Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 37 MINNINGAR ✝ Sævar ÞórBjörgvinsson fæddist í Reykjavík 6. október 1969. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 5. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Björgvin Har- aldsson vélvirki, f. 15. júní 1942, og Rhodalind Ingólfs- dóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 13. nóvember 1942. Systkini Sævars Þórs eru Ingólf- ur Örn teiknari, f. 30. mars 1964, maki Embla Ýr Bárudóttir, og Margret Björk leikskólakennari, f. 5. apríl 1965, maki Páll Sig- valdason. Sævar Þór var í sambúð með Jóhönnu Halldórsdóttur, f. 21. desember 1968. Þau eiga soninn Halldór Má, f. 2. desember 1991. Þau slitu sam- vistir. Einnig eign- aðist hann dótturina Kamillu Nótt, f. 3. febrúar 2004, með Rósu Tinu Hákonar- dóttur, f. 25. ágúst 1972. Sævar Þór ólst upp í Kópavogi og bjó þar alla sína tíð. Hann lauk grunn- skólaprófi frá Þing- hólsskóla og stund- aði nám við Menntaskólann í Kópavogi. Eftir það vann hann ýmis verkamannastörf, lengst af hjá Jarðborunum hf. um land allt og á hálendi Íslands. Útför Sævars Þórs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hann var ekki hár í loftinu, snáðinn sem hóf að grafa í votan, dökkan svörðinn í bakgarðinum heima. Verkið sóttist seint því malar- skóflan var þung þótt afi hans hefði stytt skaftið til að létta litlum höndum erfiðið. En áfram hélt hann. Stígvélaklæddir fætur áttu erfitt með að fóta sig á sleipri jörðinni og blaut moldin í skófl- unni tók í. Og smám saman varð til hola. Holan stækkaði og dýpk- aði. Moldarhrúgan við holubarm- inn stækkaði og stækkaði uns ekki sást lengur til skóflumanns- ins úr eldhúsglugganum. Og það rigndi enn og hann mokaði enn þegar stóri bróðir var sendur út til að bjarga forugum drengnum upp úr holunni. Stoltið sem skein úr björtu andlitinu yfir unnu verki líður mér seint úr minni. Þannig var hann Sævar bróðir minn. Og þá er snáðinn óx úr grasi og varð að manni urðu vinnusemi, dugnaður og ósérhlífni nokkrir af hans helstu kostum. Alltaf fyrstur til að ganga í verk, alltaf síðastur frá því, alltaf afkastamestur, alltaf duglegastur. Í erfiðisvinnu fann hann sig best. Þar naut hann sín og var fremstur meðal jafningja. En ósjaldan eiga okkar helstu kostir aðra hlið sem geta orðið okkur að falli. Þegar erfiðleikar og veikindi sækja að getur dugn- aður snúist í ofreynslu og stolt í þrjósku sem stendur í vegi fyrir að hjálpar sé leitað. Áfram skyldi haldið, hvergi hvikað, ekkert gefið eftir fyrr en í fulla hnefana. Þann- ig var hann Sævar bróðir minn. Líkamleg hreysti hans og hark- an sem hann gat sýnt af sér við erfiðar aðstæður var oft í hróp- andi mótsögn við blítt viðmót og viðkvæmni sem ósjaldan er hin hlið karlmennskunnar. Með vinnu- lúnum, sigggrónum höndum gat hann bæði smíðað fagra og fín- gerða hluti og teiknað listilega. Þessar sömu grófu hendur gátu ef svo bar undir mjúklega farið um ungbarn eða blíðlega strokið tár af hvarmi drenghnokka. Þá mátti hann ekkert aumt sjá. Einhvern veginn fannst mér alltaf að hann hefði átt að verða bóndi. En svo fór aldrei. Þannig var hann Sævar bróðir minn. Eitt andartak sem ungum var þér búið mun óma alla tíð í vitund þinni. Og því verður ekki um eilífð undan flúið, því aldrei mun það líða þér úr minni. Það vitjar þín og verndar þótt þú farir sem vökul minning liðins ástarfundar, því andartakið er eilífð meðan það varir og eilífðin er bergmál þeirrar stundar. (Sölvi Björn Sigurðarson.) Ingólfur Örn. Erfitt er að lýsa með orðum þeirri ábyrgðartilfinningu sem fylgir því þegar fjölgar í fjölskyld- unni og maður er allt í einu orðin stóra systir. Þessi tilfinning vék aldrei úr brjósti mínu, þessi þörf fyrir að vernda og gæta litla bróð- ur sem oft leitaði skjóls hjá stóru systur, og hana fann ég ekki síst í þeim veikindum sem hann átti í síðustu mánuðina fyrir andlát sitt. Vanmáttinn gagnvart veikindum og dauða er erfitt að bera en viss- an um að honum líði nú betur létt- ir undir. Sævar var alltaf ljúft og gott barn, jákvæður og atorkusamur. Frjó og skapandi hugsun var ein- kennandi fyrir hann í æsku. Járn- spænir á gólfi urðu að fagurgerð- um hring í höndum hans, hring sem hann færði systur sinni að gjöf og er enn varðveittur innan um dýrasta skart. Sævar var uppátækjasamur og báru uppá- tæki hans oft vott um einskært sakleysi og opinskáan áhuga á öllu og öllum. Eitt sinn sem smá- strákur bauð hann til að mynda heilum vinnuflokki verkamanna, sem puðuðu í götunni við skurð- gröft, í morgunkaffi til móður okkar að henni forspurðri. Seinna þegar við urðum eldri og ég flutti austur á land hittumst við ekki eins oft og ég hefði viljað en þær stundir sem við áttum voru góðar og dýrmætar. Vegna vinnu sinnar stoppaði hann oft hjá mér á leið sinni í og úr úthöldum en oftar en ekki sá ég minnst af honum því hann hvarf iðulega inn í herbergi eða skellti sér á gólfið í leik við börnin mín. Það er sú minning sem ég vil varðveita líkt og hringinn góða, mynd af honum í feluleik eða að spila við börnin mín. Það eru ekki síður þau sem nú hafa misst góðan vin. Þó svo að Sævar sé farinn þá skildi hann eftir tvo sólargeisla sem vekja nú hjá mér sömu til- finningar og fæddust þegar Sævar kom inn í líf mitt. Þessir sól- argeislar eiga alltaf víst skjól hjá mér líkt og pabbi þeirra átti. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Margret Björk. Er möguleiki á að sérhver mað- ur eigi sér tvíburasál? Sumir finna ef til vill aldrei sína, en ég tel mig hafa fundið mína. Fyrir fimmtán árum, Sævar Þór. Við unnum saman í síldinni ásamt fjölda annarra hressra krakka á svipuðu reki, sem fóru saman víða og skemmtu sér mikið saman. Við drógumst fljótlega hvort að öðru, en okkur var þó ekki ætlað að eldast saman því sambandið rofnaði eftir aðeins fimm mánuði. Við gengum svo áfram okkar æviveg. Hófum sambúð hvort með sínum makanum og urðum for- eldrar. En einhvern veginn hvarf minningin aldrei úr minni. Svo var það fyrir tæpum tveim- ur árum að ég orðaði við besta vin minn að mig langaði að vita af Sævari. Bara hringja svona og vita hvernig lífið hefði leikið hann. Vegna hvatningar þessa sama vin- ar hafði ég uppi á símanúmerinu hans og sló á þráðinn. Hann svar- aði strax og hans fyrsta spurning eftir að ég hafði kynnt mig var: „Er eitthvað að?“ Síðar sagði hann mér að hann hefði spennst allur upp, því aðeins viku áður hafði hann stoppað utan við æsku- heimili mitt og sagt syni sínum frá æskuástinni sem einu sinn hefði átt heima í þessu húsi. Þegar ég núna hugsa til baka spyr ég mig hvort það hafi ein- ungis verið tilviljun að við í næst- um sömu vikunni hugsuðum svo sterkt hvort til annars. Það er skemmst frá því að segja að aftur hófst fimm mánaða sam- band með háleitum hugmyndum um framtíðina. En eins og fyrr segir var okkur ekki ætlað að eig- ast, því í annað sinn lognaðist sambandið út af. Núna er komið að hinstu kveðjustund og ég veit að hversu sterkt sem ég hugsa til hans hitti ég hann ekki í þessu lífi aftur. Ég á þó yndislegan arf, hluta af hon- um, dóttur okkar Kamillu Nótt, sem einungis er tíu mánaða og gerir sér því enga grein fyrir hvað hefur gerst. Mitt hlutverk verður að fræða hana og segja henni frá þeim yndislega föður sem hún átti hér á jörðu, en var kallaður á æðri stað til stærri verkefna. Ég kveð þig með sömu orðum og svo oft áður Sævar minn: Ég elska þig ástin mín, alla leið til tunglsins og alla leið aftur til baka. Þín Tina. Lítill strákur kallar á pabba sinn. Blómin vaka á velli grænum. Heiður er himinninn. Lítill strákur býður faðminn sinn. Hlátur hjartað bræðir. Og litli lófinn þinn. Hér liggjum við tveir og trúum því, að Guð sé góður og ljúfur. Tyggjum strá, horfum hátt, til himins pabba stúfur. Þarna krunkar krummi á börnin sín. Krummi hann er fuglinn okkar. Á vænginn sólin skín. Lítill strákur fann þar sem hann grær. Fjögurra blaða smára. Augun hrein og tær. Hér liggjum við tveir og trúum því, að Guð sé góður og ljúfur. Tyggjum strá, horfum hátt, til himins pabba stúfur. (Bubbi Morthens.) Elsku Sævar pabbi, þakka þér fyrir að vera pabbi minn, þótt tím- inn hafi verið alltof, alltof lítill. Takk fyrir allt og allt … Þinn Mikael Máni. Mig langar til að rifja upp eft- irminnilegustu stund mína með Sævari. Ég kom með flugvélinni til Reykjavíkur snemma að morgni, veðrið var gott og mér leið vel. Ég var búin að hlakka lengi til þessa dags og loksins var hann runninn upp. Þennan dag átti ég að losna við spangirnar sem ég var búin að hafa alveg nógu lengi og var orðin mjög leið á. Sævar kom og sótti mig á flugvöllinn og var ánægður að sjá mig. Hann fór með mig til tannlækn- isins og þegar hann hafði lokið sér af með því að rífa út úr mér hvern vírinn á fætur öðrum sótti hann mig á „glæsivagninum“ sínum. Við fórum í Kringluna og hann kom með mér búð úr búð, ekki þekki ég marga 35 ára karlmenn sem myndu nenna að fara með 16 ára gellu í búðaráp, skoða snyrtivör- ur, nærföt og alls konar gelludót- arí sem hann hafði örugglega eng- an áhuga á. En hvað gerði hann ekki fyrir mann. Eftir að hafa eytt stórfé í verslunum Kringlunnar fórum við á rúntinn og töluðum um hitt og þetta. Sævar sýndi mér húsin þar sem ríka fólkið á heima á Arnarnesi, við dáðumst að glæsibyggingum og glansandi sportbílum og ímynduðum okkur að við lifðum í svona heimi en hugsuðum samt með okkur að það væri kannski ekkert gaman að eiga allt og fá allt. Eftir margar ímyndaðar sög- ur og vangaveltur keyrðum við út úr hverfinu og leiðin lá að gömlu rafstöðinni. Sævar sagði mér að þar fyndist honum hann vera kominn í sveitina en ekki gat ég verið sammála honum í því, þar sem við vorum enn í Reykjavík. Hann sýndi mér alla staði sem honum þóttu merkilegir og gamla rafstöðin fannst honum góður staður til þess að stoppa og fá sér frískt loft. Við fylgdumst með einhverjum strákum á kajak á Elliðaám og Sævar talaði mikið um hvað hann langaði að prófa þetta en því mið- ur fékk hann ekki tækifæri til þess. Við ákváðum að fá okkur göngutúr enda vorum við búin að keyra langa stund um Reykjavík. Hann fór með mig í Grasagarðinn í Laugardalnum og við gengum stóran hring og hlógum að fugl- unum sem slógust um brauðmola sem lágu á víð og dreif um allan garðinn. Þessi dagur var svo skemmti- legur og Sævar var svo góður við mig og svo hress þennan dag. Ég skil ekki hvernig þetta gat gerst svona hratt, einum of hratt. Hann var svo fyndinn, skemmtilegur og frábær frændi en þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Berglind Elíasdóttir. Mánudaginn 6. des. var ég vak- in eldsnemma með símtali og fékk þær harmafregnir að Sævar væri látinn, aðeins 35 ára. Þessu átti ég ekki von á, vissi að þú hafðir verið veikur en þessu átti ég aldrei von á. Hugurinn fyllist af minningum og tárin læða sér niður kinnarnar, 35 ár eru ekki hár aldur, svo margt eftir að gera. Hugurinn leitar til sonar þíns, hans Halldórs Más sem er alveg ótrúlega líkur þér, sama göngulag, útlit og margir taktar eins. Þú hafðir al- veg ótrúlegan húmor og varst mikill vinnukraftur. Alltaf var gaman að hitta þig, þú sagðir svo skemmtilega frá að maður gat al- veg orðið vitlaus úr hlátri. Þú horfðir á heiminn allt öðrum aug- um en flestir. Þú varst vel lesinn og komst alltaf vel fyrir þig orði. Þú gafst frá þér ótrúlega hlýju og hafðir góðan skilning á öllum mál- um. Ég man svo vel þegar ég hitti þig í fyrsta skipti fyrir 14 árum þegar Jóhanna systir mín kom með þig til að kynna þig. Þú varst klæddur í gallabuxur, leðurjakka og með hjálm, því þú varst á þessu líka rosaflotta mótorhjóli. Björgvin sonur minn heillaðist af þér í þessari fyrstu heimsókn þinni til okkar. Þú komst svo vel fyrir og við samglöddumst systur minni að hún væri búin að kynn- ast svona góðum dreng. Þið Jóa hjálpuðuð mér mikið á þeim tíma þegar ég var einstæð móðir. Þú varst alltaf yndislegur við börnin mín og voru það ófá skiptin sem þið Jóa pössuðuð fyrir mig þegar ég var að vinna á kvöldin. Alla þá þolinmæði sem þú hafðir, hvað þú nenntir að leika við þau og lestur góðra bóka var þín leið til að hjálpa Björgvini að sofna á kvöld- in þegar hann var lítill. Ég þakka öll þau skipti sem þú lagðir þitt á vogarskálarnar til að hjálpa Björgvini síðustu ár, þegar hann átti erfitt. Þú varst systur minni alveg með eindæmum góður í gegnum súrt og sætt, þangað til þið skilduð að skiptum. Ég er lánsöm að hafa fengið að kynnast þér, Sævar, þú reyndist mér sannur vinur. Elsku Halldór Már, missir þinn er mikill og söknuðurinn sár. Einnig mun Kamilla Nótt alast upp án þess að kynnast þér. Foreldrum Sævars og systkinum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og megi Guð gefa ykkur styrk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Hildur Halldórsdóttir. Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Guðlaug Rögnvaldsdóttir. SÆVAR ÞÓR BJÖRGVINSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.