá leynst glóð í kveiknum. Góð regla er að væta kertakveikinn með vatni þegar slökkt er á kertinu. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄ ❄ jólagjöf Hugmynd að fyrir alla Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Gjafakortin eru að verðmæti: 1.000 kr., 2.500 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 NÝSTOFNUÐ Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur sína fyrstu tónleika í Neskirkju í kvöld kl. 20. Hljóm- sveitin er skipuð um 40 nemendum sem lengst eru komnir við sex tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og er stjórnandi á tónleikunum í kvöld Gunnsteinn Ólafsson. Spænski píanóleikarinn Raul Jimenez leikur einleik með hljómsveitinni, í píanókons- ert þeim sem stundum er kenndur við Elviru Madigan, í C-dúr nr. 21 eftir Mozart. Komin til að vera „Hljómsveitin er skipuð mjög áhugasömum nem- endum sem geta flutt metnaðarfull verk,“ segir Gunn- steinn í samtali við Morgunblaðið, en á efnisskránni eru auk píanókonsertsins fyrrgreinda Coriolan- forleikurinn eftir Beethoven og sinfónía nr. 5 eftir Schubert. „Efnisskráin er krefjandi en samt aðgengileg fyrir áheyrendur. Það skiptir líka máli fyrir okkur í byrjun að tónleikarnir séu vel sóttir svo við fáum byr í seglin.“ Félagar í Sinfóníuhljómsveit unga fólksins hafa myndað stjórn, sem Gunnsteinn á sæti í. Stjórnin tekur sameiginlega ákvarðanir um verkefnaval á tónleikum sínum, og hefur þegar sett niður efnisskrá fyrir næstu tónleika sem haldnir verða í mars á næsta ári. „Þá leik- ur ungur óbóleikari einleik, Matthías Nardeau, og frönsk verk verða í fyrirrúmi,“ segir Gunnsteinn. Mikilvæg reynsla Einleikari tónleikanna í kvöld er spænskættaður, en er búsettur hér á landi. Hann hefur unnið til marg- víslegra verðlauna og komið fram víða um Evrópu, bæði einn og sem einleikari með hljómsveit. Gunn- steinn segir hann afar hæfileikaríkan og leika Mozart af mikilli einbeitni. Hljómsveitarmeðlimir eru flestir á aldrinum 16–25 ára og segist Gunnsteinn finna fyrir miklum áhuga meðal þeirra. „Það er mjög gefandi að vinna með ungu fólki og mikilvægt fyrir upprennandi hljóðfæraleikara að fá slíka reynslu,“ segir hann. „Hljómsveit á borð við þessa hefur auðvitað sárvantað undanfarin ár hér á landi, síðan Sinfóníuhljómsveit æskunnar leið undir lok.“ Tónleikarnir í kvöld ættu að verða ánægjulegir, að mati Gunnsteins. „Ef allt gengur að óskum. Því þessi hljómsveit er lítið ævintýri út af fyrir sig, og það er alltaf gaman að fá að taka þátt í ævintýrum,“ segir hann að síðustu. Tónlist | Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins í kvöld Ævintýri út af fyrir sig Morgunblaðið/Sverrir Raul Jimenez leikur einleik í píanókonsert í C-dúr nr. 21 eftir Beethoven með Sinfóníuhljómsveit unga fólks- ins í Neskirkju í kvöld. ÓKEYPIS aðgangur hefur verið tryggður að þjóðarsöfnum Bretlands næstu þrjú árin, með tilkomu nýrra fjárlaga. Auknum fram- lögum hefur verið lofað til stórra safna, og auknu fé ráðstafað til safna víðs vegar um Bretland. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Mennta- málaráðherra Breta skýrði frá þessu á mánudag, og sagði ríkisstjórnina gjarnan vilja gera listir aðgengilegar almenningi. Ókeypis aðgangur að söfnum hefði þegar orðið til aukningar í aðsókn. „Hið besta af menningarlegri arfleifð okkar ætti að vera aðgengilegt öllum, sama hvaða bakgrunn viðkomandi hafa eða hvar þau búa,“ sagði hún. Frítt inn í bresk söfn Náttúrusögusafnið í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.