Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í NÝJU aðalskipulagi fyrir Sel-
tjarnarnes er gert ráð fyrir gervi-
grasvelli á Hrólfskálamel. Íþrótta-
mannvirki þetta mun rísa á
núverandi skóla- og íþróttasvæði
Seltjarnarness og er
ætlað að styrkja það
enn frekar sem fram-
tíðarathafnasvæði
barna og unglinga.
Mjög hefur verið
fjallað um skipulags-
mál þessi, ekki síst
frá viðskiptasjón-
armiðum og í heitri
umræðunni hefur
gjarnan gleymst að
taka tillit til barna og
unglinga á Seltjarn-
arnesinu.
Íþróttastarf gegn
kyrrsetuvanda
Fyrirhuguð staðsetning gervigras-
vallar á Hrólfskálamel er sameig-
inleg niðurstaða íþróttahreyfing-
arinnar og bæjaryfirvalda. Hún
tekur fullt tillit til óska barna og
unglinga á Nesinu, en á annað þús-
und iðkendur stunda nú íþróttir
hjá deildum Gróttu. Rannsóknir
sýna að slík mannvirki auka hreyf-
ingu og íþróttaiðkun til muna og
eru því ómetanleg nú á dögum í
baráttu við vanda kyrrsetu og of-
fitu. Breytt lífsmynstur ungu kyn-
slóðarinnar, þar sem tölvuleikir
koma í stað hefðbundinna leikja ut-
andyra, gerir skipulegt og hvetj-
andi íþróttastarf mikilvægara en
nokkru sinni áður.
Seltjarnarnesið
eftirsóknarvert
Það er ekki tilviljun að Seltjarn-
arnesið er einn eftirsóttasti val-
kostur fjölskyldufólks á Íslandi.
Þar skiptir sköpum hve vel er stað-
ið að uppeldisstarfi í skólamálum,
tónlist og íþróttum. Verðmæti Sel-
tjarnarness liggur ekki síst í
traustri umgjörð í kringum börn
og unglinga í hjarta bæjarins. Ný-
legar kannanir meðal unglinga á
öllu landinu staðfesta að forvarna-
starf fyrir unglinga á Seltjarnar-
nesi með því besta
sem gerist á landinu.
Þessi staðreynd veld-
ur miklu um að eitt
hæsta endursöluverð
fasteigna á Íslandi er
á Seltjarnarnesi.
Frumskóg stein-
steypunnar?
Í nýju aðalskipulagi
með gervigrasvelli á
Hrólfskálamel, erum
við að skapa miðbæ
útvistar og íþrótta á
Seltjarnarnesi fyrir
unga fólkið sem á sér vart hlið-
stæðu hérlendis og verður svæðið í
stöðugri nýtingu allt árið. Þær
raddir hafa heyrst að byggja ætti
miðbæ á Hrólfskálamel með versl-
unarmiðstöð, torgi, veitingastöðum,
kaffihúsum og annarri afþreyingu.
Stór verslunarmiðstöð á mörgum
hæðum með mengun frá bílaum-
ferð, að ógleymdum skyndibita-
stöðum, er ekki það sem við viljum
fá inn í hjarta núverandi skóla- og
íþróttasvæðis Seltjarnarness. Við-
skiptasjónarmið eiga fullan rétt á
sér, en frumskógur steinsteyp-
unnar er ekki sá leikvangur sem
æska Seltjarnarness þarf mest á
að halda um þessar mundir.
Byggjum ofan á
núverandi styrk
Bærinn er óðum að breyta ásýnd
sinni eftir að Ísbjörninn var lagður
að velli og skyndilega varð til
ómetanlegt útsýni í austur og vest-
ur. Þær framkvæmdir sem eru
framundan munu styrkja enn frek-
ar Seltjarnarnes sem útivistar- og
íþróttabæ í hæsta gæðaflokki. Nýr
gervigrasvöllur og endurgerð sund-
laug munu bæta enn frekar þau
lífsgæði sem við búum við og efla
enn frekar þessa mikilvægu sér-
stöðu Seltjarnarness.
Hvað vilja Seltirningar?
Staðsetning vallarins við hliðina á
íþróttahúsinu mun tryggja fjölnýt-
ingu núverandi mannvirkja og
auka öryggi barna varðandi slysa-
hættu.
Hrólfskálamelurinn mun iða af
mannlífi ungs fólks allt árið í stað
þess að standa að auður langtímum
saman ef svæðið væri hellulagt,
með bekkjum og ljósakerum.
Upphitaðar gervigrasvöllur er
fallegt grænt og opið svæði.
Núverandi skóla- og íþróttakjarni
bæjarins eflist enn frekar og
myndar sterkan miðbæjarkjarna
fyrir börn og unglinga á Seltjarn-
arnesi.
Tenging vallarins við skólalóð
Mýrarhúsaskóla veldur byltingu í
betri og rýmri aðstöðu fyrir börn-
in.
Hvort vilja ungir sem aldnir Sel-
tirningar opið íþrótta- og útivist-
arsvæði fyrir börn og unglinga á
Hrólfskálamel eða verslunarmið-
stöð sem byrgir útsýni og skapar
mikla bílaumferð? Svarið hlýtur að
liggja í augum uppi.
Seltjarnarnes fyrir
unga Seltirninga!
Hilmar S. Sigurðsson fjallar
um skipulagsmál ’Fyrirhuguð staðsetn-ing gervigrasvallar á
Hrólfskálamel er sam-
eiginleg niðurstaða
íþróttahreyfingarinnar
og bæjaryfirvalda.‘
Hilmar S. Sigurðsson
Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi og
formaður knattspyrnudeildar Gróttu.
Á ÞESSUM síðustu og verstu
tímum fyrir sveitarfélög er mik-
ilvægt að spara. Oft eru auknar
umhverfiskröfur
komnar til vegna til-
skipana Evrópusam-
bandsins nefndar sem
ástæða mikilla út-
gjalda hjá sveit-
arfélögum, sér-
staklega kröfur um
hreinsun fráveitu-
vatns. Sveitarfélögin
hafa þarna rétt fyrir
sér – að koma upp
viðunandi fráveitu-
kerfi er dýrt, getur
kostað frá 20–200
þús/kr. á íbúa. Ein
leið sveitarfélaganna til að spara
er að fresta fráveitufram-
kvæmdum á þeim forsendum að
ekki sé nauðsynlegt að standa við
tímamörk reglugerðar. Rökin eru
að stærstu sveitarfélög landsins
þar sem mesta skólpmengunin er
hafa fallið á tíma og því ættu
minni sveitarfélög að geta það líka
án athugasemda yfirvalda eða frá
eftirlitsstofnun EFTA.
Tímamörk
Tímamörk fyrir fráveituvæðingu
(fyrsta stigs hreinsun) byggjast á
fjölda mengunareininga (ekki
fjölda íbúa). Tímamörkin voru 31.
des. 2000 þar sem mengunarein-
ingar eru fleiri en 15.000, annars
31. des. 2005. Þó að fá sveitarfélög
telji fleiri en 15.000 íbúa er meng-
un frá mörgum þeirra margfalt
meiri en 15.000 einingar þegar at-
vinnustarfsemi er tekin með í
reikninginn.
Aðstoð ríkisins
Lög um stuðning við fram-
kvæmdir sveitarfé-
laga í fráveitumálum
(nr. 53/1995) ná að-
eins til 31. des. 2005.
Nú hafa samtök sveit-
arfélaga óskað eftir
framlengingu lag-
anna. Ef þau sveit-
arfélög sem hefðu átt
að vera búin að upp-
fylla reglugerð um
fráveitur og skólp (nr.
798/1999) 31. des.
2000 hafa fengið
stuðning frá ríkinu
eftir þau tímamörk,
er ekki óeðlilegt að smærri sveit-
arfélög fái stuðning frá ríkinu eft-
ir 31. des. 2005.
Innlend verkfræðileg hönnun.
Því hefur verið haldið fram að
verkfræðingar hérlendis vinni að
fráveitulausnum í samræmi við
kröfur sem gildi á baðströndum
innan Evrópusambandsins (ES).
Það er ekki rétt. Samkvæmt til-
skipun ES um fráveitur er tveggja
þrepa hreinsun lágmarkshreinsun.
Leiðin sem farin er í flestum til-
vikum hérlendis er undantekning-
arleið, þ.e.a.s. svokölluð eins þreps
hreinsun (grófhreinsun eða fyrsta
stigs hreinsun). Það er löglegt ef
viðtakinn er skilgreindur sem
„síður viðkvæmur“.
Aðrar lausnir eru til og hafa
verið útfærðar hérlendis. Sem
dæmi má nefna rotþrær sem er
tveggja þrepa hreinsun ef sit-
urlögn og viðurkennd malarbeð og
uppfylling fylgja á eftir. Hafa ber
í huga að þjónusta þarf rotþróar-
kerfi (tæming, viðhald), færa þarf
sönnur á hreinsigetu fyrir viðkom-
andi viðtaka (jarðvegur, vatn).
Nýlegur úrskurður nefndar um
hollustuhætti og mengunarvarnir
um iðnaðarhverfið í Molduhrauni í
Garðabæ (Mál 2/2004) áréttar
þetta.
Náttúrustofa Vestfjarða gerði
fyrir tveimur árum merka skýrslu
um skólpmengun við nokkra
smærri þéttbýlisstaði. Þeirra
rannsóknir sýndu að lítil mengun
er við útrásir og því væri hægt að
stytta útrásir og þar með spara
fjármuni. Kostnaður við byggingu
útrásar sem hlutfall af heild-
arkostnaði við fráveitufram-
kvæmdir er þó aðeins á bilinu 5–
10%. Stærstur hluti kostnaðar
vegna fráveituvæðingar hér á
landi liggur í ræsagerð og dælu-
stöðvum, ekki í hreinsistöðvum
eða útrásum.
Sveitarfélög og
fráveituframkvæmdir
Björgvin Þorsteinsson skrifar
um fráveitumál ’Ein leið sveitarfélag-anna til að spara er að
fresta fráveitufram-
kvæmdum á þeim for-
sendum að ekki sé nauð-
synlegt að standa við
tímamörk reglugerðar.‘
Björgvin Þorsteinsson
Höfundur er verkfræðingur.
GÓÐAR samgöngur eru forsenda
byggðar á landsbyggðinni eins og sést
best á öllum þeim miklu fram-
kvæmdum sem eru á
byrjunarstigi sem og á
undirbúningsstigi.
Jarðgöng eru þar stór
þáttur enda líta lands-
menn orðið á þann kost
sem einn meginþátt
þess að bæta sam-
göngur og stytta vega-
lengdir milli byggð-
arlaga. Í því sambandi
er það ljóst að einn
þeirra staða sem þarf
nauðsynlega á slíkri
samgöngubót að halda
er Vestmannaeyjar.
Undanfarin ár hafa
orðið miklar breytingar
á mannlífinu í Vest-
mannaeyjum, fólks-
fækkun, fækkun starfa
í sjávarútveginum og
lítið framboð af vinnu
fyrir ungt fólk sem hefur nýlokið
námi. Því er mikilvægt að líta til
þeirrar framtíðarlausnar sem þarf að
koma varðandi samgöngur við Eyjar
og einnig þarf að bæta þær sam-
göngur sem eru til staðar.
Forsendur framkvæmdarinnar
Í umfjöllun hefur á stundum gætt
nokkurs misskilnings varðandi þær
forsendur sem gengið er út frá varð-
andi jarðgöngin. Í dag er verið að
greiða 433 m.kr. í árlegan rekstur og
afborganir af Herjólfi og rekstur flug-
vallar kostar um 50–60 m.kr. Frá
upphafi hefur verið gengið út frá því
að íslenska ríkið haldi áfram að greiða
árlega framlagið og til komi eðlileg
hækkun sem er í samræmi við þær
tölur sem samgönguyfirvöld hafa sett
fram varðandi rekstur á nýjum Herj-
ólfi. Með nýrri ferju er miðað við að
árlegt framlag myndi hækka í 650–
700 m.kr. og það er sú tala sem Æg-
isdyr hafa talið eðlilegt að kæmi til
fjármögnunar á jarðgöngum. Miðað
er við að staðið yrði að framkvæmd-
inni á sama hátt og var gert með
Hvalfjarðargöngin miðað við tvö skil-
yrði, þ.e. að ríkið greiði áfram árlegt
framlag og veiti ábyrgð á þeim lánum
sem þarf til að fjármagna verkið. Það
er því á engan hátt miðað við að fram-
kvæmdin fari inn á samgönguáætlun,
og á þess vegna ekki að raska henni á
neinn hátt, og ekki heldur að íslenska
ríkið þurfi að greiða alla framkvæmd-
ina á framkvæmdatímanum. Þetta er
mikilvægt að komist til skila því ef
byggð í Eyjum á að haldast, kostar
það ríkið fjármagn eins og annars
staðar á landsbyggðinni.
Aðalforsendan er þrátt fyrir ofan-
greint sú að göngin séu tæknilega
framkvæmanleg. Sú forsenda var
staðfest í skýrslu sem Vegagerðin lét
vinna sl. vetur. Þar komust þeir sér-
fræðingar, er unnu þá skýrslu, að
þeirri niðurstöðu að ekkert væri því
til fyrirstöðu að bora göngin. Þetta
hefur verið staðfest af Vegagerðinni
og telur stofnunin að hægt sé að hefja
framkvæmdir um leið og hin pólitíska
ákvörðun liggur fyrir.
Það er því alveg skýrt að göngin
eru framkvæmanleg og að fram-
kvæmd þeirra mun ekki raska þeirri
samgönguáætlun sem er í gildi.
Kostnaður framkvæmdarinnar
Miklar vangaveltur hafa verið um
raunverulegan framkvæmdakostnað
og eru aðilar að reyna að nálgast
þann kostnað eins vel og mögulegt er.
Á vordögum voru birtar tvær viða-
miklar skýrslur um þetta viðfangs-
efni, þ.e. fyrrnefnd skýrsla og einnig
skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands um þjóðhagslega arðsemi
framkvæmdarinnar. Niðurstaða Hag-
fræðistofnunar var sú að fram-
kvæmdin væri þjóðhagslega hag-
kvæm að 30,3 milljörðum kr. sem
þýðir að kostnaður þjóðfélagsins væri
þá ekki meiri en hann er í dag og þar
með talinn kostnaður ríkisvaldsins.
Tölurnar úr hinni skýrslunni voru á
svipuðu reki eða um 30,5 milljarðar
kr. án vsk. Þessar niðurstöður sýna
að miðað við þær forsendur sem eru í
skýrslu Vegagerðarinnar er fram-
kvæmdin mjög álitleg.
Hins vegar eru þar
ákveðin atriði sem hafa
verið gerðar at-
hugasemdir við m.a.
vegna ónógrar þekk-
ingar á því svæði sem er
verið að horfa á. Líklegt
verður að telja að frek-
ari rannsóknir og grein-
ingarvinna muni leiða til
lægri kostnaðar. Æg-
isdyr hafa talið það lík-
legt að endanlegur
kostnaður gæti verið
lægri eða um og yfir 25
milljarða kr. Hér er um
að ræða háar tölur sem
hafa ekki þekkst áður
við gerð samgöngu-
mannvirkja hérlendis.
Fyrir lok ársins 2005
hefur samgöngu-
ráðherra boðað að tekin verði ákvörð-
un um framtíðarlausn í samgöngum
við Eyjar. Til að tryggja það að jarð-
göng verði metin þar ásamt öðrum
kostum er nauðsynlegt að tilskilin
vinna verði innt af hendi bæði hjá
samgönguyfirvöldum og einnig hjá
bæjarfélaginu. Ægisdyr telja að jarð-
göng séu eini raunhæfi kosturinn til
framtíðar, aðrar lausnir eru skamm-
tímalausnir t.d. endurnýjun Herjólfs
á 16 ára fresti. Afskriftartími jarð-
ganga er a.m.k. 100 ár og miðað við þá
áætlun sem Ægisdyr hafa sett fram, á
framkvæmdin að borga sig upp á um
50 árum. Með því væri íslenska ríkið
að sjá verulega lækkun á kostnaði á
þessari samgönguleið að þeim tíma
liðnum, og losnaði um leið út úr því
reglulega ferli sem eðlilega þarf að
vera í ferjusiglingum.
Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf.
hefur nú nýverið lýst áhuga á að
koma að fjármögnun þessarar fram-
kvæmdar miðað við ákveðnar for-
sendur og er það staðfesting á því að
ekki verði vandkvæðum bundið að
afla fjármagns til framkvæmdarinn-
ar.
Það eru því spennandi tímar fram-
undan og umrædd göng munu vera
einn liður í því að tryggja búsetu á
landsbyggðinni og byggja upp öflugt
atvinnusvæði á Suðurlandi.
Jarðgöng milli
lands og Eyja
Ingi Sigurðsson fjallar
um samgöngumál
Ingi Sigurðsson
’Það er því al-veg skýrt að
göngin eru fram-
kvæmanleg …‘
Höfundur er formaður Ægisdyra.
Eftirfarandi greinar eru á mbl.is:
Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir:
„Ég vil hér með votta okkur mína
dýpstu samúð vegna þeirrar
stöðu sem komin er upp í ís-
lensku þjóðfélagi með skipan
Jóns Steinars Gunnlaugssonar í
stöðu hæstaréttardómara. Ég
segi okkur af því að ég er þoland-
inn í „Prófessorsmálinu“.“
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og Al-
coa er að lýsa því yfir að Kára-
hnjúkavirkjun, álbræðslan í
Reyðarfirði og línulagnir þar á
milli flokkist undir að verða
„sjálfbærar“!“
Hafsteinn Hjaltason: „Landa-
kröfumenn hafa engar heimildir
fyrir því, að Kjölur sé þeirra eign-
arland, eða eignarland Biskups-
tungna- og Svínavatnshreppa.“
María Th. Jónsdóttir: „Á land-
inu okkar eru starfandi mjög góð-
ar hjúkrunardeildir fyrir heilabil-
aða en þær eru bara allt of fáar
og fjölgar hægt.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inntaki
engu fremur háskólagráður en
þær sem TR útskrifaði nemend-
ur með, nema síður sé.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar